Eldgos er hafið við Fagradalsfjall

Eftir margra mánaða óróa á Reykjanesskaga er eldgos hafið við Fagradalsfjall.

Fyrsta mynd sem ljósmyndari Kjarnans hefur náð af gosinu.
Fyrsta mynd sem ljósmyndari Kjarnans hefur náð af gosinu.
Auglýsing

Eld­gos er hafið við Fagra­dals­fjall. Gos var stað­fest í gegnum vef­mynda­vélar og gervi­tungla­mynd­ir. Lít­ill órói sást á mælum í aðdrag­anda þess en fyrsta til­kynn­ing barst Veð­ur­stof­unni klukkan 21.40.

Þetta kemur fram á vef Veð­ur­stofu Íslands. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá henni er flug­lita­kóði rauð­ur. Flug Land­helg­is­gæsl­unnar fer í loftið innan skamms til að kanna aðstæð­ur. Sam­kvæmt því sem Víðir Reyn­is­son, deild­ar­stjóri almanna­varn­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði við frétta­stofu RÚV, er gosið fjarri almanna­leið.

Kortið hér að neðan sýnir lík­lega stað­setn­ingu goss­ins miðað við nýj­ustu upp­lýs­ing­ar. Upp­tökin eru rétt austan Fagra­dals­fjalls sam­kvæmt mati Veð­ur­stof­unn­ar, lík­lega í Geld­inga­dal.

Mynd: Veðurstofa Íslands.

Hægt er að horfa á streymi af svæð­inu hér.

Hér er hægt að lesa umfjöllun um Fagra­dals­fjall og svæðið þar í kring.

Af vef Veðurstofu Íslands.

Margir jarð­skjálft­ar, sumir stór­ir, hafa orðið í námunda við fjallið und­an­far­ið. Þar hefur óró­apúls­inn mælst og þar hefur kvika verið að safn­ast fyrir rétt undir jarð­skorp­unni.

Auglýsing
Upphaf þeirrar miklu virkni sem nú mælist á Reykja­nesskaga má rekja til þess þegar skjálfta­hrina og land­ris mæld­ist við Þor­björn í lok jan­úar 2020. Á vef Veð­ur­stofu Íslands segir að strax hafi verið ljóst að atburða­rásin var óvenju­leg fyrir svæðið ef horft var til virkni síð­ustu ára­tuga á svæð­inu. „Mat vís­inda­ráðs almanna­varna eftir fyrstu hrin­urnar var það að atburða­rás eins og var að hefj­ast á Reykja­nesskaga gæti orðið mjög löng og kafla­skipt, þar sem dregur úr virkni tíma­bundið án þess að henni sé að fullu lok­ið. Sú hefur orðið raun­in. Á síð­ustu öld mæld­ist veru­leg virkni víða á Reykja­nesskag­anum á árunum 1927-1955 og 1967-1977. En virknin nú er sú mesta sem mælst hefur á Reykja­nesskag­anum frá upp­hafi.“

Slíkar jarð­hrær­ingar ættu þó ekki að koma okkur Íslend­ingum algjör­lega í opna skjöldu. Reykja­nesið allt er eld­brunn­ið, eins og sagt er, og ásýnd þess ein­kenn­ist af hraun­um, gíg­um, mis­gengjum og jarð­hita. Um það liggja mót Evr­asíu- og Norð­ur­-Am­er­íkuflek­anna og gliðnun er að eiga sér stað með til­heyr­andi jarð­skjálftum oft og reglu­lega síð­ustu ár og ára­tugi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent