Mesta losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands vegna vegasamgangna

Til þess að tryggja nauðsynlegan samdrátt í losun frá vegasamgöngum er mikilvægt að styðja virka- og loftslagsvænni ferðamáta bæði hjá Íslendingum en ekki síður meðal erlendra ferðamanna.

Ferðamenn
Auglýsing

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda dróst saman um 6,5 pró­sent milli áranna 2019 til 2020 þegar litið er til los­unar sem er á beinni ábyrgð Íslands.

Þetta kemur fram í bráða­birgða­út­reikn­ingum Umhverf­is­stofn­unar sem birt­ust í vik­unni en sam­kvæmt stofn­un­inni gefa nið­ur­stöður vís­bend­ingu um að áhrif kór­óna­veiru­far­ald­urs­ins hafi verið afger­andi varð­andi minni losun árið 2020.

Það ár voru stærstu ein­stöku los­un­ar­þættir sem falla undir beina ábyrgð Íslands vega­sam­göng­ur, eða 31 pró­sent, fiski­skip, 19 pró­sent og iðra­gerjun búfjár, eða 11 pró­sent.

Auglýsing

Umfang vega­sam­gangna í losun Íslands, sem og bráða­birgða­grein­ingar á elds­neytis­kaupum leiða í ljós að sam­dráttur í losun frá vega­sam­göngum helg­að­ist fyrst og fremst af fækkun ferða­manna milli 2019 og 2020. Töl­urnar sýna að til þess að tryggja nauð­syn­legan sam­drátt í losun frá vega­sam­göngum er mik­il­vægt að styðja virka- og lofts­lagsvænni ferða­máta bæði hjá Íslend­ingum en ekki síður meðal erlendra ferða­manna, að því er fram kemur hjá Umhverf­is­stofn­un.

Fram kemur hjá stofn­un­inni að með Par­ís­ar­sátt­mál­anum hafi Ísland áður skuld­bundið sig til að ná 29 pró­sent sam­drætti í losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030, miðað við losun árs­ins 2005.

„Þess ber að geta að mark­mið um 29 pró­sent sam­drátt sem fellur undir beina ábyrgð Íslands er til­komið vegna sam­eig­in­legs mark­miðs Íslands, Nor­egs og ESB um að ná 40 pró­sent sam­drætti í losun fyrir árið 2030 miðað við 1990, en það mark­mið hefur verið hækkað í 55 pró­sent sem krefst end­ur­skoð­unar mark­miða ein­stakra hlut­að­eig­andi ríkja, sem ekki liggur fyr­ir. Sam­kvæmt bráða­birgða­nið­ur­stöð­unum er losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á beinni ábyrgð Íslands árið 2020 14 pró­sent minni en hún var árið 2005,“ segir á vef Umhverf­is­stofn­un­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent