„Þetta er mjög krítísk staða“

„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.

„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
Auglýsing

„Það eru ekki miklar líkur á að þetta verði hættu­legt en það verður kannski óþægi­legt í nokkra daga,“ sagði Kristín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vá­r­eft­ir­lits hjá Veð­ur­stofu Íslands, á blaða­manna­fundi vegna mögu­legs eld­goss á Reykja­nes­i. Um 20 mín­útur yfir klukkan 14 í dag fór jarð­skjálfta­virkni að áger­ast á svæð­inu og kom það fram í fjölda lít­illa skjálfta sem hafa verið mjög þétt­ir. „Þetta verður sam­felld hrina sem lítur út eins og óró­apúls,“ sagði Kristín um stöð­una. „Það sem ger­ist í fram­hald­inu er að það fer þyrla í loftið til að kanna málin og við höfum fengið þær fréttir frá þeim að þau sjái ekki neitt.“

AuglýsingGos­óró­inn, óró­apúlsinn, getur verið til marks um ýmis­legt sagði Krist­ín. „Það eru greini­lega umbrot í gang­i.“ Skjálft­arnir eiga upp­tök sín á svæði milli Litla Hrúts og Keil­is. Enn á eftir að rýna betur í þau gögn sem liggja fyrir til að kom­ast að því hvað er í gangi, sagði Krist­ín.Á svæð­inu hefur mynd­ast „ein­hvers konar sig­dæld á yfir­borði“ og hugs­an­lega hefur orðið „meiri tognun en við höfum séð hingað til“.Frey­steinn Sig­munds­son, deild­ar­for­seti jarð­vís­inda­deildar Háskóla Íslands, var einnig á fund­in­um. Rifj­aði hann upp að í byrjun vik­unnar hafi sést með grein­ingu gagna að jarð­skorpu­hreyf­ingar mætti rekja til kviku­gangs „sem væri á ferð­inn­i“. Þá þegar hafi verið ljóst að ástandið væri „krítískt“. Og núna kemur „þessi óró­i“. Gos­órói getur verið af mis­mun­andi gerð, sagði Frey­steinn. „Það er kvika að brjóta sér leið og við þurfum að sjá hvert að þetta leið­ir,“ sagði hann. „Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“Hann benti á að kvika finni sér alltaf auð­veld­ustu leið upp á yfir­borð. Tímara­mm­inn gæti verið allt frá nokkrum klukku­stundum upp í nokkra daga. „Við gætum verið að horfa á næstu klukku­stund­ir, þetta getur gerst hratt, en getur líka teygst á lang­inn,“ sagði hann og benti á að það hafi orðið raunin í Holu­hrauns­gos­inu – um tvær vikur liðu frá fyrstu merkjum um gos­óróa og þar til kvikan braut sér leið upp á yfir­borð. „En núna er hún nálægt yfir­borði. Ég myndi halda að það þurfi að fylgj­ast mjög náið með næstu klukku­tím­ana en þetta gæti dreg­ist umfram það.“

Kristín Jónsdóttir, jarðskjálfta- og eldgosafræðingur, fer fyrir náttúruvársviði Veðurstofu Íslands. Mynd: Almannavarnir

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­vörn­um, sagði að staðan smellpass­aði inn í þær sviðs­myndir sem teikn­aðar hefðu verið upp und­an­far­ið.  „Stóra málið er að þetta eru engar stórar ham­farir sem eru að fara að ger­ast. Núna erum við að virkja allt almanna­varna­kerfið til að vera algjör­lega á tánum ef þörf kref­ur.“Vís­inda­menn Veð­ur­stofu Íslands hafa stað­sett gos­óró­ann suður af Keili við fjallið Litla Hrút. Ef gos hefst á þessum slóðum er talið að engin hætta steðji að byggð. Hraun á þessum slóðum er um 7.000 ára gam­alt.

Óróapúls hófst kl. 14:20 og mælist á flestum jarðskjálftamælum og er staðsettur suður af Keili við Litla Hrút. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa. Skjáskot/Veðurstofa ÍslandsVika er síðan að jarð­skjálfta­hrina hófst á Reykja­nesskaga með 5,7 stiga skjálfta við Fagra­dals­fjall. Hund­ruð skjálfta hafa orðið síðan og margir þeirra yfir 4 að stærð.  Frá land­námi hefur þrisvar sinnum gosið á Reykja­nesi, síð­ast á árunum 1211-1240  og eru þeir atburðir kall­aðir Reykja­nes­eld­ar. Á því tíma­bili gaus nokkrum sinn­um, þar af urðu þrjú gos í eld­stöðvakerfi sem kennt er við Svarts­engi. Eld­gosin voru hraun­gos á 1-10 kíló­metra löngum gossprung­um. Gos­virkni á Reykja­nes­i-­Svarts­engi ein­kenn­ist af goslotum eða eldum sem geta varað í ára­tugi og má búast við goslotu á um 1100 ára fresti.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent