„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn

Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.

Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
Auglýsing

Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur lýst yfir óvissu­stigi almanna­varna ­vegna vís­bend­inga um kviku­söfnun vestan við fjallið Þor­björn á Reykja­nesskaga. Jarð­skjálfta­hrina hefur verið í gangi á svæð­inu á sama tíma.

Und­an­farna daga hefur land­ris og aukin jarð­skjálfta­virkn­i ­mælst á Reykja­nesskaga og telja jarð­vís­inda­menn Veð­ur­stofu Íslands og Jarð­vís­inda­stofn­unar HÍ mögu­legt að um sé að ræða kviku­söfnun vestan við Þor­björn. Ekki er þó sé úti­lokað að aðrar ástæður geti verið fyrir virkn­inni.

Sam­hliða hefur Veð­ur­stofa Íslands fært lita­kóða fyrir flug á gult sem þýðir að eld­stöð sýni merki um virkni umfram venju­legt ástand.

Auglýsing

Í næsta nágrenni fjalls­ins Þor­bjarnar er að finna bæði íbúa­byggð og atvinnu­starf­semi. Þar er til að mynda Bláa lón­ið, Svarts­engi og höf­uð­stöðv­ar HS orku svo dæmi séu tek­in.

Í frétt á vef Veð­ur­stof­unnar segir að land­risið sé óvenju hratt og í henni eru raktar nokkrar sviðs­mynd­ir, þ.e. hvað mögu­lega gæti ger­st nú í fram­hald­inu. Ein þeirra er að kviku­söfn­unin hætti og þetta leiði ekki til­ frek­ari atburða. Önnur er sú að hraun­gos verði.

Síð­ast gaus á þessum slóðum á þrett­ándu öld.

Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga 18.-24. janúar mældar með InSAR bylgjuvíxlmælingum á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu (InSAR: interferometric analysis of synthetic aperture radar images). Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra.

Íbúa­fundur verður hald­inn í íþrótta­hús­inu Grinda­vík kl. 16 á morg­un, mánu­dag 27. jan­ú­ar, þar sem vís­inda­menn frá Veð­ur­stof­unni og Jarð­vís­inda­stofnun munu gera grein fyrir stöð­unni auk full­trúa frá­ al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­stjór­anum á Suð­ur­nesj­u­m. 

Óvissu­stigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitt­hvað sé að ger­ast af nátt­úru- eða manna­völd­um, sem á síð­ari stigum gæti leitt til­ þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógn­að.

Land­ris hefur mælst frá 21. jan­úar og virð­ist miðja þess vera á Reykja­nesskag­anum rétt vestan við fjallið Þor­björn, segir í frétt Veð­ur­stof­unn­ar. Land­risið er óvenju hratt eða um 3-4 milli­metrar á dag og í heild­ina er það orðið um tveir sentí­metrar þar sem það er mest.

Land­risið er lík­leg­ast vís­bend­ing um kviku­söfnun á nokk­urra kíló­metra dýpi. Ef skýr­ingin er kviku­söfnun er hún enn sem komið er mjög lít­il. Þetta er nið­ur­staða sam­ráðs­funda vís­inda­manna sem haldnir voru á Veð­ur­stof­unn­i nú í morgun og eftir hádegi.

Atburða­rásin óvenju­leg fyrir svæðið

Nákvæmar mæl­ingar á jarð­skorpu­hreyf­ingum á Reykja­nesskag­an­um ná yfir tæp­lega þrjá ára­tugi. Á því tíma­bili hefur sam­bæri­legur land­ris­hrað­i ekki mælst. Atburða­rásin er því óvenju­leg fyrir svæðið ef miðað er við reynslu und­an­far­inna ára­tuga.

Land­risið mælist sam­fara jarð­skjálfta­hr­inu austan við ris­miðj­una (norð­austan við Grinda­vík­)  ­sem mælst hefur frá 21. jan­ú­ar. Stærstu skjálft­arnir mæld­ust 22. jan­ú­ar og voru 3,7 og 3,6 að stærð og fund­ust vel á Reykja­nesskag­anum og allt norður í Borg­ar­nes. 

Dregið hefur úr hrin­unni síð­ustu daga. Jarð­skjálfta­hrin­ur eru algengar á svæð­inu og þessi hrina getur ekki talist óvenju­leg ein og sér­, ­segir enn­fremur í frétt Veð­ur­stof­unn­ar. Það að land­ris mælist sam­fara jarð­skjálfta­hrin­unn­i,  ­gefur til­efni til þess að fylgjast ­sér­stak­lega náið með fram­vindu á svæð­inu.Dæmi um hraun­gos úr sprungum á 13. öld

Land­risið mælist á fleka­skilum og innan eld­stöðvakerf­is ­Svarts­engis sem er ýmist talið sjálf­stætt eld­stöðvakerfi eða talið vera hlut­i ­stærra kerfis sem kennt er við Reykja­nes. Síð­ast gaus í kerf­inu í Reykja­nes­eldum sem stóðu yfir með hléum á tíma­bil­inu 1210-1240 en á því ­tíma­bili gaus nokkrum sinnum þar af urðu þrjú eld­gos í Svarts­eng­is­kerf­inu.

Eld­gosin voru hraun­gos á 1-10 km löngum gossprungum en eng­in ­sprengigos eru þekkt í Svarts­eng­is­kerf­inu. Stærsta gos í hrin­unni á 13. öld ­mynd­aði Arn­ar­set­urs­hraun (um 0,3 km3 og 20 km2). Algeng­ast er að gos af þess­ari ­gerð standi yfir í nokkra daga, uppí nokkrar vik­ur.

Jarð­skjálfta­virkni er mjög algeng á svæð­inu og teng­ist fleka­hreyf­ing­um, jarð­hita­virkni og hugs­an­lega inn­skota­virkni. Stærstu skjálft­ar ­sem mælst hafa á vest­ur­hluta Reykja­nesskag­ans eru um 5,5 að stærð.

Mögu­legar sviðs­myndir

Atburða­rásin hefur aðeins staðið yfir í nokkra daga og óvíst hvort að hún leiði til frek­ari atburða sem hafi áhrif, segir í frétt Veð­ur­stof­unn­ar. Út frá þeim upp­lýs­ingum sem þegar liggja fyrir eru eft­ir­far­and­i sviðs­myndir mögu­legar án þess að hægt sé að segja til um hver þeirra er lík­leg­ust eða hversu hratt atburða­rásin mun þró­ast.

Ef land­ris stafar af kviku­söfn­un:

Kviku­söfnun hættir mjög fljót­lega án frek­ari atburða.

Kviku­söfnun heldur áfram á sama stað og hraða í ein­hvern tíma án þess að til stærri atburða komi.

Kviku­söfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots.

Kviku­söfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots og eld­goss (hraun­goss á sprung­u).

Kviku­söfnun veldur jarð­skjálfta­virkni með stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6).

Veð­ur­stofan hefur aukið eft­ir­lit með svæð­inu. Eins verð­ur­ ­eft­ir­lit aukið með upp­setn­ingu fleiri mæli­tækja til að vakta og greina bet­ur fram­vindu atburða.

 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent