Kostnaður ríkisins við uppbyggingarstarf á Seyðisfirði verði um hálfur milljarður

Þrátt fyrir að Náttúruhamfaratryggingar standi straum af stórum hluta kostnaðar við hreinsunar- og uppbyggingarstarf vegna aurskriðanna á Seyðisfirði er gert ráð fyrir að hlutur ríkisins verði um hálfur milljarður króna.

Aurskriðurnar féllu á Seyðisfirði um og eftir miðjan desember í fyrra.
Aurskriðurnar féllu á Seyðisfirði um og eftir miðjan desember í fyrra.
Auglýsing

Hreins­un­ar­starf vegna aur­skrið­anna sem féllu á Seyð­is­firði í des­em­ber eru á loka­metr­un­um. Vinna við að taka saman kostnað við hreins­un, mæl­ing­ar, bygg­ingu varn­ar­garða, almanna­varnir og upp­bygg­ingu á svæð­inu er langt kom­in. Þrátt fyrir að Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingar standi straum af stórum hluta kostn­aðar er gert ráð fyrir að hlutur rík­is­ins verði um hálfur millj­arður króna.

Þetta kemur fram í minn­is­blaði um stöðu mála á Seyð­is­firði sem lagt var fram á rík­is­stjórn­ar­fundi í vik­unni. Þar kemur fram að starfs­hópur undir for­ystu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins sem skip­aður var í kjöl­far ham­far­anna heim­sótti Seyð­is­fjörð 22. Júní. Hóp­ur­inn fund­aði m.a. með sveit­ar­stjórn Múla­þings, heima­stjórn­inni á Seyð­is­firði og lög­regl­unni á Aust­ur­landi. Hóp­ur­inn fékk m.a. kynn­ingu á stöðu Tækni­m­inja­safns­ins, þar sem tek­ist hefur að bjarga mörgum verð­mæt­um, og á helstu nið­ur­stöðum nýlegrar vinnu ráð­gjaf­ar­nefndar um færslu húsa í bæn­um.

Auglýsing

Í sam­an­tekt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um efni minn­is­blaðs­ins, sem Kjarn­inn fékk senda frá ráðu­neyt­inu, kemur fram að fast­eigna­verð í bænum hefur hækkað veru­lega en mikil eft­ir­spurn er eftir lausu hús­næði. Þar segir einnig að áhyggjur íbúa snúi helst að atvinnu­málum og öryggi. Í maí var úthlutað 55 millj­ónum króna úr Hvata­sjóði Seyð­is­fjarðar í 21 verk­efni. Er sjóð­ur­inn hluti af átaki í atvinnu­upp­bygg­ingu í bænum sem stjórn­völd styrkja um 215 millj­ónir króna á næstu þremur árum.

Hug­rún Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda- og umhverf­is­stjóri Múla­þings, segir í svari til Kjarn­ans um stöðu ofan­flóða­varna á Seyð­is­firði að verið sé að vinna frum­at­hugun vegna þeirra á því svæði sem skrið­urnar féllu. Von­ast er til þess að þeirri vinnu ljúki á árinu en í það minnsta mun koma út áfanga­skýrsla. „Þessi vinna hefur verið í fullum gangi síð­ustu 2-3 árin og hafa ýmsar mæl­ingar og rann­sóknir verið gerðar til und­ir­bún­ings verk­efn­is­ins,“ skrifar Hug­rún í svari sínu. Í fram­haldi af frum­at­hugun verði farið af stað með umhverf­is­mat, verk­hönnun og deiliskipu­lag áður en verk­fram­kvæmd getur haf­ist.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent