Séreignarúrræðið vinsælast meðal fólks á fimmtugsaldri

Svo virðist sem heimildin sem stjórnvöld veittu til að taka út séreignarsparnað í kjölfar heimsfaraldursins í fyrra hafi fyrst og fremst nýst fólki á aldrinum 40 til 44 ára.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti úttekt séreignarsparnaðar sem lið í efnahagsaðgerðum stjórnvalda til að bregðast við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldrinum.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti úttekt séreignarsparnaðar sem lið í efnahagsaðgerðum stjórnvalda til að bregðast við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldrinum.
Auglýsing

Meiri­hluti þeirra sem juku úttektir sínar úr sér­eign­ar­sparn­aði sínum í fyrra voru yfir fer­tugu, en ein­ungis 8 pró­sent fjár­muna sem teknir voru úr sér­eign­ar­sparn­aði virð­ist hafa runnið til fólks undir þrí­tugu.

Þetta kemur fram þegar til­rauna­töl­fræði Hag­stofu Íslands um líf­eyr­is­greiðslur lands­manna eftir ald­urs­hópum er borin saman við upp­lýs­ingar stjórn­valda um nýt­ingu sér­eignar­úr­ræð­is­ins.

Sam­kvæmt Hag­stofu juk­ust líf­eyr­is­greiðslur til fólks á aldr­inum 16-64 ára um tæpa 23 millj­arða króna í fyrra miðað við árið áður, en það er jafnhá upp­hæð og var greidd út í sér­eignar­úr­ræði stjórn­valda á sama tíma.

Auglýsing

Ef gert er ráð fyrir að öll aukn­ingin í líf­eyr­is­greiðslum í fyrra sé vegna úrræð­is­ins sést að nokkur munur hefur verið á nýt­ingu þess eftir ald­urs­flokk­um. Þannig runnu ein­ungis 313 millj­ónir króna til fólks á aldr­inum 20-25 ára, en rúmir fjórir millj­arðar til fólks á aldr­inum 40-44 ára.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Ald­urs­dreif­ing­una má sjá á mynd hér að ofan, en sam­kvæmt henni var nýt­ing úrræð­is­ins ekki jafn­vin­sæl hjá eldra fólki á sex­tugs- og sjö­tugs­aldri eins og hún var hjá þeim sem voru á fimm­tugs­aldri. Ein­ungis 8 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­innar rann hins vegar til fólks á þrí­tugs­aldri.

Í mars í fyrra ákváðu stjórn­völd að veita ein­stak­lingum tíma­bundna heim­ild til að nýta sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn til að mæta áhrifum far­ald­urs­ins. Upp­haf­lega átti heim­ildin aðeins að gilda í þrjá mán­uði, en ákveðið var að lengja frest­inn og nú er búist við að greitt verði úr sér­eign­ar­sparn­aði vegna hennar út mars­mánuð 2022. Reiknað var með því að umfang úrræð­is­ins myndi nema 10 millj­örðum króna á þessu 24 mán­aða milli­bili, en sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Stjórn­ar­ráð­inu hafa nú þegar um 27,3 millj­arðar króna verið greiddar út.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent