Ég vil ekki verða húsþræll

Sanna Magdalena Mörtudóttir segir að sósíalistar vilji meira en eitthvað notalegt sem valdið er til í að rétta fáeinum þeirra. Þeir vilji eitthvað frábært, eitthvað magnað, eitthvað byltingarkennt.

Auglýsing

Malcolm X ­tal­aði um grund­vall­ar­mun­inn á hús­þrælum og þræl­unum út á akrin­um. Hús­þrælar voru nokkrir svartir þrælar sem fengu að búa í húsi þræla­hald­ar­ans, hvíta hús­inu á meðan aðrir þræl­uðu á akrinum og sváfu á beru mold­ar­gólf­inu í kof­aræksn­um. Hús­þræl­arnir sváfu á dýnum í kjall­ara hvíta húss­ins, fengu mat­ar­af­ganga af borði hús­bónd­ans, gengu í fötum af hús­bónd­an­um, þrifu hús­ið, sáu um mat­inn og gættu barna hús­bónd­ans. Þeir voru hluti af húsi þræla­hald­ar­ans þótt þeir hafi ekki haft neinn rétt og að hús­haldið sner­ist ekki um þarfir þeirra. En líf þeirra var mun þol­an­legra en líf þræl­anna á akrin­um. Það rigndi ekki inn á þá á nótt­inni, þeir voru ekki barðir með svipum ef þeir héldu sig á mott­unni og þeir fóru ekki svangir að sofa örþreyttir eftir langan vinnu­dag undir brenn­heitri sól­inni. Svo fram­ar­lega sem þeir rugg­uðu ekki bátnum gátu þeir lifað við aðstæður sem voru svo miklu bærilegri en líf þræl­anna á akrin­um. Í sam­an­burði við akur­inn var líf hús­þræl­anna lúx­us. Hús­þræl­arnir mátu það sem hags­muni sína að við­halda hvíta hús­inu þótt vald þess væri ekki þeirra vald.

Þegar þræl­arnir á akrinum litu til hvíta húss­ins ósk­uðu þeir hins vegar að það myndi brenna. Hvíta húsið var kúg­un­ar­vald­ið, valdið sem svipti þá frels­inu, nið­ur­lægði þá, vildi brjóta þá nið­ur. Þeir sungu bar­áttu­söngva og sálma til að við­halda von sinni um að losna undan kúgun hvíta húss­ins. Hús­þræl­arnir sungu ekki. Aldrei hef ég vitað til þess að neinn sálmur hafi verið sam­inn af hús­þræl. Hús­þræl­arnir reyndu að tala og hegða sér eins og hús­bænd­urn­ir.

Þræl­arnir á akrinum sættu sig ekki við aðstæður sína, þeir sættu sig ekki við hungrið, þrælk­un­ina og ófrels­ið. Og þeir sættu sig ekki við hið órétt­láta kerfi, sáu í gegnum það. Þeir reyndu því ekki að semja við hús­bænd­urna um stytt­ingu vinnu­vik­una, um stærri mat­ar­skammt eða um mjúka dýnu. Þeir sömdu ekki við þræla­haldar­ann um að fá að hlaupa 30 metra í nótt heldur hlupu þeir eins og fætur tog­uðu, flúðu ástandið og leit­uðu að frelsi. Þeirra bar­átta gat ekki farið fram á for­sendum hvíta húss­ins. Þau höfðu séð of marga þræla hverfa þangað inn með hlekki um háls­inn og koma út með gam­alt háls­tau af hús­bónd­an­um, reyna að sefa þræl­ana á akrin­um, telja þeim trú um að þeir hefðu sama hags­muni og hús­bónd­inn. Ef hús­bónd­inn hefur það gott, þá munum við líka hafa það gott, höfðu hús­þræl­arnir sagt. Trúið mér, ég er svartur eins og þið.

Auglýsing

Fjölda­hreyf­ing þræl­anna á akrinum sner­ist um að hafna erindi hús­þræl­anna, erindi þræla­hald­ar­ans sem þeir vildu bera út á akur­inn. Fjölda­hreyf­ing þræl­anna á akrinum var sam­staða gegn órétt­læt­inu. Ekki beiðni um eilítið stærri mat­ar­skammt. Heldur sam­staða um að fella hið órétt­láta kerfi. Og þeir fyr­ir­litu hús­þræl­inn ekk­ert minna en þræla­haldar­ann.

Auð­vitað var það freist­ing fyrir þræl á akrinum að hegða sér vel, beygja sig undir valdið og von­ast til þess að hann verði kall­aður til starfa í hvíta hús­inu, kom­ast inn í ylinn og fá að taka þátt í hús­hald­inu þótt það sé snú­ist ekki um hans þarfir og vænt­ing­ar. Lífið á akrinum var óbæri­legt, þar var vonin veik og brast oft á dag. En ef allir þræl­arnir á akrinum hefðu haft það eina mark­mið að kom­ast að í hvíta hús­inu hefði bar­átta þræl­ana fyrir frels­inu aldrei unn­ist. Hún hefði orðið enda­laus end­ur­tekn­ing sömu sög­unn­ar, um þræl­inn sem losn­aði við járn­hlekk­ina til að setja á sig ósýni­lega hlekki hug­ar­fars­ins fyrir mýkri dýnu, heit­ari mat og þak sem rigndi ekki í gegn­um.

Það er nota­legra að búa í villu hvíta manns­ins, en það er ákvörðun um að taka enga áhættu og um að fórna mögu­leik­anum á að bar­áttan skili raun­veru­legum árangri. Sá sem tekur ákvörðun um að ganga inn í hvíta húsið mun að öllum lík­indum verða samdauna vald­inu og fara á skömmum tíma að tala eins og hús­bónd­inn.

Við sós­í­alistar viljum meira en eitt­hvað nota­legt sem valdið er til í að rétta fáeinum af okk­ur. Við viljum eitt­hvað frá­bært, við viljum eitt­hvað magn­að, við viljum eitt­hvað bylt­ing­ar­kennt. Við viljum sýna kraft á við þann sem Hari­et Tu­bman ­bjó að þegar hún flúði úr þræla­haldi en snéri svo aftur á sömu slóð­ir, hélt út í óviss­una og frels­aði fleiri bræður og syst­ur. Hún frels­aði þræl­ana á akrin­um. Það var hennar fólk. Hún átti ekk­ert erindi við hús­þræl­ana.

Með stofn­un, fram­boði og nú góðu fylgi Sós­í­alista­flokks­ins í kosn­ingum heyrum við háværar kröfur hinna valda­lausu um að kom­ast að borð­inu þar sem ákvarð­anir eru teknar og að valdið sé fært til fólks­ins. Til að vinna að því munum við ekki gefa neinn afslátt. Það er engin von að okkur tak­ist að byggja upp sterka hreyf­ingu hinna valda­lausu bundin við sam­komu­lag við hægri öflin og miðj­una í stjórn­mál­un­um. Við munum ekki geta unnið að hags­munum fólks­ins á akrinum liggj­andi á dýnu í kjall­ara þræla­hald­ar­ans.

Ég sé að ég geti gert meira út á akrinum með kúg­aða fólk­inu en með því að horfa á það út um glugga á húsi hvíta manns­ins. Mig langar að nota þau völd og áhrif sem þið gáfuð mér með því að vinna með ykkur út á akrin­um, syngja söngvana með ykkur og skipu­leggja hvernig við getum hrakið þræla­haldar­ann út úr hús­inu, burt úr lífi okk­ar. Ég fæ mig ekki til þess að fara með þau völd og áhrif sem þið færðuð mér inn í húsið og gefa hús­bónd­anum og hús­þrælum hans þau, til að við­halda valdi hans yfir okk­ur. Mig langar ekki að verða eins og hús­bónd­inn. Þegar hús­bónd­inn og hús­þræl­arnir hæla mér og vilja benda á hvað ég er klár og fín, hvað ég myndi passa vel í þeirra hóp, veit ég að ég verð að vara mig. Öll bar­átta mín í gegnum fátækt, for­dóma og valda­leysi var ekki háð til að sleppa inn í hvíta húsið og skilja aðra eftir á akrin­um.

Ég hlakka til að vinna með ykkur að upp­bygg­ingu öfl­ugrar fjölda­hreyf­ingar hinna valda­lausu. Ég hlakka til að þjóna ykk­ur, vera rödd ykkar inn í borg­ar­stjórn. Til að sinna því mun ég dvelja í bar­áttu ykkar hvar sem hún er háð. Þaðan mun ég sækja erindi ykkar og gera það erindi að mínu inn í borg­ar­stjórn. Með því að hafna dýn­unni í kjall­ar­anum í hvíta hús­inu er ég ekki að hafna völd­um. Með því að hafna dýn­unni er ég tryggja að ég geti sótt mér vald og afl í bar­áttu ykk­ar. Það er bara ein leið til valda­leysis fyrir okkur þræl­ana á akrin­um, það er að yfir­gefa hóp­inn og ger­ast hús­þræll.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar