Frumkvöðullinn og þrautirnar 12

Smári McCarthy segir að ef vel er að staðið getur Ísland á fáeinum árum og með litlum tilkostnaði staðið öðrum þjóðum framar sem stökkpallur framtíðarinnar.

Auglýsing

Það hefur lengi verið talað fyrir því að byggja upp öfl­ugt nýsköp­un­ar­um­hverfi á Íslandi, þar sem sprota­fyr­ir­tæki og stærri fyr­ir­tæki sem stunda rann­sóknir og þróun geta unað sér vel. Rökin fyrir þessu eru að þau lönd sem hafa markað sér skýra stefnu um stuðn­ing við nýsköp­un, sprota, rann­sóknir og þróun hafa upp­skorið mik­inn vöxt.

En ýmis­legt stendur í vegi fyrir þeim sem ætla út í rekstur sprota­fyr­ir­tækja á Íslandi, í hvaða geira sem er. Það er áhuga­verð æfing að rekja sig í gegnum lífs­raunir frum­kvöð­uls sem stofnar fyr­ir­tæki.

Til að byrja með kostar rúm­lega fimm­tíu sinnum meira að stofn­setja fyr­ir­tæki á Íslandi en til dæmis í Þýska­landi eða Bret­landi. Gjald­ið, sem rennur til Rík­is­skatt­stjóra, er notað til að fjár­magna rekstur emb­ættis Rík­is­skatt­stjóra, vegna þess að rík­is­stjórnir Íslands hafa ekki viljað tryggja emb­ætt­inu nægi­legt fjár­magn úr rík­is­sjóði til að sinna skatt­eft­ir­liti og öðru. Því borgar fólk 131.000 kr hér, meðan þýskur aðili borgar 1700 krónur og breskur borgar um 1800 krón­ur.

Auglýsing

Næst þarf stofn­andi sprota­fyr­ir­tækis að eiga hálfa milljón í hluta­fé. Hægt er að fara í skap­andi bók­halds­æf­ingar til að ná upp í þá upp­hæð, oft­ast með því að láta skrán­ing­ar­gjaldið og ofmetna far­tölvu upp í, en til­tölu­lega fá fyr­ir­tæki hefja rekstur sinn með hálfa milljón í reiðufé inni á banka­bók.

Þvert á móti þurfa fyr­ir­tæki að útvega sér fjár­magn. Þetta er oft­ast gert með lánum erlend­is, en vextir eru svo háir á Íslandi að það er vel skilj­an­legt þegar fólk sleppir því að fara út í rekstur frekar en að skuld­setja sig. Það eru hvorki til sér­stök frum­kvöðla­lán né yfir höfuð góð kjör af nokkru tagi hjá bönk­unum fyrir ný fyr­ir­tæki. Vaxta­stigið á Íslandi þarf að lækka.

Sumir verða þó heppnir og fá fjár­magn frá fjár­fest­um. Bestu leið­irnar til þess til að minnka áhættu fyrir hugs­an­lega fjár­festa, á borð við breyt­an­leg skulda­bréf (e. con­verti­ble bond), eru skatt­lagðar strax í upp­hafi ferl­is­ins þannig að fjár­fest­ingin nær ekki nema ákveðið langt. Fjár­fest­arnir eru jafn­framt vanir him­in­háum vöxtum og gera því heimt­ingar á háa ávöxt­un. Oft er ætl­ast til þess að fá sexfalda til átt­falda fjár­fest­ingu til baka á örfáum árum, sem er auð­vitað ómögu­legt í flestum til­fellum og engum fjár­festum dytti til hugar að krefj­ast erlend­is. Skyn­samir frum­kvöðlar hörfa oft frá slíkum kröfum ef þeir eiga þess nokk­urra kosta völ.

Á þessum tíma­punkti þarf frum­kvöð­ull­inn okkar að fara að borga sér laun. Margir sem eru að hefja rekstur reyna að borga sér algjört lág­mark í upp­hafi þar til pen­ing­arnir fara að flæða inn, sér­stak­lega í þeim geirum þar sem lang­hlaup er að sölu­tekjum og hagn­aði. En sér­fræð­ingar sem stofna fyr­ir­tæki í sínum greinum geta átt von á því að skatt­ur­inn krefj­ist þess að þeir borgi sér sam­keppn­is­hæf mark­aðs­laun ─ svo­kallað reiknað end­ur­gjald ─ frá byrj­un, sem er oft algjör­lega óraun­sætt fyrir þá sem eig­endur þess­ara nýju sprota.

En það eru ekki bara laun­in. Launa­tengdu gjöldin eru mjög íþyngj­andi fyrir sprota. Þótt sam­fé­lags­leg mark­mið þeirra séu ágæt, þá verður að telj­ast und­ar­legt í þró­uðu sam­fé­lagi að inn­heimtur sé launa­skattur (þ.e., trygg­ing­ar­gjald) í við­bót við tekju­skatt. Þá hefur mót­fram­lag til líf­eyr­is­sjóða hækkað tölu­vert und­an­farin ár, sem einnig þyngir róð­ur­inn. Á meðan líf­eyr­is­sjóðir eru nauð­syn­legir hlýtur að vera til betri leið.

Kannski fer frum­kvöð­ull­inn þá leið að sækja um styrki. Sam­keppn­is­sjóðir á Íslandi eru ótrú­lega margir, en flestir ekki mjög digr­ir. Þeir veita marga góða styrki á hverju ári, sem er afar gott, en styrkirnir eru oft­ast frekar smáir og sam­keppnin um þá er hörð. Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands býður upp á þjón­ustu til að auka líkur á árangri í styrk­um­sóknum en eðli máls­ins sam­kvæmt er aðstoðin tak­mörk­uð. Sjóð­irnir eiga líka við sín eigin vanda­mál að etja. Það hefur oft reynst þeim erfitt að skipa nefndir með nógu breiða þekk­ingu til að fara yfir styrk­um­sókn­irnar ─ og oft er hrein­lega skortur á sér­fræð­ingum til að lesa yfir styrk­um­sóknir og meta þær rétt.

Almennt er fjár­fest­inga­um­hverfið hér á landi erfitt. Sam­kvæmt skýrslu OECD um aðal­vísa í vís­indum og tækni sem birt­ist 7. febr­úar 2017 (sjá hér) námu fjár­fest­ingar á Íslandi til rann­sókna og þró­unar 2,19% af vergri lands­fram­leiðslu árið 2016. Hæsta fjár­fest­ing­ar­hlut­fallið sam­kvæmt gögnum OECD er 4,25% af vergri lands­fram­leiðslu í Ísra­el, 4,23% í Suð­ur­-Kóreu, 3,49% í Jap­an, 3,26% í Sví­þjóð, 3,07% í Aust­ur­ríki, 2,96% í Dan­mörku, 2,90% í Finn­landi, 2,87% í Þýska­landi, 2,79% í Banda­ríkj­un­um, 2,45% í Belg­íu, 2,23% í Frakk­landi og 2,21% í Sló­ven­íu.

Það er stefna Vís­inda- og tækni­ráðs að ná 3,0% árið 2024, og ég hef lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu tví­vegis fyrir Alþingi að ná skuli hlut­deild­inni okkar upp í 2,8% fyrir 2020,en tilllagan hefur ekki hlotið afgreiðslu. Það væri ágætt ef þessi mark­mið myndu nást, en ég hef ekki ennþá séð neitt gríð­ar­lega sann­fær­andi um að það muni ger­ast.

Það má hvetja til slíkra fjár­fest­inga með ýmsum hætti. Fyrir síð­ustu kosn­ingar börð­ust Sam­tök iðn­að­ar­ins mikið fyrir því að afnumið yrði end­ur­greiðslu­þak vegna rann­sókna og þró­unar og hefur það ratað inn á stefnu­skrá núver­andi rík­is­stjórn­ar. Ég sagði á fundi SI fyrir kosn­ingar að hætt væri að litið yrði á þetta sem galdra­lausn og fram­hjá öðrum nálg­un­um. Það er vissu­lega ágætt að afnema end­ur­greiðslu­þak­ið, en þau lönd sem hafa staðið sig best í nýsköpun í Evr­ópu, á borð við Sví­þjóð og Sviss, hafa hvor­ugt farið þá leið að end­ur­greiða hluta af útlögðum rann­sókn­ar­kostn­aði.

Mun fleiri leiðir eru til stað­ar, til dæmis skattafslættir fyrir sér­fræð­inga sem flytja til lands­ins, sér­stakar skattaí­viln­anir til fyr­ir­tækja sem skrá einka­leyfi eða önnur hug­verk, eða ýmis­legt í þeim dúr. Það mætti skoða bland þess­ara leiða, enda engin full­komin upp­skrift til.

En segjum sem svo að frum­kvöð­ull­inn okkar hafi náð að setja fyr­ir­tækið á fót og fjár­magnað rekstur þess næstu tvö árin. Með því er hann strax búinn að ná lengra en flest­ir, en þrauta­göng­unni er alls ekki lok­ið.

Nú þarf þetta vax­andi fyr­ir­tæki að nálg­ast starfs­fólk. Ein­hverjir munu fást inn­an­lands, en ein­hverjir munu þurfa að koma utan frá. Starfs­fólkið sem fæst inn­an­lands er oft vel menntað fólk sem kemur úr háskólum inn í umhverfi þar sem fá áhuga­verð tæki­færi finnast, og þau tæki­færi sem finn­ast krefj­ast meiri reynslu en mögu­legt er að þeir hafi getað aflað sér. Hluti vand­ans þarna er hrein­lega hve lít­ill fjöldi fyr­ir­tækja hafa náð sér á það strik að geta ráðið nýút­skrifað fólk.

En á Íslandi er líka almennt mik­ill skortur á fólki, sem gerir það að verkum að vinnu­afl er bæði dýrt, og sér­fræð­ingar oft ófá­an­leg­ir. Ein­hverja er hægt að lokka frá Evr­ópu­sam­bands­löndum með miklum til­kostn­aði, en ef flytja þarf inn sér­fræð­inga frá löndum utan EES svæð­is­ins tekur við flókið ferli þar sem ef vel gengur kemst sér­fræð­ing­ur­inn inn í land­ið, en ekki endi­lega maki eða börn sér­fræð­ings­ins, því það er sjálf­stætt og stundum ómögu­legt skref. Inn­flytj­enda­stefna Íslands er skað­leg fyrir fyr­ir­tækin í land­inu.

Inn­flutn­ingur á fólki er þó varla jafn stórt vanda­mál og inn­flutn­ingur á gjald­eyri. Frum­kvöð­ull­inn okk­ar, hvers fyr­ir­tæki er með tekjur í erlendri mynt en útgjöld í íslenskum krón­um, stendur höllum fæti gagn­vart gríð­ar­lega sterkri krónu sem bregst við öllum góðum árangri útflutn­ings­fyr­ir­tækja með því að éta þann árangur á gjald­eyr­is­mörk­uð­un­um. Þau geta svo sem reynt að baka geng­is­flöktið inn í verðin hjá sér, en það er þá ómögu­legt að keppa við erlenda keppi­nauta. Örgjald­mið­ils­stefna rík­is­stjórn­ar­innar kostar fyr­ir­tæki lands­ins sam­keppn­is­hæfni sína.

Öll þessi vanda­mál eru yfir­stíg­an­leg. Rétt eins og Ást­ríkur sigr­að­ist á skriffinskuma­sk­ínu Ses­ars hafa margir íslenskir frum­kvöðlar kom­ist í gegnum þrauta­göngu íslenska nýsköp­un­ar­um­hverf­is­ins og skilað gríð­ar­legum tekjum í þjóð­ar­bú­ið. En maður veltir því fyrir sér hvort að þetta sé nauð­syn­legt. Væri ekki betra að hjálpa þeim sem vilja ná langt að gera það, vit­andi það að það er allra hagur að þeim takist?

Rík­is­stjórn Íslands þarf að fara að vinna mark­visst að því að gera Ísland að sam­keppn­is­hæfu landi til rekst­urs fyr­ir­tækja svo að íslenskir frum­kvöðlar nái góðum árangri en ekki síður til að erlend fyr­ir­tæki fari að sjá hag sinn í því að vera á Íslandi frekar en ann­ars stað­ar.

Land­flótti frum­kvöðla frá sökkvandi hag­kerfi Brex­it-lands er flótta­manna­vandi sem Ísland ætti að leit­ast við að njóta góðs af, en Ísland hefur því miður ekk­ert aðdrátt­ar­afl sam­an­borið við Þýska­land, Sví­þjóð, eða önnur Evr­ópu­lönd þar sem fram­tíðin er hluti af efna­hags­stefn­unni. Íslenska ríkið hefði átt að setja sér það mark­mið strax þegar Bretar ákváðu að ganga út úr ESB að reyna að lokka til sín um 3% þeirra fyr­ir­tækja sem koma til með að flýja Bret­land því þau kom­ast ekki af án innri mark­aðar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Hluti af vand­anum er metn­að­ar­leysi stjórn­valda, hluti er skiln­ings­leysi stjórn­mál­anna á mála­flokknum og hluti vand­ans er víð­tækt áhuga­leysi gagn­vart fram­tíð­inni ─ það er lenska í kerf­inu að reyna að við­halda því sem er til fyrir frekar en að skapa aðstæður fyrir vöxt. Pirr­ing gagn­vart þeirri lensku hafa ótal­margir lýst fyrir mér, bæði frum­kvöðl­ar, fjár­fest­ar, áhuga­fólk um sprota­fyr­ir­tæki, sér­fræð­ingar í nýsköpun og fólk tengt sam­keppn­is­sjóð­um. Flestir eru að reyna sitt besta, en þraut­irnar eru þung­ar.

Þetta snýst hrein­lega um að gera bet­ur. Hluti af því er að hætta að vera með óþarf­lega flókn­ar, dýrar og jafn­vel fárán­legar hindr­anir fyrir frum­kvöðla sem vilja fara af stað. Ef vel er að staðið getur Ísland á fáeinum árum og með litlum til­kostn­aði staðið öðrum þjóðum framar sem stökk­pallur fram­tíð­ar­inn­ar.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar