Séreignarúrræðið vinsælast meðal fólks á fimmtugsaldri

Svo virðist sem heimildin sem stjórnvöld veittu til að taka út séreignarsparnað í kjölfar heimsfaraldursins í fyrra hafi fyrst og fremst nýst fólki á aldrinum 40 til 44 ára.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti úttekt séreignarsparnaðar sem lið í efnahagsaðgerðum stjórnvalda til að bregðast við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldrinum.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti úttekt séreignarsparnaðar sem lið í efnahagsaðgerðum stjórnvalda til að bregðast við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldrinum.
Auglýsing

Meiri­hluti þeirra sem juku úttektir sínar úr sér­eign­ar­sparn­aði sínum í fyrra voru yfir fer­tugu, en ein­ungis 8 pró­sent fjár­muna sem teknir voru úr sér­eign­ar­sparn­aði virð­ist hafa runnið til fólks undir þrí­tugu.

Þetta kemur fram þegar til­rauna­töl­fræði Hag­stofu Íslands um líf­eyr­is­greiðslur lands­manna eftir ald­urs­hópum er borin saman við upp­lýs­ingar stjórn­valda um nýt­ingu sér­eignar­úr­ræð­is­ins.

Sam­kvæmt Hag­stofu juk­ust líf­eyr­is­greiðslur til fólks á aldr­inum 16-64 ára um tæpa 23 millj­arða króna í fyrra miðað við árið áður, en það er jafnhá upp­hæð og var greidd út í sér­eignar­úr­ræði stjórn­valda á sama tíma.

Auglýsing

Ef gert er ráð fyrir að öll aukn­ingin í líf­eyr­is­greiðslum í fyrra sé vegna úrræð­is­ins sést að nokkur munur hefur verið á nýt­ingu þess eftir ald­urs­flokk­um. Þannig runnu ein­ungis 313 millj­ónir króna til fólks á aldr­inum 20-25 ára, en rúmir fjórir millj­arðar til fólks á aldr­inum 40-44 ára.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Ald­urs­dreif­ing­una má sjá á mynd hér að ofan, en sam­kvæmt henni var nýt­ing úrræð­is­ins ekki jafn­vin­sæl hjá eldra fólki á sex­tugs- og sjö­tugs­aldri eins og hún var hjá þeim sem voru á fimm­tugs­aldri. Ein­ungis 8 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­innar rann hins vegar til fólks á þrí­tugs­aldri.

Í mars í fyrra ákváðu stjórn­völd að veita ein­stak­lingum tíma­bundna heim­ild til að nýta sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn til að mæta áhrifum far­ald­urs­ins. Upp­haf­lega átti heim­ildin aðeins að gilda í þrjá mán­uði, en ákveðið var að lengja frest­inn og nú er búist við að greitt verði úr sér­eign­ar­sparn­aði vegna hennar út mars­mánuð 2022. Reiknað var með því að umfang úrræð­is­ins myndi nema 10 millj­örðum króna á þessu 24 mán­aða milli­bili, en sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Stjórn­ar­ráð­inu hafa nú þegar um 27,3 millj­arðar króna verið greiddar út.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent