Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu

Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.

„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Auglýsing

Sveit­ar­fé­lögin hafa algjör­lega dregið að sér höndum í opin­berum fjár­fest­ingum að mati Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra. Þetta sagði Bjarni í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag eftir fyr­irpsurn frá Jóni Stein­dóri Valdi­mars­syni, þing­manni Við­reisn­ar, um sam­drátt í opin­berum fjár­fest­ing­um.„Þegar við skoðum opin­beru fjár­fest­ing­una upp­skipt milli ríkis og sveit­ar­fé­laga þá sjáum við mjög skýrt að við höfum staðið við það sem var lofað var, að auka við fjár­fest­ingu rík­is­ins. Og það sem meira er, við höfum fjár­magnað hluti sem að enn eiga eftir að koma til fram­kvæmda þannig að ég hef vænt­ingar um að við fáum dálítið sterka bylgju með okkur inn í árið 2021,“ sagði Bjarni meðal ann­ars í svari sínu.

AuglýsingÞörfin fyrir inn­grip skýr

Í fyr­ir­spurn sinni sagði Jón Stein­dór rík­is­stjórn­ina ekki hafa gengið rösk­lega til verks í opin­berum fjár­fest­ingum og vís­aði í gögn um opin­bera fjár­fest­ingu sem segja að hún hafi dreg­ist saman um 9,3 pró­sent á árinu 2020 en 10,8 pró­sent árið á und­an. Þá hafi var þörfin fyrir inn­grip af hálfu hins opin­bera þegar verið orðin „æp­andi“ að mati Jóns Stein­dórs vegna merkja um sam­drátt í efna­hags­líf­in­u. 

Jón Steindór Valdimarsson sagði loforðið um aukna opinbera fjárfestingu ekki hafa verið efnt. Mynd: Bára Huld Beck

Jón Stein­dór minnt­ist lof­orða stjórn­ar­flokk­anna um mikla inn­viða­upp­bygg­ingu í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga. „Einn þeirra lof­aði 100 millj­örðum og mætti því ætla að hann hafi verið til­bú­inn með áætl­un. Ekki síst þess vegna vekur það sér­staka undrun að sjá hve illa und­ir­búið fram­kvæmda­valdið er fyrir að setja af stað lyk­ilfram­kvæmdir og fjár­fest­ingar á þeim tíma þegar að nauð­syn­legt hefði verið að beita þeim verk­færum í hag­stjórn­inn­i.“Hann sagði fjár­mála­ráð­herra einnig vera tíð­rætt um sterka stöðu rík­is­sjóðs og hversu vel sú staða reynd­ist okkur nú þegar kreppir að. Hann sagði rík­is­stjórn­ina hafa lofað auknum útgjöldum og sér­stak­lega til fjár­fest­inga í innviðum í fjár­lögum og fjár­auka­lögum en ekki efnt þau lof­orð. „Gögnin sýna svart á hvítu að fjár­fest­ingin hefur ekki skilað sér. Lof­orðið hefur ekki verið efnt. Ég spyr hæst­virtan fjár­mála­ráð­herra hvernig útskýrir hann þennan mikla sam­drátt í opin­berum fjár­fest­ingum og er þetta að hans mati vottur um góða hag­stjórn í dýpstu kreppu síð­ari tíma,“ sagði Jón Stein­dór.Kreppan ekki jafn djúp og búist var við

Bjarni svar­aði því til að aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar hafi skilað sér gríð­ar­lega vel. „Það birt­ist okkur meðal ann­ars í því að við stöndum núna ekki lengur í dýpstu kreppu í 100 ár heldur er sam­drátt­ur­inn á árinu 2020 tölu­vert minni en áður var spáð,“ sagði Bjarni en tók fram að þar spila aðrir þættir inn í, svo sem einka­neysla og fjár­fest­ing atvinnu­lífs­ins. Líkt og áður var minnst á sagði Bjarni það skipta meg­in­máli þegar horft er til sam­dráttar í opin­berri fjár­fest­ingu að sveit­ar­fé­lögin hafi haldið að sér hönd­um. Hann sagði rík­is­stjórn­ina hafa staðið við það sem lofað var, að auka við fjár­fest­ingu rík­is­ins auk þess sem nú væri búið að fjár­magna verk­efni sem eiga eftir að koma til fram­kvæmda. Þá sagði hann að fjár­fest­ing­ar­á­tak rík­is­stjórn­ar­innar hafi fyrst og fremst verið efna­hags­að­gerð þar sem áhersla yrði lögð á mál sem væru þjóð­hags­lega mik­il­væg, að verk­efnin sem ráð­ist yrði í væru mann­afls­frek og að verk­efnin myndu veita mót­vægi við þeim sam­drætti sem þegar var far­inn að mynd­ast

Verð­mæti fram­kvæmda minna en áætlað var

Eftir síð­asta Útboðs­þing Sam­taka iðn­að­ar­ins sendu sam­tökin frá sér grein­ingu á fjár­fest­ingum hins opin­bera. Þar kemur fram að heild­ar­verð­mæti allra opin­berra fram­kvæmda á síð­asta ári hafi verið 29 pró­sentum minna heldur en boðað var á Útboðs­þing­inu í fyrra. Úr þess­ari grein­ingu má lesa að rík­is­stofn­an­ir- og fyr­ir­tæki fram­kvæmdu mun minna á árinu 2020 heldur en áætlað var á Útboðs­þingi 2020.Á útboðs­þingi 2020 var heild­ar­verð­mæti áætl­aðra útboða lang­mest hjá Vega­gerð­inni, alls 38,7 millj­arðar króna. Fram­kvæmdir Vega­gerð­ar­innar á árinu námu hins vegar 31,1 millj­örðum króna, um 20 pró­sentum minna en til stóð. Það rík­is­fyr­ir­tæki sem komst næst Vega­gerð­inni í heild­ar­verð­mæti áætl­aðra útboða árið 2020 var ISA­VIA. Verð­mæti áætl­aðra útboða félags­ins nam 21 millj­arði en fram­kvæmt var fyrir 0,2 millj­arða á árinu. Þar á eftir kom Nýi Land­spít­al­inn með áætluð útboð upp á tólf millj­arða en fram­kvæmdir fyrir 11,4 millj­arða.Á milli Vega­gerð­ar­innar og ISA­VIA í verð­mæti áætl­aðra útboða á Útboðs­þingi 2020 var Reykja­vík­ur­borg. Áætlað verð­mæti útboða borg­ar­innar var 19,6 millj­arðar en þegar upp var staðið var fram­kvæmt fyrir 21,1 millj­arð á árinu. Á list­anum má einnig finna félög í eigu sveit­ar­fé­laga, svo sem Veit­ur, Orku Nátt­úr­unnar og Faxa­flóa­hafn­ir. Veitur fóru einnig fram úr áætl­un, fram­kvæmdu fyrir 9,2 millj­arða sam­an­borið við 8,8 millj­arða áætl­un. Bæði Orka nátt­úr­unnar og Faxa­flóa­hafnir fram­kvæmdu hins vegar fyrir brot af því sem áætlað var. Áætluð útboð Orku nátt­úr­unnar námu 4,5 millj­örðum en fram­kvæmt var fyrir hálfan millj­arð og áætluð útboð Faxa­flóa­hafna námu 2,2 millj­örðum en fram­kvæmt var fyrir 0,2.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent