Ríkið greitt yfir tíu milljarða stofnframlög vegna 1.870 almennra íbúða í Reykjavík

Frá árinu 2016 hefur íslenska ríkið úthlutað alls 10,8 milljörðum króna í stofnframlög vegna almennra íbúða í Reykjavík. Þær íbúðir sem verða byggðar eða keyptar fyrir framlögin eru fleiri en allar íbúðir á Seltjarnarnesi.

Móavegur í Reykjavík er eitt þeirra verkefna sem Bjarg hefur ráðist í á grundvelli laga um stofnframlög til byggingar á almennum íbúðum.
Móavegur í Reykjavík er eitt þeirra verkefna sem Bjarg hefur ráðist í á grundvelli laga um stofnframlög til byggingar á almennum íbúðum.
Auglýsing

Íslenska ríkið hefur alls úthlutað 10,8 milljörðum króna í stofnframlög vegna almennra íbúða í Reykjavík frá árinu 2016, þegar lög um slík framlög voru sett.

Alls hafa þessi framlög verið nýtt til að annað hvort byggja eða kaupa 1.870 íbúðir á tímabilinu. Stofnvirði þeirra er 56,1 milljarður króna. 

Þetta kemur fram í samantekt um stofnframlög ríkisins vegna almennra íbúð í höfuðborginni sem Kjarninn hefur fengið afhent. 

Til samanburðar má nefna að alls voru 1.727 íbúðir á öllu Seltjarnarnesi í lok síðasta árs. Því er verið að byggja, eða kaupa, 147 fleiri almennar íbúðir í Reykjavík en sem nemur öllum íbúðum á Seltjarnarnesi frá byrjun árs 2016.

Íbúðir fyrir tekjulægri

Lög um almennar íbúðir voru samþykkt sumarið 2016. Hið nýja íbúða­kerfi er til­raun til að end­ur­reisa ein­hvern vísi að félags­lega hús­næð­is­kerf­inu sem var aflagt undir lok síð­ustu aldar með þeim afleið­ingum að félags­legum íbúðum fækk­aði um helm­ing milli áranna 1998 og 2017.

Auglýsing
Markmið þeirra laga var að bæta húsnæðisöryggi þeirra sem eru undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði. Þannig sé stuðlað að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu þeirra sem leigja húsnæðið og fari að jafnaði ekki yfir 25 prósent af tekjum þeirra. 

Lögin byggja á yfirlýsingu sem þáverandi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar gaf út í tengslum við kjarasamninga sem voru undirritaðir í maí 2015. Í henni var gert ráð fyrir að 2.300 íbúðir yrðu byggðar á árunum 2015 til 2018.

Lengri tíma tók hins vegar að klára lögin og fyrstu úthlutanir á grundvelli þeirra fóru ekki fram fyrr en á árinu 2016. Fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar áætlar nú að um 3.200 íbúðir verði byggðar á árunum 2016 til 2022. 

Nú, árið 2020, eru 1.870 slíkar íbúðir tryggðar í Reykjavík einni saman.

Íbúðirnar í Reykjavík sem hafa fengið stofnframlög eru ætlaðar fyrir allskyns hópa sem eru með lágar tekjur. Þar ber fyrst að nefna þá félagshópa sem eru undir skilgreindum tekju- og eignarviðmiðum. Þau eru 535 þúsund krónur að meðaltali á mánuði fyrir einstakling og 749 þúsund krónur á mánuði fyrir hjón eða sambúðarfólk. Fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu bætast við 133.750 krónur á mánuði sem má hafa í tekjur. Heildareignir heimilisins mega þó ekki vera hærri en sem nemur 6.930.000 krónum. Stór hluti þessarar uppbyggingar, sem er afar umfangsmikil, er á vegum Bjargs íbúðafélags, sem var stofnað af ASÍ og BSRB fyrir nokkrum árum síðan, og er rekið án hagnaðarmarkmiða.

Sveitarfélög úthluta lóðum

Íbúðakerfið er fjármagnað þannig að ríkið veitir stofnframlag sem nemur 18 prósent af stofnvirði almennra íbúða. Stofnvirði er kostnaðarverð íbúðarinnar, sama hvort það er við byggingu hennar eða vegna kaupa á henni. Íslenska ríkið hefur greitt rúmlega tíu milljarða króna í slíkt stofnframlag til íbúða sem hafa verið byggðar eða keyptar í Reykjavík frá árinu 2016. Á meðal þeirra íbúða sem Bjarg íbúðafélag er að byggja, og eru á lokametrunum í uppbyggingu, eru 80 íbúðir við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. MYND: Bjarg.

Til viðbótar hefur ríkið greitt 817 milljónir króna í fjögur prósent viðbótarframlag til hluta þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í á tímabilinu í höfuðborginni. Forsenda fyrir veitingu stofnframlags er að bæði Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), sem sér um umsýslu stofnframlaga, og sveitarfélag hafi veitt samþykki. Ríkisframlögin eru í formi beinna fjárútláta og því hefur ríkissjóður samtals greitt 10,8 milljarða króna í stofnframlög vegna verkefna í Reykjavík á undanförnum árum.

Sveitarfélög veita síðan 12 til 16 prósent stofnframlag til verkefnanna. Þau geta falist í beinu fjárframlagi en eru oftar en ekki í formi úthlutunar á lóðum eða lækkunar eða niðurfellingar á gjöldum sem þyrfti annars að greiða til sveitarfélagsins. Reykjavíkurborg hefur meðal annars úthlutað Bjargi íbúðarfélagi lóðir undir mörg hundruð íbúðir á stöðum eins í Úlfarsárdal, Bryggjuhverfinu og Hraunbæ, en líka á þettingareitum í gamla hluta borgarinnar á borð við Kirkjusand, Vogabyggð og Skerjabyggð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar