„Engar hamfarir yfirvofandi“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Auglýsing

„Okkar plön miða við að gos sé að hefj­ast á næst­unn­i,“ sagði Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna, í sam­tali við RÚV kl. 15.30. „Á næst­unni“ þýðir á næstu klukku­stundum að sögn Víð­is.

Hann segir að svona atburð­ir, miklir skjálftar og gos­órói, geti „auð­vitað stopp­að“ en þar sem merki um gos hafi verið að eiga sér stað í langan tíma sé lík­legt að það fari að gjósa.

Óró­apúls mæld­ist kl. 14:20 og sást á flestum jarð­skjálfta­mælum og er stað­settur suður af Keili við Litla Hrút. Slík merki mæl­ast í aðdrag­anda eld­gosa en ekki hefur verið stað­fest að eld­gos sé haf­ið. Unnið er að nán­ari grein­ingu.

Auglýsing

„Það eru engar ham­farir að fara í gang,“ sagði Víðir og brýndi fyrir fólki að halda ró sinni og „halda lífi sínu áfram. Þetta er ekk­ert að fara að breyt­ast næstu klukku­tím­ana.“

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unnar með vís­inda­menn inn­an­borðs er farin í loft­ið. Þannig verður hægt að fylgj­ast með úr lofti til að stað­festa þegar og ef gos byrjar að sögn Víð­is.

„Vin­sam­leg­ast gefið okkur vinnu­frið á þessu svæð­i,“ sagði hann og beinir því til almenn­ings að fara ekki á svæðið að skoða. Einnig biður hann fólk sem er að keyra Reykja­nes­braut­ina um að halda ferð sinni óhikað áfram og alls ekki stoppa út í kanti. Það eru „engar ham­farir yfir­vof­and­i,“ ítrek­aði hann. Ekki standi til að loka Reykja­nes­braut­inni eins og staðan er núna þó að við­bragðs­á­ætl­anir geri ráð fyrir að það verði gert ef þörf kref­ur.

Búið er að færa lita­kóða fyrir svæðið upp á app­el­sínugult. Ef gos hefst verður flug­um­ferð tíma­bundið stöðvuð á meðan staðan skýrist. „Það er eng­inn í hætt­u,“ sagði hann spurður um skila­boð til íbú­anna á svæð­inu.

„Gosið er ekki hafið og ef gos byrjar á þessum stað þá er eng­inn í hætt­u.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent