Ekki öruggt að Sundabraut verði lögð

Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir það háð félagshagfræðilegri greiningu hvort og þá hvernig framkvæmd Sundabrautar verður háttað. Yfirlýsing um lagningu Sundabrautar var undirrituð í vikunni af ríki og borg.

Pawel Bartoszek er borgarfulltrúi Viðreisnar og jafnframt formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.
Pawel Bartoszek er borgarfulltrúi Viðreisnar og jafnframt formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.
Auglýsing

Sá mögu­leiki er enn fyrir hendi að af fram­kvæmd Sunda­brautar verði ekki, að sögn Pawels Bar­toszek, borg­ar­full­trúa Við­reisnar og for­manns skipu­lags- og sam­göngu­ráðs. Enn eigi eftir að vinna svo­kall­aða félags­hag­fræði­lega grein­ingu og meta kosti og galla þeirra mögu­leika sem eru í boði, ann­ars vegar brúar og hins vegar ganga, sem og að meta kosti og galla þess að Sunda­braut verði hrein­lega ekki lögð.

Nú í vik­unni und­ir­rit­uðu Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri og Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra yfir­lýs­ingu um lagn­ingu Sunda­braut­ar. Í yfir­lýs­ing­unni segir að ríki og borg séu sam­mála um að næstu skref að aflok­inni félags­hag­fræði­legri grein­ingu sé að und­ir­búa breyt­ingar á aðal­skipu­lagi borg­ar­innar sem feli í sér end­an­legt leið­ar­val. „Mun það byggja á umhverf­is­mati fram­kvæmd­ar­innar sem feli í sér sam­an­burð val­kosta og mat á lík­legri þróun án fram­kvæmd­ar­inn­ar.“

Bíða verði frek­ari grein­ingar

Spurður að því hvort mögu­legt sé að Sunda­braut komi ekki til fram­kvæmda segir Pawel: „Að sjálf­sögðu, og ekki líta á þetta sem póli­tíska yfir­lýs­ing­u.“ Hann bætir því við að það sé alltaf partur af vand­aðri vinnu við félags­hag­fræði­lega grein­ingu að líta til hins svo­kall­aða núll­kostar, það er að segja þeirra áhrifa sem hljót­ast af því að fram­kvæma ekki.

Auglýsing

„Fram­kvæmd getur verið þjóð­hags­lega hag­kvæm en ef það kemur í ljós að það er þjóð­hags­lega hag­kvæmara að gera ekki neitt þá er það auð­vitað skyn­samasti kost­ur­inn,“ segir Pawel. Hann segir að ríki og borg myndu þó ekki leggja í þessa vinnu ef loka­tak­markið væri að fram­kvæma ekki. „Við erum að sjálf­sögðu að reyna að skoða málið mjög alvar­lega en á meðan að form­leg ákvörðun hefur ekki verið tekin þá er alltaf sá mögu­leiki fyrir hendi að það verði ekki ráð­ist í þessa fram­kvæmd.“

Frá undirritun yfirlýsingar um lagningu Sundabrautar. Mynd: Stjórnarráðið

Pawel seg­ist ekki treysta sér til þess að meta hverjar lík­urnar séu á því að hætt verði við lagn­ingu Sunda­braut­ar. Það sem á end­anum muni ráða útfærslu Sunda­brautar sé félags­hag­fræði­lega grein­ingin og þá hvort að fram­kvæmdin verði metin þjóð­hags­lega hag­kvæm. Hann segir að þar skipti einnig máli „hve þjóð­hags­lega hag­kvæm hún er miðað við aðra hluti sem hægt er að nota pen­ing­inn í. Meðan ég hef ekk­ert í hönd­unum um þá nið­ur­stöðu þá treysti ég mér ekki til þess að segja hverjar lík­urnar eru.“

Aug­ljóst að Sunda­braut muni nýt­ast einka­bílnum vel

Eitt af mark­miðum Sunda­brautar er að dreifa álagi í umferð­inni og greiða þannig fyrir umferð þeirra sem kjósa að aka um á einka­bíl. Að ráð­ast í fram­kvæmd sem greiðir þannig götu einka­bíls­ins getur sam­ræmst áherslum borg­ar­yf­ir­valda í sam­göngu­málum að mati Pawels. „Það sem ég er sér­stak­lega ánægður með er að það eru mjög sterk fyr­ir­heit um lagn­ingu stíga fyrir gang­andi og hjólandi með­fram Sunda­braut­inni all­ri, sem hefði aldrei orðið fyrir kannski 20 árum síð­an, þá hefði mönnum aldrei dottið það í hug en að líta á þetta öðru­vísi sem hreina einka­bíla­fram­kvæmd,“ segir Pawel.

Þá geti Sunda­braut einnig verið til bóta fyrir almenn­ings­sam­göng­ur. „Fjölgun á tengi­punktum er æski­leg fyrir almenn­ings­sam­göngur líka. Það styttir leið almenn­ings­sam­gangna ekki síður en einka­bíla. Þannig að það sam­ræm­ist því að því leyti. En auð­vitað er þetta fram­kvæmd sem nýt­ist einka­bílnum mjög vel, það er algjör­lega aug­ljóst,“ segir Pawel og bætir því við að það sem næst sé á dag­skrá er Borg­ar­lín­an. Hún muni koma til fram­kvæmda fyrr heldur en Sunda­braut og að það sé fram­kvæmd sem nýt­ist fyrst og fremst virkum ferða­mát­um.

„Við byggjum brýr!“

Þrátt fyrir að enn liggi ekki fyrir hvort og þá með hvaða hætti Sunda­braut verði lögð þá hefur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafið birt­ingu á aug­lýs­ingum á sam­fé­lags­miðlum með slag­orð­inu „Við byggjum brýr!“ svo slag­orðið vísar í sam­göngu­mann­virki sem óvíst er að muni rísa. Í aug­lýs­ing­unni er sagt að náðst hafi sam­komu­lag milli ríkis og borgar „um Sunda­braut og Sunda­brú“ eftir „ára­tuga reiki­stefn­u“. Þá fylgir til­vitnun í Sig­urð Inga aug­lýs­ing­unni en í henni mærir hann kosti brúar sem sé ódýr­ari og arð­sam­ari en göng.

Auglýsing Framsóknar á Facebook. Mynd: Skjáskot

Pawel seg­ist ekki hafa neina skoðun á því að sam­göngu­ráð­herra og hans flokkur sé far­inn að aug­lýsa undir þessu slag­orði. „Ég hef enga skoð­un. Mér finnst bara jákvætt að fólk ræði sam­göngu­mál á póli­tískum vett­vang­i.“

Brú geti fylgt bæði kostir og gallar að mati Pawels. „Það eru kostir með brú sem eru þeir að hún getur nýst betur gang­andi og hjólandi og hún getur verið ákveðið kenni­leiti í borg­ar­mynd­inni og ef hún kemur vel út getur hún verið mikil prýði. Ókost­ur­inn eru nærá­hrif og við sem vinnum í sveit­ar­stjórn­ar­málum vitum auð­vitað að fólk í Reykja­vík beggja vegna Klepps­víkur hefur áhyggjur af umferð­ar­myndun sem er kannski örlítið meiri með brú heldur en göng­um.“

Hann seg­ist að lokum ætla að bíða eftir grein­ingu á áhrifum fram­kvæmd­ar­innar áður en hann gerir upp á milli brúar og ganga. „Það eru bara kostir og gallar við þetta hvort tveggja. Ég held að það sé bara eðli­legt að við bíðum örlítið betur eftir frek­ari grein­ingu áður en við úttölum okkur um með hvaða hætti og þá hvort þessi fram­kvæmd verði þá gerð.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent