„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn

Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.

Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
Auglýsing

Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur lýst yfir óvissu­stigi almanna­varna ­vegna vís­bend­inga um kviku­söfnun vestan við fjallið Þor­björn á Reykja­nesskaga. Jarð­skjálfta­hrina hefur verið í gangi á svæð­inu á sama tíma.

Und­an­farna daga hefur land­ris og aukin jarð­skjálfta­virkn­i ­mælst á Reykja­nesskaga og telja jarð­vís­inda­menn Veð­ur­stofu Íslands og Jarð­vís­inda­stofn­unar HÍ mögu­legt að um sé að ræða kviku­söfnun vestan við Þor­björn. Ekki er þó sé úti­lokað að aðrar ástæður geti verið fyrir virkn­inni.

Sam­hliða hefur Veð­ur­stofa Íslands fært lita­kóða fyrir flug á gult sem þýðir að eld­stöð sýni merki um virkni umfram venju­legt ástand.

Auglýsing

Í næsta nágrenni fjalls­ins Þor­bjarnar er að finna bæði íbúa­byggð og atvinnu­starf­semi. Þar er til að mynda Bláa lón­ið, Svarts­engi og höf­uð­stöðv­ar HS orku svo dæmi séu tek­in.

Í frétt á vef Veð­ur­stof­unnar segir að land­risið sé óvenju hratt og í henni eru raktar nokkrar sviðs­mynd­ir, þ.e. hvað mögu­lega gæti ger­st nú í fram­hald­inu. Ein þeirra er að kviku­söfn­unin hætti og þetta leiði ekki til­ frek­ari atburða. Önnur er sú að hraun­gos verði.

Síð­ast gaus á þessum slóðum á þrett­ándu öld.

Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga 18.-24. janúar mældar með InSAR bylgjuvíxlmælingum á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu (InSAR: interferometric analysis of synthetic aperture radar images). Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra.

Íbúa­fundur verður hald­inn í íþrótta­hús­inu Grinda­vík kl. 16 á morg­un, mánu­dag 27. jan­ú­ar, þar sem vís­inda­menn frá Veð­ur­stof­unni og Jarð­vís­inda­stofnun munu gera grein fyrir stöð­unni auk full­trúa frá­ al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­stjór­anum á Suð­ur­nesj­u­m. 

Óvissu­stigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitt­hvað sé að ger­ast af nátt­úru- eða manna­völd­um, sem á síð­ari stigum gæti leitt til­ þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógn­að.

Land­ris hefur mælst frá 21. jan­úar og virð­ist miðja þess vera á Reykja­nesskag­anum rétt vestan við fjallið Þor­björn, segir í frétt Veð­ur­stof­unn­ar. Land­risið er óvenju hratt eða um 3-4 milli­metrar á dag og í heild­ina er það orðið um tveir sentí­metrar þar sem það er mest.

Land­risið er lík­leg­ast vís­bend­ing um kviku­söfnun á nokk­urra kíló­metra dýpi. Ef skýr­ingin er kviku­söfnun er hún enn sem komið er mjög lít­il. Þetta er nið­ur­staða sam­ráðs­funda vís­inda­manna sem haldnir voru á Veð­ur­stof­unn­i nú í morgun og eftir hádegi.

Atburða­rásin óvenju­leg fyrir svæðið

Nákvæmar mæl­ingar á jarð­skorpu­hreyf­ingum á Reykja­nesskag­an­um ná yfir tæp­lega þrjá ára­tugi. Á því tíma­bili hefur sam­bæri­legur land­ris­hrað­i ekki mælst. Atburða­rásin er því óvenju­leg fyrir svæðið ef miðað er við reynslu und­an­far­inna ára­tuga.

Land­risið mælist sam­fara jarð­skjálfta­hr­inu austan við ris­miðj­una (norð­austan við Grinda­vík­)  ­sem mælst hefur frá 21. jan­ú­ar. Stærstu skjálft­arnir mæld­ust 22. jan­ú­ar og voru 3,7 og 3,6 að stærð og fund­ust vel á Reykja­nesskag­anum og allt norður í Borg­ar­nes. 

Dregið hefur úr hrin­unni síð­ustu daga. Jarð­skjálfta­hrin­ur eru algengar á svæð­inu og þessi hrina getur ekki talist óvenju­leg ein og sér­, ­segir enn­fremur í frétt Veð­ur­stof­unn­ar. Það að land­ris mælist sam­fara jarð­skjálfta­hrin­unn­i,  ­gefur til­efni til þess að fylgjast ­sér­stak­lega náið með fram­vindu á svæð­inu.Dæmi um hraun­gos úr sprungum á 13. öld

Land­risið mælist á fleka­skilum og innan eld­stöðvakerf­is ­Svarts­engis sem er ýmist talið sjálf­stætt eld­stöðvakerfi eða talið vera hlut­i ­stærra kerfis sem kennt er við Reykja­nes. Síð­ast gaus í kerf­inu í Reykja­nes­eldum sem stóðu yfir með hléum á tíma­bil­inu 1210-1240 en á því ­tíma­bili gaus nokkrum sinnum þar af urðu þrjú eld­gos í Svarts­eng­is­kerf­inu.

Eld­gosin voru hraun­gos á 1-10 km löngum gossprungum en eng­in ­sprengigos eru þekkt í Svarts­eng­is­kerf­inu. Stærsta gos í hrin­unni á 13. öld ­mynd­aði Arn­ar­set­urs­hraun (um 0,3 km3 og 20 km2). Algeng­ast er að gos af þess­ari ­gerð standi yfir í nokkra daga, uppí nokkrar vik­ur.

Jarð­skjálfta­virkni er mjög algeng á svæð­inu og teng­ist fleka­hreyf­ing­um, jarð­hita­virkni og hugs­an­lega inn­skota­virkni. Stærstu skjálft­ar ­sem mælst hafa á vest­ur­hluta Reykja­nesskag­ans eru um 5,5 að stærð.

Mögu­legar sviðs­myndir

Atburða­rásin hefur aðeins staðið yfir í nokkra daga og óvíst hvort að hún leiði til frek­ari atburða sem hafi áhrif, segir í frétt Veð­ur­stof­unn­ar. Út frá þeim upp­lýs­ingum sem þegar liggja fyrir eru eft­ir­far­and­i sviðs­myndir mögu­legar án þess að hægt sé að segja til um hver þeirra er lík­leg­ust eða hversu hratt atburða­rásin mun þró­ast.

Ef land­ris stafar af kviku­söfn­un:

Kviku­söfnun hættir mjög fljót­lega án frek­ari atburða.

Kviku­söfnun heldur áfram á sama stað og hraða í ein­hvern tíma án þess að til stærri atburða komi.

Kviku­söfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots.

Kviku­söfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots og eld­goss (hraun­goss á sprung­u).

Kviku­söfnun veldur jarð­skjálfta­virkni með stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6).

Veð­ur­stofan hefur aukið eft­ir­lit með svæð­inu. Eins verð­ur­ ­eft­ir­lit aukið með upp­setn­ingu fleiri mæli­tækja til að vakta og greina bet­ur fram­vindu atburða.

 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent