„Jörðin skalf öll og pipraði af ótta“

Á einni viku hefur land við fjallið Þorbjörn risið um meira en þrjá sentímetra. Það er þó alls ekki ávísun á eldgos. „Jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin ok skýin grétu,“ segir í lýsingum á Reykjaneseldum sem urðu á fyrri hluta þrettándu aldar.

Fjallið Þorbjörn til vinstri og jarðvarmavirkjunin á Svartsengi fyrir miðri mynd.
Fjallið Þorbjörn til vinstri og jarðvarmavirkjunin á Svartsengi fyrir miðri mynd.
Auglýsing

Hið óvenju­lega land­ris á Reykja­nesskag­an­um, rétt vestan við fjallið Þor­björn, sem mælst hefur frá 21. jan­ú­ar, hefur haldið áfram og er nú orðið yfir þrír sentí­metrar þar sem það er mest. Vegna land­riss­ins og auk­innar jarð­skjálfta­virkn­i á svæð­inu var óvissu­stigi almanna­varna lýst yfir á föstu­dag. Það er enn í gildi.

„Ris heldur áfram með svip­uðum hætti, á svip­uðum stað og með­ ­svip­uðum hraða,“ segir Bene­dikt Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ingur á Veð­ur­stofu Ís­lands, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann bendir á að jarð­skjálftar séu algengir á þessum slóðum en að við­búið sé að land­risið valdi fleiri skjálft­um.

Bene­dikt segir að atburðir síð­ustu daga bendi til­ ­kviku­söfn­un­ar, land­risið sé vís­bend­ing um það. „Við sjáum þenslu­merki, það er að aukast spenna eða þrýst­ing­ur. Við teljum að þetta sé kvika miðað við hvern­ig þetta lítur út þó að það séu aðrir mögu­leikar í stöð­unn­i.“

Auglýsing

Í gær var komið fyrir mæli upp á Þor­birni og í dag er stefnt að því að setja upp fleiri GPS-­mæla svo hægt sé að fylgj­ast enn betur með þró­un­inni. Í nótt mæld­ust nokkrir jarð­skjálftar tæpum tveimur kíló­metrum norður af Grinda­vík. Sá stærsti var 3,5 að stærð. 

Alls óvíst er hvort að sú atburða­rás sem hófst með land­risi og jarð­skjálfta­hr­inu fyrir viku muni leiða til eld­goss. Mögu­legt er að henn­i ljúki án frek­ari tíð­inda.Gosið á landi og í sjó

Reykja­nesskag­inn er yngsti hluti Íslands. Hann er mjög eld­brunn­inn og dregur nafn sitt af all­miklu gufu- og leir­hvera­svæði, eins og seg­ir í ítar­legri grein Magn­úsar Á. Sig­ur­geirs­sonar jarð­fræð­ings í Nátt­úru­fræð­ingnum frá árinu 1995.

Í sam­an­tekt Magn­úsar og fleiri í Íslensku eld­fjalla­vefsjánni kemur fram að eld­stöðvakerfi Reykja­ness hafi verið í með­al­lagi virkt. Norð­ur­hlut­i þess renni inn í kerfi Svarts­engis en syðstu níu kíló­metr­arnir séu und­ir­ ­sjáv­ar­máli. Á nútíma (síð­ustu tíu þús­und árin eða svo) hafa þar orðið fleiri en fimmtán gos. Eld­gos á landi hafa ein­kennst af hraun­flæði en í sjó hafa orð­ið „s­urtseysk sprengigos“ eins og það er orð­að.

Frá land­námi hefur þrisvar sinnum gosið á Reykja­nesi, síð­ast á árunum 1211-1240  og eru þeir atburð­ir ­kall­aðir Reykja­nes­eld­ar. Á því tíma­bili gaus nokkrum sinn­um, þar af urðu þrjú ­gos í eld­stöðvakerfi sem kennt er við Svarts­engi. Eld­gosin voru hraun­gos á 1-10 kíló­metra löngum gossprung­um. Gos­virkni á Reykja­nes­i-­Svarts­engi ein­kenn­ist af ­goslotum eða eldum sem geta varað í ára­tugi og má búast við goslotu á um 1100 ára fresti.

Jónas Hall­gríms­son vann drög að jarð­elda­sögu Íslands á árunum kringum 1840 og studd­ist hann við ýmsa ann­ála við þá...

Posted by Hand­rita­safn Lands­bóka­safns Íslands - Háskóla­bóka­safns on Monday, Janu­ary 27, 2020


Í Reykja­nes­eldum urðu sam­an­lagt minnst sex gos með hléum og vörðu frá tveimur til tólf ára. Gos­virknin hófst í eld­stöðvakerf­inu Reykja­nes­i og færð­ist svo í átt til Svarts­engis á seinni stigum eld­anna. Á Reykja­nes­i ­mynd­að­ist eitt hraun en þrjú við Svarts­engi. „Surtseysk gos“ urðu í sjó við Reykja­nes í eld­unum og mynd­uðu fjögur gjósku­lög. Tvö þess­ara gjósku­laga hafa fund­ist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, í um 45 kíló­metra fjar­lægð, að því er fram kemur á Ís­lensku eld­fjalal­vefsjánni.

Reykja­nes­eldar tóku til alls vest­an­verðs Reykja­nesskag­ans. ­Sam­bæri­legir eldar voru einnig í gangi í Brenni­steins­fjöllum aust­ast á skag­an­um á 10. öld. Á 12. öld urðu svo Krísu­vík­ur­eldar um mið­hluta skag­ans, líkt og fram kemur í grein Magn­ús­ar.

Gjóska í allt að 100 kíló­metra fjar­lægð

All­mörg neð­an­sjáv­ar­gos hafa orðið á Reykja­nes­hrygg síðust­u ald­ir. Öfl­ugt gos varð suður af Eld­eyj­ar­boða árið 1783.  Þá mynd­að­ist eyja sem hvarf þó stuttu síð­ar­ ­vegna ágangs sjáv­ar. Á 19. öld er vitað um þrjú gos á þessum slóð­um, segir í Ís­lensku eld­fjalla­vefsjánni, og á 20. öld­inni varð nokkrum sinnum vart við ólg­u í sjó og gjósku­þústir sem lík­lega hafa verið af völdum lít­illa neð­an­sjáv­ar­gosa.

Stærsta þekkta gos á Reykja­nesi var sprengigos árið 1226. Í eld­fjalla­vefsjánn­i ­segir að gjóska úr því hafi borist með vindum til aust­urs og norð­aust­urs, þak­ið allan Reykja­nesskag­ann og fund­ist í jarð­vegi í allt að 100 kíló­metra fjar­lægð frá upp­tök­um.

Þá segir að rit­aðar heim­ildir gefi í skyn að gjósku­fall­ið hafi valdið heilsu­bresti í búfé á nær­liggj­andi svæð­um. Einnig kunni að hafa orðið jarð­vegseyð­ing á vest­ur­hluta Reykja­nesskaga. Lengd goss­ins er ekki þekkt en senni­lega hefur það varað í nokkrar vik­ur.

Þessi teikning eftir Ásberg H. Sigurgeirsson fylgir grein Magnúsar Á. Sigurgeirssonar í Náttúrufræðingnum. Um hugsýn Magnúsar af Reykjaneseldum er að ræða, segir við myndina.

Í grein Magn­úsar í Nátt­úru­fræð­ingnum kemur fram að heim­ild­ir ­geti um fjölda gosa í sjó undan Reykja­nesi eftir land­nám en aðeins eitt á landi. Í heim­ildum sé hins vegar hvergi sagt berum orðum að hraun hafi runnið á Reykja­nesi en helst er þó ýjað að því í frá­sögnum við árin 1210-1211.

 Í Odd­verja­an­nál seg­ir til dæm­is: „Elldur wm Reyi­anes: Saur­li fann Elldeyjar hinar nyo enn hinar horfnar er alla æfi haufdu stadit.“

Sé þessi setn­ing færð til nútíma­máls er hún á þá leið að Sörli Kols­son hafi fundið „Eld­eyjar hinar nýju en að hinar hafi horfið er áður­ stóð­u“.

Magnús bendir á að alls sé óvíst hvort eða hvernig þessi frá­sögn tengd­ist þeirri Eldey sem við sjáum í dag en ekk­ert úti­loki að hún sé frá þessum tíma.

Í öðrum frá­sögnum af gosum í sjó á 13. öld er ávallt tal­að um eld­gos eða elda í sjó við eða fyrir Reykja­nesi. Það bend­ir, að mat­i ­Magn­ús­ar, ótví­rætt til goss í sjó.

Í Páls sögu bisk­ups segir við árið 1211: „Jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin ok skýin grétu, svá at mik­ill hlutr spillt­ist jarð­ar­ á­vaxt­ar­ins, en him­in­tún­glin sýndu dauða­tákn ber á sér, þá náliga var komit at hinum efstum lífs­stundum Páls bisk­ups, en sjór­inn brann ok fyrir land­inu þá; þar sem hans bisk­ups­dómur stóð yfir sýnd­ist náliga allar höfut­skepnur nokkut hrygð­ar­mark á sér sýna frá hans frá­fall­i“.

Magnús útskýrir í grein sinni að þegar sagt er að him­in­tung­lin ­sýni á sér dauða­tákn sé vel hugs­an­legt að þar sé vísað til móðu í lofti sem ­gjarnan er fylgi­fiskur hraun­gosa og að sól og tungl hafi af þeim sökum sýn­st rauð.

 „Mik­il­vægt hlýtur að telj­ast að þekkja eðli og hætti eld­virkn­innar á Reykja­nesi vegna hinnar ört ­vax­andi byggðra og umsvifa manna á Suð­ur­nesju­m,“ skrif­aði Magnús í grein sinn­i árið 1995. „Víst má telja að komi upp hraun á Reykja­nesi í náinni fram­tíð verða ­mann­virki þar í veru­legri hættu og af gjósku­gosi við strönd­ina get­ur, auk tjóns á mann­virkj­um, orðið veru­leg röskun á sam­göngum í lofti, á landi og í sjó.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent