Esjan í móðu og blóðrautt sólarlag – gátan að leysast

Gátan um mistrið er að leysast, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þétt mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun. Sökudólginn er að finna á Reykjanesi. En svo allrar sanngirni sé gætt þá spila fleiri þættir inn í.

Skyggni: Lítið. Reykjavík í morgunsárið.
Skyggni: Lítið. Reykjavík í morgunsárið.
Auglýsing

Sástu Esjuna í morgun? Ef þú gerðir það er líklegt að þú búir í alveg næsta nágrenni við hana. Allt frá því snemma dags hefur hún verið í móðu, séð frá Reykjavík, og heldur hefur móðan þést er liðið hefur á daginn.

Þetta sama fyrirbæri sem spillt hefur skyggni okkar verulega hefur að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings og ritstjóra veðurfréttavefsins Bliku, „klárlega“ átt sinn þátt í hinu „eldrauða“ sólarlagi sem margir hafa tekið andköf yfir síðustu daga. Meðal annars í gærkvöldi.

Móðuna kallar Einar réttilega mistur. Spurður í morgun hvað væri að valda því var hann með ýmsar kenningar en eftir því sem liðið hefur nær hádegi hefur skýrari mynd fengist á málið og í pistli á Facebook-síðu sinni segir hann gátuna um mistrið vera að leysast. „Á laugardag benti ég á að gráleitt mistur hafði verið áberandi víða um land undangengna tvo daga eða svo,“ skrifar Einar. „Og að það væri að líkindum gamall reykur eða iðnaðarmistur kominn austan úr álfum.“

Auglýsing

Svo vildi til að snemma á sunnudag rigndi ágætlega og við það hreinsaðist loftið að mestu. En nú, þegar enn einn laugardagurinn nálgast, er mistrið farið að umvefja allt á ný. Einar skrifar að alveg frá því að stytti upp hafi lagskipting loftsins yfir landinu verið mjög áberandi, ekki síst suðvestanlands. Að auki hefur verið hægur vindur af breytilegri átt. Og svo er það blessað gosið í Geldingadölum. „Gosmóðan hefur risið upp undir hitahvörfin og borist í ýmsar áttir þessa daga og svælist aftur til jarðar.“

Þar sem ekkert hefur rignt hefur þessi gosmóða borist fram og til baka eftir því hvernig vindar blása. Hún hefur því safnast upp í neðsta lagi loftsins og veldur þannig þessu „bláhvíta mistri sem dregur verulega úr skyggni“.

Einar bendir á að hér og þar hafi brennisteinstvíoxíðið frá gosinu mælst markvert en ekki þó ekki lengi á hverjum stað.

Flugmaður tók mynd á miðvikudag með sýn til suðausturs þar sem glittir í Þingvallavatn á miðri mynd. Hún er tekin í um 2.500 metra hæð og á henni sjást skilin vel við hitahvarfið. Ofan skilanna var loftið „eins tært og það best getur orðið“, hefur Einar eftir flugmanninum í pistli sínum á Facebook.

„Nú er bar að bíða eftir næstu rigningu, nú eða að sterkari vindar blási gosmóðunni á haf út,“ skrifar Einar.

Í morgun hefur verið nokkuð svalt í Reykjavík og spurður hvort að mistrið sé þar að hafa einhver áhrif svarar Einar að móða sem þessi dragi úr upphitun jarðar í sólskini og getur á löngum tíma og á stóru svæði komið fram í lækkuðum hita. „Bíðum og sjáum hvernig þetta verður í sumar þegar almennt er orðið hlýrra og gosið trúlega enn við lýði.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent