Hátt í sex þúsund skjálftar frá því á laugardag

Skjálftavirknin í nágrenni Grindavíkur hefur haldist stöðug frá því síðdegis á laugardag. Frá því á laugardagskvöld hafa alls 11 skjálftar sem voru 4 að stærð eða stærri, mælst á svæðinu.

Hér sést fjallið Þorbjörn við Grindavík. Grindvíkingar hafa sumir lýst stóra skjálftanum á sunnudag sem þeim harðasta af öllum þeim skjálftum sem tengst hafa umbrotunum á Reykjanesskaga undanfarin misseri.
Hér sést fjallið Þorbjörn við Grindavík. Grindvíkingar hafa sumir lýst stóra skjálftanum á sunnudag sem þeim harðasta af öllum þeim skjálftum sem tengst hafa umbrotunum á Reykjanesskaga undanfarin misseri.
Auglýsing

Hátt í sex þús­und jarð­skjálftar hafa mælst á Reykja­nesskaga frá því um hádegi á laug­ar­dag, er ný skjálfta­hrina hóf­st, lík­leg­ast vegna kvikuinnskots við Fagra­dals­fjall við Grinda­vík. Stærsti skjálfti hrin­unnar hingað til mæld­ist 5,5 að stærð og voru upp­tök hans um þrjá kíló­metra norð­austan við Grinda­vík.

Sam­kvæmt Veð­ur­stof­unni fannst hann um allt suð­vest­an­vert land­ið, en til­kynn­ingar hafa borist um að hann hafi fund­ist alla leið austur í Fljóts­hlíð og vestur á Snæ­fells­nes.

Áfram héldu öfl­ugir skjálftar aðfara­nótt mánu­dags. Sá stærsti þeirra var 4,4 að stærð og reið yfir um 3,3 kíló­metra norð­vestan við Grinda­vík, en síð­ustu 48 klukku­stundir hafa alls orðið 11 jarð­skjálftar sem eru 4 að stærð eða stærri á svæð­inu.

Full­trúar frá Grinda­vík­ur­bæ, lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum, almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, HS Orku og fleiri aðilum komu saman til fundar í dag í kjöl­far þess­ara kröft­ugu jarð­skjálfta og fóru yfir stöð­una, út frá nýj­ustu vökt­un­ar­upp­lýs­ingum Veð­ur­stof­unn­ar.

Kvika ekki á hreyf­ingu undir upp­tökum skjálft­anna

Í til­kynn­ingu frá Almanna­vörnum segir að sam­kvæmt Veð­ur­stof­unni sé lík­leg­ast að skjálft­arnir séu vegna kvikuinnskots við Fagra­dals­fjall, sem sé að valda spennu­breyt­ingum bæði vestan og austan megin við fjall­ið, sem fram­kallar jarð­skjálfta.

Skjálftar af þessu tagi eru gjarnan kall­aðir gikk­skjálftar og eru þeir merki um spennu­los­un, en tákna ekki að kvika sé á hreyf­ingu á þeim svæðum þar sem þeir mæl­ast. Í upp­hafi skjálfta­hrin­unnar á laug­ar­dag voru skjálft­arnir á um 6-8 kíló­metra dýpi og fóru svo grynnk­andi.

Auglýsing

Skjálfta­virknin hefur hins vegar hald­ist stöðug frá því um eft­ir­mið­dag­inn á laug­ar­dag og er á um 2-5 km dýpi.

Grannt er fylgst með svæð­inu af Veð­ur­stofu Íslands. Þar sem óvissu­stig er nú í gangi vegna jarð­skjálfta­hrin­unnar hefur vöktun veð­ur­stof­unnar verið aukin og skipu­lag Almanna­varna er í við­bragðs­stöðu. Jafn­framt verða þau sveit­ar­fé­lög sem mögu­lega verða fyrir áhrifum upp­lýst um leið um stöðu mála ef ein­hver frá­vik eiga sér stað sem benda til þess að eld­gos sé í vænd­um.

Frá Almanna­vörnum - Við­bún­aður og við­bragð vegna jarð­skjálfta

Eitt það mik­il­væg­asta fyrir íbúa á jarð­skjálfta­svæðum er að gera ráð­staf­anir sem eykur öryggi fólks og dregur úr mögu­legu tjóni. Það sama á að sjálf­sögðu við um alla starf­semi á jarð­skjálfta­svæði. Slíkar ráð­staf­anir auka einnig örygg­is­til­finn­ingu fólks sem dregur úr van­líðan í ástandi sem þessu. Ýmis­legt er hægt að gera til að auka öryggi eins og að festa þunga hluti við gólf eða veggi og hafa ekki þunga hluti á veggjum eða ofar­lega í hill­um.

Hægt að kynna sér varnir og við­búnað nánar hér á heima­síðu Almanna­varna.

Að kunna og æfa við­brögð við jarð­skjálfta er einnig mik­il­vægt. Mörg slys í þessum aðstæðum eiga sér stað þegar hlaupið er af stað í jarð­skjálfta. Því er brýnt að fara yfir jarð­skjálfta­æf­ingar með fjöl­skyldu­með­lim­um, í skól­um, á vinnu­stöðum o.s.frv.

Hægt er að kynna sér við­brögð við jarð­skjálfta nánar hér á heima­síðu Almanna­varna.

Veð­ur­stofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjót­hrun og skriður geti farið af stað í bratt­lendi og því er gott að forð­ast brattar hlíð­ar.

Íbúum og fyr­ir­tækjum er bent á að hafa sam­band við Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands ef tjón hafa orðið vegna skjálft­anna.

Mörgum finnst jarð­skjálftar óþægi­legir og í hrinu eins og þess­ari þarf að takast á við marga óvissu­þætti. Því er mik­il­vægt að gera það sem hægt er til að draga úr van­líð­an, hlúa hvert að öðru og aðstoða þau sem síður eru í stakk búin að takast á við þessar aðstæð­ur. Við minnum á Hjálp­ar­sím­ann 1717 og net­spjall Rauða kross­ins 1717.is. Hjálp­ar­sím­inn er alltaf opinn, trún­aði og nafn­leynd er heitið og hann er ókeyp­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent