Líklegt að kvikuhlaup sé í gangi

4,2 stiga skjálfti varð norður af Geldingadölum í nótt. Varfærnar yfirlýsingar um endalok eldgossins voru gefnar út fyrir örfáum dögum en nú segja sérfræðingar ekki ólíklegt að kvikuhlaup sé í gangi.

Eldgosið í Geldingadölum stóð í námkvæmlega sex mánuði.
Eldgosið í Geldingadölum stóð í námkvæmlega sex mánuði.
Auglýsing

Um klukkan 18 í gær­kvöldi hófst jarð­skjálfta­hrina um 2-4 kíló­metra norð­austur af Geld­inga­döl­um. Virknin jókst svo til muna laust eftir mið­nætti og er enn mikil með 1-10 skjálfta á mín­útu. Þegar líða tók á nótt­ina færð­ist virknin að eld­stöðv­unum í Geld­inga­döl­um. Ekki er ólík­legt að kviku­hlaup sé í gangi sem þýðir að kvikan er að fær­ast lárétt í jarð­skorp­unni. Engin merki eru um gos­óróa.

Fyrir um þremur sól­ar­hringum taldi Veð­ur­stofa Íslands að atburð­unum við Fagra­dals­fjall, líkt og sagði í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar, væri lokið þótt áfram yrði fylgst grannt með. Þá voru sléttir þrír mán­uðir liðnir frá því að hraun sást renna á svæð­inu. „Við munum því áfram fylgj­ast vel með virkn­inni á Reykja­nesskaga, en við getum sagt að þessum til­tekna atburði sem hófst með eld­gosi 19. mars við Fagra­dals­fjall er lok­ið, hver sem þró­unin á svæð­inu verð­ur,“ var haft eftir Söru Bar­sotti, fag­stjóra eld­fjalla­vár á Veð­ur­stof­unni. „Það eina sem vitað er með vissu er að nátt­úran fer sínu fram.“

Ekki ætti að koma neinum á óvart að virkni sé að aukast aftur á svæð­inu enda þekkt að slíkt ger­ist í lotum á Reykja­nesi.

Auglýsing

Frá því jarð­skjálfta­hrina hófst í gær og þar til um klukkan sex í morgun höfðu um 1.100 skjálftar mæl­st, þar af 90 af stærð­inni tveir eða þaðan af stærri. Stærsti skjálft­inn sem mælst hefur til þessa í hrin­unni var af stærð 4,2 og mæld­ist klukkan 04:25 norður af Geld­inga­döl­um. Hann fannst víða á Reykja­nesi, á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Akra­nesi og Borg­ar­nesi.

Myndin sýnir staðsetningu yfirfarinna skjálfta sem orðið hafa í hrinunni á hálfum sólarhring, frá því í gærkvöldi og þar til í morgun, miðvikudag.

Eins og nefnt var í til­kynn­ingu frá Veð­ur­stof­unni fyrr í vik­unni mælist þensla á svæð­inu og unnið er að útreikn­ingum og lík­ana­gerð svo hægt sé að túlka mæl­ing­arn­ar, en nið­ur­stöður liggja ekki fyr­ir. „Aflög­un­ar­mæl­ingar sýna að kviku­söfnun er í gangi í jarð­skorp­unni við Fagra­dals­fjall og erfitt er að spá fyrir um hvert fram­haldið verð­ur,“ stendur í til­kynn­ingu sem Veð­ur­stofan gaf út snemma í morg­un.

Vegna jarð­skjálfta­hrin­unnar hefur Veð­ur­stofan breytt flug­lita­kóða í app­el­sínugul­an.

Eld­gos hófst í Geld­inga­dölum 19. mars á þessu ári. Hraun­flæði sást síð­ast 18. sept­em­ber og því ljóst að gos­hrinan stóð í nákvæm­lega hálft ár.

Þann 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn var greint frá því að Rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suð­ur­nesjum hefði aflýst óvissu­stigi vegna eld­goss­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent