Hátt í sex þúsund skjálftar frá því á laugardag

Skjálftavirknin í nágrenni Grindavíkur hefur haldist stöðug frá því síðdegis á laugardag. Frá því á laugardagskvöld hafa alls 11 skjálftar sem voru 4 að stærð eða stærri, mælst á svæðinu.

Hér sést fjallið Þorbjörn við Grindavík. Grindvíkingar hafa sumir lýst stóra skjálftanum á sunnudag sem þeim harðasta af öllum þeim skjálftum sem tengst hafa umbrotunum á Reykjanesskaga undanfarin misseri.
Hér sést fjallið Þorbjörn við Grindavík. Grindvíkingar hafa sumir lýst stóra skjálftanum á sunnudag sem þeim harðasta af öllum þeim skjálftum sem tengst hafa umbrotunum á Reykjanesskaga undanfarin misseri.
Auglýsing

Hátt í sex þús­und jarð­skjálftar hafa mælst á Reykja­nesskaga frá því um hádegi á laug­ar­dag, er ný skjálfta­hrina hóf­st, lík­leg­ast vegna kvikuinnskots við Fagra­dals­fjall við Grinda­vík. Stærsti skjálfti hrin­unnar hingað til mæld­ist 5,5 að stærð og voru upp­tök hans um þrjá kíló­metra norð­austan við Grinda­vík.

Sam­kvæmt Veð­ur­stof­unni fannst hann um allt suð­vest­an­vert land­ið, en til­kynn­ingar hafa borist um að hann hafi fund­ist alla leið austur í Fljóts­hlíð og vestur á Snæ­fells­nes.

Áfram héldu öfl­ugir skjálftar aðfara­nótt mánu­dags. Sá stærsti þeirra var 4,4 að stærð og reið yfir um 3,3 kíló­metra norð­vestan við Grinda­vík, en síð­ustu 48 klukku­stundir hafa alls orðið 11 jarð­skjálftar sem eru 4 að stærð eða stærri á svæð­inu.

Full­trúar frá Grinda­vík­ur­bæ, lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum, almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, HS Orku og fleiri aðilum komu saman til fundar í dag í kjöl­far þess­ara kröft­ugu jarð­skjálfta og fóru yfir stöð­una, út frá nýj­ustu vökt­un­ar­upp­lýs­ingum Veð­ur­stof­unn­ar.

Kvika ekki á hreyf­ingu undir upp­tökum skjálft­anna

Í til­kynn­ingu frá Almanna­vörnum segir að sam­kvæmt Veð­ur­stof­unni sé lík­leg­ast að skjálft­arnir séu vegna kvikuinnskots við Fagra­dals­fjall, sem sé að valda spennu­breyt­ingum bæði vestan og austan megin við fjall­ið, sem fram­kallar jarð­skjálfta.

Skjálftar af þessu tagi eru gjarnan kall­aðir gikk­skjálftar og eru þeir merki um spennu­los­un, en tákna ekki að kvika sé á hreyf­ingu á þeim svæðum þar sem þeir mæl­ast. Í upp­hafi skjálfta­hrin­unnar á laug­ar­dag voru skjálft­arnir á um 6-8 kíló­metra dýpi og fóru svo grynnk­andi.

Auglýsing

Skjálfta­virknin hefur hins vegar hald­ist stöðug frá því um eft­ir­mið­dag­inn á laug­ar­dag og er á um 2-5 km dýpi.

Grannt er fylgst með svæð­inu af Veð­ur­stofu Íslands. Þar sem óvissu­stig er nú í gangi vegna jarð­skjálfta­hrin­unnar hefur vöktun veð­ur­stof­unnar verið aukin og skipu­lag Almanna­varna er í við­bragðs­stöðu. Jafn­framt verða þau sveit­ar­fé­lög sem mögu­lega verða fyrir áhrifum upp­lýst um leið um stöðu mála ef ein­hver frá­vik eiga sér stað sem benda til þess að eld­gos sé í vænd­um.

Frá Almanna­vörnum - Við­bún­aður og við­bragð vegna jarð­skjálfta

Eitt það mik­il­væg­asta fyrir íbúa á jarð­skjálfta­svæðum er að gera ráð­staf­anir sem eykur öryggi fólks og dregur úr mögu­legu tjóni. Það sama á að sjálf­sögðu við um alla starf­semi á jarð­skjálfta­svæði. Slíkar ráð­staf­anir auka einnig örygg­is­til­finn­ingu fólks sem dregur úr van­líðan í ástandi sem þessu. Ýmis­legt er hægt að gera til að auka öryggi eins og að festa þunga hluti við gólf eða veggi og hafa ekki þunga hluti á veggjum eða ofar­lega í hill­um.

Hægt að kynna sér varnir og við­búnað nánar hér á heima­síðu Almanna­varna.

Að kunna og æfa við­brögð við jarð­skjálfta er einnig mik­il­vægt. Mörg slys í þessum aðstæðum eiga sér stað þegar hlaupið er af stað í jarð­skjálfta. Því er brýnt að fara yfir jarð­skjálfta­æf­ingar með fjöl­skyldu­með­lim­um, í skól­um, á vinnu­stöðum o.s.frv.

Hægt er að kynna sér við­brögð við jarð­skjálfta nánar hér á heima­síðu Almanna­varna.

Veð­ur­stofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjót­hrun og skriður geti farið af stað í bratt­lendi og því er gott að forð­ast brattar hlíð­ar.

Íbúum og fyr­ir­tækjum er bent á að hafa sam­band við Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands ef tjón hafa orðið vegna skjálft­anna.

Mörgum finnst jarð­skjálftar óþægi­legir og í hrinu eins og þess­ari þarf að takast á við marga óvissu­þætti. Því er mik­il­vægt að gera það sem hægt er til að draga úr van­líð­an, hlúa hvert að öðru og aðstoða þau sem síður eru í stakk búin að takast á við þessar aðstæð­ur. Við minnum á Hjálp­ar­sím­ann 1717 og net­spjall Rauða kross­ins 1717.is. Hjálp­ar­sím­inn er alltaf opinn, trún­aði og nafn­leynd er heitið og hann er ókeyp­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent