Ríkið greitt yfir tíu milljarða stofnframlög vegna 1.870 almennra íbúða í Reykjavík

Frá árinu 2016 hefur íslenska ríkið úthlutað alls 10,8 milljörðum króna í stofnframlög vegna almennra íbúða í Reykjavík. Þær íbúðir sem verða byggðar eða keyptar fyrir framlögin eru fleiri en allar íbúðir á Seltjarnarnesi.

Móavegur í Reykjavík er eitt þeirra verkefna sem Bjarg hefur ráðist í á grundvelli laga um stofnframlög til byggingar á almennum íbúðum.
Móavegur í Reykjavík er eitt þeirra verkefna sem Bjarg hefur ráðist í á grundvelli laga um stofnframlög til byggingar á almennum íbúðum.
Auglýsing

Íslenska ríkið hefur alls úthlutað 10,8 millj­örðum króna í stofn­fram­lög vegna almennra íbúða í Reykja­vík frá árinu 2016, þegar lög um slík fram­lög voru sett.

Alls hafa þessi fram­lög verið nýtt til að annað hvort byggja eða kaupa 1.870 íbúðir á tíma­bil­inu. Stofn­virði þeirra er 56,1 millj­arður króna. 

Þetta kemur fram í sam­an­tekt um stofn­fram­lög rík­is­ins vegna almennra íbúð í höf­uð­borg­inni sem Kjarn­inn hefur fengið afhent. 

Til sam­an­burðar má nefna að alls voru 1.727 íbúðir á öllu Sel­tjarn­ar­nesi í lok síð­asta árs. Því er verið að byggja, eða kaupa, 147 fleiri almennar íbúðir í Reykja­vík en sem nemur öllum íbúðum á Sel­tjarn­ar­nesi frá byrjun árs 2016.

Íbúðir fyrir tekju­lægri

Lög um almennar íbúðir voru sam­þykkt sum­arið 2016. Hið nýja íbúða­­kerfi er til­­raun til að end­­ur­reisa ein­hvern vísi að félags­­­lega hús­næð­is­­kerf­inu sem var aflagt undir lok síð­­­ustu aldar með þeim afleið­ingum að félags­­­legum íbúðum fækk­­aði um helm­ing milli áranna 1998 og 2017.

Auglýsing
Markmið þeirra laga var að bæta hús­næð­is­ör­yggi þeirra sem eru undir ákveðnum tekju- og eign­ar­mörkum með því að auka aðgengi að öruggu og við­eig­andi leigu­hús­næði. Þannig sé stuðlað að því að hús­næð­is­kostn­aður sé í sam­ræmi við greiðslu­getu þeirra sem leigja hús­næðið og fari að jafn­aði ekki yfir 25 pró­sent af tekjum þeirra. 

Lögin byggja á yfir­lýs­ingu sem þáver­andi rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar gaf út í tengslum við kjara­samn­inga sem voru und­ir­rit­aðir í maí 2015. Í henni var gert ráð fyrir að 2.300 íbúðir yrðu byggðar á árunum 2015 til 2018.

Lengri tíma tók hins vegar að klára lögin og fyrstu úthlut­anir á grund­velli þeirra fóru ekki fram fyrr en á árinu 2016. Fjár­mála­á­ætlun núver­andi rík­is­stjórnar áætlar nú að um 3.200 íbúðir verði byggðar á árunum 2016 til 2022. 

Nú, árið 2020, eru 1.870 slíkar íbúðir tryggðar í Reykja­vík einni sam­an.

Íbúð­irnar í Reykja­vík sem hafa fengið stofn­fram­lög eru ætl­aðar fyrir allskyns hópa sem eru með lágar tekj­ur. Þar ber fyrst að nefna þá félags­hópa sem eru undir skil­greindum tekju- og eign­ar­við­mið­um. Þau eru 535 þús­und krónur að með­al­tali á mán­uði fyrir ein­stak­ling og 749 þús­und krónur á mán­uði fyrir hjón eða sam­búð­ar­fólk. Fyrir hvert barn eða ung­menni að 20 ára aldri sem býr á heim­il­inu bæt­ast við 133.750 krónur á mán­uði sem má hafa í tekj­ur. Heild­ar­eignir heim­il­is­ins mega þó ekki vera hærri en sem nemur 6.930.000 krón­um. Stór hluti þess­arar upp­bygg­ing­ar, sem er afar umfangs­mik­il, er á vegum Bjargs íbúða­fé­lags, sem var stofnað af ASÍ og BSRB fyrir nokkrum árum síð­an, og er rekið án hagn­að­ar­mark­miða.

Sveit­ar­fé­lög úthluta lóðum

Íbúða­kerfið er fjár­magnað þannig að ríkið veitir stofn­fram­lag sem nemur 18 pró­sent af stofn­virði almennra íbúða. Stofn­virði er kostn­að­ar­verð íbúð­ar­inn­ar, sama hvort það er við bygg­ingu hennar eða vegna kaupa á henni. Íslenska ríkið hefur greitt rúm­lega tíu millj­arða króna í slíkt stofn­fram­lag til íbúða sem hafa verið byggðar eða keyptar í Reykja­vík frá árinu 2016. Á meðal þeirra íbúða sem Bjarg íbúðafélag er að byggja, og eru á lokametrunum í uppbyggingu, eru 80 íbúðir við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. MYND: Bjarg.

Til við­bótar hefur ríkið greitt 817 millj­ónir króna í fjögur pró­sent við­bót­ar­fram­lag til hluta þeirra verk­efna sem ráð­ist hefur verið í á tíma­bil­inu í höf­uð­borg­inni. For­senda fyrir veit­ingu stofn­fram­lags er að bæði Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS), sem sér um umsýslu stofn­fram­laga, og sveit­ar­fé­lag hafi veitt sam­þykki. Rík­is­fram­lögin eru í formi beinna fjár­út­láta og því hefur rík­is­sjóður sam­tals greitt 10,8 millj­arða króna í stofn­fram­lög vegna verk­efna í Reykja­vík á und­an­förnum árum.

Sveit­ar­fé­lög veita síðan 12 til 16 pró­sent stofn­fram­lag til verk­efn­anna. Þau geta falist í beinu fjár­fram­lagi en eru oftar en ekki í formi úthlut­unar á lóðum eða lækk­unar eða nið­ur­fell­ingar á gjöldum sem þyrfti ann­ars að greiða til sveit­ar­fé­lags­ins. Reykja­vík­ur­borg hefur meðal ann­ars úthlutað Bjargi íbúð­ar­fé­lagi lóðir undir mörg hund­ruð íbúðir á stöðum eins í Úlf­arsár­dal, Bryggju­hverf­inu og Hraun­bæ, en líka á þett­ing­areitum í gamla hluta borg­ar­innar á borð við Kirkju­sand, Voga­byggð og Skerja­byggð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar