23 færslur fundust merktar „sveitarstjórnarkosningar“

Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn og snúnar meirihlutaviðræður eru fram undan.
Lokaniðurstöður í stærstu sveitarfélögunum – Meirihlutinn fallinn í Reykjavík
Meirihlutinn er fallinn í Reykjavík en heldur í flestum nágrannasveitarfélögunum, nema Mosfellsbæ. Spennandi kosninganótt er lokið. Kjarninn tók saman lokaniðurstöður í nokkrum af stærstu sveitarfélögunum.
15. maí 2022
Viljayfirlýsingar og loforðaflaumur í aðdraganda kosninga
Kjördagur sveitarstjórnarkosninga nálgast óðfluga.Svo mikið er víst, ekki síst þegar litið er til allra viljayfirlýsinga, lóðavilyrðasamninga og annarra samninga um uppbyggingu í húsnæðismálum sem undirritaðir hafa verið síðustu daga og vikur.
12. maí 2022
Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík.
„Af hverju þarf að fækka bílum?“
Oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík sér enga ástæðu til að fækka bílum á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill auka umferðarflæði í borginni til að minnka mengun og innleiða „Viðeyjarleið“ sem tengir byggðir borgarinnar saman.
11. maí 2022
Birgir Birgisson
Alls konar svindl
8. maí 2022
Þetta kom fram í máli Loga á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag.
Barnaleg tiltrú Samfylkingarinnar á Vinstri-Græn hafi orðið henni að falli
Samfylkingin ætlaði sér stóra hluti fyrir síðustu alþingiskosningarnar en hafði ekki erindi sem erfiði, og fór Logi ekki leynt með vonbrigðin sem því fylgdu í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag.
12. mars 2022
Einar Þorsteinsson
Einar Þorsteinsson vill leiða lista Framsóknar í Reykjavík
Fyrrverandi fréttamaðurinn Einar Þorsteinsson er kominn undan feldi og hefur hann ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.
4. mars 2022
Kristín Ýr Pálmarsdóttir, sem sóttist eftir 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Mosfellsbæ, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir sigurvegara í prófkjörinu hafa smalað atkvæðum.
Kallar sigurvegara í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ trúða og segir sig úr flokknum
Frambjóðandi sem sóttist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ segir sigurvegara prófkjörsins hafa smalað atkvæðum. Hún hefur sagt skilið við flokkinn – „Ég þarf ekki lengur að starfa með þessum tveimur trúðum.“
6. febrúar 2022
Haraldur Sverrisson.
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar gefur ekki áfram kost á sér
Haraldur Sverrisson, oddviti Sjálfstæðisflokks sem hefur verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá árinu 2007, verður ekki í framboði í sveitarfélaginu í kosningunum í vor.
10. nóvember 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
4. mars 2021
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
30. september 2020
Að minnsta kosti tveir austfirskir kjósendur höfðu ekki erindi sem erfiði þegar þeir gerðu sér ferð til þess að kjósa í sveitarstjórnarkosningum helgarinnar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Austfirskir kjósendur fóru í fýluferð til sýslumanns
Dómsmálaráðuneytið þurfti að minna embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á að það væru sveitarstjórnarkosningar í gangi í nýju sveitarfélagi á Austurlandi. Tveimur hið minnsta var vísað frá, er þeir reyndu að greiða atkvæði utan kjörfundar.
18. september 2020
Sólsetur við Lagarfljót á Fljótsdalshéraði.
Allir í framboði og kynleiðrétting hjá Miðflokknum í nýju sveitarfélagi
Kjósendur í nýju sveitarfélagi á Austurlandi ganga að kjörborðinu 19. september. Fimm listar bjóða fram krafta sína, en bæði er kosið til ellefu manna sveitarstjórnar og fjögurra heimastjórna. Athygli hefur vakið hve fáar konur eru á lista Miðflokksins.
2. september 2020
Ráðhús Reykjavíkur
Hlutfall kjörinna kvenna í sveitarstjórnum aldrei verið hærra
Alls voru kjörnir 502 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu árið 2018, 266 karlar og 236 konur. Kosningaþátttaka kvenna var meiri en karla og var hún breytileg eftir aldri, meiri meðal eldri en yngri kjósenda.
19. júní 2019
Meirihlutinn fallinn og Sjálfstæðisflokkur í sókn
Borgarstjórnarmeirihlutinn er naumlega fallinn samkvæmt nýjustu kosningspánni. Lítið vantar þó upp á að hann haldi. Níu flokkar mælast með mann inni og Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig á lokasprettinum. Vinstri græn stefna í afhroð.
26. maí 2018
Nær enginn munur á fylgi Sósíalistaflokks og Flokks fólksins en bara annar nær inn
Engar breytingar eru á skiptingu borgarfulltrúa á milli kosningaspáa. Samfylkingin heldur áfram að bæta lítillega við sig og Sjálfstæðisflokkurinn þokast upp á við í fyrsta sinn í nokkrar vikur.
25. maí 2018
Sósíalistaflokkurinn étur af Vinstri grænum sem stefna í verri útkomu en 2014
Samfylkingin er að bæta við sig fylgi á síðustu vikum kosningabaráttunnar og er komin í nánast kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er á hinn bóginn að dala á síðustu metrunum. Átta framboð næðu inn og meirihlutinn heldur örugglega velli.
23. maí 2018
Sverrir Kári Karlsson
Leyfum börnunum okkar að velja
20. maí 2018
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með lægsta fylgi sitt í sögunni en meirihlutinn rígheldur
Sósíalistaflokkurinn mælist í fyrsta sinn með mann inni, Samfylkingin nálgast kjörfylgi og Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að dala. Hörð barátta er milli Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins, Framsóknar og Viðreisnar um tvo síðustu menn inn.
17. maí 2018
Fylgi Sjálfstæðisflokks ekki mælst lægra á þessu ári
Framsókn mælist ekki lengur með mann inni og Viðreisn myndu nú ná tveimur inn. Metfjöldi framboða virðist fyrst og síðast hafa neikvæð áhrif á fylgi íhaldssamari flokka en treysta stöðu meirihlutans í borginni. Þetta kemur fram í nýjustu kosningaspánni.
8. maí 2018
Fylgi annarra flokka en eru á þingi hefur fjórfaldast
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur virðast föst í sessi sem hryggjarstykkið í sitthvorri fylkingunni í borginni. Saman eru þessir tveir höfuðandstæðingar að fara að fá 65 prósent borgarfulltrúa miðað við nýjustu kosningaspánna.
6. maí 2018
Allt í járnum í Reykjavík
Þótt meirihlutinn í borgarstjórn haldi eins og staðan er í dag þá stendur það mjög tæpt. Líklegast er að átta borgarfulltrúar muni dreifast á sex flokka. Þetta er niðurstaða nýjustu sætaspár Kjarnans.
2. maí 2018
Þeim sem ætla að kjósa „önnur“ framboð fjölgar hratt
Meirihlutinn í Reykjavík myndi halda, Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn en Viðreisn gæti lent í oddastöðu. Þeim fjölgar hratt sem ætla að kjósa aðra flokka en þá sem eiga fulltrúa á Alþingi í dag. Þetta er niðurstaða nýjustu kosningaspárinnar.
28. apríl 2018
Klofningur Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi
Nýtt framboð væntanlegt í sveitarstjórnarkosningunum í maí í Norðurþingi. Klofningur er innan sjálfstæðisflokksins vegna uppstillingar á framboðslista.
24. apríl 2018