Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum

Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Auglýsing

Stein­unn Böðv­ars­dótt­ir, sér­fræð­ingur á hag­deild VR, segir atvinnu­lýð­ræði meðal starfs­manna vera víð­tækara á öllum öðrum Norð­ur­lönd­un­um. Að mati hennar er mik­il­vægt að íslenskt atvinnu­líf skoði allar leiðir til að styrkja stöðu fyr­ir­tækja og starfs­fólks þess, í ljósi þeirra breyt­inga sem fjórða iðn­bylt­ingin mun hafa á vinnu­mark­aði á næstu árum.  

Þetta skrifar Stein­unn í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út á föstu­dag­inn. Í grein sinni fer hún yfir stöðu atvinnu­lýð­ræð­is, sem felur í sér áhrif starfs­manna á ákvarð­anir sem varða vinnu­staði þeirra, hér­lendis og í nágranna­löndum Íslands.

Sam­kvæmt henni hefur lýð­ræði á vinnu­stöðum lítið breyst hér á landi, þrátt fyrir að meira en hálf öld sé frá því að fyrsta til­lagan var lögð fram á þingi. Á meðan hefur meiri­hluti aðild­ar­ríkja Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins (EES) og öll hin Norð­ur­löndin gert starfs­fólki kleift að kjósa full­trúa til setu í stjórn eigin fyr­ir­tækja.

Auglýsing

Í Dan­mörku hefur starfs­fólk rétt til full­trúa í stjórnir fyr­ir­tækja þar sem að minnsta kosti 35 vinna, en sam­svar­andi lág­mark eru 25 starfs­menn í Sví­þjóð. Í Nor­egi þurfa starfs­menn fyr­ir­tækj­anna að minnsta kosti að verða 30, en þar í landi hefur svo­kall­aður með­á­kvörð­un­ar­rétt­ur, verið inn­leiddur í stjórn­ar­skrá lands­ins og segir Stein­unn að sú hug­mynda­fræði sé grund­vall­ar­at­riði í norsku atvinnu­lífi.

Mik­il­vægt í ljósi fram­tíð­ar­innar

Stein­unn segir margar leiðir vera færar til að auka atvinnu­lýð­ræði hér á landi. Til dæmis megi binda í lög eða kjara­samn­inga rétt starfs­fólks til að stofna svo­kall­aða sam­ráðs­nefnd, sem sé vett­vangur fyrir upp­lýs­inga­gjöf, sam­ráð og sam­starf meðal starfs­manna. Slík nefnd gæti verið ein­ungis fyrir starfs­fólk eða verið sam­eig­in­legur vett­vangur þeirra og atvinnu­rek­enda. 

„Fjórða iðn­bylt­ingin gerir það mik­il­væg­ara en nokkru sinni fyrr að íslenskt atvinnu­líf skoði allar leiðir til að styrkja stöðu fyr­ir­tækja og starfs­fólks þess,“ segir Stein­unn í grein­inni sinni. „Lýð­ræði á vinnu­stað er öflug leið til að efna til sam­tals og gefa starfs­fólki sjálf­sagða aðkomu að ákvörð­unum og hvernig best er að aðlaga störfin og fyr­ir­tækin að þeim breyt­ingum sem þessi bylt­ing hefur í för með sér. Ávinn­ingur tækni­bylt­inga og fram­þró­unar á að skila sér bæði til hlut­hafa og starfs­fólks fyr­ir­tækja.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent