Mynd: samsett Ráðhús kosningar
Mynd: samsett

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með lægsta fylgi sitt í sögunni en meirihlutinn rígheldur

Sósíalistaflokkurinn mælist í fyrsta sinn með mann inni, Samfylkingin nálgast kjörfylgi og Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að dala. Hörð barátta er milli Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins, Framsóknar og Viðreisnar um tvo síðustu menn inn í borgarstjórn.

Sam­fylk­ingin er stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar. Fylgi flokks­ins mælist 30,8 pró­sent sem myndi skila honum átta borg­ar­full­trú­um. Sam­fylk­ingin er mun nær því að ná inn níunda manni á lista en að tapa þeim átt­unda. Fylgi flokks­ins hefur ekki mælst meira frá því í byrjun apr­íl, en borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar fara fram eftir rúma viku, laug­ar­dag­inn 26. maí. Það er nú mjög nálægt því fylgi sem Sam­fylk­ingin fékk í kosn­ing­unum 2014, þegar hún fékk 31,9 pró­sent.

Á meðan að fylgið hefur verið að aukast hjá Sam­fylk­ingu hefur það verið að dala nokkuð hratt hjá hinum stóra flokknum í Reykja­vík, Sjálf­stæð­is­flokki. Nýjasta kosn­inga­spáin mælir 25 pró­sent fylgi við flokk­inn. Það er sex pró­sentu­stigum minna en það mæld­ist í byrjun mars og það lægsta sem fylgið hefur mælst í spánni það sem af er ári. Ef þetta yrði nið­ur­staðan myndi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fá sína verstu nið­ur­stöðu í Reykja­vík í sög­unni. Það met var sett 2014 þegar flokk­ur­inn fékk 25,7 pró­sent atkvæða með Hall­dór Hall­dórs­son sem odd­vita. Nú hefur Eyþór Arn­alds tekið við því kefli.

Niðurstöður kosningaspárinnar 17. mai 2018

Fjórð­ungs­fylgi myndi skila Sjálf­stæð­is­flokknum sjö borg­ar­full­trúum en fylgið má ekki lækka mikið til að flokk­ur­inn missi einn í við­bót og sitji eftir með sex full­trúa.

Meiri­hlut­inn heldur

Vinstri græn og Píratar myndu fá tvo borg­ar­full­trúa hvor ef kosið yrði í dag. Báðir flokkar hafa þó verið að tapa fylgi á und­an­förnum vikum og mæl­ast nú með minnsta fylgi sem þeir hafa mælst með frá því að kosn­inga­spáin hóf mæl­ingar fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Alls segj­ast 8,7 pró­sent kjós­enda að þeir ætli að kjósa Vinstri græn, sem er mjög svipað fylgi og flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2014, sem var 8,3 pró­sent.

Píratar fengu þá 5,9 pró­sent fylgi og í fyrsta sinn mann kjör­inn í borg­ar­stjórn. Nú mælist fylgið 8,9 pró­sent og ljóst að Píratar eru á hrað­leið í átt að því að bæta vel við sig á milli kosn­inga. Raunar er flokk­ur­inn sá flokkur á meðal þeirra sem eiga nú þegar borg­ar­full­trúa sem bætir mestu við sig, sam­kvæmt kosn­inga­spánni.

Sitj­andi meiri­hluti myndi því halda nokkuð örugg­lega ef kosið yrði í dag með tólf borg­ar­full­trúa gegn ell­efu og er nær því að bæta við sig einum en að meiri­hlut­inn falli.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn næði manni inn

Þau merki­legu tíð­indi eiga sér nú stað að Sós­í­alista­flokkur Íslands mælist í fyrsta sinn með borg­ar­full­trúa inni, sem yrði þá Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti flokks­ins. Alls segj­ast 3,1 pró­sent að þeir ætli að kjósa flokk­inn. Það er sama fylgi og Flokkur fólks­ins mælist með sem myndi skila Kol­brúnu Bald­urs­dóttur í borg­ar­stjórn.

Sæta­spá kosn­inga­spár­inn­ar, sem er fram­kvæmd þannig að keyrðar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ingar miðað við fylgi flokka í kosn­inga­spánni sem birt var 17. maí, sýnir að þær tvær eru næsta til að detta út. Það þarf því ekki að skeika miklu til að hvor­ugur flokk­ur­inn nái inn manni og mun það lík­ast til ráð­ast á kosn­inga­þátt­töku hvort af því verði.

Mið­flokk­ur­inn myndi einnig ná inn einum manni inn, sem yrði Vig­dís Hauks­dótt­ir. Fylgi við flokk­inn mælist sex pró­sent  sem er minnsta fylgi sem mælst hefur við Mið­flokk­inn í tæpan mán­uð.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, mælist nú inni í borgarstjórn.
Mynd: Bára Huld Beck

Við­reisn hefur mælst með nokkuð stöðugt fylgi á bil­inu 6,6-7,6 pró­sent í þeim kosn­inga­spám sem gerðar hafa verið í vor. Fylgið er nú við lægri mörk þess bils sem myndi skila Þór­dísi Lóu Þór­halls­dóttur í borg­ar­stjórn en skilja Pawel Bar­tozcek eftir utan henn­ar.

Pawel er þó á meðal tveggja næstu manna inn ásamt Ingvari Mar Jóns­syni, fyrsti maður á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins. Fram­sókn fær þann vafa­sama heiður að vera sá flokkur sem tapar mestu fylgi á milli kosn­inga, ef Björt fram­tíð sem er ekki í fram­boði er frá­tal­in. Flokk­ur­inn fékk 10,7 pró­sent árið 2014 en mælist nú með 2,9 pró­sent fylgi. Það er mjög nálægt versta kjör­fylgi Fram­sóknar í Reykja­vík frá upp­hafi árið 2010, þegar Einar Skúla­son leiddi flokk­inn með þeim afköstum að 2,7 pró­sent kjós­enda kusu hann.

Átta flokkar – átta flokkar úti

Alls skil­uðu 16 fram­boð inn gildum fram­boðs­listum þegar frestur til slíks rann út. Fram­boðin hafa aldrei verið fleiri. Eins og staðan er í dag segj­ast 7,8 pró­sent kjós­enda að þeir myndu kjósa flokka sem ekki myndu ná inn manni. Inni í þeirri tölu er fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins. Það hlut­fall var 1,5 pró­sent í kosn­inga­spánni 5. apr­íl.

Af þeim fram­boðum sem hafa ekki verið nefnd hér er Kvenna­hreyf­ingin að mæl­ast með mest fylgi. Alls segj­ast 1,7 pró­sent kjós­enda að þeir myndu kjósa hana ef kosið yrði í dag.

Eins og staðan er í dag myndu borg­ar­full­trú­arnir skipt­ast með eft­ir­far­andi hætti:

 • Sam­fylk­ing myndi fá átta borg­ar­full­trúa

 • Sjálf­stæð­is­flokkur myndi fá sjö borg­ar­full­trúa

 • Píratar myndu fá tvo borg­ar­full­trúa

 • Vinstri græn myndu fá tvo borg­ar­full­trúa

 • Við­reisn myndi fá einn borg­ar­full­trúa

 • Mið­flokk­ur­inn myndi fá einn borg­ar­full­trúa

 • Flokkur fólks­ins myndi fá einn borg­ar­full­trúa

 • Sós­í­alista­flokkur Íslands myndi fá einn borg­ar­full­trúa

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2018.
B C D F M P S V Aðrir

„Snjó­korn­in“ í sterkri stöðu

Það virð­ist því, eins og staðan er í dag rúmri viku fyrir kosn­ing­ar, mjög lík­legt að flokkar sem til­heyra mengi sem skil­greinir sig annað hvort sem frjáls­lynda eða til vinstri, muni mynda næsta meiri­hluta í Reykja­vík. Inni í því mengi eru sitj­andi meiri­hluti og Við­reisn. Þessir flokkar hafa lagt hafa áherslu á þétt­ingu byggð­ar, auknar almenn­ings­sam­göngur á borð við Borg­ar­línu og greið­ari umferð fyrir hjólandi veg­far­end­ur, jafnt út frá lífs­gæða­sjón­ar­miðum sem umhverf­is­leg­um. Innan þessa hóps er það nokkuð almenn skoðun að Reykja­vík­ur­flug­völlur eigi að víkja úr Vatns­mýr­inni fyrir byggð. Fylk­ingin er með sterkar félags­legar áherslur sem end­ur­spegl­ast meðal ann­ars í útþenslu stjórn­kerf­is­ins og upp­kaupum á félags­legu hús­næði langt umfram það sem þekk­ist í nágranna­sveita­fé­lög­un­um. Þetta myndi fá þrettán borg­ar­full­trúa ef kosið yrði í dag.

Til við­bótar eru Sós­í­alista­flokk­ur­inn að mæl­ast með einn borg­ar­full­trúa. Telja verður lík­legra að ofan­greindir flokkar myndu verða álit­legri sam­starfs­flokkar hans en aðrir sem nú mæl­ast með nægj­an­legt fylgi til að kom­ast í borg­ar­stjórn, hafi Sós­í­alista­flokk­ur­inn yfir höfuð áhuga á að taka þátt í meiri­hluta­sam­starfi.

Ofan­greindir flokkar mæl­ast nú með 58,1 pró­sent atkvæða.

Litlar líkur á að Sjálf­stæð­is­flokkur kom­ist í meiri­hluta

Þegar Eyþór Arn­alds sigr­aði í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks í lok jan­úar síð­ast­lið­ins sagði hann við Vísi að hann teldi „góðar líkur á að hann kom­ist í meiri­hluta og vinni kosn­inga­sigur í vor.“ Það virð­ist þó ólík­legt eins og staðan er nú.

Eyþór Arnalds kynnti kosningaloforð Sjálfstæðisflokks fyrir mánuði síðan. Fylgi flokksins hefur dalað nokkuð síðan þá.
Mynd: SjálfstæðisflokkurinnÁstæðu þess er ekki ein­ungis að leita í sögu­lega litlu fylgi Sjálf­stæð­is­flokks, heldur einnig í því að þegar hafa nokkrir flokkar hafnað því að starfa með Sjálf­stæð­is­flokknum eftir kom­andi kosn­ing­ar.

Nú þegar hafa Sam­fylk­ing­in, Vinstri græn og Pírat­ar, sem mynda saman meiri­hluta í borg­inni eins og er, sagt að þeir muni ekki vinna með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Miðað við kosn­inga­á­herslur Við­reisnar þá virð­ast þær ríma mun betur við áherslur sitj­andi meiri­hluta en áherslur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þótt efsta fólkið á lista Við­reisnar hafi ekki úti­lokað sam­starf við gamla móð­ur­flokk­inn opin­ber­lega. Borð­leggj­andi er að Sós­í­alista­flokkur Íslands muni ekki starfa með Sjálf­stæð­is­flokknum undir neinum kring­um­stæð­um.

Þeir flokkar sem nefndir hafa verið hér að ofan mæl­ast sem stendur með 14 borg­ar­full­trúa af 23.

Þá standa eftir Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins.

Þessi fylk­ing hefur lagt meg­in­á­herslu á betra umferð­ar­flæði þar sem einka­bíll­inn er í fyr­ir­rúmi, bygg­ingu stór­tækra umferð­ar­mann­virkja á borð við mis­læg gatna­mót, frek­ari upp­bygg­ingu hús­næðis í útjaðri borg­ar­inn­ar, straum­línu­lögun rekstr­ar, lækkun skulda og skatta. Þar er nokkuð almenn and­staða við það að Reykja­vík­ur­flug­völlur víki og Borg­ar­línu­verk­efnið er veru­lega tor­tryggt. Henni finnst að meg­in­á­herslan eigi að vera á að bæta grunn­þjón­ustu á borð við dag­vistun barna og betri umhirðu í borg­ar­land­inu. Sam­an­lagt mælist hún með níu borg­ar­full­trúa og tveir þeirra eru í umtals­verðri hættu á að detta út. Ef Fram­sókn­ar­flokknum yrði bætt við fylk­ing­una, þar sem áherslur hans eru um margt svip­að­ar, er fylgi hennar ein­ungis 37 pró­sent.

Þær kann­anir sem liggja til grund­vallar nýj­ustu kosn­inga­spánni (17. maí) eru eft­ir­far­andi:

 • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 23. – 25. apríl (32,3 pró­semt)

 • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins 7. maí (25,5 pró­sent)

 • Gallup fyrir Við­skipta­blaðið 2. – 14. maí (42,2 pró­sent)

Hvað er kosn­­inga­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­ar­legt magn af upp­lýs­ing­um. Þessar upp­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræði­leg­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­lifir stjórn­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­ast svo við að túlka nið­ur­stöð­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­mál­anna.

Allar þessar kann­anir og allar mögu­legar túlk­anir á nið­ur­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­um. Hvor könn­unin er nákvæm­ari? Hverri skal treysta bet­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­andi hefur ekki for­sendur til að meta áreið­an­leika hverrar könn­un­ar.

Þar kemur kosn­inga­spáin til sög­unn­ar.

Kosn­­­inga­­­spálíkan Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar miðar að því að setja upp­­­lýs­ing­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­anum reglu­lega í aðdrag­anda kosn­inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar