Upplýsingar um hagsmunaskráningu líklegast ekki birtar opinberlega

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp hagsmunaskráningu fyrir ráðuneytisstjóra í Stjórnarráði Íslands og aðstoðarmenn ráðherra. Hún verður þó valkvæð fyrst um sinn.

Stjórnarráðið
Stjórnarráðið
Auglýsing

Rík­is­stjórnin ákvað að taka upp hags­muna­skrán­ingu fyrir ráðu­neyt­is­stjóra í Stjórn­ar­ráði Íslands og aðstoð­ar­menn ráð­herra á fundi sínum í morg­un­. ­Fyrst um sinn verður hags­muna­skrán­ingin val­kvæð þar sem skylda til skrán­ingar þyrfti að eiga sér skýra laga­stoð.

Þetta kemur fram í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. 

Hér er um til­rauna­verk­efni að ræða og ekki er gert ráð fyrir að upp­lýs­ingar sem verða til við þessa skrán­ingu verði birtar opin­ber­lega, segir í frétt­inni. Til­gang­ur­inn sé fyrst og fremst sá að efla vit­und starfs­manna um mik­il­vægi þess að afstýra hags­muna­á­rekstrum og bjóða þeim ráð­gjöf í vafatil­vik­um.

Auglýsing

„Í nýlegri skýrslu GRECO er athygli íslenskra stjórn­valda vakin á því að ástæða kunni að vera til að láta hags­muna­skrán­ingu ná til þess­ara starfs­manna með hlið­sjón af eðli starf­anna og nálægð við vald ráð­herra.

For­sæt­is­ráðu­neytið mun útbúa eyðu­blað fyrir ráðu­neyt­is­stjóra og aðstoð­ar­menn ráð­herra vegna hags­muna­skrán­ing­ar, sam­bæri­legt því sem ráð­herrar fylla út og bjóða þessum starfs­mönnum að fylla þau út. For­sæt­is­ráðu­neytið mun taka við útfylltum eyðu­blöð­um, fara yfir upp­lýs­ingar og leið­beina hlut­að­eig­andi um hvort þörf sé á ráð­stöf­unum vegna mögu­legra hags­muna­á­rekstra,“ segir í frétt­inn­i. 

Jafn­framt kemur fram að for­sæt­is­ráðu­neytið muni taka saman skýrslu um verk­efnið og birta eigi síðar en 30. mars 2019. Í henni verði ekki per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ing­ar. Hags­muna­skrán­ing­ar­kerfi stjórn­valda sé nú í heild til end­ur­skoð­un­ar, meðal ann­ars í ljósi ábend­inga GRECO. End­ur­skoð­unin lúti að því hverjum skuli skylt að skrá hags­muni, hvort gera eigi ráð fyrir upp­lýs­inga­gjöf og ráð­gjöf í trún­aði í vissum til­vikum og hversu víð­feðm skrán­ing­ar­skyldan eigi að vera. Síð­a­stefnda atriðið varði til dæmis skrán­ingu skuld­bind­inga og hags­muni maka og ólög­ráða barna við­kom­andi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent