Esjan í móðu og blóðrautt sólarlag – gátan að leysast

Gátan um mistrið er að leysast, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þétt mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun. Sökudólginn er að finna á Reykjanesi. En svo allrar sanngirni sé gætt þá spila fleiri þættir inn í.

Skyggni: Lítið. Reykjavík í morgunsárið.
Skyggni: Lítið. Reykjavík í morgunsárið.
Auglýsing

Sástu Esj­una í morg­un? Ef þú gerðir það er lík­legt að þú búir í alveg næsta nágrenni við hana. Allt frá því snemma dags hefur hún verið í móðu, séð frá Reykja­vík, og heldur hefur móðan þést er liðið hefur á dag­inn.

Þetta sama fyr­ir­bæri sem spillt hefur skyggni okkar veru­lega hefur að sögn Ein­ars Svein­björns­son­ar, veð­ur­fræð­ings og rit­stjóra veð­ur­frétta­vefs­ins Bliku, „klár­lega“ átt sinn þátt í hinu „eldrauða“ sól­ar­lagi sem margir hafa tekið and­köf yfir síð­ustu daga. Meðal ann­ars í gær­kvöldi.

Móð­una kallar Einar rétti­lega mist­ur. Spurður í morgun hvað væri að valda því var hann með ýmsar kenn­ingar en eftir því sem liðið hefur nær hádegi hefur skýr­ari mynd feng­ist á málið og í pistli á Face­book-­síðu sinni segir hann gát­una um mistrið vera að leys­ast. „Á laug­ar­dag benti ég á að grá­leitt mistur hafði verið áber­andi víða um land und­an­gengna tvo daga eða svo,“ skrifar Ein­ar. „Og að það væri að lík­indum gam­all reykur eða iðn­að­ar­mistur kom­inn austan úr álf­um.“

Auglýsing

Svo vildi til að snemma á sunnu­dag rigndi ágæt­lega og við það hreins­að­ist loftið að mestu. En nú, þegar enn einn laug­ar­dag­ur­inn nálgast, er mistrið farið að umvefja allt á ný. Einar skrifar að alveg frá því að stytti upp hafi lag­skipt­ing lofts­ins yfir land­inu verið mjög áber­andi, ekki síst suð­vest­an­lands. Að auki hefur verið hægur vindur af breyti­legri átt. Og svo er það blessað gosið í Geld­inga­döl­um. „Gosmóðan hefur risið upp undir hita­hvörfin og borist í ýmsar áttir þessa daga og svælist aftur til jarð­ar.“

Þar sem ekk­ert hefur rignt hefur þessi gosmóða borist fram og til baka eftir því hvernig vindar blása. Hún hefur því safn­ast upp í neðsta lagi lofts­ins og veldur þannig þessu „blá­hvíta mistri sem dregur veru­lega úr skyggn­i“.

Einar bendir á að hér og þar hafi brenni­stein­s­t­ví­oxíðið frá gos­inu mælst mark­vert en ekki þó ekki lengi á hverjum stað.

Flug­maður tók mynd á mið­viku­dag með sýn til suð­aust­urs þar sem glittir í Þing­valla­vatn á miðri mynd. Hún er tekin í um 2.500 metra hæð og á henni sjást skilin vel við hita­hvarf­ið. Ofan skil­anna var loftið „eins tært og það best getur orð­ið“, hefur Einar eftir flug­mann­inum í pistli sínum á Face­book.

„Nú er bar að bíða eftir næstu rign­ingu, nú eða að sterk­ari vindar blási gosmóð­unni á haf út,“ skrifar Ein­ar.

Í morgun hefur verið nokkuð svalt í Reykja­vík og spurður hvort að mistrið sé þar að hafa ein­hver áhrif svarar Einar að móða sem þessi dragi úr upp­hitun jarðar í sól­skini og getur á löngum tíma og á stóru svæði komið fram í lækk­uðum hita. „Bíðum og sjáum hvernig þetta verður í sumar þegar almennt er orðið hlýrra og gosið trú­lega enn við lýð­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent