Rifist um draugaflug

Flugfélagið Lufthansa segist þurfa að fljúga tómum vélum á milli flugvalla til að halda sínum flugvélastæðum í vetur. Önnur flugfélög eru þó andvíg slíkum flugferðum og segja þær bæði slæmar fyrir neytendur og umhverfið.

Fjöldi svokallaðra draugafluga, þar sem flugvélum er flogið án farþega,  gæti verið floginn á næstu mánuðum.
Fjöldi svokallaðra draugafluga, þar sem flugvélum er flogið án farþega, gæti verið floginn á næstu mánuðum.
Auglýsing

Mik­ill þrýst­ingur hefur verið á fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins vegna áforma evr­ópskra flug­fé­laga að stunda svokölluð drauga­flug með engum far­þegum á milli evr­ópskra flug­valla til að við­halda sínum stæðum í vet­ur.

Hvorki Icelandair né PLAY hafa þurft að grípa til þess­ara ráð­staf­ana, en Luft­hansa seg­ist vera til­neytt til að fljúga tómum vélum á milli evr­ópskra flug­valla 18 þús­und sinnum í vetur vegna þessa. For­stjóri Ryanair sakar Luft­hansa um hræsni í umhverf­is­málum og hvetur Evr­ópu­sam­bandið til að breyta ekki reglum sínum um lág­marks­nýt­ingu á flug­vall­ar­stæð­um.

Óþarfa flug til að halda lend­ing­ar­rétti

Umræðan um drauga­flug hófst eftir að Carsten Spohr, for­stjóri Luft­hansa, til­kynnti áform flug­fé­lags­ins um tómar flug­ferðir til að við­halda stæðum sínum á evr­ópskum flug­völlum í des­em­ber í fyrra. Sam­kvæmt Spohr hefur félagið þurft að aflýsa 33 þús­und flugum í vetr­ar­á­ætl­un­inni sinni, eða um tíu pró­sentum af öllum flug­unum sín­um.

Auglýsing

Þessi dræma eft­ir­spurn hjá Luft­hansa getur haft langvar­andi áhrif á rekstur félags­ins, þar sem reglur Evr­ópu­sam­bands­ins kveða nú á um að flug­fé­lög þurfi að nýta að minnsta kosti helm­ing allra lend­ing­ar­tíma sem þeim hefur verið gef­inn til að við­halda sínum lend­ing­ar­rétti á flug­völl­un­um. Luft­hansa hafi því ákveðið að grípa til þess ráðs að hefja drauga­flug með tómum vélum til þess að kom­ast í veg fyrir að þessi réttur skerð­ist.

Gert er ráð fyrir að þúsundir flugferða með Lufthansa í vetur verði draugaflug.

Spohr kall­aði eftir meiri sveigj­an­leika í reglum Evr­ópu­sam­bands­ins til að koma í veg fyrir að slíkar flug­ferðir verði farn­ar. Sam­kvæmt honum ganga þær í ber­höggi við yfir­lýst mark­mið sam­bands­ins um að draga úr losun á næstu árum.

Tals­maður IATA, sem eru alþjóð­leg hags­muna­sam­tök flug­fé­laga, tekur í sama streng í við­tali við franska frétta­mið­il­inn Rfi. Þar segir hann að 50 pró­senta lág­marks­nýt­ing í vetur sé óraun­hæf fyrir evr­ópsk flug­fé­lög, sökum sam­drátt­ar­ins í flug­um­ferð vegna nýrrar bylgju heims­far­ald­urs­ins.

Sam­göngu­ráð­herra Belg­íu, George Gilkinet, kall­aði sömu­leiðis eftir því að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins grípi fljótt til aðgerða og lækki lág­marks­nýt­ing­una. Einnig vill Gilkinet að und­an­þágu­heim­ildir séu veittar til flug­fé­laga frá þess­ari lág­marks­nýt­ingu fram eftir sum­ri, hð minnsta.

Lág­mark til að við­halda sam­keppni

Evr­ópu­sam­bandið hefur nú þegar lækkað lág­marks­nýt­ingu á lend­ing­ar­tímum flug­fé­laga vegna far­ald­urs­ins, en áður en hann skall á þurftu flug­fé­lög að nýta 80 pró­sent allra lend­ing­ar­tíma sem þau fengu til að við­halda lend­ing­ar­rétt­inum á evr­ópskum flug­völl­um. Stefnt er svo að því að hækka lág­markið í 64 pró­sent í sumar sam­hliða auk­inni flug­um­ferð um álf­una.

Yfir­maður sam­göngu­mála hjá Evr­ópu­sam­band­inu, Adina Val­ean, sagði að núver­andi reglur byðu nú þegar upp á mik­inn sveigj­an­leika svo að hægt sé að kom­ast í veg fyrir drauga­flug í við­tali við Fin­ancial Times. Einnig benti hún á að vís­bend­ingar væru uppi um að nýtt afbrigði veirunnar hefði ekki jafnslæm áhrif á flug­geir­ann og áður var talið, en flug­um­ferð þessa stund­ina er um 79 pró­sent af venju­legri umferð á sama árs­tíma.

Sam­kvæmt Val­ean eru reglur sam­bands­ins nauð­syn­legar til að vernda starf­semi flug­valla og kjör neyt­enda, þar sem þær við­halda sam­keppni á milli flug­fé­laga.

Ekki sama hljóð í Icelanda­ir, PLAY og Ryanair

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans seg­ist Icelandair ekki hafa þurft að fljúga tómum flug­vélum á milli flug­valla til að við­halda lend­ing­ar­rétti sínum á evr­ópskum flug­völl­um. Þar þakkar flug­fé­lagið sér­stak­lega ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins um að lækka lág­marks­nýt­ingu á lend­ing­ar­tímum niður í 50 pró­sent, auk tíma­bund­inna und­an­þága í löndum þar sem ferða­tak­mark­anir gilda.

„Það hefur verið mik­il­vægt að hafa þennan sveigj­an­leika og við höfum fulla trú á að komið verði áfram til móts við flug­fé­lög hvað þetta varðar ef far­ald­ur­inn dregst enn frekar á lang­inn,“ bætir flug­fé­lagið við.

PLAY seg­ist heldur ekki hafa haldið úti flugi til að tryggja sér lend­ing­ar­rétt á flug­völlum í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Sam­kvæmt flug­fé­lag­inu eru fela drauga­flugin svoköll­uðu ekki í sér góða þróun fyrir neyt­end­ur, þar sem þau koma í veg fyrir að önnur flug­fé­lög geti nýtt sér þessa lend­ing­ar­tíma og hamli því sam­keppni. Einnig bætir félagið við að ekki megi gleyma umhverf­is­þætt­in­um, óþarfa flug­ferðir hafi mjög slæm áhrif á umhverf­ið.

Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, gefur lítið fyrir útskýringar Lufthansa um draugaflug.

Mich­ael O’Le­ary, for­stjóri Ryanair var ómyrk­ari í máli um drauga­flug Luft­hansa í til­kynn­ingu sem hann sendi til fjöl­miðla fyrr í vik­unni. Þar hvatti hann fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins til að hunsa ummæli Carsten Spohr og sagði að lausnin við þessum tómu flug­ferðum væri ein­föld: Luft­hansa þyrfti ein­ungis að selja fleiri flug­miða.

„Luft­hansa elskar að gráta krókó­díl­stárum um umhverfið á meðan það gerir allt í sínu valdi til að halda í lend­ing­ar­rétt­inn sinn,“ bætti O’Le­ary við í til­kynn­ingu sinni. Ein­ungis yrði hægt að auka eft­ir­spurn eftir flugi með lægra verði, en þannig yrði hægt að hraða við­spyrn­una í flug­geir­anum í Evr­ópu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar