„Þetta er mjög krítísk staða“

„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.

„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
Auglýsing

„Það eru ekki miklar líkur á að þetta verði hættu­legt en það verður kannski óþægi­legt í nokkra daga,“ sagði Kristín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vá­r­eft­ir­lits hjá Veð­ur­stofu Íslands, á blaða­manna­fundi vegna mögu­legs eld­goss á Reykja­nes­i. Um 20 mín­útur yfir klukkan 14 í dag fór jarð­skjálfta­virkni að áger­ast á svæð­inu og kom það fram í fjölda lít­illa skjálfta sem hafa verið mjög þétt­ir. „Þetta verður sam­felld hrina sem lítur út eins og óró­apúls,“ sagði Kristín um stöð­una. „Það sem ger­ist í fram­hald­inu er að það fer þyrla í loftið til að kanna málin og við höfum fengið þær fréttir frá þeim að þau sjái ekki neitt.“

AuglýsingGos­óró­inn, óró­apúlsinn, getur verið til marks um ýmis­legt sagði Krist­ín. „Það eru greini­lega umbrot í gang­i.“ Skjálft­arnir eiga upp­tök sín á svæði milli Litla Hrúts og Keil­is. Enn á eftir að rýna betur í þau gögn sem liggja fyrir til að kom­ast að því hvað er í gangi, sagði Krist­ín.Á svæð­inu hefur mynd­ast „ein­hvers konar sig­dæld á yfir­borði“ og hugs­an­lega hefur orðið „meiri tognun en við höfum séð hingað til“.Frey­steinn Sig­munds­son, deild­ar­for­seti jarð­vís­inda­deildar Háskóla Íslands, var einnig á fund­in­um. Rifj­aði hann upp að í byrjun vik­unnar hafi sést með grein­ingu gagna að jarð­skorpu­hreyf­ingar mætti rekja til kviku­gangs „sem væri á ferð­inn­i“. Þá þegar hafi verið ljóst að ástandið væri „krítískt“. Og núna kemur „þessi óró­i“. Gos­órói getur verið af mis­mun­andi gerð, sagði Frey­steinn. „Það er kvika að brjóta sér leið og við þurfum að sjá hvert að þetta leið­ir,“ sagði hann. „Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“Hann benti á að kvika finni sér alltaf auð­veld­ustu leið upp á yfir­borð. Tímara­mm­inn gæti verið allt frá nokkrum klukku­stundum upp í nokkra daga. „Við gætum verið að horfa á næstu klukku­stund­ir, þetta getur gerst hratt, en getur líka teygst á lang­inn,“ sagði hann og benti á að það hafi orðið raunin í Holu­hrauns­gos­inu – um tvær vikur liðu frá fyrstu merkjum um gos­óróa og þar til kvikan braut sér leið upp á yfir­borð. „En núna er hún nálægt yfir­borði. Ég myndi halda að það þurfi að fylgj­ast mjög náið með næstu klukku­tím­ana en þetta gæti dreg­ist umfram það.“

Kristín Jónsdóttir, jarðskjálfta- og eldgosafræðingur, fer fyrir náttúruvársviði Veðurstofu Íslands. Mynd: Almannavarnir

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­vörn­um, sagði að staðan smellpass­aði inn í þær sviðs­myndir sem teikn­aðar hefðu verið upp und­an­far­ið.  „Stóra málið er að þetta eru engar stórar ham­farir sem eru að fara að ger­ast. Núna erum við að virkja allt almanna­varna­kerfið til að vera algjör­lega á tánum ef þörf kref­ur.“Vís­inda­menn Veð­ur­stofu Íslands hafa stað­sett gos­óró­ann suður af Keili við fjallið Litla Hrút. Ef gos hefst á þessum slóðum er talið að engin hætta steðji að byggð. Hraun á þessum slóðum er um 7.000 ára gam­alt.

Óróapúls hófst kl. 14:20 og mælist á flestum jarðskjálftamælum og er staðsettur suður af Keili við Litla Hrút. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa. Skjáskot/Veðurstofa ÍslandsVika er síðan að jarð­skjálfta­hrina hófst á Reykja­nesskaga með 5,7 stiga skjálfta við Fagra­dals­fjall. Hund­ruð skjálfta hafa orðið síðan og margir þeirra yfir 4 að stærð.  Frá land­námi hefur þrisvar sinnum gosið á Reykja­nesi, síð­ast á árunum 1211-1240  og eru þeir atburðir kall­aðir Reykja­nes­eld­ar. Á því tíma­bili gaus nokkrum sinn­um, þar af urðu þrjú gos í eld­stöðvakerfi sem kennt er við Svarts­engi. Eld­gosin voru hraun­gos á 1-10 kíló­metra löngum gossprung­um. Gos­virkni á Reykja­nes­i-­Svarts­engi ein­kenn­ist af goslotum eða eldum sem geta varað í ára­tugi og má búast við goslotu á um 1100 ára fresti.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent