Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn

Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.

Ferðamaður við Jökulsárlón
Auglýsing

„Nú virð­ist sem áætl­anir um ferða­lög erlendra jafnt sem inn­lendra ferða­manna eigi frek­ari mögu­leika á að ganga eftir á næstu miss­erum í ljósi þess hve mjög far­ald­ur­inn hefur gengið niður hér á landi, útgáfu bólu­setn­inga­daga­tals hér­lendis og fram­gangs bólu­setn­inga erlend­is,“ segir í sam­an­tekt um efn­is­at­riði minn­is­blaðs sem Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra fór með á rík­is­stjórn­ar­fund á þriðju­dag. 

Í dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar segir að Þór­dís Kol­brún hafi farið yfir stöðu ferða­þjón­ust­unnar á Íslandi í ljósi vís­bend­inga um ferða­vilja inn­lendra og erlendra ferða­manna. Kjarn­inn óskaði eftir frek­ari upp­lýs­ingum um það sem ráð­herra fjall­aði um í rík­is­stjórn á þriðju­dag­inn og fékk sam­an­tekt um efn­is­at­riði minn­is­blaðs­ins í hend­ur.

Mest bókað frá júlí og inn í haustið hjá Icelandair

Það sem Þór­dís Kol­brún kynnti fyrir rík­is­stjórn byggði meðal ann­ars á upp­lýs­ingum frá Icelanda­ir, en sam­kvæmt því sem fram kemur í sam­an­tekt­inni frá ráðu­neyt­inu hafa bók­anir erlendra ferða­manna verið „í takt við þróun far­ald­urs­ins, fréttir af bólu­efnum og mark­aðs­að­gerðir Icelandair með til­boðum og kynn­ingum á Íslandi sem áfanga­stað.“

Bók­anir erlendra ferða­manna hjá Icelandair eru umtals­vert færri en und­an­farin ár, en eru þó sagðar geta gefið vís­bend­ingar sem hægt sé að draga álykt­anir af. Flestar bók­anir koma frá Þýska­landi, Hollandi, Frakk­landi og Dan­mörku og er mest bókað frá júlí­mán­uði og inn í síð­sum­arið og haust­mán­uð­ina.

Á bil­inu 9-12 pró­sent á helstu mörk­uðum vilja ferð­ast til Íslands næsta árið

Sam­kvæmt því sem fram kemur í sam­an­tekt ráðu­neyt­is­ins styðja upp­lýs­ingar frá Íslands­stofu við grein­ingu Icelandair á stöð­unni. Stór neyt­enda­könnun á helstu erlendu mörk­uðum sem fram­kvæmd var í febr­úar 2021 sýndi að sam­keppn­is­staða Íslands er góð miðað við helstu sam­an­burð­ar­lönd, en 9-12 pró­sent sögð­ust vilja ferð­ast til Íslands næstu 12 mán­uði, sam­kvæmt sam­an­tekt ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

„Önnur minni neyt­enda­könnun Íslands­stofu sem var fram­kvæmd á helstu erlendu mörk­uðum í jan­úar 2021 gaf vís­bend­ingar um að Þjóð­verjar verði lík­lega fyrr til­búnir að bóka ferða­lag eða ferð­ast til útlanda en Banda­ríkja­menn,“ segir í sam­an­tekt ráðu­neyt­is­ins, en þar segir að nær allir svar­endur könn­un­ar­inn­ar, eða 96 pró­sent, hafi gefið til kynna að þeir myndu mun fremur velja áfanga­staði sem hefðu staðið sig vel í bar­átt­unni gegn COVID-19.

Boris John­son virð­ist hafa kveikt ferða­vilja Breta

Í sam­an­tekt ráðu­neyt­is­ins segir að sam­kvæmt grein­ingu sem alþjóð­lega ferða­bók­un­ar­vef­síðan Expedia vann fyrir Íslands­stofu komi Ísland vel út hvað varðar leit­ar­fyr­ir­spurnir frá lyk­il­mörk­uðum árið 2020 miðað við sam­an­burð­ar­lönd og að árið 2021 hafi sömu­leiðis farið vel af stað.

70 pró­sent bók­ana fyrir Ísland á Expedia eru í júní­mán­uði og síð­ar. Fram kemur að merkja hafi mátt 55 pró­senta aukn­ingu á eft­ir­spurn frá Bret­landi eftir að Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands til­kynnti að alþjóð­leg ferða­lög gætu mögu­lega haf­ist frá 17. maí næst­kom­andi, en Bretum er í dag bannað að ferð­ast á milli landa án brýns erind­is.

Rúmur helm­ingur ferða­heild­sala telur að bók­anir til Íslands nái sömu hæðum og fyrir COVID strax árið 2022

Í minn­is­blað­inu sem Þór­dís Kol­brún fór með fyrir rík­is­stjórn var einnig fjallað um könnun sem Íslands­stofa fram­kvæmdi á meðal ferða­heild­sala sem selja ferðir til Íslands í jan­ú­ar­mán­uði. Þar komu fram vís­bend­ingar um að ferða­heildsalar á Norð­ur­lönd­unum og í Mið -og Suður Evr­ópu væru heldur bjart­sýnni á það að bók­anir til Íslands myndi taka við sér á fyrri hluta árs 2021 heldur en ferða­heildsalar frá Norð­ur­-Am­er­íku og fjar­mörk­uð­um.

Þá telji ferða­heildsalar stöð­una á bólu­setn­ingum og við­brögð stjórn­valda við COVID-19 hafa mest áhrif á val áfanga­staða 2021, en 55 pró­sent þeirra telja að bók­anir á ferðum til Íslands nái sömu hæðum og fyrir landamæra­lok­anir árið 2022, en 31 pró­sent þeirra sem svör­uðu telja að þær nái ekki sömu hæðum fyrr árið 2023.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent