Hagsmunaskráning aðstoðarmanna og nokkurra ráðuneytisstjóra gerð opinber

GRECO samtök gegn spillingu beindu því til stjórnvalda að ástæða sé til hagsmunaskráningar aðstoðarmanna vegna nálægðar við vald og eðli starfanna. Sumir sinna plötusnúðastörfum, aðrir eru fasteignaeigendur eða stjórnarmenn opinberra fyrirtækja.

Aðstoðarmenn
Auglýsing

Upp­lýs­ingar um hags­muna­skrán­ingu aðstoð­ar­manna ráð­herra hafa verið gerðar aðgengi­legar á heima­síðum ráðu­neyt­anna.

Þann 8. maí ákvað rík­is­stjórnin að taka upp hags­muna­skrán­ingu fyrir ráðu­neyt­is­stjóra og aðstoð­ar­menn ráð­herra í kjöl­far nýlegrar skýrslu GRECO þar sem athygli íslenskra stjórn­valda var vakin á því að ástæða kunni að vera til að láta hags­muna­skrán­ingu ná til þess­ara starfs­manna með hlið­sjón af eðli starf­anna og nálægð við vald ráð­herra.

Kjarn­inn hefur tekið saman það sem mark­vert er í hags­muna­skrán­ingu aðstoð­ar­mann­anna.

Auglýsing

Birgir Jak­obs­son

Birgir Jakobssonaðstoð­ar­maður Svan­dísar Svav­ars­dóttur og fyrr­ver­andi land­lækn­ir, situr í stjórn norsks/­sænsks fyr­ir­tæk­is, FlowIt AB, sem hann segir vera nýtt ráð­gja­fyr­ir­tæki sem veitir ráð­gjöf um umbóta­starf sam­kvæmt LEAN hug­mynda­fræð­inni í mest opin­berum fyr­ir­tækjum í Nor­egi. Starf­semi hafi ekki haf­ist í Sví­þjóð. Hann mun ekki þiggja laun fyrir þessa stjórn­ar­setu. Birgir gefur ekki upp neinar frek­ari upp­lýs­ing­ar, það er hann er ekki skráður fyrir neinum eignum (hús­næði til eigin nota er þar und­an­skil­ið), gegnir engum trún­að­ar­störfum og sinnir engri annarri laun­aðri starf­semi.

---

Ólafur Teitur Guðna­son

Ólafur Teitur Guðnasonaðstoð­ar­maður Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra gefur upp nokkur launuð verk­efni sem hann sinnir með störfum sínum í ráðu­neyt­inu. Fyrst ber að nefna starf hans sem plötu­snúður á Sál­fræði­þingi 9. febr­úar 2018. Verk­kaupi var Sál­fræð­inga­fé­lag Íslands. Þá sneri hann einnig snældum á 30 ára útskrift­araf­mæli 1988-út­skrift­ar­ár­gangs Hóla­brekku­skóla, 5. maí 2018. Þar var verk­kaupi und­ir­bún­ings­nefnd útskrift­araf­mæl­is. Ólafur tekur fram að hann hafi afþakkað laun fyrir for­mennsku í stjórn Átaks til atvinnu­sköp­un­ar, sem heyrir undir ráðu­neytið og er skipuð af ráð­herra.

---

Sóley Ragn­ars­dóttir

Sóley Ragnarsdóttiraðstoð­ar­maður Ásmundar Ein­ars Daða­sonar félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, var sam­kvæmt hags­muna­skrán­ing­unni vara­maður í stjórn félags­ins MPI ehf. í upp­hafi árs en hefur að sögn sagt sig úr þeirri stöðu. Engin gögn um úrsögn hennar úr stjórn fyr­ir­tæk­is­ins virð­ast hafa borist fyr­ir­tækja­skrá. Félagið er í eigu fyrr­ver­andi sam­býl­is­manns hennar sem gegndi sömu stöðu og hún sem aðstoð­ar­maður ráð­herra, Matth­í­asar Ims­land og leigir út íbúð­ar­hús­næði. DV greindi frá því í síð­ustu viku að félagið hefði fjár­fest í íbúðum í Vest­manna­eyjum fyrir 130 millj­ónir til útleigu.

---

Arnar Þór Sæv­ars­son

Arnar Þór Sævarssonhinn aðstoð­ar­maður Ásmundar Ein­ars gefur upp þrjár fast­eign­ir, sem ekki er þá til hans eigin nota. Eina í Álfta­mýri í Reykja­vík, eina fastein við Víði­mel í Vest­urbæ Reykja­víkur og síðan Skeggja­staði á Hvamms­tanga. Arnar Þór er sjálfur skráður með lög­heim­ili á Blöndu­ósi og var áður sveit­ar­stjóri þar.

---

Svan­hildur Hólm Vals­dóttir

Svanhildur Hólm Valsdóttiraðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra, situr í stjórn Íslands­pósts þar sem hún er vara­for­mað­ur. Laun stjórn­ar­manna í Íslands­pósti voru hækkuð milli ára og sam­kvæmt nýjasta árs­reikn­ingi félags­ins sem birtur var í apríl fóru greiðslur til stjórn­ar­manna úr níu millj­ónum króna í tíu millj­ón­ir. Þau eru ekki sun­ur­liðuð sér­stak­lega í árs­reikn­ingn­um. Um er að ræða 11 pró­senta hækkun milli ára. Þá á Svan­hildur fast­eign að Goða­braut á Dal­vík.

---

Haf­þór Eide Haf­þórs­son

Hafþór Eide Hafþórssonaðstoð­ar­maður Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, er vara­maður í stjórn Kaup­fé­lags Fáskrúðs­firð­inga. Sam­kvæmt hagmsuna­skrán­ing­unni er greitt fyrir setna fundi sem aðal­maður en Haf­þór hefur engan fund setið sem aðal­maður og hugð­ist ekki gefa kost á sér til end­ur­kjörs á aðal­fundi sem fram fór í fyrra­dag.

---

Ágúst Bjarni Garð­ars­son

Ágúst Bjarni Garðarssonannar tveggja aðstoð­ar­manna Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, er odd­viti á lista Fram­sóknar og óháðra fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í Hafn­ar­firði fyrir kosn­ing­arnar sem fram fara nú eftir rúma viku þann 26. maí 2018. Gefa ber upp upp­lýs­ingar um trún­að­ar­störf fyrir hags­muna­sam­tök, opin­berar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og félög óháð því hvort störfin séu launuð eða ekki.

---

Ing­veldur Sæmunds­dóttir

Ingveldur Sæmundsdóttirhinn aðstoð­ar­maður Sig­urðar In ga Jóhanns­son­ar, ­sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, er sam­kvæmt hags­muna­skrán­ing­unni full­trúi í stjórn Íslenskra orku­rann­sókna, Ísor. Auk þess er Ing­veldur í vara­stjórn Isa­via ohf. ­Sam­kvæmt ákvörðun aðal­fundar Isa­via fá stjórn­ar­menn í félag­inu fá 195 þús­und fyrir hvern fund, en þókn­unin var hækkuð um 15 þús­und á fund­inum og var áður 180 þús­und á fund. Vara­menn fá 80 þús­und krónur fyrir hvern set­inn fund.

---

Borgar Þór Ein­ars­son

Borgar Þór Einarssonaðstoð­ar­maður Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­ríks­ráð­herra, á helm­ings­eign­ar­hlut við Kapla­skjól í Vest­urbæ Reykja­víkur og helm­ings­eign­ar­hlut í sum­ar­húsi í Ölveri. Þá á hann félagið Optimus ehf. en til­gangur þess félags er sam­kvæmt fyr­ir­tækja skrá  út­gáfu­starf­semi, gagna­söfn­un, sala og dreif­ing á raf­rænum upp­lýs­ing­um. Dreif­ingog sala aug­lýs­inga og mark­aðs­efn­is. Hug­bún­að­ar­gerð. Dreif­ing og sala á þjón­ustu á hug­bún­að­ar­lausn­um. Sala og rekstur vef­kerfa og hýs­ing­ar. Fjár­fest­ingar í hluta­bréfum og verð­bréfum ("deb­enture") hvort heldur er á Íslandi eða erlend­is. Rekstur fast­eigna og lána­starf­semi. Eignir félags­ins voru 932 þús­und krónur í lok árs 2016.

---

Diljá Mist Ein­ars­dóttir

Diljá Mist Einarsdóttirhinn aðstoð­ar­maður Guð­laugs Þórs Þórs­son­ar, utan­rík­is­ráð­herra, gefur upp í sinni hags­muna­skrán­ingu stund­ar­kennslu við Verzl­un­ar­skóla Íslands sem hún mun sinna fram í lok maí á þessu ári. Að auki er Diljá Mist er 20 pró­senta eig­andi á End­ur­skoð­un­ar/lög­manns­stof­unni sf.

---

Einar Hann­es­son

Einar Hannessonaðstoð­ar­maður Sig­ríðar Ást­hildar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra, er í stjórn eigin félags sem heitir Einar Hann­es­son slf. Til­gangur félags­ins er sam­kvæmt Fyr­ir­tækja­skrá við­skipta­ráð­gjöf og önnur rekstr­ar­ráð­gjöf.

---

Nokkrir ráðu­neyt­is­stjórar hafa einnig opin­berað hags­muna­skrán­ingu sína. Þar á meðal Krist­ján Skarp­héð­ins­son ráðu­neyt­is­stjóri atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins. Hann gefur upp veiði­rétt þar sem hann hefur árlegar tekjur að fjár­hæð 121 þús­und krón­ur. Hann er eig­andi að 29 pró­senta hlu í jörð­inni Eiríks­bakka Bisk­ups­tung­um.

Ragn­hildur Arn­ljóts­dóttir ráðu­neyt­is­stjóri for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins hefur einnig birt sína hags­muna­skrán­ingu en þar er ekk­ert til­tekið sem við á. Hið sama á við um Sig­ríði Auði Arn­ar­dóttur ráðu­neyt­is­stjóra umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins.

Guð­mundur Árna­son ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu er for­maður stjórnar Söfn­un­ar­sjóðs líf­eyr­is­rétt­inda og hefur verið frá árinu 2010. Núver­andi skip­un­ar­tími Guð­mundar í því starfi er til árs­ins 2020. Þá er hann skráður eig­andi að þremur fast­eign­um. Tveimur sam­stæðum bygg­ing­ar­lóðum að Laut­ar­vegi í Reykja­vík, 50 pró­senta eign­ar­hlut í sum­ar­húsi á Sel­hellu við Mjóa­fjörð í Fjarða­byggð. Auk þess Sum­ar­hús og lóð við Hraun­teig í Borg­ar­byggð. Guð­mundur hyggst að end­ingu taka þátt í stofnun Holl­vina­sam­taka Gamla barna­skól­ans á Eski­firði og í starfi þeirra ef að vonum læt­ur.

Ráðu­neyt­is­stjórar ann­arra ráðu­neyta hafa ekki gefið upp hags­muna­skrán­ingu sína.

Til­rauna­verk­efni

Í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um hags­muna­skrán­ing­una segir að fyrst um sinn verð­i hags­muna­skrán­ingin val­kvæð þar sem skylda til skrán­ingar þyrfti að eiga sér skýra laga­stoð. For­sæt­is­ráðu­neytið mun taka við þessum upp­lýs­ingum og fara yfir þær fara og leið­beina hlut­að­eig­andi um hvort þörf sé á ráð­stöf­unum vegna mögu­legra hags­muna­á­rekstra.

Ráðu­neytið segir að um til­rauna­verk­efni sé að ræða og ekki var gert ráð fyrir að upp­lýs­ingar sem verða til við þessa skrán­ingu verði birtar opin­ber­lega. „Til­gang­ur­inn er fyrst og fremst sá að efla vit­und starfs­manna um mik­il­vægi þess að afstýra hags­muna­á­rekstrum og bjóða þeim ráð­gjöf í vafatil­vik­um.“

For­sæt­is­ráðu­neytið mun taka saman skýrslu um verk­efnið og birta eigi síðar en 30. mars 2019. Í henni verði ekki per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ing­ar. Hags­muna­skrán­ing­ar­kerfi stjórn­valda er nú í heild til end­ur­skoð­un­ar, meðal ann­ars í ljósi ábend­inga GRECO. End­ur­skoð­unin lýtur að því hverjum skuli skylt að skrá hags­muni, hvort gera eigi ráð fyrir upp­lýs­inga­gjöf og ráð­gjöf í trún­aði í vissum til­vikum og hversu víð­feðm skrán­ing­ar­skyldan eigi að vera. Síð­a­stefnda atriðið varðar til dæmis skrán­ingu skuld­bind­inga og hags­muni maka og ólög­ráða barna við­kom­andi.

Frétt ráðu­neyt­is­ins var upp­færð eftir að frétt Kjarn­ans fór í loftið þar sem eft­ir­far­andi kemur fram:

Hag­muna­skrán­ing aðstoð­ar­manna og nokk­urra ráðu­neyt­is­stjóra hefur nú verið birt og stefnt er að því að birt­ingu ljúki á allra næstu dög­um. Birt­ingin er að frum­kvæði aðil­anna sem við eiga, aðstoð­ar­manna og ráðu­neyt­is­stjóra, og í kjöl­farið verður unnið að því að yfir­fara lög­gjöf sem varðar birt­ingu upp­lýs­inga af þessu tagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar