Meirihluti hlynntur aðskilnaði og fjórðungur segist eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni

Könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári sýnir að yfir 54 prósent landsmanna er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en um fimmtungur þeirra er andvígur honum. Tæpur helmingur er á móti kristilegum trúarathöfnum, bænum eða guðsorði í leik- og grunnskólum.

Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Auglýsing

Rúm­lega 54 pró­sent lands­manna eru fremur eða mjög hlynnt aðskiln­aði ríkis og kirkju og 25,7 pró­sent þeirra segj­ast vera í með­al­lagi hlynnt hon­um. Rúm­lega 20 pró­sent segj­ast vera fremur eða mjög and­víg aðskiln­að­i. 

Þetta eru nið­ur­stöður í könnun sem Mask­ína gerði fyrir Sið­mennt í byrjun árs. Þær hafa ekki verið birtar fyrr en nú. 

Í könn­un­inni var einnig spurt hvort að fólk teldi sig eiga sam­leið með þjóð­kirkj­unni. Alls sögð­ust 48,7 pró­sent að þeir ættu litla eða enga sam­leið með henni en 25,7 pró­sent sögðu að þeir ættu nokkra sam­leið. Alls sögðu 25,5 pró­sent aðspurðra að sú sam­leið væri fremur eða mjög mik­il. 

Könn­unin fór fram dag­anna 16. til 22. jan­úar 2020. Svar­endur voru alls staðar að á land­inu, 18 ára og eldri. Alls svör­uðu 954 könn­un­inni.

Þeim lands­­mönnum sem eru í þjóð­­kirkj­unni hefur fækkað hratt síð­­ast­liðin mis­s­eri. Í byrjun árs 2009 náði fjöldi þeirra met­­­­tölu, en þá voru 253.069 lands­­­­menn í henni. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað jafnt og þétt og eru nú 230.146. Hlut­­fall íbúa lands­ins sem er skráð í þjóð­­kirkj­una var 62,5 pró­­sent um ­síð­­ast­lið­inn ­mán­aða­­mót. 

Það þýðir að fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóð­­­­kirkj­una hefur dreg­ist saman um 22.923 frá árs­­­­byrjun 2009. Það eru fleiri en allir núver­andi íbúar Garða­bæjar og Sel­tjarn­­ar­­ness sam­an­lagt.

Auglýsing
368.382 manns sem búa hér­­­lendis nú um stund­­ir. Íbúum lands­ins hefur fjölgað um 49.014 frá byrjun árs 2009. Frá þeim tíma, á tæpum tólf árum, hafa því 71.937 íbúar lands­ins valið að ganga úr, eða ekki í, þjóð­­kirkj­una. 

Á því tíma­bili hefur Íslend­ingum fjölgað um 43.498, en þjóð­­­­kirkj­unni hefur mis­­­­­­­tek­ist að ná þeim fjölda til sín líka. Sam­an­lagt eru hafa því rúm­­­lega 65 þús­und Íslend­ingar ákveðið að ganga ekki í þjóð­­­­kirkj­una á síð­­­­ast­liðnum árum. Alls standa nú rúm­­lega 13u ­þús­und lands­­­­menn utan þjóð­­­­kirkju.

Breytt orð­ræða á síð­asta ári

Aðskiln­aður ríkis og kirkju hafi kom­ist ræki­lega á dag­skrá á síð­asta ári. Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dóttir dóms­­mála­ráð­herra sagði í byrjun nóv­em­ber 2019 að óhjá­­kvæmi­­legt væri að stefna í átt að fullum aðskiln­aði ríkis og kirkju. 

Í grein sem hún skrif­aði í Morg­un­­blaðið sagði hún að nýtt sam­komu­lag, sem und­ir­­­ritað var í sept­­­em­ber í fyrra, milli ríkis og þjóð­­­kirkj­unnar feli í sér að hún verði ekki lengur eins og hver önnur rík­­­is­­­stofn­un. „Hún mun fremur líkj­­­ast frjálsu trú­­­fé­lagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjár­­­hag. Þessar breyt­ingar eru til mik­illa bóta og óhjá­­­kvæmi­­­legt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskiln­aði. Þangað til og þrátt fyrir sam­komu­lagið mun þjóð­­­kirkjan áfram njóta stuðn­­­ings og verndar íslenska rík­­­is­ins á grund­velli ákvæðis stjórn­­­­­ar­­­skrár­inn­­­ar.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra.

Áslaug Arna sagði í grein­inni að sjálf­­­stæð kirkja óháð rík­­­is­­­vald­inu sam­­­rým­ist betur trú­frelsi og skoð­ana­frelsi en sér­­­­­staðan sem þjóð­­­kirkjan hefur notið í íslenskri stjórn­­­­­skip­­­an. „Í mínum huga er ekki spurn­ing um það að kirkjan getur vel sinnt öllum verk­efnum sínum og þar á meðal sálu­hjálp og marg­vís­­­legri félags­­­­­legri þjón­­­ustu óháð rík­­­inu. Ég er einnig þeirrar skoð­unar að margir muni fylgja kirkj­unni að málum þótt full­kom­inn aðskiln­aður verði á end­­­anum á milli hennar og rík­­­is­­­valds­ins.“

Þremur dögum síðar sagði hún í við­tali við RÚV að aukið ákall væri um það í sam­­­fé­lag­inu, að sjálf­­­stæði trú­­­fé­laga og líf­­­skoð­un­­­ar­­­fé­laga sé algjört. Hún sagði vinnu til að svara þessu ákalli væri þegar komin af stað. Mark­mið þeirrar vinnu væri að skilja að ríki og kirkju. 

Til stendur að leggja fram nýtt frum­varp til laga um stöðu, stjórn og starfs­hætti þjóð­kirkj­unnar í des­em­ber á þessu ári, sam­kvæmt þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Frum­varpið felur í sér heild­ar­end­ur­skoðun laga um stöðu, stjórn og starfs­hætti þjóð­kirkj­unnar en með því er stefnt að því að setja ný þjóð­kirkju­lög. Það er liður í því að upp­fylla við­bót­ar­samn­ing­inn milli íslenska rík­is­ins og þjóð­kirkj­unnar frá 6. sept­em­ber 2019 en þar var meðal ann­ars stefnt að ein­földun reglu­­verks um þjóð­kirkj­una.

Þing­menn víða að leggja fram frum­varp um aðskilnað 2034

Meiri­hluti hefur virst vera fyrir því á Alþingi að setja aðskilnað kyrf­i­­lega á dag­­skrá. Fyrir síð­asta þing­i lá þings­á­­­lykt­un­­­ar­til­laga þing­­­manna stjórn­­­­­ar­and­­­stöð­u­­flokk­anna Við­reisn­­­ar, Sam­­fylk­ingar og Pírata auk þing­­­manns Vinstri grænna og eins utan flokka, þar sem lagður var til full­ur, laga­legur og fjár­hags­legur aðskiln­aður ríkis og kirkju með fram­lagn­ingu nokk­urra frum­varpa.

Hún komst ekki á dag­skrá en var lögð fram að nýju á mánu­dag, 12. októ­ber. Nú er þó eng­inn úr þing­flokki Vinstri grænna á henni.

Auglýsing
Sam­kvæmt til­­­lög­unni á að leggja frum­vörpin fram í síð­­­asta lagi á vor­­­þingi 2022. Þau eiga að kveða á um að fullur aðskiln­aður verði milli ríkis og kirkju í síð­­­asta lagi í árs­­­lok 2034. 

Í umsögn um málið, eftir að það var fyrst lagt fram, hefur Biskup Íslands, Agnes Sig­­­urð­­­ar­dótt­ir, sagt að það sé ekk­ert for­­­gangs­­­mál að kirkjan sé hluti af rík­­­is­­­vald­inu. „Að við­halda tengslum kirkj­unnar við rík­­­­is­­­­valdið er í sjálfu sér ekki for­­­­gangs­­­­mál kirkj­unn­­­­ar. Skyldur kirkj­unnar liggja fyrst og fremst í því að rækta og við­halda tengsl­unum við þjóð­ina.“ 

Fleiri ósam­mála því að kristi­legt efni eigi erindi við skóla

Í könnun Mask­ínu voru þátt­tak­endur einnig spurðir hvort þeir væru sam­mála eða ósam­mála því að kristi­legar trú­arat­hafn­ir, bænir eða guðs­orð ættu að vera liður í starfi opin­berra leik­skóla eða grunn­skóla. Alls sögð­ust 41,6 pró­sent aðspurðra að þeir væru ósam­mála, tæp­lega 23 pró­sent sögð­ust ekki hafa sterka skoðun á því og 35,7 pró­sent sögð­ust vera sam­mála erindi kristi­legra trú­arat­hafna, bæna og guðs­orða í leik­skólum eða grunn­skól­u­m. 

Allir þing­menn Mið­flokks­ins, ásamt Sjálf­stæð­is­mönn­unum Brynj­ari Níels­syni og Ásmundi Frið­riks­syni, lögðu fyrr í þessum mán­uði fram frum­varp um að auka veg krist­in­fræð­i­­kennslu í grunn­­skólum lands­ins. 

Verði frum­varpið að lögum yrði kennslan eins og var fyrir gild­is­­töku grunn­­skóla­laga frá árinu 2008, sem felldu hana nið­­ur. Þing­­menn­irnir vilja að heiti náms­­grein­­ar­innar trú­­ar­bragða­fræði verði breytt í krist­in­fræði og trú­­ar­bragða­fræði og telja að nám á því sviði sé mik­il­vægt til skiln­ings, umburð­­ar­­lyndis og víð­­sýni. „Nem­endur verða að vera búnir undir að lifa í fjöl­breyttu lýð­ræð­is­­legu sam­­fé­lagi og takast á við marg­vís­­leg úrlausn­­ar­efni sem þeirra bíða í breyttum heim­i,“ segir í grein­­ar­­gerð sem fylgir frum­varp­in­u. 

Á meðal þeirra raka sem þing­­menn­irnir nota til að rök­­styðja þörf­ina fyrir aukna áherslu á krist­in­fræð­i­­kennslu í skólum er að hér á landi fari inn­­flytj­endum sem komi frá ólíkum menn­ing­­ar­heimum fjölg­and­i. 

Í grein­­ar­­gerð­inni segir að eðli­­legt hljóti að telj­­ast að fjallað sé ítar­­leg­­ast um þau trú­­ar­brögð sem ríkj­andi séu í sam­­fé­lag­inu. „Þekk­ing á kristni og Bibl­í­unni er for­­senda skiln­ings á vest­rænni menn­ingu og sam­­fé­lag­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar