Barir loka, 10 manna samkomutakmarkanir, engir hraðprófaviðburðir en óbreytt skólastarf

Þrír ráðherrar kynntu hertar samkomutakmarkanir og endurvakningu efnahagsaðgerða eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag. Tíu manns mega koma saman að hámarki, nema á stöðum eins og veitingastöðum, í skólum og sundlaugum og líkamsræktarstöðvum.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur ákveðið að herða sótt­varna­ráð­staf­anir inn­an­lands tals­vert, sam­kvæmt því sem fram kom í máli ráð­herra eftir rík­is­stjórn­ar­fund í dag. Börum og spila­sölum verður gert að loka, ein­ungis 10 manns mega alment koma saman og ekki verður lengur hægt að bjóða fleiri gesti vel­komna á við­burði gegn því að þeir fari í hrað­próf. Áfram mega þó 50 manns sækja sviðs­lista­við­burði. Skóla­starf verður óbreytt á öllum skóla­stig­um.

Sam­fara þessum hertu aðgerð­um, sem taka gildi á mið­nætti og verða í gildi til 2. febr­ú­ar, stendur til að ráð­ast í frek­ari efna­hags­að­gerðir til að bæta rekstr­ar­að­ilum upp tjón sem hlýst af sótt­varna­ráð­stöf­un­um. Lok­un­ar­styrkir verða til dæmis end­ur­vaktir fyrir þá sem þurfa að loka og til stendur að leggja fram frum­varp um að gjald­dögum á sköttum hjá fyr­ir­tækjum í veit­inga­geir­anum verði frestað.

„Óhjá­kvæmi­legt“ og full sam­staða í stjórn­inni

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði við frétta­menn fyrir utan Ráð­herra­bú­stað­inn við Tjarn­ar­götu að það væri óhjá­kvæmi­legt að grípa til þess­ara herð­inga. Hún sagði að staðan væri gríð­ar­lega þung inni á Land­spít­ala og víðar í heil­brigð­is­kerf­inu. Full sam­staða væri í rík­is­stjórn­inni um að herða aðgerðir á þessum tíma­punkti.

Auglýsing

Fram kom í máli Will­ums Þórs Þórs­sonar heil­brigð­is­ráð­herra að mönnun yrði styrkt á Land­spít­al­an­um, en nánar má lesa um það hér í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins. Willum sagði að allt sam­fé­lagið myndi þurfa að ganga í takt og draga úr sam­gangi næstu tvær vikur til að draga úr álag­inu á spít­al­ann. Hann sagði að búið væri að meta breyttar reglur með hlið­sjón af lög­mæti, til­efni og nauð­syn, en að þær væru þó enn í smíðum í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu.

Sund­laug­ar- og lík­ams­rækt­ar­stöðvar verða áfram opnar eins og verið hef­ur, og heim­ilt að taka við 50 pró­sent af leyfi­legum heild­ar­gesta­fjölda. Sömu reglur verða sömu­leiðis áfram í gildi hvað varðar veit­inga­staði, en þar hafa tutt­ugu við­skipta­vinir mátt vera í sama sótt­varn­ar­hólfi. Svo verður áfram.

Ein­ungis eru þrír dagar síðan rík­is­stjórnin tók ákvörðun um að halda sótt­varna­ráð­stöf­unum óbreyttum í þrjár vikur í við­bót, eða til 2. febr­ú­ar. Þær reglur fólu í sér að í mesta lagi 20 manns mættu koma sam­an, með und­an­­tekn­ingu varð­andi 50 gesti á sitj­andi við­­burðum og 200 gesti með nei­­kvætt hrað­­próf.

Meg­in­inn­tak reglna með þeim breyt­ingum sem verða á mið­nætti

  • Almennar fjölda­tak­mark­anir fara úr 20 í 10 manns.
  • Áfram 2 metra nálægð­ar­mörk og óbreyttar reglur um grímu­skyldu.
  • Áfram 20 manns að hámarki í rými á veit­inga­stöðum og óbreyttur opn­un­ar­tími.
  • Sviðs­listir heim­ilar með allt að 50 áhorf­endum í hólfi.
  • Heim­ild til auk­ins fjölda með hrað­prófum fellur brott.
  • Sund-, bað­stað­ir, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og skíða­svæði áfram með 50% afköst.
  • Íþrótta­keppnir áfram heim­ilar með 50 þátt­tak­endum en án áhorf­enda.
  • Hámarks­fjöldi í versl­unum fari úr 500 í 200 manns.
  • Skemmti­stöð­um, krám, spila­sölum og spila­kössum verður lok­að.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent