Segir launavísitölu hækka vegna styttingar vinnuvikunnar

Kjaratölfræðinefnd segir meiri hækkun launavísitölunnar á opinbera geiranum meðal annars vera tilkomna vegna styttingar vinnuvikunnar.

verkfall.jpg kjaramál kjör
Auglýsing

Mældar launahækkanir samkvæmt launavísitölu Hagstofu hafa verið meiri hjá starfsmönnum á opinbera vinnumarkaðnum heldur en á almenna vinnumarkaðnum. Samkvæmt nýútgefinni vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar skýrist munurinn meðal annars af því að stytting vinnuvikunnar hefur verið meiri hjá opinberum starfsmönnum heldur en öðrum.

Meiri kaupmáttur þar sem kreppan er ójöfn

Skýrslan fór yfir þróun launa og kaupmáttar á meðal mismunandi launþegahópa frá undirritun lífskjarasamningsins í mars 2019. Samkvæmt henni hefur betur tekist að verja kaupmátt ráðstöfunartekna samfélagsins nú en í síðustu kreppu, þar sem hann jókst lítillega í ár en dróst saman um 14 prósent árið 2009.

„Að einhverju leyti má rekja það til þess að atvinnuleysi bitnar nú harðar á tekjulægri hópum á vinnumarkaði en í kreppunni 2008-2010 sem fer þá á mis við almenna kaupmáttaraukningu,“ segir í skýrslunni.

Auglýsing

Vísitalan hækkar með styttri vinnuviku

Samkvæmt Kjaratölfræðinefnd getur stytting vinnuvikunnar verið ígildi launabreytinga og hækkað launavísitöluna ef vinnutíminn er styttur umfram niðurfellingu neysluhléa. Þá fækki greiddum stundum sem standa að baki óbreyttum mánaðarlaunum og mæld laun á hverja greidda stund hækka.

Frá árinu 2019 hafa launahækkanir verið nokkuð mismunandi á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Á milli marsmánaða 2019 og 2020 hækkuðu til dæmis laun starfsmanna á almenna vinnumarkaðnum tvöfalt meira en laun þeirra sem voru á opinbera markaðnum. Samkvæmt nefndinni er munurinn tilkominn vegna mismunandi tímasetninga kjarasamninga.

Í fyrra jafnaðist svo þessi munur út og eftir kjarasamningsbundnar launahækkanir í janúar 2021 tók launavísitalan á opinbera markaðnum fram úr vísitölunni á almenna markaðnum.

Samkvæmt skýrslunni má rekja meiri launahækkun opinberra starfsmanna meðal annars til þess að stytting vinnutíma á opinbera markaðnum hafi numið 13 mínútum á dag, en aðeins 9 mínútum á þeim almenna. Einnig séu taxtalaun algengari á opinbera vinnumarkaðnum, en þau voru hækkuð sérstaklega í nýlegum kjarasamningum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent