„Af hverju þarf að fækka bílum?“

Oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík sér enga ástæðu til að fækka bílum á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill auka umferðarflæði í borginni til að minnka mengun og innleiða „Viðeyjarleið“ sem tengir byggðir borgarinnar saman.

Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík.
Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík.
Auglýsing

„Það er ástandið í borg­inni sem hvetur okkur til að fara af stað,“ segir Jóhannes Lofts­son, odd­viti Ábyrgrar fram­tíð­ar, í sam­tali við Eyrúnu Magn­ús­dóttur í kosn­inga­hlað­varpi Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna. Í hlað­varp­inu er rætt við alla odd­vita þeirra ell­efu fram­­­boða sem bjóða sig fram í borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­unum sem fram fara næst­kom­andi laug­ar­dag, 14. maí.

Flokk­ur­inn var stofn­aður fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar í fyrra og bauð fram í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi norð­ur. Stefnu­mál Ábyrgrar fram­tíðar lutu helst að efa­­semdum tengdum kór­ón­u­veiru­far­aldr­inum og gagn­­semi bólu­­setn­inga. Flokk­­ur­inn hlaut 144 atkvæði, eða 0,1 pró­sent atkvæða.

Auglýsing

Með ástand­inu í borg­inni á Jóhannes fyrst og fremst við slæma stöðu í hús­næð­is­málum og „þétt­ing­ar­stefnu“ Reykja­vík­ur­borgar sem flokk­ur­inn er mót­fall­inn. Hann segir ákveðið tíma­móta­á­stand í borg­inni.

„Þessi stefna, þessi þétt­ing­ar­stefna eins og hún leggur sig núna, hún gengur rosa­lega mikið út á það að það er verið að rífa hús­næði sem fyrir er, það er verið að auka flækju­stig­ið, að byggja upp, það er verið að setja inn ein­hver svona inn­viða­gjöld sem tengj­ast því að borga fyrir ein­hverja borg­ar­línu og borga fyrir alls konar við­bæt­ur, borga fyrir pálma­tré, bara alveg uppi í maður veit ekki hvað, það er alltaf að bæta ein­hverju ofan á. Þetta er ekk­ert endi­lega eitt­hvað sem ein­stak­ling­ur­inn sjálfur myndi velja að eyða pen­ingnum sínum í,“ segir Jóhann­es.

Við­eyj­ar­leiðin muni leysa sam­göngu­vanda borg­ar­innar

Eina lausn­in, að hans mati, er að byggja ódýr­ara með því að byggja á ódýr­ari svæð­um. Ábyrg fram­tíð leggur því til að tengja byggðir borg­ar­innar frekar sam­an, meðal ann­ars með svo­kall­aðri „Við­eyj­ar­leið“, sem felst í að leggja Sunda­braut­ina í gegnum Við­ey, með botn­göngum frá Laug­ar­nes­inu út í Viðey og tengja við Gufu­nes.

„Sú teng­ing ein myndi laga umferð­ar­vanda­málin á Sæbraut­inni og Miklu­braut­inni, og svo taka aðra teng­ingu beint norður um göng til Kjal­ar­nes­svæð­is­ins og þá ertu kom­inn með risa, risa, risa, land­svæði sem er nær mið­bænum í ferða­tíma heldur en þessi úthverfi sem við erum að byggja í dag. Þú ert svo snöggur að ferð­ast þegar komin er hrað­braut í bæinn og það er okkar lausn.“

Jóhannes segir að með þess­ari lausn, Við­eyj­ar­leið­inni, sé í raun verið að leysa sam­göngu­vanda borg­ar­inn­ar. „Við erum að minnka borg­ina í tíma. Við erum að byggja þar sem auð­velt er að ferð­ast hratt.“

Jóhannes segir Ábyrga fram­tíð hlynnta öllum sam­göngu­mát­um. Það sé þó ekki rétt að færri bílar mengi minna heldur þurfi að lag­færa flæði á umferð­inni. Jóhannes sér ekki til­efni til að fækka bílum í umferð­inni. „Af hverju þarf að fækka bíl­um? Ég bara spyr þig, það eru allir að nota bíla? Vilja menn ekki fara í Costco?“ segir Jóhannes og bendir á að barna­fólk að mjög erfitt með að vera ekki á bíl.

„Viljum við ekki geta gert þessa hluti sem við erum að gera í dag?“ spyr Jóhann­es, sem telur það veru­lega lífs­gæða­skerð­ingu að vera án bíls til lengri tíma.

Ábyrg fram­tíð vill tempra ábyrgð­ar­laust vald

Í þætt­inum fer Jóhannes einnig yfir sögu flokks­ins og gildi hans. Hann segir Ábyrga fram­tíð vilja tempra ábyrgð­ar­laust vald. „Við viljum að þegar hið opin­bera hefur vald yfir þegn­unum að þeir beri þá ábyrgð gagn­vart þeim sem það hefur vald yfir. Ef það er ekki hægt þá viljum við að þegn­arnir fái meira vald ef hið opin­bera getur ekki höndlað ábyrgð­ina, það er grund­vall­ar­þema í öllum okkar stefnu­mál­u­m.“

„Besti aðil­inn til að hafa vald yfir okkur erum við sjálf því við berum ábyrgð á okkar ákvörð­un­um. Ef þú afsalar þessu valdi til ein­hverra ábyrgð­ar­lausra emb­ætt­is­manna þá eru teknar ákvarð­anir sem eru ekki endi­lega þínir hags­mun­ir, heldur ags­munir emb­ætt­is­manns­ins, kannski eitt­hvað sem átti ekki að gera og hann er ábyrgð­ar­laus ef illa fer og þú berð ábyrgð­ina,“ segir Jóhann­es. Dæmi um slíkt er staðan í hús­næð­is­málum að hans mati.

Á móti borg­ar­línu sem er „rán­dýr fram­kvæmd“

Jóhannes fer einnig yfir fleiri stefnu­mál flokks­ins í þætt­inum svo sem í sam­göngu­mál­um, sem fel­ast meðal ann­ars í því að skipta göngu­ljósum út fyrir göngu­brýr á Miklu­braut, efl­ingu dagor­eldra­kerf­is­ins í stað auk­innar áherslu á leik­skóla og borg­ar­lín­una, sem flokk­ur­inn er á móti.

„Við erum ein­fald­lega á móti borg­ar­lín­unni. Þetta eru rán­dýr fram­kvæmd vegna þess að það á að fjár­magna borg­ar­lín­unnar með lóða­sölu og það eru inn­viða­gjald líka við veg­ina. Borg­ar­línan ber meiri keim af því að vera nán­ast fast­eigna­þró­un­ar­verk­efni frekar en að vera sam­göngu­verk­efn­i,“ segir Jóhannes sem telur að verði borg­ar­línan útfærð sam­kvæmt núver­andi áætlun verði not­endur hennar fáir.

Sam­­­kvæmt nýj­­­ustu kosn­­­inga­­­spá Kjarn­ans og Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar er Ábyrg fram­tíð annað tveggja fram­boða í Reykja­vík sem mæl­ast ekki með fylgi. Hitt fram­boðið er Reykja­vík – besta borg­in. En Jóhannes er bjart­sýnn á að ná sæti í borg­ar­stjórn í kom­andi kosn­ingum á laug­ar­dag. „Já ég bara vona það besta.“

Hægt er að hlusta á við­talið við Jóhannes í heild sinni í spil­ar­anum hér að neð­an:

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent