„Það skipti máli fyrir stjórnmálamenn að ná árangri – ekki bara tala“

Forsætisráðherra segist vera mjög ánægð með árangur VG á þessu kjörtímabili og muni hún leggja á það áherslu að flokkurinn leiði áfram ríkisstjórn – og haldi áfram að ná árangri fyrir íslenskt samfélag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG
Auglýsing

Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata og fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna ræddu söl­una á hlut rík­is­ins í Íslands­banka í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í vik­unni og hver sjón­ar­mið Vinstri grænna væru gagn­vart banka­sölu fyrir næstu kosn­ing­ar.

Hann spurði hana meðal ann­ars hvort Vinstri græn, ef þau kæmust í næstu rík­is­stjórn, myndu standa að því að Íslands­banki yrði seldur að fullu. Katrín sagði að Vinstri græn í fyrsta lagi hefðu aldrei haft þá stefnu að ríkið ætti að eiga allt banka­kerfið og í öðru lagi að Lands­bank­inn yrði ekki seld­ur.

Verið að einka­væða Íslands­banka í óþökk þjóð­ar­innar

„Það er mikil eft­ir­spurn eftir umbylt­ingu fjár­mála­kerf­is­ins. Slík umbylt­ing mætti til dæmis fel­ast í því að færa hluta banka­starf­semi yfir á sam­fé­lags­banka­stig þar sem bankar gætu jafn­framt starfað með græn sjón­ar­mið og lofts­lags­mark­mið að leið­ar­ljósi umfram hina stríp­uðu arð­sem­is­kröf­u,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Auglýsing

Benti hann á að þetta væri eitt­hvað sem Katrín hefði sjálf lengi talað fyr­ir. „Ég ótt­ast að þessa dag­ana séum við að missa ákveðið tæki­færi til slíkra breyt­inga vegna þess að verið er að einka­væða Íslands­banka í óþökk þjóð­ar­inn­ar. Meðan ríkið átti tvo banka hefði verið svo borð­leggj­andi að beita sér fyrir betra banka­kerfi í gegnum eign­ar­hlut rík­is­ins. Hæst­virtur ráð­herra hefur látið hafa eftir sér að ákvarð­anir um frek­ari banka­sölu bíði næstu rík­is­stjórn­ar.“

Spurði hann því Katrínu hvort flokk­ur­inn væri ein­huga í þeim mál­um. „Munu Vinstri græn, ef þau kom­ast í næstu rík­is­stjórn, standa að því að Íslands­banki verði seldur að fullu?“

Bætti hann því við að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði sagst vilja ganga lengra og selja stóran hlut í Lands­bank­anum á næsta kjör­tíma­bili. „Þegar á hólm­inn er komið og Vinstri græn fara aftur í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um, hver fær að ráða? Geta kjós­endur treyst því að Vinstri græn muni ekki standa að rík­is­stjórn sem stefni á að einka­væða Lands­bank­ann? Eða verður það kannski bara eins og þegar við treystum því að VG myndi ekki stökkva í stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum fyrir kosn­ing­arnar 2017?“ spurði hann.

Andrés Ingi Jónsson Mynd: Bára Huld Beck

Aldrei haft þá stefnu að ríkið eigi að eiga allt banka­kerfið

Katrín svar­aði og benti á að Andrés Ingi hefði sjálfur verið á sama lands­fundi og hún árið 2017 sem sam­þykkti stefnu VG en hann var þá enn í flokkn­um.

„Þannig að hátt­virtur þing­maður veit það alveg jafn vel og ég hver stefna VG er í þessum málum og við hana hefur verið staðið á þessu kjör­tíma­bili. Stefna VG er að ríkið eigi Lands­bank­ann. Sú stefna hefur ekki breyst. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að eiga fleiri banka. Íslands­banki kom upp í fang rík­is­ins, eins og hátt­virtur þing­maður veit líka ósköp vel, með til­teknum hætti í tengslum við stöð­ug­leika­samn­inga. Og VG hefur aldrei haft þá stefnu að ríkið eigi að eiga allt banka­kerf­ið. Það veit hátt­virtur þing­maður líka jafn vel og ég af því að hann var á sama lands­fundi þar sem síð­asta ályktun var sam­þykkt um þetta, um að ríkið skyldi eiga Lands­bank­ann. Við þá stefnu mun VG standa, eins og það hefur staðið við hana á þessu kjör­tíma­bil­i,“ sagði hún.

Sagð­ist Katrín sem for­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs hafa sagt að flokk­ur­inn myndi vinna með þeim sem væru reiðu­búnir að vinna með honum að málum sem væru til fram­fara fyrir íslenskt sam­fé­lag.

„Þar for­gangs­röð­uðum við heil­brigð­is­málum og lofts­lags­málum og í þeim mála­flokkum hefur náðst ótví­ræður árangur á þessu kjör­tíma­bili, enda er ég þeirrar skoð­unar að það skipti máli fyrir stjórn­mála­menn að ná árangri, ekki bara tala. Þannig að ég er mjög ánægð með árangur VG á þessu kjör­tíma­bili og ég mun leggja á það áherslu að VG leiði áfram rík­is­stjórn og haldi áfram að ná árangri fyrir íslenskt sam­fé­lag.“

Spurði hvort ráð­herr­ann teldi þjóð­ina illa upp­lýsta

Andrés Ingi steig aftur í pontu og sagði að stefna Vinstri grænna kynni að vera sú að ekki ætti að selja Lands­bank­ann. Sagði hann í því sam­hengi að hann hefði átt orða­stað við Lilju Raf­n­eyju Magn­ús­dóttur þing­mann VG við lok vor­þings þar sem hún „þrá­stag­að­ist á því að stefna Vinstri grænna væri að banna olíu­leit en gat ekki treyst sér til að leggja fram nefnd­ar­á­lit þess efn­is“.

Því spurði hann Katrínu hvort hún myndi standa gegn hug­myndum Bjarna um að einka­væða Lands­bank­ann ef Vinstri græn kæmust í rík­is­stjórn eftir kosn­ing­ar. „Í ljósi þess að kann­anir síð­ustu miss­erin hafa allar sýnt fram á and­stöðu við meiri hluta þjóð­ar­innar við banka­sölu, telur ráð­herr­ann að and­staða þjóð­ar­innar sé ein­fald­lega vegna þess að hún sé illa upp­lýst?“ spurði hann.

Sér­stök áhersla lögð á dreift eign­ar­hald og gagn­sæi

For­sæt­is­ráð­herra svar­aði í síð­ara sinn og sagði að svör hennar í fyrra svari hefðu verið mjög skýr. „Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð hefur staðið við sína stefnu á þessu kjör­tíma­bili og meðal ann­ars þess vegna var stjórn­ar­sátt­máli sam­þykktur með yfir­gnæf­andi meiri hluta í flokks­ráði Vinstri grænna, þó að hátt­virtur þing­maður hafi ekki sam­þykkt hann og átt mjög erfitt með að styðja þessa rík­is­stjórn, enda er hann far­inn. En við í VG höfum staðið við okkar stefnu og höldum því bara áfram.“

Benti hún á að sala Íslands­banka, sem boðuð var í stjórn­ar­sátt­mála, hefði verið rædd á Alþingi. „Það var óskað eftir áliti efna­hags- og við­skipta­nefndar um málið og fyrir liggja álits­gerðir hennar um hvaða sjón­ar­mið eigi að hafa að leið­ar­ljósi við þessa sölu. Þar var sér­stök áhersla lögð á dreift eign­ar­hald og gagn­sæi og að farin yrði sú leið sem farin er. Sömu­leiðis var í raun og veru bæði stuðlað að dreifðu eign­ar­haldi og fjöl­breyti­leika og það var líka lagt upp úr því að þeir sem byðu lægri fjár­hæðir yrðu ekki skert­ir.“

Katrín sagði að lokum að salan hefði verið fram­kvæmd í sam­ræmi við vilja meiri­hluta Alþingis – og upp úr því hefði verið lagt að fylgja þeirri leið­bein­ingu og tryggja dreifða eign­ar­að­ild, gagn­sæi og skýr og vönduð vinnu­brögð. „Ég von­ast til þess að það verði til að auka traust.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent