Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?

Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.

michael jackson
Auglýsing

Söng­leikur um popp­stjörn­una Mich­ael Jackson var for­sýndur á Broa­d­way í des­em­ber fyrir fullu húsi. Lynn Notta­ge, sem hefur í tvígang hlotið Pulitz­er-verð­laun­in, skrifar hand­ritið og leik­stjórn er í höndum Christopher Wheeldon, þekkts dans­höf­und­ar. Miklum fjár­munum hefur verið varið í gerð söng­leiks­ins og hans beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu, ekki síst þegar kemur að því hvernig ásak­anir á hendur Jackson um barn­a­níð verða teknar fyrir í söng­leikn­um. En svarið er ein­falt: Það er ekki gert.

Það ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem aðstand­endur Jackson eru með í ráðum við gerð söng­leiks­ins. En samt.

Auglýsing

„Hver í fjand­anum er þessi fjöl­skylda sem hann vill taka með í tón­leika­ferða­lag­ið?“

Söng­leik­ur­inn ber heitið MJ og ger­ist að mestu árið 1992, ári áður en Jackson var fyrst sak­aður um mis­notk­un. Söng­leik­ur­inn dregur því upp mynd af hon­um, popp­kóng­in­um, á toppi fer­ils­ins en á sama tíma glímdi hann við fjár­hags­vand­ræði tengd búgarð­inum Never­land og ofneyslu verkja­lyfja, sem á enfanum varð hans bana­mein sum­arið 2009. Á einum tíma­punkti er örlítið gefið til kynna að Jackson hafi mögu­lega átt í vafasömum sam­skiptum við unga drengi þegar umboðs­mað­ur­inn varpar fram spurn­ingu í einu atrið­inu þar sem hann spyr „hver í fjand­anum þessi fjöl­skylda sé sem hann vill taka með í tón­leika­ferða­lag­ið?“

Michael Jackson heldur á nýfæddu barni sínu yfir svalahandrið á 4. hæð á Hotel Adlon í Berlín í nóvember 2002

Lífs­hlaup og frægð Jackson eru merki­leg fyrir margra hluta sakir, útlit hans var sífellt til tals og heims­byggðin fylgd­ist með umdeildum upp­á­tækjum hans, líkt og að halda á nýfæddum syni sínum yfir svala­hand­rið á hót­eli í Berlín. En á seinni hluta fer­ils­ins urðu raddir sífellt hávær­ari þess efnis að Jackson hafi mis­notað unga drengi.

Árið 1993 sak­aði fjöl­skylda 12 ára drengs Jackson um að hafa mis­notað dreng­inn á hót­el­her­bergi. Fjöl­skyldan hafði ferð­ast með Jackson til Las Vegas eftir að Jackson ving­að­ist við föður drengs­ins þegar hann leigði sér bíl eftir að bíll­inn hans bil­aði. Dreng­ur­inn varði síellt meiri tíma með Jackson og fór fjöl­skyld­una að gruna að ekki væri allt með felldu. Dreng­ur­inn greindi sál­fræð­ingi frá mis­notk­un­inni þar sem hann sagði Jackson hafa snert sig á óvið­eig­andi hátt og þvingað hann til munn­maka. Þá sagði hann að Jackson hafi við­ur­kennt að hafa átt í svip­uðu sam­bandi við aðra drengi. Málið fór aldrei fyrir dóm en lauk með 20 milljón doll­ara sátta­greiðslu frá Jackson til for­eldr­anna.

Um tíu árum síðar var gefin út ákæra í sjö liðum þar sem Jackson er sak­aður um barn­a­níð og fyrir að hafa gefa barni eit­ur­lyf í þeim til­gangi að deyfa það og tæla. Rétt­ar­höld fóru fram í febr­úar 2005 en Jackson var að lokum sýkn­aður af öllum ákæru­lið­um.

Rob­son og Safechuck neita að tjá sig um söng­leik­inn

Wade Rob­son var meðal þeirra sem bar vitni í rétt­ar­höld­un­um, en hann kom fram í nokkrum tón­list­ar­mynd­böndum með Jackson. Í rétt­ar­höld­unum þvertók hann fyrir að hafa verið mis­not­að­ur. Árið 2013, fjórum árum eftir and­lát Jackson, við­ur­kenndi Rob­son að hann hafi verið mis­not­aður af Jackson. Ári síðar steig annar maður fram, James Safechuck, og sak­aði Jackson um kyn­ferð­is­legt ofbeldi. Rob­son og Safechuck segja ítar­lega frá mis­notk­un­inni sem fór fram þegar þeir voru ungir drengir í heim­ilda­mynd­inni Lea­v­ing Never­land sem var frum­sýnd á Sund­ance-­kvik­mynda­há­tíð­inni í jan­úar 2019. Hvorki Rob­son né Safechuck hafa viljað tjá sig um upp­færslu söng­leiks­ins þegar eftir því hefur verið leit­að.

Jackson neit­aði öllum ásök­unum og eftir andlár hans í júní 2009 hefur fjöl­skylda hans hafnað öllum ásök­unum á hendur Jackson. Það ætti því ekki að koma á óvart að ásak­anir um barn­a­níð komi ekki fram í söng­leiknum þar sem fjöl­skylda Jackson kemur að upp­setn­ing­unni. Frá því að söng­leik­ur­inn var for­sýndur 6. des­em­ber hefur verið upp­selt á allar sýn­ing­ar. Stefnan er að þróa söng­leik­inn og koma að mögu­legum breyt­ingum til 1. febr­úar þegar almennar sýn­ingar hefj­ast.

Í því sam­hengi er áhuga­vert að velta fyrir sér áhrifum slauf­un­ar­menn­ingu (e. Cancel cult­ure) í tengslum við feril Mich­ael Jackson. Er hann ein­fald­lega of stór fyrir slauf­un­ar­menn­ingu?

Úti­lok­un­ar­menn­ing eða slauf­un­ar­menn­ing er til­­­tölu­­lega nýtt fyr­ir­­bæri sem varð aðal­­­lega til á net­inu. Með gríð­­ar­­lega miklu upp­­lýs­inga­flæði og aðgengi almenn­ings að inter­­net­inu hefur umræða færst yfir á opin­bera vett­vang­inn og geta allir verið sinn eigin fjöl­mið­ill.

S­lauf­un­ar­menn­ing gengur út á það að úti­­loka ein­stak­l­inga sem brotið hafa gegn sam­­fé­lags­­legum gildum og hags­munum þjóð­­fé­lags­ins – ýmist með því að hafa tjáð sig á ákveð­inn máta eða gert eitt­hvað á hlut ann­­arra. Segja má að um ákveðið félags­­­legt aðhald sé að ræða. Almenn­ingur sýnir þannig andóf gegn þessum ein­stak­l­ingum sem brjóta af sér.

Kjarn­inn fjall­aði um þetta til­tölu­lega nýja fyr­ir­bæri í ítar­legri frétta­skýr­ingu í októ­ber 2020 þar sem meðal ann­ars var rætt við Arnar Egg­ert Thoraren­sen, aðjunkt við félags­­fræð­i-, mann­fræði- og þjóð­fræð­i­­deild við HÍ, fjall­aði um tím­ann í tengslum við slauf­un­ar­menn­ingu, þ.e. á hvaða tíma­­punkti í ferli tón­list­­ar­­manns sem er úti­­lok­aður sé eðli­­legt að hætta að hlusta á hann? Arnar Egg­ert nefndi Mich­­ael Jackson sem dæmi og spurði í því sam­hengi hvort það sé í lagi að hlusta á plöt­­urnar sem hann gerði áður en hann varð full­orð­inn og hver ákveði það í raun?

Úr „Don’t Stop ’Til You Get Enough“ í „MJ“

Söng­leikur um Mich­ael Jackson hefur lengi verið í smíðum en greint var frá fyr­ir­hug­aðri Broa­d­wa­y-­upp­færslu vorið 2018. Hvort sem það er af ásettu ráði eða ekki er sögu­sviðið og tíma­línan afar þröng. Sögu­þráð­ur­inn er aðeins bund­inn við tvo daga og ger­ist í æfinga­hús­næði í Los Ang­eles þar sem Jackson ein­beitir sér að und­ir­bún­ingi fyrir næsta tón­leika­ferða­lag sitt um heim­inn: Dan­ger­ous. Með þessu móti er ein­blínt á snilli­gáfu Jackson, söng- og dans­hæfi­leik­ana. Einnig má finna nokkur end­ur­lit frá upp­hafi ferli Jackson, en ekk­ert þegar nær dregur ásök­unum um barn­a­níð.

Söngleikur um Michael Jackson fer í almennar sýningar á Broadway í febrúar.

Til stóð að setja upp söng­leik­inn í Chicago skömmu eftir frum­sýn­ingu heim­ilda­mynd­ar­innar Lea­v­ing Never­land en fallið var frá þeirri hug­mynd auk þess sem nafni söng­leiks­ins var breytt úr „Don’t Stop ’Til You Get Enough“ í aðeins hlut­laus­ara nafn, ein­fald­lega „MJ“. Í fram­hald­inu var stefnt á frum­sýn­ingu á Broa­d­way sum­arið 2020 en þegar leik­hús­inu var lokað sökum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins var frum­sýn­ing­unni frestað.

Nottage og Wheeldon, hand­rits­höf­undur og leik­stjóri MJ, sögðu verk­efnið áskorun eftir að heim­ilda­myndin kom út í mars 2019. Hvorki Nottage né Wheeldon tóku afstöðu um ásak­an­irnar á hendur Jackson. „Hluti af því sem við gerum sem lista­menn er að bregð­ast við flækju­stig­um,“ sagði Wheeldon í við­tali vorið 2019. Að hans sögn er áherslan í söng­leiknum fyrst og fremst á sköp­un­ar­ferli Mich­ael Jackson.

„Ég horfi á list­formið sem við erum að skapa sem leið til að dýpka skiln­ing okkar á Mich­ael Jackson og vinna úr ýmsum til­finn­ing­um,“ sagði Notta­ge, en að hennar mati er það einmitt það sem leik­húsið getur gert.

Form­legar sýn­ingar hefj­ast í febr­úar og þá kemur í ljós hvort tak­ist að fyll­ast þau 1.145 sæti Neil Simon-­leik­húss­ins, en allt bendir til þess að almenn­ing­ur, eða stór hluti hans, sé til­bú­inn að segja skilið við ásak­anir á hendur Jackson, að minnsta kosti á meðan það fylgist með leik­urum og dönsurum segja frá hluta fer­ils popp­kóngs­ins með dansi og leik á Broa­d­way.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar