Rifist um draugaflug

Flugfélagið Lufthansa segist þurfa að fljúga tómum vélum á milli flugvalla til að halda sínum flugvélastæðum í vetur. Önnur flugfélög eru þó andvíg slíkum flugferðum og segja þær bæði slæmar fyrir neytendur og umhverfið.

Fjöldi svokallaðra draugafluga, þar sem flugvélum er flogið án farþega,  gæti verið floginn á næstu mánuðum.
Fjöldi svokallaðra draugafluga, þar sem flugvélum er flogið án farþega, gæti verið floginn á næstu mánuðum.
Auglýsing

Mik­ill þrýst­ingur hefur verið á fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins vegna áforma evr­ópskra flug­fé­laga að stunda svokölluð drauga­flug með engum far­þegum á milli evr­ópskra flug­valla til að við­halda sínum stæðum í vet­ur.

Hvorki Icelandair né PLAY hafa þurft að grípa til þess­ara ráð­staf­ana, en Luft­hansa seg­ist vera til­neytt til að fljúga tómum vélum á milli evr­ópskra flug­valla 18 þús­und sinnum í vetur vegna þessa. For­stjóri Ryanair sakar Luft­hansa um hræsni í umhverf­is­málum og hvetur Evr­ópu­sam­bandið til að breyta ekki reglum sínum um lág­marks­nýt­ingu á flug­vall­ar­stæð­um.

Óþarfa flug til að halda lend­ing­ar­rétti

Umræðan um drauga­flug hófst eftir að Carsten Spohr, for­stjóri Luft­hansa, til­kynnti áform flug­fé­lags­ins um tómar flug­ferðir til að við­halda stæðum sínum á evr­ópskum flug­völlum í des­em­ber í fyrra. Sam­kvæmt Spohr hefur félagið þurft að aflýsa 33 þús­und flugum í vetr­ar­á­ætl­un­inni sinni, eða um tíu pró­sentum af öllum flug­unum sín­um.

Auglýsing

Þessi dræma eft­ir­spurn hjá Luft­hansa getur haft langvar­andi áhrif á rekstur félags­ins, þar sem reglur Evr­ópu­sam­bands­ins kveða nú á um að flug­fé­lög þurfi að nýta að minnsta kosti helm­ing allra lend­ing­ar­tíma sem þeim hefur verið gef­inn til að við­halda sínum lend­ing­ar­rétti á flug­völl­un­um. Luft­hansa hafi því ákveðið að grípa til þess ráðs að hefja drauga­flug með tómum vélum til þess að kom­ast í veg fyrir að þessi réttur skerð­ist.

Gert er ráð fyrir að þúsundir flugferða með Lufthansa í vetur verði draugaflug.

Spohr kall­aði eftir meiri sveigj­an­leika í reglum Evr­ópu­sam­bands­ins til að koma í veg fyrir að slíkar flug­ferðir verði farn­ar. Sam­kvæmt honum ganga þær í ber­höggi við yfir­lýst mark­mið sam­bands­ins um að draga úr losun á næstu árum.

Tals­maður IATA, sem eru alþjóð­leg hags­muna­sam­tök flug­fé­laga, tekur í sama streng í við­tali við franska frétta­mið­il­inn Rfi. Þar segir hann að 50 pró­senta lág­marks­nýt­ing í vetur sé óraun­hæf fyrir evr­ópsk flug­fé­lög, sökum sam­drátt­ar­ins í flug­um­ferð vegna nýrrar bylgju heims­far­ald­urs­ins.

Sam­göngu­ráð­herra Belg­íu, George Gilkinet, kall­aði sömu­leiðis eftir því að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins grípi fljótt til aðgerða og lækki lág­marks­nýt­ing­una. Einnig vill Gilkinet að und­an­þágu­heim­ildir séu veittar til flug­fé­laga frá þess­ari lág­marks­nýt­ingu fram eftir sum­ri, hð minnsta.

Lág­mark til að við­halda sam­keppni

Evr­ópu­sam­bandið hefur nú þegar lækkað lág­marks­nýt­ingu á lend­ing­ar­tímum flug­fé­laga vegna far­ald­urs­ins, en áður en hann skall á þurftu flug­fé­lög að nýta 80 pró­sent allra lend­ing­ar­tíma sem þau fengu til að við­halda lend­ing­ar­rétt­inum á evr­ópskum flug­völl­um. Stefnt er svo að því að hækka lág­markið í 64 pró­sent í sumar sam­hliða auk­inni flug­um­ferð um álf­una.

Yfir­maður sam­göngu­mála hjá Evr­ópu­sam­band­inu, Adina Val­ean, sagði að núver­andi reglur byðu nú þegar upp á mik­inn sveigj­an­leika svo að hægt sé að kom­ast í veg fyrir drauga­flug í við­tali við Fin­ancial Times. Einnig benti hún á að vís­bend­ingar væru uppi um að nýtt afbrigði veirunnar hefði ekki jafnslæm áhrif á flug­geir­ann og áður var talið, en flug­um­ferð þessa stund­ina er um 79 pró­sent af venju­legri umferð á sama árs­tíma.

Sam­kvæmt Val­ean eru reglur sam­bands­ins nauð­syn­legar til að vernda starf­semi flug­valla og kjör neyt­enda, þar sem þær við­halda sam­keppni á milli flug­fé­laga.

Ekki sama hljóð í Icelanda­ir, PLAY og Ryanair

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans seg­ist Icelandair ekki hafa þurft að fljúga tómum flug­vélum á milli flug­valla til að við­halda lend­ing­ar­rétti sínum á evr­ópskum flug­völl­um. Þar þakkar flug­fé­lagið sér­stak­lega ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins um að lækka lág­marks­nýt­ingu á lend­ing­ar­tímum niður í 50 pró­sent, auk tíma­bund­inna und­an­þága í löndum þar sem ferða­tak­mark­anir gilda.

„Það hefur verið mik­il­vægt að hafa þennan sveigj­an­leika og við höfum fulla trú á að komið verði áfram til móts við flug­fé­lög hvað þetta varðar ef far­ald­ur­inn dregst enn frekar á lang­inn,“ bætir flug­fé­lagið við.

PLAY seg­ist heldur ekki hafa haldið úti flugi til að tryggja sér lend­ing­ar­rétt á flug­völlum í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Sam­kvæmt flug­fé­lag­inu eru fela drauga­flugin svoköll­uðu ekki í sér góða þróun fyrir neyt­end­ur, þar sem þau koma í veg fyrir að önnur flug­fé­lög geti nýtt sér þessa lend­ing­ar­tíma og hamli því sam­keppni. Einnig bætir félagið við að ekki megi gleyma umhverf­is­þætt­in­um, óþarfa flug­ferðir hafi mjög slæm áhrif á umhverf­ið.

Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, gefur lítið fyrir útskýringar Lufthansa um draugaflug.

Mich­ael O’Le­ary, for­stjóri Ryanair var ómyrk­ari í máli um drauga­flug Luft­hansa í til­kynn­ingu sem hann sendi til fjöl­miðla fyrr í vik­unni. Þar hvatti hann fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins til að hunsa ummæli Carsten Spohr og sagði að lausnin við þessum tómu flug­ferðum væri ein­föld: Luft­hansa þyrfti ein­ungis að selja fleiri flug­miða.

„Luft­hansa elskar að gráta krókó­díl­stárum um umhverfið á meðan það gerir allt í sínu valdi til að halda í lend­ing­ar­rétt­inn sinn,“ bætti O’Le­ary við í til­kynn­ingu sinni. Ein­ungis yrði hægt að auka eft­ir­spurn eftir flugi með lægra verði, en þannig yrði hægt að hraða við­spyrn­una í flug­geir­anum í Evr­ópu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar