Barir loka, 10 manna samkomutakmarkanir, engir hraðprófaviðburðir en óbreytt skólastarf

Þrír ráðherrar kynntu hertar samkomutakmarkanir og endurvakningu efnahagsaðgerða eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag. Tíu manns mega koma saman að hámarki, nema á stöðum eins og veitingastöðum, í skólum og sundlaugum og líkamsræktarstöðvum.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur ákveðið að herða sótt­varna­ráð­staf­anir inn­an­lands tals­vert, sam­kvæmt því sem fram kom í máli ráð­herra eftir rík­is­stjórn­ar­fund í dag. Börum og spila­sölum verður gert að loka, ein­ungis 10 manns mega almennt koma saman og ekki verður lengur hægt að bjóða fleiri gesti vel­komna á við­burði gegn því að þeir fari í hrað­próf. Áfram mega þó 50 manns sækja sviðs­lista­við­burði. Skóla­starf verður óbreytt á öllum skóla­stig­um.

Sam­fara þessum hertu aðgerð­um, sem taka gildi á mið­nætti og verða í gildi til 2. febr­ú­ar, stendur til að ráð­ast í frek­ari efna­hags­að­gerðir til að bæta rekstr­ar­að­ilum upp tjón sem hlýst af sótt­varna­ráð­stöf­un­um. Lok­un­ar­styrkir verða til dæmis end­ur­vaktir fyrir þá sem þurfa að loka og til stendur að leggja fram frum­varp um að gjald­dögum á sköttum hjá fyr­ir­tækjum í veit­inga­geir­anum verði frestað.

„Óhjá­kvæmi­legt“ og full sam­staða í stjórn­inni

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði við frétta­menn fyrir utan Ráð­herra­bú­stað­inn við Tjarn­ar­götu að það væri óhjá­kvæmi­legt að grípa til þess­ara herð­inga. Hún sagði að staðan væri gríð­ar­lega þung inni á Land­spít­ala og víðar í heil­brigð­is­kerf­inu. Full sam­staða væri í rík­is­stjórn­inni um að herða aðgerðir á þessum tíma­punkti.

Auglýsing

Fram kom í máli Will­ums Þórs Þórs­sonar heil­brigð­is­ráð­herra að mönnun yrði styrkt á Land­spít­al­an­um, en nánar má lesa um það hér í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins. Willum sagði að allt sam­fé­lagið myndi þurfa að ganga í takt og draga úr sam­gangi næstu tvær vikur til að draga úr álag­inu á spít­al­ann. Hann sagði að búið væri að meta breyttar reglur með hlið­sjón af lög­mæti, til­efni og nauð­syn, en að þær væru þó enn í smíðum í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu.

Sund­laug­ar- og lík­ams­rækt­ar­stöðvar verða áfram opnar eins og verið hef­ur, og heim­ilt að taka við 50 pró­sent af leyfi­legum heild­ar­gesta­fjölda. Sömu reglur verða sömu­leiðis áfram í gildi hvað varðar veit­inga­staði, en þar hafa tutt­ugu við­skipta­vinir mátt vera í sama sótt­varn­ar­hólfi. Svo verður áfram.

Ein­ungis eru þrír dagar síðan rík­is­stjórnin tók ákvörðun um að halda sótt­varna­ráð­stöf­unum óbreyttum í þrjár vikur í við­bót, eða til 2. febr­ú­ar. Þær reglur fólu í sér að í mesta lagi 20 manns mættu koma sam­an, með und­an­­tekn­ingu varð­andi 50 gesti á sitj­andi við­­burðum og 200 gesti með nei­­kvætt hrað­­próf.

Meg­in­inn­tak reglna með þeim breyt­ingum sem verða á mið­nætti

  • Almennar fjölda­tak­mark­anir fara úr 20 í 10 manns.
  • Áfram 2 metra nálægð­ar­mörk og óbreyttar reglur um grímu­skyldu.
  • Áfram 20 manns að hámarki í rými á veit­inga­stöðum og óbreyttur opn­un­ar­tími.
  • Sviðs­listir heim­ilar með allt að 50 áhorf­endum í hólfi.
  • Heim­ild til auk­ins fjölda með hrað­prófum fellur brott.
  • Sund-, bað­stað­ir, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og skíða­svæði áfram með 50% afköst.
  • Íþrótta­keppnir áfram heim­ilar með 50 þátt­tak­endum en án áhorf­enda.
  • Hámarks­fjöldi í versl­unum fari úr 500 í 200 manns.
  • Skemmti­stöð­um, krám, spila­sölum og spila­kössum verður lok­að.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent