Allir í framboði og kynleiðrétting hjá Miðflokknum í nýju sveitarfélagi

Kjósendur í nýju sveitarfélagi á Austurlandi ganga að kjörborðinu 19. september. Fimm listar bjóða fram krafta sína, en bæði er kosið til ellefu manna sveitarstjórnar og fjögurra heimastjórna. Athygli hefur vakið hve fáar konur eru á lista Miðflokksins.

Sólsetur við Lagarfljót á Fljótsdalshéraði.
Sólsetur við Lagarfljót á Fljótsdalshéraði.
Auglýsing

Nokkuð hallar á konur á fram­boðs­lista Mið­flokks­ins til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga í nýju sam­ein­uðu sveit­ar­fé­lagi á Aust­ur­land. Ein­ungis fimm konur eru á fram­boðs­lista flokks­ins af alls 22 fram­bjóð­end­um, en á hinum list­unum sem boðnir verða fram í kosn­ingum 19. sept­em­ber næst­kom­andi eru hlut­föll karla og kvenna á fram­boðs­listum jöfn eða því sem næst.

„Ég er að fara í kyn­skipti­að­gerð á morgun og næsti maður líka, svo við þurfum nú ekki að hafa áhyggjur af því,“ segir Þröstur Jóns­son odd­viti Mið­flokks­ins í gam­an­sömum tón við blaða­mann Kjarn­ans, spurður út í þetta. 

Í fullri alvöru við­ur­kennir hann þó að það hafi ein­fald­lega gengið illa að fá konur til þess að taka sæti á list­an­um, þrátt fyrir að allt hafi verið gert til þess fram á sein­asta dag.Þröstur Jónsson

Mögu­leg skýr­ing, segir Þröst­ur, gæti verið sú að sveit­ar­stjórn­ar­störfin í nýju sveit­ar­fé­lagi verða umfangs­meiri en í sveit­ar­fé­lög­unum sem hið nýja leysir af hólmi. Hluta­starf, en ekki bara hobbý. Fólk sem hafi hug á að taka sæti ofar­lega og reyna að velj­ast í nýja bæj­ar­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins þurfi því að vera reiðu­búið til að gera til­fær­ingar á sínum dag­legu störfum og konur hafi síður reynst til­búnar til þess, hjá Mið­flokknum alla­vega, og bætir við að mestu skipti að hafa gott fólk á lista.

Fimm flokkar í fram­boði í frest­uðum kosn­ingum

Fram­boðs­frestur fyrir kosn­ing­arnar í nýja sveit­ar­fé­lag­inu, sem upp­runa­lega áttu að fara fram 18. apríl en var frestað vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, rann út 29. ágúst og verða alls fimm listar á kjör­seðl­in­um. 

Auk lista Mið­flokks­ins eru listar frá rík­is­stjórn­ar­flokk­unum þrem­ur, Fram­sókn­ar­flokki, Sjálf­stæð­is­flokki og Vinstri grænum og til við­bótar býður Aust­ur­list­inn fram í fyrsta skipti, en það er óháð fram­boð félags­hyggju­fólks í nýja sveit­ar­fé­lag­inu, sem orðið hefur til með sam­ein­ingu Fljóts­dals­hér­aðs, Seyð­is­fjarð­ar­kaup­stað­ar, Djúpa­vogs­hrepps og Borg­ar­fjarð­ar­hrepps.

Auglýsing

Sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans í nýju sveit­ar­fé­lagi hefur ekki mikið borið á eig­in­legri kosn­inga­bar­áttu, aug­lýs­ingum eða mál­efna­tali í sam­fé­lag­inu und­an­farnar vikur þrátt fyrir að ein­ungis 18 dagar séu í kjör­dag. Sam­komu­tak­mark­anir hafa enda verið í gildi og ekki hefur verið mælst til þess að fólk safn­ist saman eða sé að hitta aðra að nauð­synja­lausu, til dæmis á kosn­inga­skrif­stof­um.

Sveitarfélögin fjögur sem eru að sameinast umvefja Fjarðabyggð, hitt sameinaða sveitarfélagið á Mið-Austurlandi.

Flestum sem Kjarn­inn hefur rætt við ber líka saman um að helsta kosn­inga­málið verði sam­ein­ingin sjálf og fram­kvæmd henn­ar, enda verður kjör­tíma­bil fyrstu sveit­ar­stjórnar nýja sveit­ar­fé­lags­ins, sem lík­legt má telja að hljóti nafnið Múla­þing, ein­ungis fram til vors­ins 2022. 

Flokk­arnir hafa almennt lítið verið að koma stefnu­málum sínum á fram­færi við kjós­endur með beinum hætti eða minna á sig, en ein­ungis eina kosn­inga­aug­lýs­ingu sem kalla má er að finna í nýjasta tölu­blað­inu af Dag­skránni, viku­legum aug­lýs­ingapésa sem dreift er inn á heim­ili á Aust­ur­land­i. 

Þar er Mið­flokk­ur­inn með aug­lýs­ingu undir slag­orð­inu „Sveit­ar­fé­lagið allt“ en flokk­ur­inn rétt eins og fleiri flokkar hafa ekki enn kynnt heild­stæða stefnu sína. Vinstri græn eru þó und­an­tekn­ing í þessum efn­um, en mál­efna­skrá flokks­ins í nýja sveit­ar­fé­lag­inu var hægt að finna á sér­vef á vef­svæði Vinstri grænna. 

Fram­bjóð­endur flestra flokka hafa verið dug­legir að rita greinar í blöð, bæði í hér­aðs­frétta­miðl­ana Aust­ur­frétt og Aust­ur­glugg­ann og einnig í lands­dekk­andi vef­miðla, en Kjarn­anum heyr­ist að fram­boðin ætli sér að fara að koma stefnu­mál­unum betur á fram­færi á næstu dögum og vikum með kosn­inga­bæk­lingum og aug­lýs­ing­um.

Allir kosn­inga­bærir íbúar í raun í fram­boði

Það verður ekki ein­ungis kosið til sveit­ar­stjórnar í nýja sveit­ar­fé­lag­inu 19. sept­em­ber, því einnig verður kosið til fjög­urra heima­stjórna og munu umdæmi hverrar heima­stjórnar mið­ast við gömlu sveit­ar­fé­laga­mörk sveit­ar­fé­lag­anna fjög­urra.

Hver sem hefur kosn­inga­rétt í nýja sveit­ar­fé­lag­inu er í raun í fram­boði til heima­stjórnar í sínu umdæmi og er um beint per­sónu­kjör að ræða, sem eflaust verður fróð­legt í fram­kvæmd. 

Á vef nýja sveit­ar­fé­lags­ins segir að æski­legt sé að þeir sem hafi hug á því að taka sæti í heima­stjórn geri sjálfir grein fyrir því í sínu nærum­hverfi, en þar kemur jafn­framt fram að ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að þeir sem sitja á fram­boðs­listum til sveit­ar­stjórnar geti um leið boðið sér­stak­lega fram krafta sína í heima­stjórn og setið í báðum stjórnum á sama tíma.

Kjós­endur munu þurfa að skrá bæði fullt nafn og heim­il­is­fang fram­bjóð­enda til heima­stjórnar á kjör­seð­il­inn – og það má bara kjósa einn ein­stak­ling.

Markmiðið með heimastjórnunum er að allir fái að hafa sitt að segja. Teikning: Elín Elísabet

Tveir ein­stak­lingar verða kjörnir beinni kosn­ingu í hverja heima­stjórn og tveir til vara, alls átta manns í sveit­ar­fé­lag­inu öllu.

Þau munu starfa ásamt einum til við­bót­ar, en sá og vara­maður hans verða valdir af sveit­ar­stjórn. Mark­mið heima­stjórna er að tryggja áhrif og aðkomu heima­manna á hverjum stað að ákvörð­unum sem varða þeirra nærum­hverfi.

Sveit­ar­stjórn nýja sveit­ar­fé­lags­ins er ætlað að fela heima­stjórn­unum störf sem snúa að við­kom­andi byggða­hluta og heima­stjórnin mun geta ályktað um mál­efni byggð­ar­innar og komið málum á dag­skrá sveit­ar­stjórn­ar, en helstu verk­efni heima­stjórna eiga að snúa að deiliskipu­lags- og umhverf­is­mál­um, menn­ing­ar­mál­um, land­bún­að­ar­málum og umsögnum um stað­bundin mál­efni og leyf­is­veit­ing­ar, sam­kvæmt vef nýja sveit­ar­fé­lags­ins.

Stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins að flat­ar­máli

Nýtt sveit­ar­fé­lag mun lík­lega fá nafnið Múla­þing, en það nafn varð hlut­skarp­ast í ráð­gef­andi nafna­könnun á meðal íbúa fyrr á árinu. Nafnið Dreka­byggð varð þar í öðru sæti þrátt fyrir að hafa ekki blessun Örnefna­nefndar og Aust­ur­þing í því þriðja.

Að velja nýtt form­lega nafn á sveit­ar­fé­lagið er þó á meðal þess sem bíður nýrrar sveit­ar­stjórnar og verður vænt­an­lega með fyrstu verk­um. ­Rúm­lega 3.600 manns eru á kjör­skrá í nýju sveit­ar­fé­lagi, sem er það víð­femasta á land­in­u. 

Fjar­lægðir innan þess eru all­nokkrar, en 155 kíló­metra akst­urs­fjar­lægð er frá Djúpa­vogi til Borg­ar­fjarðar eystra og tekur sá rúntur á þriðju klukku­stund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag.
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar