Stjórnendur Arion banka vona að niðurstaðan verði í „sem mestri sátt við samfélagið“

Yfirlýst stefna Arion banka er að verkefni sem hann styðji hafi jákvæð áhrif á bæði umhverfi og samfélag. Kjarninn spurði stjórnendur bankans hvort þeir teldu sölu og endurræsingu kísilversins í Helguvík samræmast hinni grænu stefnu.

Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Auglýsing

„Þetta er vilja­yf­ir­lýs­ing og því engin nið­ur­staða komin í mál­ið,“ segir Har­aldur Guðni Eiðs­son, for­stöðu­maður sam­skipta­sviðs Arion banka, spurður hvort stjórn­endum bank­ans þyki vilja­yf­ir­lýs­ing sem gerð hefur verið við eig­endur kís­il­vers­ins á Bakka um mögu­leg kaup á kís­il­verk­smiðj­unni í Helgu­vík, sam­ræm­ast stefnu bank­ans, grænu veg­ferð­inni. Í stefn­unni segir m.a.: „Við hjá Arion banka viljum stöðugt gera betur og viljum að verk­efnin sem við styðjum við­skipta­vini okkar í hafi jákvæð áhrif á bæði umhverfi og sam­fé­lag.“

Aug­ljós og mikil and­staða er meðal bæði bæj­ar­yf­ir­valda í Reykja­nesbæ og íbúa sveit­ar­fé­lags­ins við þau áform Stakks­bergs, dótt­ur­fé­lags Arion banka, að gera end­ur­bætur á verk­smiðj­unni, end­ur­ræsa hana og stækka. „Auð­vitað von­umst við til að nið­ur­stað­an, hver sem hún verð­ur, verði í sem mestri sátt við sam­fé­lag­ið,“ svarar Har­aldur Guðni enn­frem­ur.

Hann segir stjórn­endur Arion banka hafa um nokk­urt skeið kannað ýmsa mögu­leika varð­andi fram­tíð kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík. „Bank­inn hefur haft það mark­mið að annað hvort finna hæfa aðila með við­ur­kennda reynslu af starf­semi kís­il­vera til að taka við starf­semi kís­il­vers­ins eða finna aðra lausn sem þá fæli ekki í sér að starf­semi hæf­ist á ný í kís­il­ver­in­u,“ segir Har­ald­ur.

Auglýsing

Líkt og Kjarn­inn greindi frá í gær hafa Arion banki og PCC nú und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu varð­andi mögu­leg kaup PCC SE, meiri­hluta­eig­anda PCC BakkiSil­icon hf., á verk­smiðj­unni. „Þar sem um vilja­yf­ir­lýs­ingu er að ræða er á þessum tíma­punkti óvíst hvort af kaup­unum verð­i,“ segir í skrif­legu svari Har­aldar til Kjarn­ans við þeirri spurn­ingu hvort Arion banki ætli, þrátt fyrir hina miklu and­stöðu í Reykja­nes­bæ, að halda því til streitu að selja verk­smiðj­una.

Vilji bæj­ar­yf­ir­valda stendur til þess að verk­smiðjan verði rifin og sagði Frið­jón Ein­ars­son for­maður bæj­ar­ráðs í sam­tali við Kjarn­ann fyrr í vik­unni að á því hefðu aðilar sýnt áhuga.

Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Mynd: Arion banki

Har­aldur segir að einn af þeim kostum sem hafi verið til skoð­unar á und­an­förnum árum sé sá að flytja verk­smiðj­una, „en nú er málið komið í þennan far­veg og við þurfum bara að sjá hvernig því mun vinda fram“.

Félagið Sam­einað síli­kon (United Sil­icon) rak kís­il­verk­smiðj­una um tíu mán­aða skeið á árunum 2016-2017. Allan þann tíma gekk rekst­ur­inn illa og hund­ruð kvart­ana bár­ust frá íbúum vegna ólyktar og heilsu­fars­legra óþæg­inda. Umhverf­is­stofnun stöðv­aði starf­sem­ina haustið 2017. Sam­einað Síli­kon fór í þrot og stærsti kröfu­hafi verk­efn­is­ins, Arion banki, tók eign­irnar yfir.

Bank­inn ætlar sér vissu­lega ekki sjálfur að reka kís­il­ver. Dótt­ur­fé­lag hans, Stakks­berg, hefur síð­ustu ár unnið að nýju umhverf­is­mati fyrir verk­smiðj­una sem miðar að end­ur­bótum á henni, end­ur­ræs­ingu og stækkun úr einum ljós­boga­ofni í fjóra. Mat­inu lauk með áliti Skipu­lags­stofn­unar sem gefið var út á gaml­árs­dag. Sala á verk­smiðj­unni, með hvaða hætti sem hún á sér stað, hefur ávallt verið mark­mið bank­ans.

„Áhuga­vert væri að sjá grænni starf­semi“

Það hefur hins vegar ekki alltaf legið beint við að kís­il­málm­bræðsla hefj­ist í verk­smiðj­unni að nýju í Helgu­vík. Á upp­gjörs­fundi í febr­úar á síð­asta ári sagði Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, að þar sem bank­inn bók­færði aðeins hrakvirði á verk­smiðj­una væri það „vís­bend­ing um að litlar vonir séu um að verk­smiðjan muni starfa aft­ur, áhuga­vert væri að sjá aðra og græni starf­semi eiga sér stað þar í fram­tíð­inn­i“.

Er þessi orð voru látin falla, fyrir tæpu ári síð­an, hafði bank­inn fært niður bók­fært virði Stakks­bergs um 5,3 millj­arða á innan við tveimur árum. Virði þess var því þá 1,6 millj­arðar króna.

En nú er eign­in, löskuð verk­smiðja sem ekki hefur verið starf­rækt í rúm­lega fjögur ár, en með stimpli Skipu­lags­stofn­unar á mati á umhverf­is­á­hrifum end­ur­bóta og stækk­un­ar, orðin sölu­vænni en áður. Verð á kísli hafði verið á nið­ur­leið áður en heims­far­ald­ur­inn skall á. Flestar hrá­vörur hafa hins vegar hækkað í verði und­an­farna mán­uði og er kís­ill þar engin und­an­tekn­ing.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent