Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn

Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.

Ferðamaður við Jökulsárlón
Auglýsing

„Nú virð­ist sem áætl­anir um ferða­lög erlendra jafnt sem inn­lendra ferða­manna eigi frek­ari mögu­leika á að ganga eftir á næstu miss­erum í ljósi þess hve mjög far­ald­ur­inn hefur gengið niður hér á landi, útgáfu bólu­setn­inga­daga­tals hér­lendis og fram­gangs bólu­setn­inga erlend­is,“ segir í sam­an­tekt um efn­is­at­riði minn­is­blaðs sem Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra fór með á rík­is­stjórn­ar­fund á þriðju­dag. 

Í dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar segir að Þór­dís Kol­brún hafi farið yfir stöðu ferða­þjón­ust­unnar á Íslandi í ljósi vís­bend­inga um ferða­vilja inn­lendra og erlendra ferða­manna. Kjarn­inn óskaði eftir frek­ari upp­lýs­ingum um það sem ráð­herra fjall­aði um í rík­is­stjórn á þriðju­dag­inn og fékk sam­an­tekt um efn­is­at­riði minn­is­blaðs­ins í hend­ur.

Mest bókað frá júlí og inn í haustið hjá Icelandair

Það sem Þór­dís Kol­brún kynnti fyrir rík­is­stjórn byggði meðal ann­ars á upp­lýs­ingum frá Icelanda­ir, en sam­kvæmt því sem fram kemur í sam­an­tekt­inni frá ráðu­neyt­inu hafa bók­anir erlendra ferða­manna verið „í takt við þróun far­ald­urs­ins, fréttir af bólu­efnum og mark­aðs­að­gerðir Icelandair með til­boðum og kynn­ingum á Íslandi sem áfanga­stað.“

Bók­anir erlendra ferða­manna hjá Icelandair eru umtals­vert færri en und­an­farin ár, en eru þó sagðar geta gefið vís­bend­ingar sem hægt sé að draga álykt­anir af. Flestar bók­anir koma frá Þýska­landi, Hollandi, Frakk­landi og Dan­mörku og er mest bókað frá júlí­mán­uði og inn í síð­sum­arið og haust­mán­uð­ina.

Á bil­inu 9-12 pró­sent á helstu mörk­uðum vilja ferð­ast til Íslands næsta árið

Sam­kvæmt því sem fram kemur í sam­an­tekt ráðu­neyt­is­ins styðja upp­lýs­ingar frá Íslands­stofu við grein­ingu Icelandair á stöð­unni. Stór neyt­enda­könnun á helstu erlendu mörk­uðum sem fram­kvæmd var í febr­úar 2021 sýndi að sam­keppn­is­staða Íslands er góð miðað við helstu sam­an­burð­ar­lönd, en 9-12 pró­sent sögð­ust vilja ferð­ast til Íslands næstu 12 mán­uði, sam­kvæmt sam­an­tekt ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

„Önnur minni neyt­enda­könnun Íslands­stofu sem var fram­kvæmd á helstu erlendu mörk­uðum í jan­úar 2021 gaf vís­bend­ingar um að Þjóð­verjar verði lík­lega fyrr til­búnir að bóka ferða­lag eða ferð­ast til útlanda en Banda­ríkja­menn,“ segir í sam­an­tekt ráðu­neyt­is­ins, en þar segir að nær allir svar­endur könn­un­ar­inn­ar, eða 96 pró­sent, hafi gefið til kynna að þeir myndu mun fremur velja áfanga­staði sem hefðu staðið sig vel í bar­átt­unni gegn COVID-19.

Boris John­son virð­ist hafa kveikt ferða­vilja Breta

Í sam­an­tekt ráðu­neyt­is­ins segir að sam­kvæmt grein­ingu sem alþjóð­lega ferða­bók­un­ar­vef­síðan Expedia vann fyrir Íslands­stofu komi Ísland vel út hvað varðar leit­ar­fyr­ir­spurnir frá lyk­il­mörk­uðum árið 2020 miðað við sam­an­burð­ar­lönd og að árið 2021 hafi sömu­leiðis farið vel af stað.

70 pró­sent bók­ana fyrir Ísland á Expedia eru í júní­mán­uði og síð­ar. Fram kemur að merkja hafi mátt 55 pró­senta aukn­ingu á eft­ir­spurn frá Bret­landi eftir að Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands til­kynnti að alþjóð­leg ferða­lög gætu mögu­lega haf­ist frá 17. maí næst­kom­andi, en Bretum er í dag bannað að ferð­ast á milli landa án brýns erind­is.

Rúmur helm­ingur ferða­heild­sala telur að bók­anir til Íslands nái sömu hæðum og fyrir COVID strax árið 2022

Í minn­is­blað­inu sem Þór­dís Kol­brún fór með fyrir rík­is­stjórn var einnig fjallað um könnun sem Íslands­stofa fram­kvæmdi á meðal ferða­heild­sala sem selja ferðir til Íslands í jan­ú­ar­mán­uði. Þar komu fram vís­bend­ingar um að ferða­heildsalar á Norð­ur­lönd­unum og í Mið -og Suður Evr­ópu væru heldur bjart­sýnni á það að bók­anir til Íslands myndi taka við sér á fyrri hluta árs 2021 heldur en ferða­heildsalar frá Norð­ur­-Am­er­íku og fjar­mörk­uð­um.

Þá telji ferða­heildsalar stöð­una á bólu­setn­ingum og við­brögð stjórn­valda við COVID-19 hafa mest áhrif á val áfanga­staða 2021, en 55 pró­sent þeirra telja að bók­anir á ferðum til Íslands nái sömu hæðum og fyrir landamæra­lok­anir árið 2022, en 31 pró­sent þeirra sem svör­uðu telja að þær nái ekki sömu hæðum fyrr árið 2023.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent