Lokaniðurstöður í stærstu sveitarfélögunum – Meirihlutinn fallinn í Reykjavík

Meirihlutinn er fallinn í Reykjavík en heldur í flestum nágrannasveitarfélögunum, nema Mosfellsbæ. Spennandi kosninganótt er lokið. Kjarninn tók saman lokaniðurstöður í nokkrum af stærstu sveitarfélögunum.

Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn og snúnar meirihlutaviðræður eru fram undan.
Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn og snúnar meirihlutaviðræður eru fram undan.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er stærstur í Reykja­vík og meiri­hlut­inn er fall­inn. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vinnur stóran kosn­inga­sigur og fær fjóra borg­ar­full­trúa, en flokk­ur­inn náði ekki inn manni í kosn­ing­unum fyrir fjórum árum.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sömu­leiðis sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna á lands­vísu þar sem hann tvö­faldar fylgi sitt frá síð­ustu kosn­ingum og fær 22 fleiri full­trúa kjörna nú en fyrir fjórum árum, úr um 8,5 pró­sentum á lands­vísu og 45 kjörna full­trúa í rúm átján pró­sent og 67 full­trúa kjörna.

Auglýsing

Nýjar kosn­inga­reglur hægðu á taln­ingu, sér­stak­lega í Reykja­vík þar sem biðin eftir fyrstu tölum var hvað lengst. Nýju regl­urnar eru þannig að gera þarf grein fyrir því hvaða taln­ing­ar­maður telur hvern bunka. Þegar fyrstu tölur bár­ust loks klukkan 1.41 var strax ljóst í hvað stefndi: Meiri­hlut­inn féll.

Hér má sjá loka­nið­ur­stöður í nokkrum af stærstu sveit­ar­fé­lögum lands­ins en alls var kosið til sveit­ar­stjórna í 62 af 64 sveit­ar­fé­lögum lands­ins í gær. Í tveimur sveit­ar­fé­lögum var sjálf­kjörið þar sem ein­ungis einn listi kom fram.

Snúin staða í Reykja­vík

Staðan í Reykja­vík er snú­in. Meiri­hlut­inn er fall­inn. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er stærstur en missir tvo menn, Píratar bæta við sig manni, Sós­í­alistar bæta við sig einum manni, Við­reisn tapar einum manni og Mið­flokk­ur­inn tapar sínum manni. Staða Vinstri grænna og Flokks fólks­ins er óbreytt, hvor flokk­ur­inn er með einn borg­ar­full­trúa. Hvorki Reykja­vík, besta borgin né Ábyrg fram­tíð ná inn manni.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri sagði eftir að fyrstu tölur voru birtar að núver­andi meiri­hluti ætti að ræða málin á morgun (í dag) og að það yrði eðli­legt skref að ræða við aðra flokka ef meiri­hlut­inn væri fall­inn.

Loka­nið­ur­staða í Reykja­vík:

Sjálf­stæð­is­flokk­ur: 24,5 pró­sent - 6 full­trúar

Sam­fylk­ing: 20,3 pró­sent - 5 full­trúar

Fram­sókn­ar­flokk­ur: 18,7 pró­sent - 4 full­trúar

Pírat­ar: 11,6 pró­sent - 3 full­trúar

Sós­í­alista­flokk­ur­inn: 7,7 pró­sent - 2 full­trúar

Við­reisn: 5,2 pró­sent - 1 full­trúi

Flokkur fólks­ins: 4,5 pró­sent - 1 full­trúi

Vinstri græn: 4 pró­sent - 1 full­trúi

Mið­flokk­ur­inn: 2,4 pró­sent

Ábyrgð fram­tíð: 0,8 pró­sent

Reykja­vík, besta borg­in: 0,2 pró­sent

Á kjör­skrá: 100.405

Kjör­sókn: 61,1 pró­sent

Íbúa­hópur vann mik­inn kosn­inga­sigur í Kópa­vogi en meiri­hlut­inn heldur

Meiri­hlut­inn í Kópa­vogi, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, heldur en Vinir Kópa­vogs, nýtt fram­boð sem hefur m.a. lagt áherslu á breytta breytta skipu­lags­stefnu í bæj­ar­fé­lag­inu, er næst­stærsti flokk­ur­inn í sveit­ar­fé­lag­inu og fær tvo bæj­ar­full­trúa.

Sjálf­stæð­is­menn missa einn mann en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætir við sig manni. Vinir Kópa­vogs fá tvo menn kjörna og Sam­fylk­ing og Við­reisn missa einn mann hvor en Píratar halda sínum manni. Mið­flokk­ur­inn nær ekki inn manni.

Loka­nið­ur­staða í Kópa­vogi:

Sjálf­stæð­is­flokk­ur: 33,3 pró­sent - 4 full­trúar

Vinir Kópa­vogs: 15,3 pró­sent - 2 full­trúar

Fram­sókn­ar­flokk­ur: 15,2 pró­sent - 2 full­trúar

Við­reisn: 10,7 pró­sent - 1 full­trúi

Pírat­ar: 9,5 pró­sent - 1 full­trúi

Sam­fylk­ing: 8,2 pró­sent - 1 full­trúi

Vinstri græn: 5,3 pró­sent

Mið­flokk­ur­inn: 2,6 pró­sent

Á kjör­skrá: 28.923

Kjör­sókn: 59,2 pró­sent

Auglýsing

Fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri snýr aftur í bæj­ar­stjórn eftir 29 ára hlé

Meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks í Hafn­ar­firði heldur en stóru frétt­irnar eru þær að Sam­fylk­ing­in, með fyrr­ver­andi bæj­ar­stjór­ann Guð­mund Árna Stef­áns­son í far­ar­broddi, bætir við sig tveimur bæj­ar­full­trú­um. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætir við sig manni en bæði Bæj­ar­list­inn og Mið­flokk­ur­inn missa sína bæj­ar­full­trúa. Við­reisn heldur sínum manni.

Guð­mundur Árni, sem verður 67 ára í haust, til­­kynnti nokkuð óvænt um end­­ur­komu sína í stjórn­­­mál í jan­ú­ar. Hann hefur áður verið leið­andi afl í bæj­­­­­ar­­­stjórn­­­­­arpóli­­­tík í Hafn­­­ar­­­firði. Hann sat í bæj­­­­­ar­­­stjórn í tólf ár á síð­­­­­ustu öld, þar af sem bæj­­­­­ar­­­stjóri í sjö. Guð­­­mundur Árni steig upp úr þeim stóli 1993, fyrir 29 árum síð­­­an, og sett­ist á þing í kjöl­farið fyrir Alþýð­u­­­flokk­inn.

Guð­mundur Árni mun að öllum lík­indum ekki snúa aftur í bæj­ar­stjóra­stól­inn en nið­ur­stöður kosn­ing­anna gefa til kynna að Rósa Guð­bjarts­dóttir verði áfram bæj­ar­stjóri í meiri­hluta­sam­starfi Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks.

Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og ráðherra, er aftur kominn í bæjarstjórn í Hafnarfirði.

Loka­nið­ur­staða í Hafn­ar­firði:

Sjálf­stæð­is­flokk­ur: 30,7 pró­sent - 4 full­trúar

Sam­fylk­ing: 29 pró­sent - 4 full­trúar

Fram­sókn­ar­flokk­ur: 13,7 pró­sent - 2 full­trúar

Við­reisn: 9,1 pró­sent - 1 full­trúi

Pírat­ar: 6,1 pró­sent - 1 full­trúi

Bæj­ar­list­inn: 4,3 pró­sent

Vinstri græn: 4,3 pró­sent

Mið­flokk­ur­inn: 2,8 pró­sent

Á kjör­skrá: 21.744

Kjör­sókn: 60,4 pró­sent

Úr tveimur flokkum í fjóra í Garðabæ

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fer í fyrsta sinn undir 50 pró­sent og tapar einum bæj­ar­full­trúa í Garða­bæ.

Garða­bæj­ar­list­inn tapar einum manni og fær tvo full­trúa, en Við­reisn sem klauf sig frá Garða­bæj­ar­list­anum og bauð fram sjálf­stætt nú fær einnig einn full­trúa. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn nær svo einum manni inn í bæj­ar­stjórn­ina, sem er skipuð 11 full­trú­um.

Fjórir flokkar munu eiga full­trúa í bæj­ar­stjórn Garða­bæjar á kom­andi kjör­tíma­bili, tveimur fleiri en eftir síð­ustu kosn­ing­ar.

Loka­nið­ur­staða í Garða­bæ:

Sjálf­stæð­is­flokk­ur: 49,1 pró­sent - 7 full­trúar

Garða­bæj­ar­list­inn: 20,9 pró­sent - 2 full­trúar

Við­reisn: 13,3 pró­sent - 1 full­trúi

Fram­sókn­ar­flokk­ur: 13,1 pró­sent - 1 full­trúi

Mið­flokk­ur­inn: 3,7 pró­sent

Á kjör­skrá: 13.630

Kjör­sókn: 64,1 pró­sent

Engin óvænt úrslit á Sel­tjarn­ar­nesi

Engin breyt­ing verður á bæj­ar­stjórn­inni á Sel­tjarn­ar­nesi, hvorki frá síð­asta kjör­tíma­bili né fjórtán kjör­tíma­bilum þar á undan ef út það er far­ið. Núver­andi meiri­hluti á Sel­tjarn­ar­nesi er skip­aður full­trúum Sjálf­stæð­is­flokks­ins og hefur svo verið um ára­tuga skeið.

Þrír flokkar voru í fram­boði: Fram­tíð­ar­list­inn, sem Karl Pétur Jóns­son leið­ir, Sam­fylk­ing og óháð­ir, sem Guð­mundur Ari Sig­ur­jóns­son leiðir og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn undir for­ystu Þórs Sig­ur­geirs­son­ar. Þór er fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi og sonur Sig­ur­geirs Sig­urðs­son, sem sat í bæj­ar­stjórn í fjöru­tíu ár og var bæj­ar­stjóri (sveit­ar­stjóri) mestan þann tíma. Sig­ur­geir lést árið 2017, 82 ára að aldri. Útlit er því fyrir að sonur bæj­ar­stjóra sé að verða bæj­ar­stjóri á Sel­tjarn­ar­nesi.

Loka­nið­ur­staða á Sel­tjarn­ar­nesi:

Sjálf­stæð­is­flokk­ur: 50,1 pró­sent - 4 full­trúar

Sam­fylk­ing og óháð­ir: 40,8 pró­sent - 3 full­trúar

Fram­tíð­in: 9,1 pró­sent

Á kjör­skrá: 3.477.

Kjör­sókn: 72,8 pró­sent.

Fram­sókn í stór­sókn í Mosó

Meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna í Mos­fellsbæ er fall­inn. Fram­sókn­ar­flokkur bætir við sig gríð­ar­legu fylgi og fær fjóra menn kjörna í bæj­ar­stjórn. Flokk­ur­inn hefur ekki átt mann í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæjar frá árinu 2010. Á kjör­tíma­bil­inu á und­an, árin 2006-2010, hafði hann einn full­trúa. Í síð­ustu kosn­ingum fékk flokk­ur­inn aðeins 2,9 pró­sent atkvæða.

Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttakennari skipar 1. sætið á lista Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ og Aldís Stefánsdóttir viðskiptafræðingur er í 2. sæti.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er með 32,2 pró­sent fylgi og heldur sínum fjórum mönn­um, Vinir Mos­fells­bæjar með 13 pró­sent og fá einn og Sam­fylk­ing 9 pró­sent. Vinstri græn sem verið hafa í meiri­hluta sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokki síð­ustu árin eru með 5,9 pró­sent og ná ekki inn manni. Bæj­ar­full­trúum í Mos­fellsbæ var fjölgað fyrir kosn­ing­arnar og verða nú ell­efu í stað níu.

Loka­nið­ur­staða í Mos­fells­bæ:

Fram­sókn­ar­flokk­ur: 32,2 pró­sent - 4 full­trúar

Sjálf­stæð­is­flokk­ur: 27,3 pró­sent - 4 full­trúar

Vinir Mos­fells­bæj­ar: 13 pró­sent - 1 full­trúi

Sam­fylk­ing: 9 pró­sent - 1 full­trúi

Við­reisn: 7,9 pró­sent - 1 full­trúi

Vinstri græn: 5,7 pró­sent

Mið­flokk­ur­inn: 4,9 pró­sent

Á kjör­skrá: 9.422

Kjör­sókn: 61,2 pró­sent

Flóknar meiri­hluta­við­ræður fram undan á Akur­eyri – Katta­fram­boðið nær ekki inn manni

L-listi bæj­ar­listi Akur­eyrar er stærsti flokk­ur­inn þar í bæ og bætir við sig einum manni og fær þrjá full­trúa, Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokkur halda sínum tveimur mönnum hvor og Sam­fylk­ingin sömu­leið­is. Flokkur fólks­ins, sem er að bjóða fram í fyrsta skipti á Akur­eyri, nær inn einum manni sem og Vinstri græn og Mið­flokk­ur­inn. Sjö flokkar náðu kjöri og útlit er fyrir flóknar meiri­hluta­við­ræð­ur.

Bæj­ar­list­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sam­fylk­ingin mynd­uðu meiri­hluta eftir kosn­ing­arnar 2018 en í sept­em­ber 2020 til­kynntu full­trúar í bæj­ar­stjórn að ákveðið hefði verið að afnema minni- og meiri­hluta í bæj­ar­stjórn það sem eftir lifir kjör­tíma­bils. Mark­miðið með því var mynda breiða sam­stöðu vegna sér­stakra aðstæðna í kjöl­far heims­far­ald­urs og í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins. Ólík­legt verður að telj­ast að þessu breiða meiri­hluta­sam­starfi verði haldið áfram nú.

Loka­nið­ur­staða á Akur­eyri:

Bæj­ar­listi Akur­eyr­ar: 18,7 pró­sent - 3 full­trúar

Sjálf­stæð­is­flokk­ur: 18 pró­sent - 3 full­trúar

Fram­sókn­ar­flokk­ur: 17 pró­sent - 2 full­trúar

Flokkur fólks­ins: 12,2 pró­sent - 1 full­trúi

Sam­fylk­ing: 11,9 pró­sent - 1 full­trúi

Mið­flokk­ur­inn: 7,9 pró­sent - 1 full­trúi

Vinstri græn: 7,2 pró­sent - 1 full­trúi

Katta­fram­boð­ið: 4,1 pró­sent

Pírat­ar: 3,1 pró­sent

Á kjör­skrá: 14.698

Kjör­sókn: 64,1 pró­sent

Meiri­hlut­inn fall­inn í Árborg

Meiri­hluti Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar, Mið­flokks og Áfram Árborg er fall­inn í Árborg og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nær hreinum meiri­hluta. Bæj­ar­full­trúum var fjölgað úr níu í ell­efu.

Loka­nið­ur­staða í Árborg:

Sjálf­stæð­is­flokk­ur: 46,4 pró­sent - 6 full­trúar

Fram­sókn­ar­flokk­ur: 19,3 pró­sent - 2 full­trúar

Sam­fylk­ing: 15,4 pró­sent - 2 full­trúar

Áfram Árborg: 7,9 pró­sent - 1 full­trúi

Vinstri græn: 6 pró­sent

Mið­flokk­ur: 5 pró­sent

Á kjör­skrá: 8.011

Kjör­sókn: 63,8 pró­sent

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent