Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst

Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.

Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin mælist með mest fylgi allra flokka í Reykja­vík, sam­kvæmt nýrri könnun Gallup sem Frétta­blaðið greinir frá. Borg­ar­stjórn­ar­flokkur flokks­ins mælist með 26,4 pró­sent fylgi í höf­uð­borg­inni sem er rétt yfir kjör­fylgi hans, en Sam­fylk­ingin fékk 25,9 pró­sent atkvæða í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2018. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem var stærsti flokk­ur­inn í borg­inni eftir síð­ustu kosn­ingar með 30,8 pró­sent fylgi, hefur tapað miklu. Fylgi hans mælist nú 25,2 pró­sent eða 5,6 pró­sentu­stigum minna en 2018. 

Allir flokk­arnir fjórir – Sam­fylk­ing, Við­reisn, Píratar og Vinstri græn – sem mynda meiri­hluta í Reykja­vík undir for­ystu Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra hafa bætt við sig fylgi á kjör­tíma­bil­inu. Píratar hafa bætt við sig 2,8 pró­sentu­stigum og mæl­ast nú þriðji stærsti flokkur borg­ar­innar með 10,5 pró­sent fylgi. Við­reisn stendur nokkurn veg­inn í stað og mælist með 8,9 pró­sent stuðn­ing. En mesta breyt­ingin er á fylgi Vinstri grænna, sem biðu afhroð í kosn­ing­unum 2018 og fengu þá aðeins 4,6 pró­sent atkvæða. Fylgi flokks­ins Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra nú mælist 8,9 pró­sent og því hefur hann nálægt tvö­faldað fylgi sitt það sem af er kjör­tíma­bil­i.

Allir nema einn í minni­hluta tapa fylgi

Sós­í­alista­flokk­ur­inn, sem vann mik­inn kosn­inga­sigur 2018, heldur sínu fylgi og mælist með 6,6 pró­sent stuðn­ing. Mið­flokk­ur­inn hefur hins vegar farið úr 6,1 í 4,5 pró­sent á meðan að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem náði ekki inn manni í Reykja­vík í síð­ustu kosn­ing­um, mælist nú með 4,3 pró­sent fylg­i. 

Auglýsing
Flokkur fólks­ins, sem er með einn borg­ar­full­trúa sem stendur eftir að hafa fengið 4,3 pró­sent árið 2018, mælist nú með þrjú pró­sent fylgi og næði ekki manni inn.

Ef nið­ur­staða könn­unar Gallup yrði það sem kæmi upp úr kjör­köss­unum myndi það þýða að Vinstri græn myndu bæta við sig einum borg­ar­full­trúa á kostnað Sjálf­stæð­is­flokks og þar með styrkja meiri­hlut­ann um einn borg­ar­full­trúa, og fara með hann upp í 13 af 23. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ætti sömu­leiðis end­ur­komu í borg­ar­stjórn með einn borg­ar­full­trúa á kostnað Flokks fólks­ins.

Miklar svipt­ingar í síð­ustu kosn­ingum

Síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar fóru fram 26. maí 2018. Alls náðu átta flokkar kjöri og höfðu aldrei verið fleiri. Sitj­andi meiri­hluti féll og eng­inn aug­ljós meiri­hluti var til staðar til að að taka við. Sá sem það gerði sam­an­stóð, líkt og áður sagði, af Sam­fylk­ingu, Við­reisn, Pírötum og Vinstri græn­um. 

Ein allra áhuga­verð­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna var sú að konur urðu í miklum meiri­hluta í Reykja­vík næsta kjör­tíma­bil. Alls eru 15 þeirra 23 borg­ar­full­trúa sem kjörnir voru í kosn­ing­unum kon­ur. Og sex þeirra átta fram­boða sem náðu kjöri eru leidd af kon­um. 

Ein­ungis stærstu flokk­arnir tveir, flokk­arnir sem gerðu til­kall til borg­ar­stjóra­stóls­ins í krafti stærðar sinn­ar, Sjálf­stæð­is­flokkur og Sam­fylk­ing, voru leiddir af körl­um. Þá voru tveir fram­bjóð­endur sem fæddir eru í öðru landi kjörnir í borg­ar­stjórn og nýr yngsti borg­ar­full­trúi sög­unnar er af blönd­uðum upp­runa.

Næst verður kosið í Reykja­vík og öðrum sveit­ar­fé­lögum lands­ins eftir rúmt ár, 2022.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent