Ekki öruggt að Sundabraut verði lögð

Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir það háð félagshagfræðilegri greiningu hvort og þá hvernig framkvæmd Sundabrautar verður háttað. Yfirlýsing um lagningu Sundabrautar var undirrituð í vikunni af ríki og borg.

Pawel Bartoszek er borgarfulltrúi Viðreisnar og jafnframt formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.
Pawel Bartoszek er borgarfulltrúi Viðreisnar og jafnframt formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.
Auglýsing

Sá mögu­leiki er enn fyrir hendi að af fram­kvæmd Sunda­brautar verði ekki, að sögn Pawels Bar­toszek, borg­ar­full­trúa Við­reisnar og for­manns skipu­lags- og sam­göngu­ráðs. Enn eigi eftir að vinna svo­kall­aða félags­hag­fræði­lega grein­ingu og meta kosti og galla þeirra mögu­leika sem eru í boði, ann­ars vegar brúar og hins vegar ganga, sem og að meta kosti og galla þess að Sunda­braut verði hrein­lega ekki lögð.

Nú í vik­unni und­ir­rit­uðu Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri og Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra yfir­lýs­ingu um lagn­ingu Sunda­braut­ar. Í yfir­lýs­ing­unni segir að ríki og borg séu sam­mála um að næstu skref að aflok­inni félags­hag­fræði­legri grein­ingu sé að und­ir­búa breyt­ingar á aðal­skipu­lagi borg­ar­innar sem feli í sér end­an­legt leið­ar­val. „Mun það byggja á umhverf­is­mati fram­kvæmd­ar­innar sem feli í sér sam­an­burð val­kosta og mat á lík­legri þróun án fram­kvæmd­ar­inn­ar.“

Bíða verði frek­ari grein­ingar

Spurður að því hvort mögu­legt sé að Sunda­braut komi ekki til fram­kvæmda segir Pawel: „Að sjálf­sögðu, og ekki líta á þetta sem póli­tíska yfir­lýs­ing­u.“ Hann bætir því við að það sé alltaf partur af vand­aðri vinnu við félags­hag­fræði­lega grein­ingu að líta til hins svo­kall­aða núll­kostar, það er að segja þeirra áhrifa sem hljót­ast af því að fram­kvæma ekki.

Auglýsing

„Fram­kvæmd getur verið þjóð­hags­lega hag­kvæm en ef það kemur í ljós að það er þjóð­hags­lega hag­kvæmara að gera ekki neitt þá er það auð­vitað skyn­samasti kost­ur­inn,“ segir Pawel. Hann segir að ríki og borg myndu þó ekki leggja í þessa vinnu ef loka­tak­markið væri að fram­kvæma ekki. „Við erum að sjálf­sögðu að reyna að skoða málið mjög alvar­lega en á meðan að form­leg ákvörðun hefur ekki verið tekin þá er alltaf sá mögu­leiki fyrir hendi að það verði ekki ráð­ist í þessa fram­kvæmd.“

Frá undirritun yfirlýsingar um lagningu Sundabrautar. Mynd: Stjórnarráðið

Pawel seg­ist ekki treysta sér til þess að meta hverjar lík­urnar séu á því að hætt verði við lagn­ingu Sunda­braut­ar. Það sem á end­anum muni ráða útfærslu Sunda­brautar sé félags­hag­fræði­lega grein­ingin og þá hvort að fram­kvæmdin verði metin þjóð­hags­lega hag­kvæm. Hann segir að þar skipti einnig máli „hve þjóð­hags­lega hag­kvæm hún er miðað við aðra hluti sem hægt er að nota pen­ing­inn í. Meðan ég hef ekk­ert í hönd­unum um þá nið­ur­stöðu þá treysti ég mér ekki til þess að segja hverjar lík­urnar eru.“

Aug­ljóst að Sunda­braut muni nýt­ast einka­bílnum vel

Eitt af mark­miðum Sunda­brautar er að dreifa álagi í umferð­inni og greiða þannig fyrir umferð þeirra sem kjósa að aka um á einka­bíl. Að ráð­ast í fram­kvæmd sem greiðir þannig götu einka­bíls­ins getur sam­ræmst áherslum borg­ar­yf­ir­valda í sam­göngu­málum að mati Pawels. „Það sem ég er sér­stak­lega ánægður með er að það eru mjög sterk fyr­ir­heit um lagn­ingu stíga fyrir gang­andi og hjólandi með­fram Sunda­braut­inni all­ri, sem hefði aldrei orðið fyrir kannski 20 árum síð­an, þá hefði mönnum aldrei dottið það í hug en að líta á þetta öðru­vísi sem hreina einka­bíla­fram­kvæmd,“ segir Pawel.

Þá geti Sunda­braut einnig verið til bóta fyrir almenn­ings­sam­göng­ur. „Fjölgun á tengi­punktum er æski­leg fyrir almenn­ings­sam­göngur líka. Það styttir leið almenn­ings­sam­gangna ekki síður en einka­bíla. Þannig að það sam­ræm­ist því að því leyti. En auð­vitað er þetta fram­kvæmd sem nýt­ist einka­bílnum mjög vel, það er algjör­lega aug­ljóst,“ segir Pawel og bætir því við að það sem næst sé á dag­skrá er Borg­ar­lín­an. Hún muni koma til fram­kvæmda fyrr heldur en Sunda­braut og að það sé fram­kvæmd sem nýt­ist fyrst og fremst virkum ferða­mát­um.

„Við byggjum brýr!“

Þrátt fyrir að enn liggi ekki fyrir hvort og þá með hvaða hætti Sunda­braut verði lögð þá hefur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafið birt­ingu á aug­lýs­ingum á sam­fé­lags­miðlum með slag­orð­inu „Við byggjum brýr!“ svo slag­orðið vísar í sam­göngu­mann­virki sem óvíst er að muni rísa. Í aug­lýs­ing­unni er sagt að náðst hafi sam­komu­lag milli ríkis og borgar „um Sunda­braut og Sunda­brú“ eftir „ára­tuga reiki­stefn­u“. Þá fylgir til­vitnun í Sig­urð Inga aug­lýs­ing­unni en í henni mærir hann kosti brúar sem sé ódýr­ari og arð­sam­ari en göng.

Auglýsing Framsóknar á Facebook. Mynd: Skjáskot

Pawel seg­ist ekki hafa neina skoðun á því að sam­göngu­ráð­herra og hans flokkur sé far­inn að aug­lýsa undir þessu slag­orði. „Ég hef enga skoð­un. Mér finnst bara jákvætt að fólk ræði sam­göngu­mál á póli­tískum vett­vang­i.“

Brú geti fylgt bæði kostir og gallar að mati Pawels. „Það eru kostir með brú sem eru þeir að hún getur nýst betur gang­andi og hjólandi og hún getur verið ákveðið kenni­leiti í borg­ar­mynd­inni og ef hún kemur vel út getur hún verið mikil prýði. Ókost­ur­inn eru nærá­hrif og við sem vinnum í sveit­ar­stjórn­ar­málum vitum auð­vitað að fólk í Reykja­vík beggja vegna Klepps­víkur hefur áhyggjur af umferð­ar­myndun sem er kannski örlítið meiri með brú heldur en göng­um.“

Hann seg­ist að lokum ætla að bíða eftir grein­ingu á áhrifum fram­kvæmd­ar­innar áður en hann gerir upp á milli brúar og ganga. „Það eru bara kostir og gallar við þetta hvort tveggja. Ég held að það sé bara eðli­legt að við bíðum örlítið betur eftir frek­ari grein­ingu áður en við úttölum okkur um með hvaða hætti og þá hvort þessi fram­kvæmd verði þá gerð.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent