Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn

Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.

Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Auglýsing

Upp­færsla á vef Veð­ur­stofu Íslands hefur staðið yfir í vik­unni líkt og glöggir not­endur vefs­ins hafa eflaust tekið eft­ir. Á gulum borða efst á síð­unni, innan um við­var­anir vegna við­var­andi jarð­skjálfta­hr­inu á Reykja­nesskaga, má finna athuga­semd þar sem sagt er frá upp­færsl­unni. Þar kemur fram að ráð­ist sé í þessa upp­færslu til að bæta rekstr­ar­ör­yggi og að sam­band við vef­inn geti rofnað tíma­bundið vegna upp­færsl­unn­ar. Á sam­fé­lags­miðlum hafa not­endur vefs­ins vakið athygli á því að  hann höndli vart álagið sem dynur á honum í kjöl­far stærstu jarð­skjálft­anna. En þrátt fyrir að vef­ur­inn eigi á köflum í vand­ræðum með að taka á móti miklum fjölda skek­ins áhuga­fólks um jarð­hrær­ingar þá hefur vef­ur­inn aðeins einu sinni „hrun­ið“ síðan jarð­skjálfta­hrinan á Reykja­nesskaga hófst á mið­viku­dag í síð­ustu viku. Kjarn­inn heyrði í Gunn­ari Bach­mann Hreins­syni, fram­kvæmda­stjóra upp­lýs­inga­tækni­s­viðs Veð­ur­stof­unn­ar, sem stað­festi þetta og upp­lýsti um stöðu mála.Auglýsing

Þre­földun á bún­aði

„Í raun­inni hefur hann átt erfitt á köflum með að svara öllum einn, tveir og þrí­r,“ segir Gunnar um vef­inn og að í öllum hama­gang­inum hafi það einu sinni gerst að virkni vél­bún­aðar detti niður og hann end­ur­ræst sig, með öðrum orðum hrun­ið. Upp­færsla síð­ustu daga er til þess gerð að vef­ur­inn sé betur í stakk búinn til að taka á móti miklum fjölda not­enda og segir Gunnar að verið sé að klára þre­földun á þeim bún­aði sem tekur hvað mest af álag­inu á sig við heim­sóknir þeirra. Því geti vef­ur­inn tekið á móti mun fleirum nú en áður án telj­andi vand­ræða.Það er tölu­verð ein­földun að horfa ein­göngu til fjölda gesta á vefnum þegar kemur að álagi, líkt og Gunnar bendir á: „Þetta er þannig vefur að hann hefur með mikla bak­inn­viði að gera. Það eru hund­ruð mæla úti um allt land og stöðug vinnsla með kort, inn­lend og erlend og alla­vega,“ segir hann.Ljóst er að álagið sem skap­ast af heim­sóknum á vef­inn er þó tölu­vert. Í fyrstu vik­unni eftir að skjálfta­hrinan hófst nam fjöldi upp­flett­inga á vefnum yfir fimm millj­ón­um, frá um 290 þús­und not­end­um. Flétt­ingum hefur fjölgað tölu­vert, því síðan þessar eiga við fyrstu vik­una eftir að skjálftar hófust svo heim­sóknir á vef­inn eftir að óró­apúls mæld­ist eru ekki inni í þeim. Óró­apúls er hefð­bund­inn und­an­fari eld­goss og eftir að fréttir voru fluttar af mæl­ing­unum voru heim­sóknir á vef Veð­ur­stof­unn­ar. Að sögn Gunn­ars er hægt að tala um tvo toppa í umferð um vef­inn, sá fyrri í kjöl­far skjálft­ans á mið­viku­dag í síð­ustu viku og hinn strax í kjöl­far óró­apúls­ins.Átaksfé frá rík­is­stjórn­inni komið að góðum notum

Að sögn Gunn­ars hefur það reglu­lega komið fyrir að vef­ur­inn erf­iði þegar heim­sóknir eru margar og að það sé ekki bundið við jarð­skjálfta. Aðrir stórir við­burðir í veðri hafa reynt á vef­inn í gegnum tíð­ina. Þá segir hann að eftir að óveður gekk nýverið yfir landið sem ógn­aði innviðum á borð við raf­magns­línur varð umræða um almanna­varna­hlut­verkið hávær­ari. Í kjöl­farið hafi Fyrr á þessu ári hafi Veð­ur­stofan því fengið sér­stakt átaksfé frá rík­is­stjórn­inni til þess að efla vef­inn og það hafi komið sér mjög vel.„Við höfum sett okkur mjög há mark­mið og við erum að end­ur­skoða þessa hluti alla saman og það er klár­lega verið að bæta úr. En betur má ef duga skal. Stofn­unin sem slík er alveg stað­ráðin í að gera betur heldur en hefur verið hægt und­an­farin ár. Og átaksfé rík­is­stjórn­ar­innar hjálpar okkur gríð­ar­lega þar,“ segir Gunn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Veturinn sem varla varð (á suðvesturhorninu)
Vetrarins sem við höfum nú kvatt verður minnst fyrir sögulega úrkomu sem olli náttúruhamförum á Seyðisfirði. Hann einkenndist auk þess af skyndihlýnun sem varð til þess að með eindæmum snjólétt var á Suðvesturlandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent