Vani og þreyta kunni að skýra breyttan skilning á neyðarstigi almannavarna

Neyðarástand almannavarna vegna COVID-19 er í gildi, enn eina ferðina. Sálfræðingur segir að vani og þreyta á ástandinu kunni að skýra breytt mat almennings á hættustigi almannavarna.

Þríeykið: Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller fara yfir stöðuna á einum af fjölmörgum upplýsingafundum almannavarna. Neyðarstigi vegna COVID-19 hefur fjórum sinnum verið lýst yfir hér á landi.
Þríeykið: Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller fara yfir stöðuna á einum af fjölmörgum upplýsingafundum almannavarna. Neyðarstigi vegna COVID-19 hefur fjórum sinnum verið lýst yfir hér á landi.
Auglýsing

Neyð­ar­stig. Hættu­stig. Óvissu­stig. Þrjú orð sem heyrst hafa reglu­lega síð­ustu miss­eri í boði almanna­varna, ekki síst vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins en einnig vegna nátt­úru­vár af ýmsu tagi.

Síð­ast­liðin tvö ár hefur neyð­ar­stigi almanna­varna fimm sinnum verið lýst yfir, fjórum sinnum vegna COVID-19 og einu sinni vegna eld­goss í Geld­inga­döl­um. Hættu- og óvissu­stigin eru auk þess fjöl­mörg og dæmi eru um að mis­mun­andi stig hafi verið í gildi sam­tím­is. Í dag er til að mynda í gildi neyð­ar­stig vegna COVID-19 og óvissu­stig vegna land­riss í Öskju.

Auglýsing
Stigin þrjú eiga fyrst og fremst við við­bragðs­að­ila en krefj­ast auk þess að almenn­ingur sé á varð­bergi. Neyð­ar­stigi vegna COVID-19 var lýst yfir á þriðju­dag í síð­ustu viku og er það í fjórða sinn sem það er gert frá því að far­ald­ur­inn braust út í febr­úar 2020. Staðan er óneit­an­lega öðru­vísi núna en í mars 2020 þegar neyð­ar­á­standi var fyrst lýst yfir. Dr. Tómas Krist­jáns­son, sál­fræð­ingur hjá Kvíða­með­ferð­ar­stöð­inni, segir þreytu á óbreyttu ástandi og vana kunna að skýra breytt mat fólks á því þegar almanna­varnir lýsa yfir neyð­ar-, óvissu- eða hættu­stigi.

Dr. Tómas Kristjánsson, sálfræðingur.

„Fólk er þreytt, ég held að það sé óhætt að segja það, og þá verða minni við­brögð yfir­höf­uð. Þegar við erum undir miklu álagi og streitu förum við að bregð­ast minna við, bæði líf­fræði­legt og til­finn­inga­legt við­bragð verður minna.“

Tómas segir einnig að fólk sé almennt orðið vant ástand­inu. Þegar neyð­ar­á­standi var fyrst lýst yfir í mars 2020 hafði það lík­lega meiri áhrif á dag­legt líf fólks en það gerir nú. „Fólk hefur minni áhyggjur og ótt­ast minna að þetta sé að fara að hafa bein áhrif á þeirra dag­lega líf,“ segir Tómas, sem líkir ástand­inu við þegar reyk­skynj­ari eða bruna­kerfi fer í gang á hverjum degi. „Eftir nokkra daga hættir þú að hlaupa fram á gang sem er auð­vitað ekki gott til lengri tíma ef að kviknar í.“

Óvissu-, hættu- eða neyð­ar­stig í 22 mán­uði

Óvissu-, hættu- eða neyð­ar­stig vegna COVID-19 hefur verið í gildi í 22 mán­uði og segir Tómas að við breyt­ingu á milli stiga auk­ist óvissan, sem ýtir undir streitu sem getur ýtt undir kvíða eða dep­urð. „En ég held samt að mjög margir geri lít­inn grein­ar­mun á þessum stigum því fyrir mjög marga er þetta mjög óljóst hvað þetta þýðir fyrir okkur í okkar dag­lega líf­i.“

Stigs­mun­ur­inn skiptir fyrst og fremst máli fyrir við­bragðs­að­ila. Þegar óvissu­stig er í gildi er atburða­rás „hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. Á þessu stigi hefst sam­ráð milli almanna­varna og þeirra stofn­ana sem málið varð­ar“. Hættu­stigi er lýst yfir ef hættu­mat leiðir í ljós að hætta fer vax­andi, til dæmis ef auka þarf við­búnað og sótt­varna­ráð­staf­anir vegna yfir­vof­andi far­sótt­ar. Hæsta alvar­leika­stig almanna­varna er neyð­ar­stig og ein­kenn­ist af „taf­ar­lausum aðgerðum til lífs­bjarg­andi aðstoð­ar“.

Af þessum lýs­ingum má greina að hvert stig hefur í raun óveru­leg áhrif á dag­legt líf fólks en stig­unum fylgir ákveðin óvissa sem getur valdið óþæg­indum en Tómas segir að óvissan geti á sama tíma verið vernd­andi. „Við gerum ekki grein­ar­mun á stig­unum en auð­vitað þegar þetta er stöðugt í fréttum og það er alltaf verið að lýsa yfir breyt­ingum á reglum og hættu­stigum ýtir undir óvissu og óör­yggi og hefur ekki góð áhrif til lengri tíma.“

Eldgos hófst í Geldingadölum í mars í fyrra. Mynd: Almannavarnir

Á sama tíma og neyð­ar-, hættu- eða óvissu­stig almanna­varna hefur verið í gildi síð­ustu tvö ár hefur nátt­úruvá af ýmsu tagi, allt frá eld­gosi til óveð­urs, orðið til þess að almanna­varnir hafa lýst yfir óvissu- eða hættu­stigi og einu sinni, þegar eld­gos hófst í Geld­inga­dölum í mars í fyrra, neyð­ar­stigi. Það er því orðið eins konar óbreytt ástand lands­manna að búa við ein­hvers konar alvar­leika­stig.

„Með tím­an­um, því oftar sem því er lýst yfir, förum við að leiða það hjá okkur sem er kannski gott fyrir and­lega líðan akkúrat á því augna­bliki en ekki gott ef það krefst þess að við bregð­umst við,“ segir Tómas.

Far­ald­ur­inn ýtti undir vanda­mál sem voru þegar til staðar

Á þeim tæpu tveimur árum sem liðin eru frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn lét á sér kræla hér á landi hefur þeim fjölgað sem leita til Kvíða­með­ferð­ar­stöðv­ar­inn­ar. Tómas seg­ist fyr­ir­fram hafa búist við því að heilsu­kvíði og kvíði gegn COVID yrði helsta við­fangs­efni sál­fræð­inga en svo er ekki, far­ald­ur­inn hafi frekar ýtt undir vanda­mál sem voru þegar til stað­ar. Þannig hafi til dæmis þau sem glíma við áhyggju­vanda fundið fyrir meiri áhyggjum og þung­lyndi og félags­kvíði auk­ist.

„Það sem var und­ir­liggj­andi brýst fram en kvíði við COVID hefur ekki komið mikið inn á borð okkar enn­þá, en það breyt­ist kannski þegar ógnin er far­in. Kvíði í grunn­inn er þegar við skynjum ein­hverja ógn og er mjög gott og hjálp­legt við­bragð þegar það er ógn fyrir framan okkur og hjálpar okkur að bregð­ast við. Og núna er COVID fyrir framan okkur og það er að mörgu leyti mjög eðli­legt að það sé kvíði en svo kemur vand­inn kannski meira í ljós þegar ástandið er liðið hjá. Ákveð­inn hluti fólks mun sitja eftir með kvíð­ann, óör­yggið og áhyggj­urn­ar.“

„Finnum leiðir til að lifa fjöl­breyttu og inni­halds­ríku lífi“

Sótt­varna­reglur voru hertar í enn eitt skiptið fyrir helgi og hafa sjaldan verið jafn harðar og nú. Aðspurður hvernig er best að bregð­ast ástand­inu, sem virð­ist engan enda ætla að taka, segir Tómas grunn­skila­boðin alltaf vera þau sömu, að ein­blína á það sem við höfum stjórn á.

„Við höfum ekki stjórn á því hvenær þetta er búið eða hvaða aðgerðir eru í gangi hverju sinni. Við höfum stjórn á að sinna okkar per­sónu­legu sótt­vörnum og sjá til þess að við hættum ekki að lifa líf­inu. Við finnum leiðir til að lifa fjöl­breyttu og inni­halds­ríku lífi í stað þess að ein­angr­ast og detta í van­virkn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar