Esjan í móðu og blóðrautt sólarlag – gátan að leysast

Gátan um mistrið er að leysast, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þétt mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun. Sökudólginn er að finna á Reykjanesi. En svo allrar sanngirni sé gætt þá spila fleiri þættir inn í.

Skyggni: Lítið. Reykjavík í morgunsárið.
Skyggni: Lítið. Reykjavík í morgunsárið.
Auglýsing

Sástu Esj­una í morg­un? Ef þú gerðir það er lík­legt að þú búir í alveg næsta nágrenni við hana. Allt frá því snemma dags hefur hún verið í móðu, séð frá Reykja­vík, og heldur hefur móðan þést er liðið hefur á dag­inn.

Þetta sama fyr­ir­bæri sem spillt hefur skyggni okkar veru­lega hefur að sögn Ein­ars Svein­björns­son­ar, veð­ur­fræð­ings og rit­stjóra veð­ur­frétta­vefs­ins Bliku, „klár­lega“ átt sinn þátt í hinu „eldrauða“ sól­ar­lagi sem margir hafa tekið and­köf yfir síð­ustu daga. Meðal ann­ars í gær­kvöldi.

Móð­una kallar Einar rétti­lega mist­ur. Spurður í morgun hvað væri að valda því var hann með ýmsar kenn­ingar en eftir því sem liðið hefur nær hádegi hefur skýr­ari mynd feng­ist á málið og í pistli á Face­book-­síðu sinni segir hann gát­una um mistrið vera að leys­ast. „Á laug­ar­dag benti ég á að grá­leitt mistur hafði verið áber­andi víða um land und­an­gengna tvo daga eða svo,“ skrifar Ein­ar. „Og að það væri að lík­indum gam­all reykur eða iðn­að­ar­mistur kom­inn austan úr álf­um.“

Auglýsing

Svo vildi til að snemma á sunnu­dag rigndi ágæt­lega og við það hreins­að­ist loftið að mestu. En nú, þegar enn einn laug­ar­dag­ur­inn nálgast, er mistrið farið að umvefja allt á ný. Einar skrifar að alveg frá því að stytti upp hafi lag­skipt­ing lofts­ins yfir land­inu verið mjög áber­andi, ekki síst suð­vest­an­lands. Að auki hefur verið hægur vindur af breyti­legri átt. Og svo er það blessað gosið í Geld­inga­döl­um. „Gosmóðan hefur risið upp undir hita­hvörfin og borist í ýmsar áttir þessa daga og svælist aftur til jarð­ar.“

Þar sem ekk­ert hefur rignt hefur þessi gosmóða borist fram og til baka eftir því hvernig vindar blása. Hún hefur því safn­ast upp í neðsta lagi lofts­ins og veldur þannig þessu „blá­hvíta mistri sem dregur veru­lega úr skyggn­i“.

Einar bendir á að hér og þar hafi brenni­stein­s­t­ví­oxíðið frá gos­inu mælst mark­vert en ekki þó ekki lengi á hverjum stað.

Flug­maður tók mynd á mið­viku­dag með sýn til suð­aust­urs þar sem glittir í Þing­valla­vatn á miðri mynd. Hún er tekin í um 2.500 metra hæð og á henni sjást skilin vel við hita­hvarf­ið. Ofan skil­anna var loftið „eins tært og það best getur orð­ið“, hefur Einar eftir flug­mann­inum í pistli sínum á Face­book.

„Nú er bar að bíða eftir næstu rign­ingu, nú eða að sterk­ari vindar blási gosmóð­unni á haf út,“ skrifar Ein­ar.

Í morgun hefur verið nokkuð svalt í Reykja­vík og spurður hvort að mistrið sé þar að hafa ein­hver áhrif svarar Einar að móða sem þessi dragi úr upp­hitun jarðar í sól­skini og getur á löngum tíma og á stóru svæði komið fram í lækk­uðum hita. „Bíðum og sjáum hvernig þetta verður í sumar þegar almennt er orðið hlýrra og gosið trú­lega enn við lýð­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent