Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum

Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg leggst alfarið gegn frum­varpi um að auka veg krist­in­fræði­kennslu í grunn­skólum lands­ins. Umrætt frum­varp var lagt fram af öllum þing­mönnum Mið­flokks­ins, ásamt Sjálf­­stæð­is­­mönn­unum Brynj­­ari Níels­­syni og Ásmundi Frið­­riks­­syni. Fyrsti flutn­ings­maður þess er Birgir Þór­ar­ins­son og var því útbýtt 9. októ­ber í fyrra. Birgir mælti svo fyrir því 18. febr­úar síð­ast­lið­inn og málið er nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd.  

Verði frum­varpið að lögum yrði kennslan eins og var fyrir gild­is­­töku grunn­­skóla­laga frá árinu 2008, sem felldu hana nið­­ur. Þing­­menn­irnir vilja að heiti náms­­grein­­ar­innar trú­­ar­bragða­fræði verði breytt í krist­in­fræði og trú­­ar­bragða­fræði og telja að nám á því sviði sé mik­il­vægt til skiln­ings, umburð­­ar­­lyndis og víð­­sýni. „Nem­endur verða að vera búnir undir að lifa í fjöl­breyttu lýð­ræð­is­­legu sam­­fé­lagi og takast á við marg­vís­­leg úrlausn­­ar­efni sem þeirra bíða í breyttum heim­i,“ segir í grein­­ar­­gerð sem fylgir frum­varp­in­u.

Á meðal þeirra raka sem þing­­menn­irnir nota til að rök­­styðja þörf­ina fyrir aukna áherslu á krist­in­fræð­i­­kennslu í skólum er að hér á landi fari inn­­flytj­endum sem komi frá ólíkum menn­ing­­ar­heimum fjölg­andi. Það auki að mati þing­­mann­anna kröfur um umburð­­ar­­lyndi og gagn­­kvæma virð­ingu. „Með vax­andi fjölgun íslenskra rík­­is­­borg­­ara sem eru af erlendu bergi brotnir eykst nauð­­syn þess að brjóta niður múra á milli menn­ing­­ar­heilda og trú­­ar­hópa og auka þar með umburð­­ar­­lyndi. Slíkt er best gert með sér­­stakri fræðslu um ríkj­andi trú lands­ins, kristni, og almennri fræðslu um trú­­ar­brögð heims­ins og þar með menn­ingu og siði þjóða og þjóð­­ar­brota. Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nem­enda og virkri þátt­­töku þeirra í lýð­ræð­is­­þjóð­­fé­lagi þarf hún að ná til allra.”

Getur ýtt undir þröng­sýni og for­dóma

Í umsögn Reykja­vík­ur­borg­ar, sem er sú fyrsta sem berst um frum­varp­ið, eru gerðar marg­hátt­aðar athuga­semdir við frum­varp­ið. Þar segir meðal ann­ars að mik­il­vægt sé að „fjalla almennt um trú­ar­brögð og lífs­skoð­anir án þess að kennslan gefi einni trú eða ákveðnum lífs­skoð­unum meira vægi en öðrum trú­ar­brögðum eða lífs­skoð­un­um. Slík nálgun getur ýtt undir þröng­sýni og for­dóma. Með því að leggja sér­staka áherslu á fræðslu um kristna trú er óbeint verið að senda nem­endum og kenn­urum þau skila­boð að kristni sé mik­il­væg­ari eða á ein­hvern hátt betri en önnur trú­ar­brögð eða aðrar lífs­skoð­an­ir. Í frum­varpi þessu felst því gíf­ur­leg mót­sögn, enda frá­leitt að halda því fram að nem­endur öðlist aukið umburð­ar­lyndi og virð­ingu fyrir öðrum með „sér­stakri fræðslu um ríkj­andi trú lands­ins, kristn­i“, umfram önnur trú­ar­brögð eða lífs­skoð­an­ir. Reykja­vík­ur­borg er því alfarið á móti þeirri nálgun að heiti náms­grein­ar­innar trú­ar­bragða­fræði verði breytt í krist­in­fræði og trú­ar­bragða­fræði og telur þá aðferð ekki til þess fallna að styðja við víð­sýni og efla mann­skiln­ing.“

Auglýsing
Í umsögn­inni, sem skrifuð er af lög­fræð­ingi á Mann­rétt­inda- og lýð­ræð­is­skrif­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar, segir að borgin telji mik­il­vægt að kennsla um trú­ar­brögð fari fram á hlut­lausan hátt og að náms­greinin taki mið af þeirri þróun sem orðið hefur í sam­fé­lag­inu. „Námið þarf að þjóna fjöl­menn­ing­ar­legu sam­fé­lagi og kenna nem­endum að bera virð­ingu fyrir fólki óháð trú, trú­leysi eða öðrum skoð­un­um. Mark­mið kennsl­unnar þarf að vera að auka skiln­ing nem­enda á ólíkum hefðum og lífs­gildum og hvetja til for­dóma­lausra umræðna sem ein­kenn­ast af umburð­ar­lyndi og virð­ingu. Þessum mark­miðum verður aðeins náð með kennslu sem tekur jafnt til­lit til ólíkra trú­ar­bragða og trú­leys­is.“

Í sam­an­tekt umsagn­ar­innar segir að Reykja­vík­ur­borg telji að hlut­lægni verði að ein­kenna alla kennslu um trú­ar­brögð og lífs­skoð­anir í grunn­skólum ef nem­endur eiga að öðl­ast umburð­ar­lyndi og gagn­kvæma virð­ingu fyrir skoð­unum ann­ara. Að öðrum kosti getur kennsla um trú­ar­brögð orðið þess vald­andi að ýta undir þröng­sýni og for­dóma. „Reykja­vík­ur­borg leggst því alfarið gegn þeim breyt­ingum sem lagðar eru til með frum­varpi þessu.“

Telja að krist­in­fræði fái minna vægi en önnur trú­­ar­brögð

Krist­in­fræði hefur ekki verið til sem sér­­stakt fag í grunn­­skólum lands­ins frá árinu 2008. Tölu­verðar breyt­ingar voru svo gerðar á almenna hluta aðal­­­námskrár grunn­­skóla 2011. Þá var Katrín Jak­obs­dóttir mennta­­mála­ráð­herra en hún er í dag for­­sæt­is­ráð­herra. 

Í breyt­ing­unum fólst meðal ann­­ars að trú­­ar­bragða­fræði er ein af níu náms­­greinum sem falla undir það sem er skil­­greint sem sam­­fé­lags­­grein­­ar. Kenn­­arar frá frelsi til þess að skipta þeim tíma sem gefin er á milli þeirra greina.

Flutn­ings­­menn frum­varps­ins segj­­ast hafa rætt við fólk við vinnslu þess sem segi að sá tími sé og naumt skammt­að­­ur. „ Ekk­ert opin­bert sam­ræmi er milli skóla lands­ins um hversu mik­inn tíma þeir nýta í hvert fag innan sam­­fé­lags­fræð­inn­­ar. Kom það fram af hálfu við­­mæl­enda að dæmi eru þess að krist­in­fræði fái minna vægi í trú­­ar­bragða­fræði heldur en önnur trú­­ar­brögð.“

For­­senda skiln­ings á vest­rænu sam­­fé­lagi

Mið­­flokks­­menn­irn­ir, og Sjálf­­stæð­is­­menn­irnir tveir, telja að áhersla á kristna trú umfram önnur trú­­ar­brögð sé nauð­­syn­­leg vegna þess að menn­ing Íslands teng­ist sögu henn­­ar. 

Í grein­­ar­­gerð­inni segir að eðli­­legt hljóti að telj­­ast að fjallað sé ítar­­leg­­ast um þau trú­­ar­brögð sem ríkj­andi séu í sam­­fé­lag­inu. „Þekk­ing á kristni og Bibl­í­unni er for­­senda skiln­ings á vest­rænni menn­ingu og sam­­fé­lagi. Þekk­ing á eigin trú er for­­senda til skiln­ings á trú ann­­arra og leið til umburð­­ar­­lynd­­is. Skól­­anum er ætlað að miðla grund­vall­­ar­­gildum þjóð­­fé­lags­ins, sem hér á landi eru byggð á kristnum rót­­um. Fræðsla í kristnum fræð­um, sið­fræði og trú­­ar­bragða­fræði miðlar nem­endum þekk­ingu á eigin rót­u­m.“

Þing­­menn­irnir telja að kennslan muni hjálpi nem­endum að setja krist­in­fræð­i­­námið í stærra þekk­ing­­ar­­legt sam­hengi. Þeir muni þannig öðl­­ast sið­fræð­i­­legan, sið­­ferð­i­­legan og félags­­­legan þroska. „Öðlist getu til að skilja við­horf trú­­ar­bragða gagn­vart ein­stak­l­ingi, sam­­fé­lagi og umhverfi. Læri að bera virð­ingu fyrir fólki af annarri menn­ingu og trú. Geti tekið upp­­lýstar ákvarð­­anir og rök­­stutt þær.“

Auglýsing
Flutn­ings­menn­irnir segja að tengja þurfi kennsl­una við sam­­fé­lag­ið, menn­ing­una og nútím­ann. „Fræða þarf um góðar og slæmar afleið­ingar trú­­ar­bragða á víðum grund­velli. Nem­endur læri að bera virð­ingu fyrir trú og skoð­unum ann­­arra. Lögð verði áhersla á að hlut­verk kenn­­ara felist í fræðslu en ekki trú­­boði. Mik­il­vægt er að nem­endur fræð­ist um þá trú sem mótað hefur sam­­fé­lagið óháð kirkju­­sókn. Kirkju­­sókn eða sveiflur í henni frá einum tíma til ann­­ars haggar ekki menn­ing­­ar­­arfi þjóð­­ar­inn­­ar. Ver­ald­­ar­væð­ing og einka­­trú ætti ekki að hafa áhrif á það hvað við lærum um sögu okkar og sam­­fé­lag.“

Fækkað í þjóð­­kirkj­unni

Þeim lands­­mönnum sem eru í þjóð­­kirkj­unni hefur fækkað hratt síð­­ast­liðin mis­s­eri. Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra met­­­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú 229.653. Hlut­­fall íbúa lands­ins sem er skráð í þjóð­­kirkj­una var 62,2 pró­­sent í byrjun febr­úar síð­ast­lið­ins­.  

Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­­­­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 23.416 frá árs­­­­byrjun 2009. Það eru fleiri en allir núver­andi íbúar Garða­bæjar og Sel­tjarn­­ar­­ness sam­an­lagt.

Íbúar lands­ins voru 368.590 um síð­ustu ára­mót. Íbúum lands­ins hefur fjölgað um 49.222 frá byrjun árs 2009. Frá þeim tíma, á rúmum tólf árum, hafa því 72.638 íbúar lands­ins valið að ganga úr, eða ekki í, þjóð­kirkj­una. 

Sam­kvæmt könnun sem Mask­ína gerði fyrir Sið­mennt í byrjun árs 2020 eru rúm­lega 54 pró­sent lands­manna hlynnt aðskiln­aði ríkis og kirkju og 25,7 pró­sent í með­al­lagi hlynnt hon­um. Rúm­lega 20 pró­sent eru and­víg aðskiln­að­i. 

Í könn­un­inni var einnig spurt hvort að fólk teldi sig eiga sam­­leið með þjóð­­kirkj­unni. Alls sögð­ust 48,7 pró­­sent að þeir ættu litla eða enga sam­­leið með henni en 25,7 pró­­sent sögðu að þeir ættu nokkra sam­­leið. Alls sögðu 25,5 pró­­sent aðspurðra að sú sam­­leið væri fremur eða mjög mik­il.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent