„Mikilvæg viðbrögð við #metoo“ – Breytingar á siðareglum samþykktar

Viðbætur við siðareglur alþingismanna voru samþykktar í dag. Breytingar komu til m.a. vegna #metoo-umræðu.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG.
Auglýsing

Við­bætur við siða­reglur þing­manna voru sam­þykktar á Alþingi rétt í þessu með öllum greiddum atkvæð­um.

Þings­á­­lykt­un­­ar­til­laga var lögð fram á Alþingi þar sem lagt var til að gerðar yrðu tvær breyt­ingar á siða­­reglum fyrir alþing­is­­menn. Fyrsti flutn­ings­­maður var Stein­grímur J. Sig­­fús­­son, for­­seti Alþing­­is. Þverpóli­­tísk sátt ríkti um málið þar sem flutn­ings­­menn voru öllum flokk­um.

Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Vinstri grænna segir á face­book-­síðu sinni að við­bótin sé mik­il­væg við­brögð við #metoo og áskorun kvenna í stjórn­málum undir heit­inu „Í skugga valds­ins“.

Auglýsing

Við­bót við siða­reglur þing­manna var sam­þykkt rétt í þessu með öllum greiddum atkvæð­um. Mik­il­væg við­brögð við #metoo og...

Posted by Andrés Ingi á þingi on Tues­day, June 5, 2018


Í fyrsta lagi var lagt til að nýjum staf­lið yrði bætt við sem segir að alþing­is­­menn verði að leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan og hvar­vetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kyn­­ferð­is­­legri eða kyn­bund­inni áreitni, ein­elti eða annarri van­virð­andi fram­komu.

Í öðru lagi var lagt til að á eftir sjö­undu grein siða­regln­anna kæmi ný grein sem hljóði svo: „Þing­­menn skulu ekki sýna öðrum þing­­mönn­um, starfs­­mönnum þings­ins eða gestum kyn­­ferð­is­­lega eða kyn­bundna áreitni, leggja þá í ein­elti eða koma fram við þá á annan van­virð­andi hátt.“

Rík sam­­staða í #metoo-um­ræðu

Í grein­­ar­­gerð með til­­lög­unni segir að fljót­­lega eftir að Alþingi kom saman eftir alþing­is­­kosn­­ing­­arnar í lok októ­ber síð­­ast­lið­inn hafi karl­kyns­­þing­­menn komið þeirri áskorun til for­­sæt­is­­nefndar Alþingis að haldin yrði ráð­­stefna í formi „rak­­ara­­stofu“ sem gæfi körlum og konum á þingi tæki­­færi til að eiga opin­­skáar sam­ræður í ljósi umræðna um kyn­­ferð­is­of­beldi og áreitni innan stjórn­­­mál­anna.

Að beiðni Albertínu Frið­­­bjargar Elí­a­s­dóttur alþing­is­­manns setti for­­seti Alþingis á dag­­skrá þing­fundar 19. des­em­ber 2017 sér­­staka umræðu um „í skugga valds­ins: metoo“. Til and­svara var dóms­­mála­ráð­herra. Þing­­menn úr öllum þing­­flokkum og af báðum kynjum tóku þátt í umræð­un­­um. Umræðan tók til sam­­fé­lags­ins alls og var ekki ein­skorðuð við stjórn­­­mál­in. Ræð­u­­menn for­­dæmdu ein­róma ríkj­andi ástand og árétt­uðu mik­il­vægi þess að karl­­menn hefðu frum­­kvæði að bættu hug­­ar­fari meðal karla og stuð­l­uðu þannig að betra sam­­fé­lagi. Var rík sam­­staða meðal ræð­u­­manna um að hafna hvers konar ofríki og ofbeldi í garð kvenna.

Alþingi ekki hefð­bund­inn vinn­u­­staður

Í til­­lög­unni segir enn fremur að Alþingi sé ekki hefð­bund­inn vinn­u­­staður sem sætir stjórn til­­­tek­ins vinn­u­veit­anda og eigi vinn­u­vernd­­ar­lög­­gjöf því ekki við um Alþingi með sama hætti og um venju­­lega vinn­u­­staði. Þau mark­mið sem búa að baki jafn­­rétt­is- og vinn­u­vernd­­ar­lög­­gjöf, um að gera fólki kleift að sinna starfi sínu án þess að eiga á hættu að þurfa að þola kyn­­ferð­is­­lega áreitni og stuðla þannig að öruggu og heil­brigðu starfs­um­hverfi, eigi þó jafn vel við um alþing­is­­menn, sem og starfs­­menn og gesti þings­ins, og aðra. Því sé nauð­­syn­­legt að skýr­­lega liggi fyrir hvernig eigi að fyr­ir­­byggja og bregð­­ast við kyn­­ferð­is­­legri áreitni á Alþingi ekki síður en á venju­­legum vinn­u­­stöð­­um.

„Til­­gangur siða­reglna fyrir alþing­is­­menn er að efla gagn­­sæi í störfum alþing­is­­manna og ábyrgð­­ar­­skyldu þeirra, svo og til­­­trú og traust almenn­ings á Alþingi. Í þessu felst jafn­­framt að stuðla að heil­brigðu starfs­um­hverfi þjóð­­kjör­inna full­­trúa og um leið að þing­­menn beri virð­ingu fyrir starfi sínu, sam­herjum sínum og mótherjum og öðrum, þ.m.t. þeim sem erindi eiga inn á starfs­vett­vang þeirra og gagn­vart þeim sem þing­­menn eiga sam­­skipti við í störfum sínum utan þings. Það er því eðli­­legt og rétt­­mætt, í ljósi þeirra krafna sem fram hafa kom­ið, að í siða­­reglum fyrir alþing­is­­menn komi fram sú meg­in­regla að þing­­menn skuld­bindi sig til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan, sem sé laust við kyn­bundna og kyn­­ferð­is­­lega áreitni, ein­elti og aðra ótil­hlýð­i­­lega fram­komu. Jafn­­framt að það sé skylda hvers og eins þing­­manns að hafna slíku hátt­erni og að þing­­menn skuli ekki sýna öðrum þing­­mönn­um, starfs­­mönnum þings­ins eða gestum kyn­­ferð­is­­lega áreitni eða ofbeldi af neinu tagi, eða aðra van­virð­andi fram­komu,“ segir í til­­lög­unni.

Mark­mið breyt­ing­anna er, sam­­kvæmt til­­lög­unni, að það komi fram með skýrum hætti að gild­andi siða­­reglum alþing­is­­manna er ætlað að stuðlað að öruggu og heil­brigðu starfs­um­hverfi innan þings þar sem hvers konar áreitni, kyn­­ferð­is­­legri eða kyn­bund­inni, og annarri van­virð­andi fram­komu er afdrátt­­ar­­laust hafn­að. Jafn­­framt er þá vísað til hátt­ernis þing­­manns gagn­vart öðrum þing­­mönn­um, starfs­­mönnum Alþingis og gestum í starfi hans á Alþingi eða á vegum þess sem þjóð­­kjör­ins full­­trúa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent