Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár

Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.

Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auglýsing

Beita ætti fjár­málum ríkis og sveit­ar­fé­laga af fullum þunga til að skapa kröft­uga við­spyrnu inn í nýtt hag­vaxt­ar­skeið, en um leið gæta að því að for­gangs­röðun sé rétt. Styðja ætti betur við nýsköpun og hækka þak greiðslna vegna rann­sókna- og þró­un­ar­starfs, að mati Sam­taka iðn­að­ar­ins, sem í dag stóðu fyrir árlegu Iðn­þingi sam­tak­anna.

Í ályktun Iðn­þings kemur fram að til þess að skapa „góð efna­hags­leg lífs­gæði“ á Íslandi þurfi að auka lands­fram­leiðsl­una um 545 millj­arða króna á næstu fjórum árum. Þá segir að auka þurfi gjald­eyr­is­tekjur um 300 millj­arða króna yfir tíma­bil­ið, eða sem nemur ríf­lega 1,4 millj­arði á viku á þessu fjög­urra ára tíma­bili sem horft er til. Þá þurfi störfum að fjölga um 29 þús­und.

„Tak­ist þetta munu efna­hags­leg lífs­gæði lands­manna aukast á tíma­bil­inu og lands­fram­leiðsla á mann verða meiri en hún var fyrir núver­andi efna­hags­nið­ur­sveiflu,“ segir í ályktun Iðn­þings­ins.

Auglýsing

Sam­tök iðn­að­ar­ins kalla eftir því að stjórn­völd „slíti fjötrana með mark­vissum hætti á næstu mán­uðum svo hægt verði að hlaupa hraðar og skapa eft­ir­sótt störf og aukin verð­mæt­i.“ Á sama tíma vara sam­tökin við því að aukin skatt­lagn­ing muni „hefta vöxt atvinnu­lífs og tefja end­ur­reisn­ina“ og leggja til að álögum verði létt af fyr­ir­tækjum eins og kostur er, meðal ann­ars með lækkun trygg­inga­gjalds og fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði.

Í ályktun Iðn­þings er kallað eftir „at­vinnu­stefnu“ af hálfu stjórn­valda. Þar er átt við að stefnu­mótun sé sam­hæfð í þeim mála­flokkum sem helst hafi áhrif á fram­leiðni og sam­keppn­is­hæfni, en Sig­urður Hann­es­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins ræddi einmitt um þörf­ina á nýrri atvinnu­stefnu fyrir Ísland í við­tali við Kjarn­ann í lok síð­asta sum­ar­s.

„Mála­flokk­arnir sem einkum þarf að sam­hæfa og gera þannig úr garði að þeir styðji hver við annan eru mennt­un, inn­við­ir, nýsköp­un, starfs­um­hverfi og orka og umhverfi. Með atvinnu­stefnu er lagður grunnur að upp­bygg­ingu til að styðja við efna­hags­lega vel­sæld en slík stefna getur ekki síður verið rauður þráður í stefnu­mótun hins opin­bera. Þannig er hægt að ná sam­ræmi í ólíkum mála­flokkum svo opin­berir fjár­munir nýt­ist á sem hag­kvæm­astan hátt og dregið sé úr sóun,“ segir í ályktun iðn­þings.

Lesa má helstu áherslu­at­riði Sam­taka iðn­að­ar­ins hér að neð­an:

Starfs­um­hverfi:

 • Beita af fullum þunga fjár­málum ríkis og sveit­ar­fé­laga til þess að skapa kröft­uga við­spyrnu fyrir hag­kerfið inn í nýtt hag­vaxt­ar­skeið. Gæta að því að for­gangs­röðun sé rétt.
 • Létta álögum af fyr­ir­tækjum eins og kostur er, m.a. lækkun trygg­inga­gjalds og fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði.
 • Beita tækjum pen­inga­stjórn­unar enn frekar til þess að skapa skil­yrði fyrir auknar fjár­fest­ingar og vöxt í inn­lendri eft­ir­spurn. Lækka vexti frekar og auka aðgengi fyr­ir­tækja að fjár­magni.
 • Bætt eft­ir­lit með lögum um hand­iðnað með áherslu á aukna skil­virkni og með­al­hóf. Vinna áfram að mark­vissri end­ur­skoðun á gild­andi reglu­verki með það að mark­miði að ein­falda reglu­verk og draga úr óþarfa reglu­byrði.
 • Tryggja að raf­orku- og flutn­ings­verð raf­orku á Íslandi sé alþjóð­lega sam­keppn­is­hæft.

Inn­viðir:

 • Sam­eina bygg­ing­ar-, hús­næð­is-, skipu­lags-, sveit­ar­stjórn­ar- og sam­göngu­mál undir eitt ráðu­neyti inn­viða.
 • Auka nýfjár­fest­ingar og við­hald í inn­viða­kerf­inu. Nýta sam­vinnu­leið hins opin­bera og einka­að­ila við upp­bygg­ingu inn­viða.
 • Fram­lengja átakið „Allir vinna“, a.m.k. út árið 2022. SI munu áfram beita sér fyrir því að nei­kvæð fjár­hags­leg áhrif á verk­samn­inga vegna vísi­tölu­breyt­inga í tengslum við átakið verði leið­rétt.
 • Tryggja stöðuga upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis með því að auka fram­boð á nýju bygg­ing­ar­svæði, bæta raf­ræna stjórn­sýslu, tryggja aðgengi að gögnum og stytta tíma­fresti.

Nýsköp­un:

 • Gera breyt­ingar á lögum um stuðn­ing við nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki, hækkun þaks og end­ur­greiðslu­hlut­fall vegna rann­sókna- og þró­un­ar, ótíma­bundn­ar.
 • Hækka skatta­frá­drátt vegna fjár­fest­inga ein­stak­linga í sprota­fyr­ir­tækjum úr 75% í 100% til að virkja einka­fjár­magn í fjár­fest­ingar í frum­kvöðla­starf­semi og nýsköp­un.
 • Auka enn frekar fram­lög til Tækni­þró­un­ar­sjóðs og taka mið af mæl­an­legum mark­miðum um úthlut­un­ar­hlut­fall þannig að fram­lög taki mið af eft­ir­spurn.

Menntun:

 • Opna aðgengi starfs­mennt­aðra að háskóla­námi og vinna gegn kerf­is­lægum vanda starfs­mennt­unar er varðar náms­fram­vindu, náms­lok og tæki­færi nem­enda til fram­gangs að námi loknu. Ljúka inn­leið­ingu raf­rænna fer­il­bóka í öllum greinum á árinu 2021.
 • Greiða götu þess að fram­kvæmdir við bygg­ingu nýs Tækni­skóla verði hafnar á árinu 2022.
 • Inn­leiða hvata þannig að háskólar útskrifi fleiri nem­endur í STEM grein­um.
 • Setja aukna áherslu á að bregð­ast við fjöl­breyttum vanda í mennta­kerf­inu, með því að huga að stöðu drengja, styrkja stöðu kenn­ara og bregð­ast við fjár­skorti hjá skólum sem bjóða upp á iðn­nám og jafna stöðu þess gagn­vart hefð­bundnu bók­námi. 

 Nálg­ast má upp­töku af Iðn­þingi hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent