Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár

Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.

Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auglýsing

Beita ætti fjár­málum ríkis og sveit­ar­fé­laga af fullum þunga til að skapa kröft­uga við­spyrnu inn í nýtt hag­vaxt­ar­skeið, en um leið gæta að því að for­gangs­röðun sé rétt. Styðja ætti betur við nýsköpun og hækka þak greiðslna vegna rann­sókna- og þró­un­ar­starfs, að mati Sam­taka iðn­að­ar­ins, sem í dag stóðu fyrir árlegu Iðn­þingi sam­tak­anna.

Í ályktun Iðn­þings kemur fram að til þess að skapa „góð efna­hags­leg lífs­gæði“ á Íslandi þurfi að auka lands­fram­leiðsl­una um 545 millj­arða króna á næstu fjórum árum. Þá segir að auka þurfi gjald­eyr­is­tekjur um 300 millj­arða króna yfir tíma­bil­ið, eða sem nemur ríf­lega 1,4 millj­arði á viku á þessu fjög­urra ára tíma­bili sem horft er til. Þá þurfi störfum að fjölga um 29 þús­und.

„Tak­ist þetta munu efna­hags­leg lífs­gæði lands­manna aukast á tíma­bil­inu og lands­fram­leiðsla á mann verða meiri en hún var fyrir núver­andi efna­hags­nið­ur­sveiflu,“ segir í ályktun Iðn­þings­ins.

Auglýsing

Sam­tök iðn­að­ar­ins kalla eftir því að stjórn­völd „slíti fjötrana með mark­vissum hætti á næstu mán­uðum svo hægt verði að hlaupa hraðar og skapa eft­ir­sótt störf og aukin verð­mæt­i.“ Á sama tíma vara sam­tökin við því að aukin skatt­lagn­ing muni „hefta vöxt atvinnu­lífs og tefja end­ur­reisn­ina“ og leggja til að álögum verði létt af fyr­ir­tækjum eins og kostur er, meðal ann­ars með lækkun trygg­inga­gjalds og fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði.

Í ályktun Iðn­þings er kallað eftir „at­vinnu­stefnu“ af hálfu stjórn­valda. Þar er átt við að stefnu­mótun sé sam­hæfð í þeim mála­flokkum sem helst hafi áhrif á fram­leiðni og sam­keppn­is­hæfni, en Sig­urður Hann­es­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins ræddi einmitt um þörf­ina á nýrri atvinnu­stefnu fyrir Ísland í við­tali við Kjarn­ann í lok síð­asta sum­ar­s.

„Mála­flokk­arnir sem einkum þarf að sam­hæfa og gera þannig úr garði að þeir styðji hver við annan eru mennt­un, inn­við­ir, nýsköp­un, starfs­um­hverfi og orka og umhverfi. Með atvinnu­stefnu er lagður grunnur að upp­bygg­ingu til að styðja við efna­hags­lega vel­sæld en slík stefna getur ekki síður verið rauður þráður í stefnu­mótun hins opin­bera. Þannig er hægt að ná sam­ræmi í ólíkum mála­flokkum svo opin­berir fjár­munir nýt­ist á sem hag­kvæm­astan hátt og dregið sé úr sóun,“ segir í ályktun iðn­þings.

Lesa má helstu áherslu­at­riði Sam­taka iðn­að­ar­ins hér að neð­an:

Starfs­um­hverfi:

 • Beita af fullum þunga fjár­málum ríkis og sveit­ar­fé­laga til þess að skapa kröft­uga við­spyrnu fyrir hag­kerfið inn í nýtt hag­vaxt­ar­skeið. Gæta að því að for­gangs­röðun sé rétt.
 • Létta álögum af fyr­ir­tækjum eins og kostur er, m.a. lækkun trygg­inga­gjalds og fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði.
 • Beita tækjum pen­inga­stjórn­unar enn frekar til þess að skapa skil­yrði fyrir auknar fjár­fest­ingar og vöxt í inn­lendri eft­ir­spurn. Lækka vexti frekar og auka aðgengi fyr­ir­tækja að fjár­magni.
 • Bætt eft­ir­lit með lögum um hand­iðnað með áherslu á aukna skil­virkni og með­al­hóf. Vinna áfram að mark­vissri end­ur­skoðun á gild­andi reglu­verki með það að mark­miði að ein­falda reglu­verk og draga úr óþarfa reglu­byrði.
 • Tryggja að raf­orku- og flutn­ings­verð raf­orku á Íslandi sé alþjóð­lega sam­keppn­is­hæft.

Inn­viðir:

 • Sam­eina bygg­ing­ar-, hús­næð­is-, skipu­lags-, sveit­ar­stjórn­ar- og sam­göngu­mál undir eitt ráðu­neyti inn­viða.
 • Auka nýfjár­fest­ingar og við­hald í inn­viða­kerf­inu. Nýta sam­vinnu­leið hins opin­bera og einka­að­ila við upp­bygg­ingu inn­viða.
 • Fram­lengja átakið „Allir vinna“, a.m.k. út árið 2022. SI munu áfram beita sér fyrir því að nei­kvæð fjár­hags­leg áhrif á verk­samn­inga vegna vísi­tölu­breyt­inga í tengslum við átakið verði leið­rétt.
 • Tryggja stöðuga upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis með því að auka fram­boð á nýju bygg­ing­ar­svæði, bæta raf­ræna stjórn­sýslu, tryggja aðgengi að gögnum og stytta tíma­fresti.

Nýsköp­un:

 • Gera breyt­ingar á lögum um stuðn­ing við nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki, hækkun þaks og end­ur­greiðslu­hlut­fall vegna rann­sókna- og þró­un­ar, ótíma­bundn­ar.
 • Hækka skatta­frá­drátt vegna fjár­fest­inga ein­stak­linga í sprota­fyr­ir­tækjum úr 75% í 100% til að virkja einka­fjár­magn í fjár­fest­ingar í frum­kvöðla­starf­semi og nýsköp­un.
 • Auka enn frekar fram­lög til Tækni­þró­un­ar­sjóðs og taka mið af mæl­an­legum mark­miðum um úthlut­un­ar­hlut­fall þannig að fram­lög taki mið af eft­ir­spurn.

Menntun:

 • Opna aðgengi starfs­mennt­aðra að háskóla­námi og vinna gegn kerf­is­lægum vanda starfs­mennt­unar er varðar náms­fram­vindu, náms­lok og tæki­færi nem­enda til fram­gangs að námi loknu. Ljúka inn­leið­ingu raf­rænna fer­il­bóka í öllum greinum á árinu 2021.
 • Greiða götu þess að fram­kvæmdir við bygg­ingu nýs Tækni­skóla verði hafnar á árinu 2022.
 • Inn­leiða hvata þannig að háskólar útskrifi fleiri nem­endur í STEM grein­um.
 • Setja aukna áherslu á að bregð­ast við fjöl­breyttum vanda í mennta­kerf­inu, með því að huga að stöðu drengja, styrkja stöðu kenn­ara og bregð­ast við fjár­skorti hjá skólum sem bjóða upp á iðn­nám og jafna stöðu þess gagn­vart hefð­bundnu bók­námi. 

 Nálg­ast má upp­töku af Iðn­þingi hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent