Ekki öruggt að Sundabraut verði lögð

Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir það háð félagshagfræðilegri greiningu hvort og þá hvernig framkvæmd Sundabrautar verður háttað. Yfirlýsing um lagningu Sundabrautar var undirrituð í vikunni af ríki og borg.

Pawel Bartoszek er borgarfulltrúi Viðreisnar og jafnframt formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.
Pawel Bartoszek er borgarfulltrúi Viðreisnar og jafnframt formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.
Auglýsing

Sá mögu­leiki er enn fyrir hendi að af fram­kvæmd Sunda­brautar verði ekki, að sögn Pawels Bar­toszek, borg­ar­full­trúa Við­reisnar og for­manns skipu­lags- og sam­göngu­ráðs. Enn eigi eftir að vinna svo­kall­aða félags­hag­fræði­lega grein­ingu og meta kosti og galla þeirra mögu­leika sem eru í boði, ann­ars vegar brúar og hins vegar ganga, sem og að meta kosti og galla þess að Sunda­braut verði hrein­lega ekki lögð.

Nú í vik­unni und­ir­rit­uðu Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri og Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra yfir­lýs­ingu um lagn­ingu Sunda­braut­ar. Í yfir­lýs­ing­unni segir að ríki og borg séu sam­mála um að næstu skref að aflok­inni félags­hag­fræði­legri grein­ingu sé að und­ir­búa breyt­ingar á aðal­skipu­lagi borg­ar­innar sem feli í sér end­an­legt leið­ar­val. „Mun það byggja á umhverf­is­mati fram­kvæmd­ar­innar sem feli í sér sam­an­burð val­kosta og mat á lík­legri þróun án fram­kvæmd­ar­inn­ar.“

Bíða verði frek­ari grein­ingar

Spurður að því hvort mögu­legt sé að Sunda­braut komi ekki til fram­kvæmda segir Pawel: „Að sjálf­sögðu, og ekki líta á þetta sem póli­tíska yfir­lýs­ing­u.“ Hann bætir því við að það sé alltaf partur af vand­aðri vinnu við félags­hag­fræði­lega grein­ingu að líta til hins svo­kall­aða núll­kostar, það er að segja þeirra áhrifa sem hljót­ast af því að fram­kvæma ekki.

Auglýsing

„Fram­kvæmd getur verið þjóð­hags­lega hag­kvæm en ef það kemur í ljós að það er þjóð­hags­lega hag­kvæmara að gera ekki neitt þá er það auð­vitað skyn­samasti kost­ur­inn,“ segir Pawel. Hann segir að ríki og borg myndu þó ekki leggja í þessa vinnu ef loka­tak­markið væri að fram­kvæma ekki. „Við erum að sjálf­sögðu að reyna að skoða málið mjög alvar­lega en á meðan að form­leg ákvörðun hefur ekki verið tekin þá er alltaf sá mögu­leiki fyrir hendi að það verði ekki ráð­ist í þessa fram­kvæmd.“

Frá undirritun yfirlýsingar um lagningu Sundabrautar. Mynd: Stjórnarráðið

Pawel seg­ist ekki treysta sér til þess að meta hverjar lík­urnar séu á því að hætt verði við lagn­ingu Sunda­braut­ar. Það sem á end­anum muni ráða útfærslu Sunda­brautar sé félags­hag­fræði­lega grein­ingin og þá hvort að fram­kvæmdin verði metin þjóð­hags­lega hag­kvæm. Hann segir að þar skipti einnig máli „hve þjóð­hags­lega hag­kvæm hún er miðað við aðra hluti sem hægt er að nota pen­ing­inn í. Meðan ég hef ekk­ert í hönd­unum um þá nið­ur­stöðu þá treysti ég mér ekki til þess að segja hverjar lík­urnar eru.“

Aug­ljóst að Sunda­braut muni nýt­ast einka­bílnum vel

Eitt af mark­miðum Sunda­brautar er að dreifa álagi í umferð­inni og greiða þannig fyrir umferð þeirra sem kjósa að aka um á einka­bíl. Að ráð­ast í fram­kvæmd sem greiðir þannig götu einka­bíls­ins getur sam­ræmst áherslum borg­ar­yf­ir­valda í sam­göngu­málum að mati Pawels. „Það sem ég er sér­stak­lega ánægður með er að það eru mjög sterk fyr­ir­heit um lagn­ingu stíga fyrir gang­andi og hjólandi með­fram Sunda­braut­inni all­ri, sem hefði aldrei orðið fyrir kannski 20 árum síð­an, þá hefði mönnum aldrei dottið það í hug en að líta á þetta öðru­vísi sem hreina einka­bíla­fram­kvæmd,“ segir Pawel.

Þá geti Sunda­braut einnig verið til bóta fyrir almenn­ings­sam­göng­ur. „Fjölgun á tengi­punktum er æski­leg fyrir almenn­ings­sam­göngur líka. Það styttir leið almenn­ings­sam­gangna ekki síður en einka­bíla. Þannig að það sam­ræm­ist því að því leyti. En auð­vitað er þetta fram­kvæmd sem nýt­ist einka­bílnum mjög vel, það er algjör­lega aug­ljóst,“ segir Pawel og bætir því við að það sem næst sé á dag­skrá er Borg­ar­lín­an. Hún muni koma til fram­kvæmda fyrr heldur en Sunda­braut og að það sé fram­kvæmd sem nýt­ist fyrst og fremst virkum ferða­mát­um.

„Við byggjum brýr!“

Þrátt fyrir að enn liggi ekki fyrir hvort og þá með hvaða hætti Sunda­braut verði lögð þá hefur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafið birt­ingu á aug­lýs­ingum á sam­fé­lags­miðlum með slag­orð­inu „Við byggjum brýr!“ svo slag­orðið vísar í sam­göngu­mann­virki sem óvíst er að muni rísa. Í aug­lýs­ing­unni er sagt að náðst hafi sam­komu­lag milli ríkis og borgar „um Sunda­braut og Sunda­brú“ eftir „ára­tuga reiki­stefn­u“. Þá fylgir til­vitnun í Sig­urð Inga aug­lýs­ing­unni en í henni mærir hann kosti brúar sem sé ódýr­ari og arð­sam­ari en göng.

Auglýsing Framsóknar á Facebook. Mynd: Skjáskot

Pawel seg­ist ekki hafa neina skoðun á því að sam­göngu­ráð­herra og hans flokkur sé far­inn að aug­lýsa undir þessu slag­orði. „Ég hef enga skoð­un. Mér finnst bara jákvætt að fólk ræði sam­göngu­mál á póli­tískum vett­vang­i.“

Brú geti fylgt bæði kostir og gallar að mati Pawels. „Það eru kostir með brú sem eru þeir að hún getur nýst betur gang­andi og hjólandi og hún getur verið ákveðið kenni­leiti í borg­ar­mynd­inni og ef hún kemur vel út getur hún verið mikil prýði. Ókost­ur­inn eru nærá­hrif og við sem vinnum í sveit­ar­stjórn­ar­málum vitum auð­vitað að fólk í Reykja­vík beggja vegna Klepps­víkur hefur áhyggjur af umferð­ar­myndun sem er kannski örlítið meiri með brú heldur en göng­um.“

Hann seg­ist að lokum ætla að bíða eftir grein­ingu á áhrifum fram­kvæmd­ar­innar áður en hann gerir upp á milli brúar og ganga. „Það eru bara kostir og gallar við þetta hvort tveggja. Ég held að það sé bara eðli­legt að við bíðum örlítið betur eftir frek­ari grein­ingu áður en við úttölum okkur um með hvaða hætti og þá hvort þessi fram­kvæmd verði þá gerð.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent