„Mikilvæg viðbrögð við #metoo“ – Breytingar á siðareglum samþykktar

Viðbætur við siðareglur alþingismanna voru samþykktar í dag. Breytingar komu til m.a. vegna #metoo-umræðu.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.
Auglýsing

Viðbætur við siðareglur þingmanna voru samþykktar á Alþingi rétt í þessu með öllum greiddum atkvæðum.

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga var lögð fram á Alþingi þar sem lagt var til að gerðar yrðu tvær breyt­ingar á siða­reglum fyrir alþing­is­menn. Fyrsti flutn­ings­maður var Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is. Þverpóli­tísk sátt ríkti um málið þar sem flutn­ings­menn voru öllum flokkum.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir á facebook-síðu sinni að viðbótin sé mikilvæg viðbrögð við #metoo og áskorun kvenna í stjórnmálum undir heitinu „Í skugga valdsins“.

Auglýsing

Viðbót við siðareglur þingmanna var samþykkt rétt í þessu með öllum greiddum atkvæðum. Mikilvæg viðbrögð við #metoo og...

Posted by Andrés Ingi á þingi on Tuesday, June 5, 2018

Í fyrsta lagi var lagt til að nýjum staf­lið yrði bætt við sem segir að alþing­is­menn verði að leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan og hvar­vetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kyn­ferð­is­legri eða kyn­bund­inni áreitni, ein­elti eða annarri van­virð­andi fram­komu.

Í öðru lagi var lagt til að á eftir sjö­undu grein siða­regln­anna kæmi ný grein sem hljóði svo: „Þing­menn skulu ekki sýna öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum þings­ins eða gestum kyn­ferð­is­lega eða kyn­bundna áreitni, leggja þá í ein­elti eða koma fram við þá á annan van­virð­andi hátt.“

Rík sam­staða í #metoo-um­ræðu

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að fljót­lega eftir að Alþingi kom saman eftir alþing­is­kosn­ing­arnar í lok októ­ber síð­ast­lið­inn hafi karl­kyns­þing­menn komið þeirri áskorun til for­sætis­nefndar Alþingis að haldin yrði ráð­stefna í formi „rak­ara­stofu“ sem gæfi körlum og konum á þingi tæki­færi til að eiga opin­skáar sam­ræður í ljósi umræðna um kyn­ferð­is­of­beldi og áreitni innan stjórn­mál­anna.

Að beiðni Albertínu Frið­bjargar Elí­as­dóttur alþing­is­manns setti for­seti Alþingis á dag­skrá þing­fundar 19. des­em­ber 2017 sér­staka umræðu um „í skugga valds­ins: metoo“. Til and­svara var dóms­mála­ráð­herra. Þing­menn úr öllum þing­flokkum og af báðum kynjum tóku þátt í umræð­un­um. Umræðan tók til sam­fé­lags­ins alls og var ekki ein­skorðuð við stjórn­mál­in. Ræðu­menn for­dæmdu ein­róma ríkj­andi ástand og árétt­uðu mik­il­vægi þess að karl­menn hefðu frum­kvæði að bættu hug­ar­fari meðal karla og stuðl­uðu þannig að betra sam­fé­lagi. Var rík sam­staða meðal ræðu­manna um að hafna hvers konar ofríki og ofbeldi í garð kvenna.

Alþingi ekki hefð­bund­inn vinnu­staður

Í til­lög­unni segir enn fremur að Alþingi sé ekki hefð­bund­inn vinnu­staður sem sætir stjórn til­tek­ins vinnu­veit­anda og eigi vinnu­vernd­ar­lög­gjöf því ekki við um Alþingi með sama hætti og um venju­lega vinnu­staði. Þau mark­mið sem búa að baki jafn­rétt­is- og vinnu­vernd­ar­lög­gjöf, um að gera fólki kleift að sinna starfi sínu án þess að eiga á hættu að þurfa að þola kyn­ferð­is­lega áreitni og stuðla þannig að öruggu og heil­brigðu starfs­um­hverfi, eigi þó jafn vel við um alþing­is­menn, sem og starfs­menn og gesti þings­ins, og aðra. Því sé nauð­syn­legt að skýr­lega liggi fyrir hvernig eigi að fyr­ir­byggja og bregð­ast við kyn­ferð­is­legri áreitni á Alþingi ekki síður en á venju­legum vinnu­stöð­um.

„Til­gangur siða­reglna fyrir alþing­is­menn er að efla gagn­sæi í störfum alþing­is­manna og ábyrgð­ar­skyldu þeirra, svo og til­trú og traust almenn­ings á Alþingi. Í þessu felst jafn­framt að stuðla að heil­brigðu starfs­um­hverfi þjóð­kjör­inna full­trúa og um leið að þing­menn beri virð­ingu fyrir starfi sínu, sam­herjum sínum og mótherjum og öðrum, þ.m.t. þeim sem erindi eiga inn á starfs­vett­vang þeirra og gagn­vart þeim sem þing­menn eiga sam­skipti við í störfum sínum utan þings. Það er því eðli­legt og rétt­mætt, í ljósi þeirra krafna sem fram hafa kom­ið, að í siða­reglum fyrir alþing­is­menn komi fram sú meg­in­regla að þing­menn skuld­bindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kyn­bundna og kyn­ferð­is­lega áreitni, ein­elti og aðra ótil­hlýði­lega fram­komu. Jafn­framt að það sé skylda hvers og eins þing­manns að hafna slíku hátt­erni og að þing­menn skuli ekki sýna öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum þings­ins eða gestum kyn­ferð­is­lega áreitni eða ofbeldi af neinu tagi, eða aðra van­virð­andi fram­komu,“ segir í til­lög­unni.

Mark­mið breyt­ing­anna er, sam­kvæmt til­lög­unni, að það komi fram með skýrum hætti að gild­andi siða­reglum alþing­is­manna er ætlað að stuðlað að öruggu og heil­brigðu starfs­um­hverfi innan þings þar sem hvers konar áreitni, kyn­ferð­is­legri eða kyn­bund­inni, og annarri van­virð­andi fram­komu er afdrátt­ar­laust hafn­að. Jafn­framt er þá vísað til hátt­ernis þing­manns gagn­vart öðrum þing­mönn­um, starfs­mönnum Alþingis og gestum í starfi hans á Alþingi eða á vegum þess sem þjóð­kjör­ins full­trúa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent