Mynd: samsett Ráðhús kosningar
Mynd: samsett

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með lægsta fylgi sitt í sögunni en meirihlutinn rígheldur

Sósíalistaflokkurinn mælist í fyrsta sinn með mann inni, Samfylkingin nálgast kjörfylgi og Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að dala. Hörð barátta er milli Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins, Framsóknar og Viðreisnar um tvo síðustu menn inn í borgarstjórn.

Sam­fylk­ingin er stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar. Fylgi flokks­ins mælist 30,8 pró­sent sem myndi skila honum átta borg­ar­full­trú­um. Sam­fylk­ingin er mun nær því að ná inn níunda manni á lista en að tapa þeim átt­unda. Fylgi flokks­ins hefur ekki mælst meira frá því í byrjun apr­íl, en borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar fara fram eftir rúma viku, laug­ar­dag­inn 26. maí. Það er nú mjög nálægt því fylgi sem Sam­fylk­ingin fékk í kosn­ing­unum 2014, þegar hún fékk 31,9 pró­sent.

Á meðan að fylgið hefur verið að aukast hjá Sam­fylk­ingu hefur það verið að dala nokkuð hratt hjá hinum stóra flokknum í Reykja­vík, Sjálf­stæð­is­flokki. Nýjasta kosn­inga­spáin mælir 25 pró­sent fylgi við flokk­inn. Það er sex pró­sentu­stigum minna en það mæld­ist í byrjun mars og það lægsta sem fylgið hefur mælst í spánni það sem af er ári. Ef þetta yrði nið­ur­staðan myndi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fá sína verstu nið­ur­stöðu í Reykja­vík í sög­unni. Það met var sett 2014 þegar flokk­ur­inn fékk 25,7 pró­sent atkvæða með Hall­dór Hall­dórs­son sem odd­vita. Nú hefur Eyþór Arn­alds tekið við því kefli.

Niðurstöður kosningaspárinnar 17. mai 2018

Fjórð­ungs­fylgi myndi skila Sjálf­stæð­is­flokknum sjö borg­ar­full­trúum en fylgið má ekki lækka mikið til að flokk­ur­inn missi einn í við­bót og sitji eftir með sex full­trúa.

Meiri­hlut­inn heldur

Vinstri græn og Píratar myndu fá tvo borg­ar­full­trúa hvor ef kosið yrði í dag. Báðir flokkar hafa þó verið að tapa fylgi á und­an­förnum vikum og mæl­ast nú með minnsta fylgi sem þeir hafa mælst með frá því að kosn­inga­spáin hóf mæl­ingar fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Alls segj­ast 8,7 pró­sent kjós­enda að þeir ætli að kjósa Vinstri græn, sem er mjög svipað fylgi og flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2014, sem var 8,3 pró­sent.

Píratar fengu þá 5,9 pró­sent fylgi og í fyrsta sinn mann kjör­inn í borg­ar­stjórn. Nú mælist fylgið 8,9 pró­sent og ljóst að Píratar eru á hrað­leið í átt að því að bæta vel við sig á milli kosn­inga. Raunar er flokk­ur­inn sá flokkur á meðal þeirra sem eiga nú þegar borg­ar­full­trúa sem bætir mestu við sig, sam­kvæmt kosn­inga­spánni.

Sitj­andi meiri­hluti myndi því halda nokkuð örugg­lega ef kosið yrði í dag með tólf borg­ar­full­trúa gegn ell­efu og er nær því að bæta við sig einum en að meiri­hlut­inn falli.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn næði manni inn

Þau merki­legu tíð­indi eiga sér nú stað að Sós­í­alista­flokkur Íslands mælist í fyrsta sinn með borg­ar­full­trúa inni, sem yrði þá Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, odd­viti flokks­ins. Alls segj­ast 3,1 pró­sent að þeir ætli að kjósa flokk­inn. Það er sama fylgi og Flokkur fólks­ins mælist með sem myndi skila Kol­brúnu Bald­urs­dóttur í borg­ar­stjórn.

Sæta­spá kosn­inga­spár­inn­ar, sem er fram­kvæmd þannig að keyrðar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ingar miðað við fylgi flokka í kosn­inga­spánni sem birt var 17. maí, sýnir að þær tvær eru næsta til að detta út. Það þarf því ekki að skeika miklu til að hvor­ugur flokk­ur­inn nái inn manni og mun það lík­ast til ráð­ast á kosn­inga­þátt­töku hvort af því verði.

Mið­flokk­ur­inn myndi einnig ná inn einum manni inn, sem yrði Vig­dís Hauks­dótt­ir. Fylgi við flokk­inn mælist sex pró­sent  sem er minnsta fylgi sem mælst hefur við Mið­flokk­inn í tæpan mán­uð.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, mælist nú inni í borgarstjórn.
Mynd: Bára Huld Beck

Við­reisn hefur mælst með nokkuð stöðugt fylgi á bil­inu 6,6-7,6 pró­sent í þeim kosn­inga­spám sem gerðar hafa verið í vor. Fylgið er nú við lægri mörk þess bils sem myndi skila Þór­dísi Lóu Þór­halls­dóttur í borg­ar­stjórn en skilja Pawel Bar­tozcek eftir utan henn­ar.

Pawel er þó á meðal tveggja næstu manna inn ásamt Ingvari Mar Jóns­syni, fyrsti maður á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins. Fram­sókn fær þann vafa­sama heiður að vera sá flokkur sem tapar mestu fylgi á milli kosn­inga, ef Björt fram­tíð sem er ekki í fram­boði er frá­tal­in. Flokk­ur­inn fékk 10,7 pró­sent árið 2014 en mælist nú með 2,9 pró­sent fylgi. Það er mjög nálægt versta kjör­fylgi Fram­sóknar í Reykja­vík frá upp­hafi árið 2010, þegar Einar Skúla­son leiddi flokk­inn með þeim afköstum að 2,7 pró­sent kjós­enda kusu hann.

Átta flokkar – átta flokkar úti

Alls skil­uðu 16 fram­boð inn gildum fram­boðs­listum þegar frestur til slíks rann út. Fram­boðin hafa aldrei verið fleiri. Eins og staðan er í dag segj­ast 7,8 pró­sent kjós­enda að þeir myndu kjósa flokka sem ekki myndu ná inn manni. Inni í þeirri tölu er fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins. Það hlut­fall var 1,5 pró­sent í kosn­inga­spánni 5. apr­íl.

Af þeim fram­boðum sem hafa ekki verið nefnd hér er Kvenna­hreyf­ingin að mæl­ast með mest fylgi. Alls segj­ast 1,7 pró­sent kjós­enda að þeir myndu kjósa hana ef kosið yrði í dag.

Eins og staðan er í dag myndu borg­ar­full­trú­arnir skipt­ast með eft­ir­far­andi hætti:

  • Sam­fylk­ing myndi fá átta borg­ar­full­trúa

  • Sjálf­stæð­is­flokkur myndi fá sjö borg­ar­full­trúa

  • Píratar myndu fá tvo borg­ar­full­trúa

  • Vinstri græn myndu fá tvo borg­ar­full­trúa

  • Við­reisn myndi fá einn borg­ar­full­trúa

  • Mið­flokk­ur­inn myndi fá einn borg­ar­full­trúa

  • Flokkur fólks­ins myndi fá einn borg­ar­full­trúa

  • Sós­í­alista­flokkur Íslands myndi fá einn borg­ar­full­trúa

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2018.
B C D F M P S V Aðrir

„Snjó­korn­in“ í sterkri stöðu

Það virð­ist því, eins og staðan er í dag rúmri viku fyrir kosn­ing­ar, mjög lík­legt að flokkar sem til­heyra mengi sem skil­greinir sig annað hvort sem frjáls­lynda eða til vinstri, muni mynda næsta meiri­hluta í Reykja­vík. Inni í því mengi eru sitj­andi meiri­hluti og Við­reisn. Þessir flokkar hafa lagt hafa áherslu á þétt­ingu byggð­ar, auknar almenn­ings­sam­göngur á borð við Borg­ar­línu og greið­ari umferð fyrir hjólandi veg­far­end­ur, jafnt út frá lífs­gæða­sjón­ar­miðum sem umhverf­is­leg­um. Innan þessa hóps er það nokkuð almenn skoðun að Reykja­vík­ur­flug­völlur eigi að víkja úr Vatns­mýr­inni fyrir byggð. Fylk­ingin er með sterkar félags­legar áherslur sem end­ur­spegl­ast meðal ann­ars í útþenslu stjórn­kerf­is­ins og upp­kaupum á félags­legu hús­næði langt umfram það sem þekk­ist í nágranna­sveita­fé­lög­un­um. Þetta myndi fá þrettán borg­ar­full­trúa ef kosið yrði í dag.

Til við­bótar eru Sós­í­alista­flokk­ur­inn að mæl­ast með einn borg­ar­full­trúa. Telja verður lík­legra að ofan­greindir flokkar myndu verða álit­legri sam­starfs­flokkar hans en aðrir sem nú mæl­ast með nægj­an­legt fylgi til að kom­ast í borg­ar­stjórn, hafi Sós­í­alista­flokk­ur­inn yfir höfuð áhuga á að taka þátt í meiri­hluta­sam­starfi.

Ofan­greindir flokkar mæl­ast nú með 58,1 pró­sent atkvæða.

Litlar líkur á að Sjálf­stæð­is­flokkur kom­ist í meiri­hluta

Þegar Eyþór Arn­alds sigr­aði í leið­toga­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks í lok jan­úar síð­ast­lið­ins sagði hann við Vísi að hann teldi „góðar líkur á að hann kom­ist í meiri­hluta og vinni kosn­inga­sigur í vor.“ Það virð­ist þó ólík­legt eins og staðan er nú.

Eyþór Arnalds kynnti kosningaloforð Sjálfstæðisflokks fyrir mánuði síðan. Fylgi flokksins hefur dalað nokkuð síðan þá.
Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn



Ástæðu þess er ekki ein­ungis að leita í sögu­lega litlu fylgi Sjálf­stæð­is­flokks, heldur einnig í því að þegar hafa nokkrir flokkar hafnað því að starfa með Sjálf­stæð­is­flokknum eftir kom­andi kosn­ing­ar.

Nú þegar hafa Sam­fylk­ing­in, Vinstri græn og Pírat­ar, sem mynda saman meiri­hluta í borg­inni eins og er, sagt að þeir muni ekki vinna með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Miðað við kosn­inga­á­herslur Við­reisnar þá virð­ast þær ríma mun betur við áherslur sitj­andi meiri­hluta en áherslur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þótt efsta fólkið á lista Við­reisnar hafi ekki úti­lokað sam­starf við gamla móð­ur­flokk­inn opin­ber­lega. Borð­leggj­andi er að Sós­í­alista­flokkur Íslands muni ekki starfa með Sjálf­stæð­is­flokknum undir neinum kring­um­stæð­um.

Þeir flokkar sem nefndir hafa verið hér að ofan mæl­ast sem stendur með 14 borg­ar­full­trúa af 23.

Þá standa eftir Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins.

Þessi fylk­ing hefur lagt meg­in­á­herslu á betra umferð­ar­flæði þar sem einka­bíll­inn er í fyr­ir­rúmi, bygg­ingu stór­tækra umferð­ar­mann­virkja á borð við mis­læg gatna­mót, frek­ari upp­bygg­ingu hús­næðis í útjaðri borg­ar­inn­ar, straum­línu­lögun rekstr­ar, lækkun skulda og skatta. Þar er nokkuð almenn and­staða við það að Reykja­vík­ur­flug­völlur víki og Borg­ar­línu­verk­efnið er veru­lega tor­tryggt. Henni finnst að meg­in­á­herslan eigi að vera á að bæta grunn­þjón­ustu á borð við dag­vistun barna og betri umhirðu í borg­ar­land­inu. Sam­an­lagt mælist hún með níu borg­ar­full­trúa og tveir þeirra eru í umtals­verðri hættu á að detta út. Ef Fram­sókn­ar­flokknum yrði bætt við fylk­ing­una, þar sem áherslur hans eru um margt svip­að­ar, er fylgi hennar ein­ungis 37 pró­sent.

Þær kann­anir sem liggja til grund­vallar nýj­ustu kosn­inga­spánni (17. maí) eru eft­ir­far­andi:

  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 23. – 25. apríl (32,3 pró­semt)

  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins 7. maí (25,5 pró­sent)

  • Gallup fyrir Við­skipta­blaðið 2. – 14. maí (42,2 pró­sent)

Hvað er kosn­­inga­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­ar­legt magn af upp­lýs­ing­um. Þessar upp­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræði­leg­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­lifir stjórn­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­ast svo við að túlka nið­ur­stöð­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­mál­anna.

Allar þessar kann­anir og allar mögu­legar túlk­anir á nið­ur­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­um. Hvor könn­unin er nákvæm­ari? Hverri skal treysta bet­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­andi hefur ekki for­sendur til að meta áreið­an­leika hverrar könn­un­ar.

Þar kemur kosn­inga­spáin til sög­unn­ar.

Kosn­­­inga­­­spálíkan Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar miðar að því að setja upp­­­lýs­ing­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­anum reglu­lega í aðdrag­anda kosn­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar