„Engar hamfarir yfirvofandi“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Auglýsing

„Okkar plön miða við að gos sé að hefj­ast á næst­unn­i,“ sagði Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna, í sam­tali við RÚV kl. 15.30. „Á næst­unni“ þýðir á næstu klukku­stundum að sögn Víð­is.

Hann segir að svona atburð­ir, miklir skjálftar og gos­órói, geti „auð­vitað stopp­að“ en þar sem merki um gos hafi verið að eiga sér stað í langan tíma sé lík­legt að það fari að gjósa.

Óró­apúls mæld­ist kl. 14:20 og sást á flestum jarð­skjálfta­mælum og er stað­settur suður af Keili við Litla Hrút. Slík merki mæl­ast í aðdrag­anda eld­gosa en ekki hefur verið stað­fest að eld­gos sé haf­ið. Unnið er að nán­ari grein­ingu.

Auglýsing

„Það eru engar ham­farir að fara í gang,“ sagði Víðir og brýndi fyrir fólki að halda ró sinni og „halda lífi sínu áfram. Þetta er ekk­ert að fara að breyt­ast næstu klukku­tím­ana.“

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unnar með vís­inda­menn inn­an­borðs er farin í loft­ið. Þannig verður hægt að fylgj­ast með úr lofti til að stað­festa þegar og ef gos byrjar að sögn Víð­is.

„Vin­sam­leg­ast gefið okkur vinnu­frið á þessu svæð­i,“ sagði hann og beinir því til almenn­ings að fara ekki á svæðið að skoða. Einnig biður hann fólk sem er að keyra Reykja­nes­braut­ina um að halda ferð sinni óhikað áfram og alls ekki stoppa út í kanti. Það eru „engar ham­farir yfir­vof­and­i,“ ítrek­aði hann. Ekki standi til að loka Reykja­nes­braut­inni eins og staðan er núna þó að við­bragðs­á­ætl­anir geri ráð fyrir að það verði gert ef þörf kref­ur.

Búið er að færa lita­kóða fyrir svæðið upp á app­el­sínugult. Ef gos hefst verður flug­um­ferð tíma­bundið stöðvuð á meðan staðan skýrist. „Það er eng­inn í hætt­u,“ sagði hann spurður um skila­boð til íbú­anna á svæð­inu.

„Gosið er ekki hafið og ef gos byrjar á þessum stað þá er eng­inn í hætt­u.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent