Meirihluti hlynntur aðskilnaði og fjórðungur segist eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni

Könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári sýnir að yfir 54 prósent landsmanna er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en um fimmtungur þeirra er andvígur honum. Tæpur helmingur er á móti kristilegum trúarathöfnum, bænum eða guðsorði í leik- og grunnskólum.

Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Auglýsing

Rúmlega 54 prósent landsmanna eru fremur eða mjög hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju og 25,7 prósent þeirra segjast vera í meðallagi hlynnt honum. Rúmlega 20 prósent segjast vera fremur eða mjög andvíg aðskilnaði. 

Þetta eru niðurstöður í könnun sem Maskína gerði fyrir Siðmennt í byrjun árs. Þær hafa ekki verið birtar fyrr en nú. 

Í könnuninni var einnig spurt hvort að fólk teldi sig eiga samleið með þjóðkirkjunni. Alls sögðust 48,7 prósent að þeir ættu litla eða enga samleið með henni en 25,7 prósent sögðu að þeir ættu nokkra samleið. Alls sögðu 25,5 prósent aðspurðra að sú samleið væri fremur eða mjög mikil. 

Könnunin fór fram daganna 16. til 22. janúar 2020. Svarendur voru alls staðar að á landinu, 18 ára og eldri. Alls svöruðu 954 könnuninni.

Þeim lands­mönnum sem eru í þjóð­kirkj­unni hefur fækkað hratt síð­ast­liðin miss­eri. Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra met­­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú 230.146. Hlut­fall íbúa lands­ins sem er skráð í þjóð­kirkj­una var 62,5 pró­sent um ­síð­ast­lið­inn ­mán­aða­mót. 

Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­­­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 22.923 frá árs­­­byrjun 2009. Það eru fleiri en allir núver­andi íbúar Garða­bæjar og Sel­tjarn­ar­ness sam­an­lagt.

Auglýsing
368.382 manns sem búa hér­lendis nú um stund­ir. Íbúum lands­ins hefur fjölgað um 49.014 frá byrjun árs 2009. Frá þeim tíma, á tæpum tólf árum, hafa því 71.937 íbúar lands­ins valið að ganga úr, eða ekki í, þjóð­kirkj­una. 

Á því tíma­bili hefur Íslend­ingum fjölgað um 43.498, en þjóð­­­kirkj­unni hefur mis­­­­­tek­ist að ná þeim fjölda til sín líka. Sam­an­lagt eru hafa því rúm­­lega 65 þús­und Íslend­ingar ákveðið að ganga ekki í þjóð­­­kirkj­una á síð­­­ast­liðnum árum. Alls standa nú rúm­lega 13u ­þús­und lands­­­menn utan þjóð­­­kirkju.

Breytt orðræða á síðasta ári

Aðskilnaður ríkis og kirkju hafi komist rækilega á dagskrá á síðasta ári. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra sagði í byrjun nóvember 2019 að óhjá­kvæmi­legt væri að stefna í átt að fullum aðskiln­aði ríkis og kirkju. 

Í grein sem hún skrif­aði í Morg­un­blaðið sagði hún að nýtt sam­komu­lag, sem und­ir­­ritað var í sept­­em­ber í fyrra, milli ríkis og þjóð­­kirkj­unnar feli í sér að hún verði ekki lengur eins og hver önnur rík­­is­­stofn­un. „Hún mun fremur líkj­­ast frjálsu trú­­fé­lagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjár­­hag. Þessar breyt­ingar eru til mik­illa bóta og óhjá­­kvæmi­­legt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskiln­aði. Þangað til og þrátt fyrir sam­komu­lagið mun þjóð­­kirkjan áfram njóta stuðn­­ings og verndar íslenska rík­­is­ins á grund­velli ákvæðis stjórn­­­ar­­skrár­inn­­ar.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra.

Áslaug Arna sagði í grein­inni að sjálf­­stæð kirkja óháð rík­­is­­vald­inu sam­­rým­ist betur trú­frelsi og skoð­ana­frelsi en sér­­­staðan sem þjóð­­kirkjan hefur notið í íslenskri stjórn­­­skip­­an. „Í mínum huga er ekki spurn­ing um það að kirkjan getur vel sinnt öllum verk­efnum sínum og þar á meðal sálu­hjálp og marg­vís­­legri félags­­­legri þjón­­ustu óháð rík­­inu. Ég er einnig þeirrar skoð­unar að margir muni fylgja kirkj­unni að málum þótt full­kom­inn aðskiln­aður verði á end­­anum á milli hennar og rík­­is­­valds­ins.“

Þremur dögum síðar sagði hún í við­tali við RÚV að aukið ákall væri um það í sam­­fé­lag­inu, að sjálf­­stæði trú­­fé­laga og líf­­skoð­un­­ar­­fé­laga sé algjört. Hún sagði vinnu til að svara þessu ákalli væri þegar komin af stað. Mark­mið þeirrar vinnu væri að skilja að ríki og kirkju. 

Til stendur að leggja fram nýtt frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar í desember á þessu ári, samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar en með því er stefnt að því að setja ný þjóðkirkjulög. Það er liður í því að uppfylla viðbótarsamninginn milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 6. september 2019 en þar var meðal annars stefnt að einföldun reglu­­verks um þjóðkirkjuna.

Þingmenn víða að leggja fram frumvarp um aðskilnað 2034

Meiri­hluti hefur virst vera fyrir því á Alþingi að setja aðskilnað kyrfi­lega á dag­skrá. Fyrir síðasta þing­i lá þings­á­­lykt­un­­ar­til­laga þing­­manna stjórn­­­ar­and­­stöðu­flokk­anna Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata auk þing­­manns Vinstri grænna og eins utan flokka, þar sem lagður var til fullur, lagalegur og fjárhagslegur aðskiln­aður ríkis og kirkju með framlagningu nokkurra frumvarpa.

Hún komst ekki á dagskrá en var lögð fram að nýju á mánudag, 12. október. Nú er þó enginn úr þingflokki Vinstri grænna á henni.

Auglýsing
Sam­kvæmt til­­lög­unni á að leggja frum­vörpin fram í síð­­asta lagi á vor­­þingi 2022. Þau eiga að kveða á um að fullur aðskiln­aður verði milli ríkis og kirkju í síð­­asta lagi í árs­­lok 2034. 

Í umsögn um málið, eftir að það var fyrst lagt fram, hefur Biskup Íslands, Agnes Sig­­urð­­ar­dótt­ir, sagt að það sé ekk­ert for­­gangs­­mál að kirkjan sé hluti af rík­­is­­vald­inu. „Að við­halda tengslum kirkj­unnar við rík­­­is­­­valdið er í sjálfu sér ekki for­­­gangs­­­mál kirkj­unn­­­ar. Skyldur kirkj­unnar liggja fyrst og fremst í því að rækta og við­halda tengsl­unum við þjóð­ina.“ 

Fleiri ósammála því að kristilegt efni eigi erindi við skóla

Í könnun Maskínu voru þátttakendur einnig spurðir hvort þeir væru sammála eða ósammála því að kristilegar trúarathafnir, bænir eða guðsorð ættu að vera liður í starfi opinberra leikskóla eða grunnskóla. Alls sögðust 41,6 prósent aðspurðra að þeir væru ósammála, tæplega 23 prósent sögðust ekki hafa sterka skoðun á því og 35,7 prósent sögðust vera sammála erindi kristilegra trúarathafna, bæna og guðsorða í leikskólum eða grunnskólum. 

Allir þingmenn Miðflokksins, ásamt Sjálfstæðismönnunum Brynjari Níelssyni og Ásmundi Friðrikssyni, lögðu fyrr í þessum mánuði fram frumvarp um að auka veg krist­in­fræði­kennslu í grunn­skólum lands­ins. 

Verði frum­varpið að lögum yrði kennslan eins og var fyrir gild­is­töku grunn­skóla­laga frá árinu 2008, sem felldu hana nið­ur. Þing­menn­irnir vilja að heiti náms­grein­ar­innar trú­ar­bragða­fræði verði breytt í krist­in­fræði og trú­ar­bragða­fræði og telja að nám á því sviði sé mik­il­vægt til skiln­ings, umburð­ar­lyndis og víð­sýni. „Nem­endur verða að vera búnir undir að lifa í fjöl­breyttu lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi og takast á við marg­vís­leg úrlausn­ar­efni sem þeirra bíða í breyttum heim­i,“ segir í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varp­in­u. 

Á meðal þeirra raka sem þing­menn­irnir nota til að rök­styðja þörf­ina fyrir aukna áherslu á krist­in­fræði­kennslu í skólum er að hér á landi fari inn­flytj­endum sem komi frá ólíkum menn­ing­ar­heimum fjölg­andi. 

Í grein­ar­gerð­inni segir að eðli­legt hljóti að telj­ast að fjallað sé ítar­leg­ast um þau trú­ar­brögð sem ríkj­andi séu í sam­fé­lag­inu. „Þekk­ing á kristni og Bibl­í­unni er for­senda skiln­ings á vest­rænni menn­ingu og sam­fé­lagi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar