Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn

Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.

Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Auglýsing

Upp­færsla á vef Veð­ur­stofu Íslands hefur staðið yfir í vik­unni líkt og glöggir not­endur vefs­ins hafa eflaust tekið eft­ir. Á gulum borða efst á síð­unni, innan um við­var­anir vegna við­var­andi jarð­skjálfta­hr­inu á Reykja­nesskaga, má finna athuga­semd þar sem sagt er frá upp­færsl­unni. Þar kemur fram að ráð­ist sé í þessa upp­færslu til að bæta rekstr­ar­ör­yggi og að sam­band við vef­inn geti rofnað tíma­bundið vegna upp­færsl­unn­ar. Á sam­fé­lags­miðlum hafa not­endur vefs­ins vakið athygli á því að  hann höndli vart álagið sem dynur á honum í kjöl­far stærstu jarð­skjálft­anna. En þrátt fyrir að vef­ur­inn eigi á köflum í vand­ræðum með að taka á móti miklum fjölda skek­ins áhuga­fólks um jarð­hrær­ingar þá hefur vef­ur­inn aðeins einu sinni „hrun­ið“ síðan jarð­skjálfta­hrinan á Reykja­nesskaga hófst á mið­viku­dag í síð­ustu viku. Kjarn­inn heyrði í Gunn­ari Bach­mann Hreins­syni, fram­kvæmda­stjóra upp­lýs­inga­tækni­s­viðs Veð­ur­stof­unn­ar, sem stað­festi þetta og upp­lýsti um stöðu mála.Auglýsing

Þre­földun á bún­aði

„Í raun­inni hefur hann átt erfitt á köflum með að svara öllum einn, tveir og þrí­r,“ segir Gunnar um vef­inn og að í öllum hama­gang­inum hafi það einu sinni gerst að virkni vél­bún­aðar detti niður og hann end­ur­ræst sig, með öðrum orðum hrun­ið. Upp­færsla síð­ustu daga er til þess gerð að vef­ur­inn sé betur í stakk búinn til að taka á móti miklum fjölda not­enda og segir Gunnar að verið sé að klára þre­földun á þeim bún­aði sem tekur hvað mest af álag­inu á sig við heim­sóknir þeirra. Því geti vef­ur­inn tekið á móti mun fleirum nú en áður án telj­andi vand­ræða.Það er tölu­verð ein­földun að horfa ein­göngu til fjölda gesta á vefnum þegar kemur að álagi, líkt og Gunnar bendir á: „Þetta er þannig vefur að hann hefur með mikla bak­inn­viði að gera. Það eru hund­ruð mæla úti um allt land og stöðug vinnsla með kort, inn­lend og erlend og alla­vega,“ segir hann.Ljóst er að álagið sem skap­ast af heim­sóknum á vef­inn er þó tölu­vert. Í fyrstu vik­unni eftir að skjálfta­hrinan hófst nam fjöldi upp­flett­inga á vefnum yfir fimm millj­ón­um, frá um 290 þús­und not­end­um. Flétt­ingum hefur fjölgað tölu­vert, því síðan þessar eiga við fyrstu vik­una eftir að skjálftar hófust svo heim­sóknir á vef­inn eftir að óró­apúls mæld­ist eru ekki inni í þeim. Óró­apúls er hefð­bund­inn und­an­fari eld­goss og eftir að fréttir voru fluttar af mæl­ing­unum voru heim­sóknir á vef Veð­ur­stof­unn­ar. Að sögn Gunn­ars er hægt að tala um tvo toppa í umferð um vef­inn, sá fyrri í kjöl­far skjálft­ans á mið­viku­dag í síð­ustu viku og hinn strax í kjöl­far óró­apúls­ins.Átaksfé frá rík­is­stjórn­inni komið að góðum notum

Að sögn Gunn­ars hefur það reglu­lega komið fyrir að vef­ur­inn erf­iði þegar heim­sóknir eru margar og að það sé ekki bundið við jarð­skjálfta. Aðrir stórir við­burðir í veðri hafa reynt á vef­inn í gegnum tíð­ina. Þá segir hann að eftir að óveður gekk nýverið yfir landið sem ógn­aði innviðum á borð við raf­magns­línur varð umræða um almanna­varna­hlut­verkið hávær­ari. Í kjöl­farið hafi Fyrr á þessu ári hafi Veð­ur­stofan því fengið sér­stakt átaksfé frá rík­is­stjórn­inni til þess að efla vef­inn og það hafi komið sér mjög vel.„Við höfum sett okkur mjög há mark­mið og við erum að end­ur­skoða þessa hluti alla saman og það er klár­lega verið að bæta úr. En betur má ef duga skal. Stofn­unin sem slík er alveg stað­ráðin í að gera betur heldur en hefur verið hægt und­an­farin ár. Og átaksfé rík­is­stjórn­ar­innar hjálpar okkur gríð­ar­lega þar,“ segir Gunn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Píratar vilja að Menntasjóður fái heimild til að fella niður námslánaskuldir
Menntasjóður námsmanna færði sex milljarða króna á afskriftarreikning í fyrra eftir lagabreytingu, en var undir milljarði króna árið áður. Meðalupphæð afborgana hækkaði um 46 þúsund krónur árið 2021 og var 266 þúsund krónur.
Kjarninn 28. september 2022
Eliud Kipchoge hefur hlaupið maraþon hraðast allra, á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum.
37 ára heimsmethafi í maraþoni vill veita ungu fólki innblástur
Eliud Kipchoge, heimsmethafi í maraþoni, hljóp daglega í skólann sem barn í Kenía, þrjá kílómetra. Um helgina hljóp hann maraþon á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum. Það er eins og að stilla hlaupabretti á 21. Í rúmar tvær klukkustundir.
Kjarninn 27. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent