Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð

Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.

Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Auglýsing

Hæsti­réttur Íslands komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að Mjólk­ur­sam­salan ehf. (MS) hafi mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína og mis­munað við­skipta­að­ilum sínum með því að að selja hrá­mjólk til vinnslu mjólk­ur­af­urða á hærra verði til keppi­nauta en til eigin fram­leiðslu­deildar og tengdra aðila. MS var gert að greiða alls 480 millj­ónir króna í rík­is­sjóðs vegna þeirra sam­keppn­islaga­brota. 

Með þessu stað­festi Hæsti­réttur þá nið­ur­stöðu sem feng­ist hafði í málið bæði í hér­aði og fyrir Lands­rétt­ar. Í dómi Hæsta­réttar segir að telja verði brot MS gegn sam­keppn­is­lögum alvar­legt „auk þess sem það stóð lengi og var aug­ljós­lega mjög til þess fallið að raska sam­keppn­is­stöðu. Þá laut það að mik­il­vægri neyslu­vöru og snerti á þann hátt almenn­ing í land­in­u.“

Hægt er að lesa dóm Hæsta­réttar í mál­inu í heild sinni hér. 

Komst óvænt yfir reikn­ing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið kom­st að þeirri nið­ur­stöðu að MS hefði brotið mjög alvar­lega gegn sam­keppn­is­lögum með athæfi sínu í sept­em­ber 2014. Málið fór þaðan til áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála og svo aftur til efn­is­með­ferðar hjá eft­ir­lit­inu. Í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins frá árinu 2016 sagði að hátt­­semi MS, sem seldi Kaup­­fé­lagi Skag­­firð­inga hrá­­mjólk á lægra verði en öðrum á mark­aði, hefði verið til þess fallin að veita þeim veru­­legt sam­keppn­is­­for­­skot.

Auglýsing
Upp komst um þessa hátt­­semi MS fyrir hálf­­­gerða slysni. Árið 2012 fékk Ólafur M. Magn­ús­­son, sem áður stóð í stafni hjá Mjólku, sendan reikn­ing frá MS sem var stíl­aður á Mjólku II þegar hann sjálfur var byrj­­aður með KÚ, sem einnig var að kaupa hrá­­mjólk af MS.

Þá komst hann að því að MS var að selja KS hrá­­mjólk­ina á nokkuð lægra verði en honum sjálf­­um. Í kjöl­farið til­­kynnti hann það til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem fór að skoða mál­ið.

Stofn­endur og fyrrum eig­endur Mjólku stefndu MS vegna máls­ins í fyrra­sumar og fóru fram á að MS við­­ur­­kenni skaða­­bóta­­skyldu sína gagn­vart þeim.

MS seg­ist hafa verið í góðri trú

Í til­kynn­ingu frá MS vegna máls­ins segir að fyr­ir­tækið hafi verið „í góðri trú og taldi sig vera að vinna í sam­ræmi við lög“ með við­skipta­háttum sín­um. 

Þegar málið hafi komið upp fyrir tæpum ára­tug síðan hafi skipu­lagi og fram­kvæmd á sam­starfi afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði og sölu á hrá­mjólk til aðila utan sam­starfs­ins verið breytt. „Dóms­nið­ur­staðan snýr því að afmörk­uðum ágrein­ingi um túlkun laga í liðnum tíma, en hefur ekki bein áhrif á starf­sem­ina í dag. Við blasir að hag­ræð­ing í mjólkur­iðn­aði hefur náð þeim mark­miðum sem að var stefnt með laga­breyt­ingum sem heim­il­uðu verka­skipt­ingu og sam­starf afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði. Þær breyt­ingar eru for­senda fram­leiðni­aukn­ingar sem skilað hefur millj­arða króna ávinn­ingi til sam­fé­lags­ins á hverju ári.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent