„Engar hamfarir yfirvofandi“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Auglýsing

„Okkar plön miða við að gos sé að hefj­ast á næst­unn­i,“ sagði Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna, í sam­tali við RÚV kl. 15.30. „Á næst­unni“ þýðir á næstu klukku­stundum að sögn Víð­is.

Hann segir að svona atburð­ir, miklir skjálftar og gos­órói, geti „auð­vitað stopp­að“ en þar sem merki um gos hafi verið að eiga sér stað í langan tíma sé lík­legt að það fari að gjósa.

Óró­apúls mæld­ist kl. 14:20 og sást á flestum jarð­skjálfta­mælum og er stað­settur suður af Keili við Litla Hrút. Slík merki mæl­ast í aðdrag­anda eld­gosa en ekki hefur verið stað­fest að eld­gos sé haf­ið. Unnið er að nán­ari grein­ingu.

Auglýsing

„Það eru engar ham­farir að fara í gang,“ sagði Víðir og brýndi fyrir fólki að halda ró sinni og „halda lífi sínu áfram. Þetta er ekk­ert að fara að breyt­ast næstu klukku­tím­ana.“

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unnar með vís­inda­menn inn­an­borðs er farin í loft­ið. Þannig verður hægt að fylgj­ast með úr lofti til að stað­festa þegar og ef gos byrjar að sögn Víð­is.

„Vin­sam­leg­ast gefið okkur vinnu­frið á þessu svæð­i,“ sagði hann og beinir því til almenn­ings að fara ekki á svæðið að skoða. Einnig biður hann fólk sem er að keyra Reykja­nes­braut­ina um að halda ferð sinni óhikað áfram og alls ekki stoppa út í kanti. Það eru „engar ham­farir yfir­vof­and­i,“ ítrek­aði hann. Ekki standi til að loka Reykja­nes­braut­inni eins og staðan er núna þó að við­bragðs­á­ætl­anir geri ráð fyrir að það verði gert ef þörf kref­ur.

Búið er að færa lita­kóða fyrir svæðið upp á app­el­sínugult. Ef gos hefst verður flug­um­ferð tíma­bundið stöðvuð á meðan staðan skýrist. „Það er eng­inn í hætt­u,“ sagði hann spurður um skila­boð til íbú­anna á svæð­inu.

„Gosið er ekki hafið og ef gos byrjar á þessum stað þá er eng­inn í hætt­u.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent