Sósíalistaflokkurinn mun styðja valin mál í borgarstjórn

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að þau muni styðja valin mál í borgarstjórn án tillits til þess hvaða flokkar koma sér saman um meirihlutasamstarf.

Sanna Magdalena Mörtudóttir og Daníel Örn Arnarsson
Sanna Magdalena Mörtudóttir og Daníel Örn Arnarsson
Auglýsing

Sósíalistaflokkurinnm mun styðja ákveðin mál í borgarstjórn, þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í kosningabaráttunni, án tillits til þess hvaða flokkar koma sér saman um meirihlutasamstarf.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Sósíalistaflokksins í nafni Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfulltrúa og Daníels Arnar Arnarssonar varaborgarfulltrúa flokksins.

Meðal þeirra mála er að leigjendur og fólk á biðlista eftir félagslegum íbúðum verði skipað í stjórn Félagsbústaða, að uppkomin fósturheimilabörn verði skipuð í barnaverndarnefnd, að strætófarþegar verði skipaðir í stjórn Strætó bs og notendur þjónustu Reykjavíkurborgar verði með beinum hætti settir yfir mótun þjónustunnar og uppbyggingu borgarinnar. „Gott samfélag verður aðeins byggt upp af kröfum og væntingum fólksins sem upplifir óréttlæti og ágalla núverandi kerfa,“ segir í fréttinni. 

Auglýsing

Enn fremur muni þau styðja að Reykjavíkurborg stofni sjálf byggingafélag og byggi ódýrt og öruggt húsnæði fyrir fólk þar til byrðum húsnæðiskreppunnar verður aflétt af þeim sem síst geta borið hana; láglaunafólki, fátæku eftirlaunafólki, öryrkjum, ungu fólki, innflytjendum og öðru valdalausu fólki.

„Að lágmarkslaun hjá stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar verði strax hækkuð í 400 þúsund krónur á mánuði og að stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar verði bannað að kaupa vöru og þjónustu af fyrirtækjum sem greiða sínu lægst launaða fólki lægri laun.

Að öll útvistun hjá Reykjavíkurborg og stofnunum hennar og fyrirtækjum sem hún á hlut í verði hætt. Allt starfsfólk skal ráðið til starfa af þeim stofnunum og fyrirtækjum þar sem það sinnir vinnu sinni og með öllum réttindum og kjörum sem fylgir fastráðningu.

Að unnið skuli kerfisbundið gegn stéttaskiptingu í grunnskólum, allar greiðslur nemenda fyrir námsgögn, mat eða tómstundir aflagðar og þjónusta skólanna miðuð við þau börn sem minnst stuðnings njóta heima.

Að almannasamgöngur í borginni verði byggðar upp af kröfum þeirra sem ferðast með strætó og að skipað verði fjölmennt ráð strætófarþega til að móta framtíðarstefnu fyrir strætó og almannasamgöngur í borginni og nágrannabyggðum.

Að öllu samkurli við lóðabraskara, verktaka og einkarekin leigufélög varðandi skipulagsmál verði hætt og að það verði stefna borgarinnar að hrekja gróðafyrirtæki frá braski með íbúðarhúsnæði,“ segir í tilkynningunni. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent