Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár

Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.

Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auglýsing

Beita ætti fjár­málum ríkis og sveit­ar­fé­laga af fullum þunga til að skapa kröft­uga við­spyrnu inn í nýtt hag­vaxt­ar­skeið, en um leið gæta að því að for­gangs­röðun sé rétt. Styðja ætti betur við nýsköpun og hækka þak greiðslna vegna rann­sókna- og þró­un­ar­starfs, að mati Sam­taka iðn­að­ar­ins, sem í dag stóðu fyrir árlegu Iðn­þingi sam­tak­anna.

Í ályktun Iðn­þings kemur fram að til þess að skapa „góð efna­hags­leg lífs­gæði“ á Íslandi þurfi að auka lands­fram­leiðsl­una um 545 millj­arða króna á næstu fjórum árum. Þá segir að auka þurfi gjald­eyr­is­tekjur um 300 millj­arða króna yfir tíma­bil­ið, eða sem nemur ríf­lega 1,4 millj­arði á viku á þessu fjög­urra ára tíma­bili sem horft er til. Þá þurfi störfum að fjölga um 29 þús­und.

„Tak­ist þetta munu efna­hags­leg lífs­gæði lands­manna aukast á tíma­bil­inu og lands­fram­leiðsla á mann verða meiri en hún var fyrir núver­andi efna­hags­nið­ur­sveiflu,“ segir í ályktun Iðn­þings­ins.

Auglýsing

Sam­tök iðn­að­ar­ins kalla eftir því að stjórn­völd „slíti fjötrana með mark­vissum hætti á næstu mán­uðum svo hægt verði að hlaupa hraðar og skapa eft­ir­sótt störf og aukin verð­mæt­i.“ Á sama tíma vara sam­tökin við því að aukin skatt­lagn­ing muni „hefta vöxt atvinnu­lífs og tefja end­ur­reisn­ina“ og leggja til að álögum verði létt af fyr­ir­tækjum eins og kostur er, meðal ann­ars með lækkun trygg­inga­gjalds og fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði.

Í ályktun Iðn­þings er kallað eftir „at­vinnu­stefnu“ af hálfu stjórn­valda. Þar er átt við að stefnu­mótun sé sam­hæfð í þeim mála­flokkum sem helst hafi áhrif á fram­leiðni og sam­keppn­is­hæfni, en Sig­urður Hann­es­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins ræddi einmitt um þörf­ina á nýrri atvinnu­stefnu fyrir Ísland í við­tali við Kjarn­ann í lok síð­asta sum­ar­s.

„Mála­flokk­arnir sem einkum þarf að sam­hæfa og gera þannig úr garði að þeir styðji hver við annan eru mennt­un, inn­við­ir, nýsköp­un, starfs­um­hverfi og orka og umhverfi. Með atvinnu­stefnu er lagður grunnur að upp­bygg­ingu til að styðja við efna­hags­lega vel­sæld en slík stefna getur ekki síður verið rauður þráður í stefnu­mótun hins opin­bera. Þannig er hægt að ná sam­ræmi í ólíkum mála­flokkum svo opin­berir fjár­munir nýt­ist á sem hag­kvæm­astan hátt og dregið sé úr sóun,“ segir í ályktun iðn­þings.

Lesa má helstu áherslu­at­riði Sam­taka iðn­að­ar­ins hér að neð­an:

Starfs­um­hverfi:

 • Beita af fullum þunga fjár­málum ríkis og sveit­ar­fé­laga til þess að skapa kröft­uga við­spyrnu fyrir hag­kerfið inn í nýtt hag­vaxt­ar­skeið. Gæta að því að for­gangs­röðun sé rétt.
 • Létta álögum af fyr­ir­tækjum eins og kostur er, m.a. lækkun trygg­inga­gjalds og fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði.
 • Beita tækjum pen­inga­stjórn­unar enn frekar til þess að skapa skil­yrði fyrir auknar fjár­fest­ingar og vöxt í inn­lendri eft­ir­spurn. Lækka vexti frekar og auka aðgengi fyr­ir­tækja að fjár­magni.
 • Bætt eft­ir­lit með lögum um hand­iðnað með áherslu á aukna skil­virkni og með­al­hóf. Vinna áfram að mark­vissri end­ur­skoðun á gild­andi reglu­verki með það að mark­miði að ein­falda reglu­verk og draga úr óþarfa reglu­byrði.
 • Tryggja að raf­orku- og flutn­ings­verð raf­orku á Íslandi sé alþjóð­lega sam­keppn­is­hæft.

Inn­viðir:

 • Sam­eina bygg­ing­ar-, hús­næð­is-, skipu­lags-, sveit­ar­stjórn­ar- og sam­göngu­mál undir eitt ráðu­neyti inn­viða.
 • Auka nýfjár­fest­ingar og við­hald í inn­viða­kerf­inu. Nýta sam­vinnu­leið hins opin­bera og einka­að­ila við upp­bygg­ingu inn­viða.
 • Fram­lengja átakið „Allir vinna“, a.m.k. út árið 2022. SI munu áfram beita sér fyrir því að nei­kvæð fjár­hags­leg áhrif á verk­samn­inga vegna vísi­tölu­breyt­inga í tengslum við átakið verði leið­rétt.
 • Tryggja stöðuga upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis með því að auka fram­boð á nýju bygg­ing­ar­svæði, bæta raf­ræna stjórn­sýslu, tryggja aðgengi að gögnum og stytta tíma­fresti.

Nýsköp­un:

 • Gera breyt­ingar á lögum um stuðn­ing við nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki, hækkun þaks og end­ur­greiðslu­hlut­fall vegna rann­sókna- og þró­un­ar, ótíma­bundn­ar.
 • Hækka skatta­frá­drátt vegna fjár­fest­inga ein­stak­linga í sprota­fyr­ir­tækjum úr 75% í 100% til að virkja einka­fjár­magn í fjár­fest­ingar í frum­kvöðla­starf­semi og nýsköp­un.
 • Auka enn frekar fram­lög til Tækni­þró­un­ar­sjóðs og taka mið af mæl­an­legum mark­miðum um úthlut­un­ar­hlut­fall þannig að fram­lög taki mið af eft­ir­spurn.

Menntun:

 • Opna aðgengi starfs­mennt­aðra að háskóla­námi og vinna gegn kerf­is­lægum vanda starfs­mennt­unar er varðar náms­fram­vindu, náms­lok og tæki­færi nem­enda til fram­gangs að námi loknu. Ljúka inn­leið­ingu raf­rænna fer­il­bóka í öllum greinum á árinu 2021.
 • Greiða götu þess að fram­kvæmdir við bygg­ingu nýs Tækni­skóla verði hafnar á árinu 2022.
 • Inn­leiða hvata þannig að háskólar útskrifi fleiri nem­endur í STEM grein­um.
 • Setja aukna áherslu á að bregð­ast við fjöl­breyttum vanda í mennta­kerf­inu, með því að huga að stöðu drengja, styrkja stöðu kenn­ara og bregð­ast við fjár­skorti hjá skólum sem bjóða upp á iðn­nám og jafna stöðu þess gagn­vart hefð­bundnu bók­námi. 

 Nálg­ast má upp­töku af Iðn­þingi hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent