Vani og þreyta kunni að skýra breyttan skilning á neyðarstigi almannavarna

Neyðarástand almannavarna vegna COVID-19 er í gildi, enn eina ferðina. Sálfræðingur segir að vani og þreyta á ástandinu kunni að skýra breytt mat almennings á hættustigi almannavarna.

Þríeykið: Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller fara yfir stöðuna á einum af fjölmörgum upplýsingafundum almannavarna. Neyðarstigi vegna COVID-19 hefur fjórum sinnum verið lýst yfir hér á landi.
Þríeykið: Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller fara yfir stöðuna á einum af fjölmörgum upplýsingafundum almannavarna. Neyðarstigi vegna COVID-19 hefur fjórum sinnum verið lýst yfir hér á landi.
Auglýsing

Neyð­ar­stig. Hættu­stig. Óvissu­stig. Þrjú orð sem heyrst hafa reglu­lega síð­ustu miss­eri í boði almanna­varna, ekki síst vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins en einnig vegna nátt­úru­vár af ýmsu tagi.

Síð­ast­liðin tvö ár hefur neyð­ar­stigi almanna­varna fimm sinnum verið lýst yfir, fjórum sinnum vegna COVID-19 og einu sinni vegna eld­goss í Geld­inga­döl­um. Hættu- og óvissu­stigin eru auk þess fjöl­mörg og dæmi eru um að mis­mun­andi stig hafi verið í gildi sam­tím­is. Í dag er til að mynda í gildi neyð­ar­stig vegna COVID-19 og óvissu­stig vegna land­riss í Öskju.

Auglýsing
Stigin þrjú eiga fyrst og fremst við við­bragðs­að­ila en krefj­ast auk þess að almenn­ingur sé á varð­bergi. Neyð­ar­stigi vegna COVID-19 var lýst yfir á þriðju­dag í síð­ustu viku og er það í fjórða sinn sem það er gert frá því að far­ald­ur­inn braust út í febr­úar 2020. Staðan er óneit­an­lega öðru­vísi núna en í mars 2020 þegar neyð­ar­á­standi var fyrst lýst yfir. Dr. Tómas Krist­jáns­son, sál­fræð­ingur hjá Kvíða­með­ferð­ar­stöð­inni, segir þreytu á óbreyttu ástandi og vana kunna að skýra breytt mat fólks á því þegar almanna­varnir lýsa yfir neyð­ar-, óvissu- eða hættu­stigi.

Dr. Tómas Kristjánsson, sálfræðingur.

„Fólk er þreytt, ég held að það sé óhætt að segja það, og þá verða minni við­brögð yfir­höf­uð. Þegar við erum undir miklu álagi og streitu förum við að bregð­ast minna við, bæði líf­fræði­legt og til­finn­inga­legt við­bragð verður minna.“

Tómas segir einnig að fólk sé almennt orðið vant ástand­inu. Þegar neyð­ar­á­standi var fyrst lýst yfir í mars 2020 hafði það lík­lega meiri áhrif á dag­legt líf fólks en það gerir nú. „Fólk hefur minni áhyggjur og ótt­ast minna að þetta sé að fara að hafa bein áhrif á þeirra dag­lega líf,“ segir Tómas, sem líkir ástand­inu við þegar reyk­skynj­ari eða bruna­kerfi fer í gang á hverjum degi. „Eftir nokkra daga hættir þú að hlaupa fram á gang sem er auð­vitað ekki gott til lengri tíma ef að kviknar í.“

Óvissu-, hættu- eða neyð­ar­stig í 22 mán­uði

Óvissu-, hættu- eða neyð­ar­stig vegna COVID-19 hefur verið í gildi í 22 mán­uði og segir Tómas að við breyt­ingu á milli stiga auk­ist óvissan, sem ýtir undir streitu sem getur ýtt undir kvíða eða dep­urð. „En ég held samt að mjög margir geri lít­inn grein­ar­mun á þessum stigum því fyrir mjög marga er þetta mjög óljóst hvað þetta þýðir fyrir okkur í okkar dag­lega líf­i.“

Stigs­mun­ur­inn skiptir fyrst og fremst máli fyrir við­bragðs­að­ila. Þegar óvissu­stig er í gildi er atburða­rás „hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Á þessu stigi hefst sam­ráð milli almanna­varna og þeirra stofn­ana sem málið varð­ar“. Hættu­stigi er lýst yfir ef hættu­mat leiðir í ljós að hætta fer vax­andi, til dæmis ef auka þarf við­búnað og sótt­varna­ráð­staf­anir vegna yfir­vof­andi far­sótt­ar. Hæsta alvar­leika­stig almanna­varna er neyð­ar­stig og ein­kenn­ist af „taf­ar­lausum aðgerðum til lífs­bjarg­andi aðstoð­ar“.

Af þessum lýs­ingum má greina að hvert stig hefur í raun óveru­leg áhrif á dag­legt líf fólks en stig­unum fylgir ákveðin óvissa sem getur valdið óþæg­indum en Tómas segir að óvissan geti á sama tíma verið vernd­andi. „Við gerum ekki grein­ar­mun á stig­unum en auð­vitað þegar þetta er stöðugt í fréttum og það er alltaf verið að lýsa yfir breyt­ingum á reglum og hættu­stigum ýtir undir óvissu og óör­yggi og hefur ekki góð áhrif til lengri tíma.“

Eldgos hófst í Geldingadölum í mars í fyrra. Mynd: Almannavarnir

Á sama tíma og neyð­ar-, hættu- eða óvissu­stig almanna­varna hefur verið í gildi síð­ustu tvö ár hefur nátt­úruvá af ýmsu tagi, allt frá eld­gosi til óveð­urs, orðið til þess að almanna­varnir hafa lýst yfir óvissu- eða hættu­stigi og einu sinni, þegar eld­gos hófst í Geld­inga­dölum í mars í fyrra, neyð­ar­stigi. Það er því orðið eins konar óbreytt ástand lands­manna að búa við ein­hvers konar alvar­leika­stig.

„Með tím­an­um, því oftar sem því er lýst yfir, förum við að leiða það hjá okkur sem er kannski gott fyrir and­lega líðan akkúrat á því augna­bliki en ekki gott ef það krefst þess að við bregð­umst við,“ segir Tómas.

Far­ald­ur­inn ýtti undir vanda­mál sem voru þegar til staðar

Á þeim tæpu tveimur árum sem liðin eru frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn lét á sér kræla hér á landi hefur þeim fjölgað sem leita til Kvíða­með­ferð­ar­stöðv­ar­inn­ar. Tómas seg­ist fyr­ir­fram hafa búist við því að heilsu­kvíði og kvíði gegn COVID yrði helsta við­fangs­efni sál­fræð­inga en svo er ekki, far­ald­ur­inn hafi frekar ýtt undir vanda­mál sem voru þegar til stað­ar. Þannig hafi til dæmis þau sem glíma við áhyggju­vanda fundið fyrir meiri áhyggjum og þung­lyndi og félags­kvíði auk­ist.

„Það sem var und­ir­liggj­andi brýst fram en kvíði við COVID hefur ekki komið mikið inn á borð okkar enn­þá, en það breyt­ist kannski þegar ógnin er far­in. Kvíði í grunn­inn er þegar við skynjum ein­hverja ógn og er mjög gott og hjálp­legt við­bragð þegar það er ógn fyrir framan okkur og hjálpar okkur að bregð­ast við. Og núna er COVID fyrir framan okkur og það er að mörgu leyti mjög eðli­legt að það sé kvíði en svo kemur vand­inn kannski meira í ljós þegar ástandið er liðið hjá. Ákveð­inn hluti fólks mun sitja eftir með kvíð­ann, óör­yggið og áhyggj­urn­ar.“

„Finnum leiðir til að lifa fjöl­breyttu og inni­halds­ríku lífi“

Sótt­varna­reglur voru hertar í enn eitt skiptið fyrir helgi og hafa sjaldan verið jafn harðar og nú. Aðspurður hvernig er best að bregð­ast ástand­inu, sem virð­ist engan enda ætla að taka, segir Tómas grunn­skila­boðin alltaf vera þau sömu, að ein­blína á það sem við höfum stjórn á.

„Við höfum ekki stjórn á því hvenær þetta er búið eða hvaða aðgerðir eru í gangi hverju sinni. Við höfum stjórn á að sinna okkar per­sónu­legu sótt­vörnum og sjá til þess að við hættum ekki að lifa líf­inu. Við finnum leiðir til að lifa fjöl­breyttu og inni­halds­ríku lífi í stað þess að ein­angr­ast og detta í van­virkn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meirihluti landsmanna treysta ekki ríkisstjórninni til að selja meira í Íslandsbanka.
Yfir 60 prósent treysta ekki stjórninni til að selja Íslandsbanka og vilja rannsóknarnefnd
Næstum þrír af hverjum fjórum kjósendum Vinstri grænna vilja að skipuð verði rannsóknarnefnd um bankasöluna og 57 prósent þeirra treysta ekki ríkisstjórn sem leidd er af formanni flokksins til að selja meira í Íslandsbanka.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar