Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár

Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.

Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auglýsing

Beita ætti fjár­málum ríkis og sveit­ar­fé­laga af fullum þunga til að skapa kröft­uga við­spyrnu inn í nýtt hag­vaxt­ar­skeið, en um leið gæta að því að for­gangs­röðun sé rétt. Styðja ætti betur við nýsköpun og hækka þak greiðslna vegna rann­sókna- og þró­un­ar­starfs, að mati Sam­taka iðn­að­ar­ins, sem í dag stóðu fyrir árlegu Iðn­þingi sam­tak­anna.

Í ályktun Iðn­þings kemur fram að til þess að skapa „góð efna­hags­leg lífs­gæði“ á Íslandi þurfi að auka lands­fram­leiðsl­una um 545 millj­arða króna á næstu fjórum árum. Þá segir að auka þurfi gjald­eyr­is­tekjur um 300 millj­arða króna yfir tíma­bil­ið, eða sem nemur ríf­lega 1,4 millj­arði á viku á þessu fjög­urra ára tíma­bili sem horft er til. Þá þurfi störfum að fjölga um 29 þús­und.

„Tak­ist þetta munu efna­hags­leg lífs­gæði lands­manna aukast á tíma­bil­inu og lands­fram­leiðsla á mann verða meiri en hún var fyrir núver­andi efna­hags­nið­ur­sveiflu,“ segir í ályktun Iðn­þings­ins.

Auglýsing

Sam­tök iðn­að­ar­ins kalla eftir því að stjórn­völd „slíti fjötrana með mark­vissum hætti á næstu mán­uðum svo hægt verði að hlaupa hraðar og skapa eft­ir­sótt störf og aukin verð­mæt­i.“ Á sama tíma vara sam­tökin við því að aukin skatt­lagn­ing muni „hefta vöxt atvinnu­lífs og tefja end­ur­reisn­ina“ og leggja til að álögum verði létt af fyr­ir­tækjum eins og kostur er, meðal ann­ars með lækkun trygg­inga­gjalds og fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði.

Í ályktun Iðn­þings er kallað eftir „at­vinnu­stefnu“ af hálfu stjórn­valda. Þar er átt við að stefnu­mótun sé sam­hæfð í þeim mála­flokkum sem helst hafi áhrif á fram­leiðni og sam­keppn­is­hæfni, en Sig­urður Hann­es­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins ræddi einmitt um þörf­ina á nýrri atvinnu­stefnu fyrir Ísland í við­tali við Kjarn­ann í lok síð­asta sum­ar­s.

„Mála­flokk­arnir sem einkum þarf að sam­hæfa og gera þannig úr garði að þeir styðji hver við annan eru mennt­un, inn­við­ir, nýsköp­un, starfs­um­hverfi og orka og umhverfi. Með atvinnu­stefnu er lagður grunnur að upp­bygg­ingu til að styðja við efna­hags­lega vel­sæld en slík stefna getur ekki síður verið rauður þráður í stefnu­mótun hins opin­bera. Þannig er hægt að ná sam­ræmi í ólíkum mála­flokkum svo opin­berir fjár­munir nýt­ist á sem hag­kvæm­astan hátt og dregið sé úr sóun,“ segir í ályktun iðn­þings.

Lesa má helstu áherslu­at­riði Sam­taka iðn­að­ar­ins hér að neð­an:

Starfs­um­hverfi:

 • Beita af fullum þunga fjár­málum ríkis og sveit­ar­fé­laga til þess að skapa kröft­uga við­spyrnu fyrir hag­kerfið inn í nýtt hag­vaxt­ar­skeið. Gæta að því að for­gangs­röðun sé rétt.
 • Létta álögum af fyr­ir­tækjum eins og kostur er, m.a. lækkun trygg­inga­gjalds og fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði.
 • Beita tækjum pen­inga­stjórn­unar enn frekar til þess að skapa skil­yrði fyrir auknar fjár­fest­ingar og vöxt í inn­lendri eft­ir­spurn. Lækka vexti frekar og auka aðgengi fyr­ir­tækja að fjár­magni.
 • Bætt eft­ir­lit með lögum um hand­iðnað með áherslu á aukna skil­virkni og með­al­hóf. Vinna áfram að mark­vissri end­ur­skoðun á gild­andi reglu­verki með það að mark­miði að ein­falda reglu­verk og draga úr óþarfa reglu­byrði.
 • Tryggja að raf­orku- og flutn­ings­verð raf­orku á Íslandi sé alþjóð­lega sam­keppn­is­hæft.

Inn­viðir:

 • Sam­eina bygg­ing­ar-, hús­næð­is-, skipu­lags-, sveit­ar­stjórn­ar- og sam­göngu­mál undir eitt ráðu­neyti inn­viða.
 • Auka nýfjár­fest­ingar og við­hald í inn­viða­kerf­inu. Nýta sam­vinnu­leið hins opin­bera og einka­að­ila við upp­bygg­ingu inn­viða.
 • Fram­lengja átakið „Allir vinna“, a.m.k. út árið 2022. SI munu áfram beita sér fyrir því að nei­kvæð fjár­hags­leg áhrif á verk­samn­inga vegna vísi­tölu­breyt­inga í tengslum við átakið verði leið­rétt.
 • Tryggja stöðuga upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis með því að auka fram­boð á nýju bygg­ing­ar­svæði, bæta raf­ræna stjórn­sýslu, tryggja aðgengi að gögnum og stytta tíma­fresti.

Nýsköp­un:

 • Gera breyt­ingar á lögum um stuðn­ing við nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki, hækkun þaks og end­ur­greiðslu­hlut­fall vegna rann­sókna- og þró­un­ar, ótíma­bundn­ar.
 • Hækka skatta­frá­drátt vegna fjár­fest­inga ein­stak­linga í sprota­fyr­ir­tækjum úr 75% í 100% til að virkja einka­fjár­magn í fjár­fest­ingar í frum­kvöðla­starf­semi og nýsköp­un.
 • Auka enn frekar fram­lög til Tækni­þró­un­ar­sjóðs og taka mið af mæl­an­legum mark­miðum um úthlut­un­ar­hlut­fall þannig að fram­lög taki mið af eft­ir­spurn.

Menntun:

 • Opna aðgengi starfs­mennt­aðra að háskóla­námi og vinna gegn kerf­is­lægum vanda starfs­mennt­unar er varðar náms­fram­vindu, náms­lok og tæki­færi nem­enda til fram­gangs að námi loknu. Ljúka inn­leið­ingu raf­rænna fer­il­bóka í öllum greinum á árinu 2021.
 • Greiða götu þess að fram­kvæmdir við bygg­ingu nýs Tækni­skóla verði hafnar á árinu 2022.
 • Inn­leiða hvata þannig að háskólar útskrifi fleiri nem­endur í STEM grein­um.
 • Setja aukna áherslu á að bregð­ast við fjöl­breyttum vanda í mennta­kerf­inu, með því að huga að stöðu drengja, styrkja stöðu kenn­ara og bregð­ast við fjár­skorti hjá skólum sem bjóða upp á iðn­nám og jafna stöðu þess gagn­vart hefð­bundnu bók­námi. 

 Nálg­ast má upp­töku af Iðn­þingi hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent