Mynd: Samsett baraáttan um borgina.jpg
Mynd: Samsett

Sjálfstæðisflokkur stefnir í sögulegt afhroð en Samfylking og Píratar með pálmann í höndunum

Baráttan um borgina virðist ekki ætla að verða sérstaklega spennandi. Núverandi meirihluti mælist með þrettán borgarfulltrúa og um 55 prósent fylgi. Stærstu flokkarnir í meirihlutanum eiga aðra kosti kjósi þeir að mynda annarskonar meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn á enga sýnilega leið til valda í höfuðborginni. Þetta er niðurstaða nýjustu kosningaspár Kjarnans.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stefnir í mesta afhroð í sögu sinni í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fram fara um næstu helgi. Nú, fjórum dögum áður en borg­ar­búar ganga að kjör­köss­un­um, mælist fylgi flokks­ins í höf­uð­borg­inni 18,8 pró­sent í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar. 

Verði það nið­ur­staða kosn­ing­anna á laug­ar­dag mun það verða versta nið­ur­staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum frá upp­hafi slíkra. Flokk­ur­inn, sem fékk 30,8 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2018, mun tapa næstum 40 pró­sent kjós­enda sinna milli kosn­inga sam­kvæmt nið­ur­stöð­unni og þremur borg­ar­full­trú­um. Miðað við orð sumra fram­bjóð­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjöl­far próf­kjörs hans fyrr á árinu var stefnan sett á að minnsta kosti átta borg­ar­full­trúa. Nú stefnir allt í að hann nái inn fimm, og sá síð­asti er nokkuð tæpur inn­i. 

Borgarstjórn Reykjavíkur
23 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
  • >99%
    Dagur B. Eggertsson
  • >99%
    Heiða Björg Hilmisdóttir
  • >99%
    Skúli Þór Helgason
  • 99%
    Sabine Leskopf
  • 92%
    Hjálmar Sveinsson
  • 68%
    Guðný Maja Riba
  • 33%
    Sara Björg Sigurðardóttir
  • >99%
    Hildur Björnsdóttir
  • >99%
    Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
  • >99%
    Kjartan Magnússon
  • 92%
    Marta Guðjónsdóttir
  • 70%
    Björn Gíslason
  • 35%
    Friðjón R. Friðjónsson
  • >99%
    Dóra Björt Guðjónsdóttir
  • 97%
    Alexandra Briem
  • 83%
    Magnús Norðdahl
  • 47%
    Kristinn Jón Ólafsson
  • >99%
    Einar Þorsteinsson
  • 98%
    Árelía Eydís Guð­munds­dótt­ir
  • 86%
    Magnea Gná Jóhanns­dótt­ir
  • 51%
    Aðal­steinn Haukur Sverr­is­son
  • 17%
    Þorvaldur Daníelsson
  • 82%
    Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir
  • 39%
    Pawel Bartoszek
  • 87%
    Sanna Magdalena Mörtudóttir
  • 47%
    Trausti Breiðfjörð Magnússon
  • 11%
    Andrea Jóhanna Helgadóttir
  • 67%
    Líf Magneudóttir
  • 22%
    Stefán Pálsson
  • 69%
    Kolbrún Baldursdóttir
  • 18%
    Helga Þórðardóttir
  • 36%
    Ómar Már Jónsson

Flokk­arnir sem eru í lyk­il­stöðu fyrir loka­sprett kosn­inga­bar­átt­unnar eru Sam­fylk­ingin og Pírat­ar. Stefnur þeirra eru það svip­að­ar, og styrkur þeirra að mæl­ast það mik­ill, að borð­leggj­andi er að þeir muni mynda öxul í næsta meiri­hluta ef fram fer sem horf­ir.

Báðir flokkar bæta við sig fylgi milli kosn­inga­spáa og mæl­ast sam­an­lagt nú með 41,1 pró­sent fylgi, en þeir fengu sam­an­lagt 33,6 pró­sent árið 2018. Að óbreyttu verður Sam­fylk­ing­in, undir for­ystu Dags B. Egg­erts­son­ar, stærsti flokk­ur­inn í borg­inni með 24,8 pró­sent fylgi og sex borg­ar­full­trúa og Píratar þriðji stærsti flokk­ur­inn með 16,3 pró­sent og fjóra menn inni. Saman ná flokk­arnir tveir því tíu borg­ar­full­trúa eins og staðan er nú og þurfa ein­ungis tvo til við­bótar til að mynda meiri­hluta.

Þessi staða felur í sér að lang­mestar líkur eru á því eins og er að Dag­ur, sem hefur verið borg­ar­stjóri síð­ast­lið­inn átta ár og setið í borg­ar­stjórn í tvo ára­tugi, verði áfram borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur. 

Fram­sókn stefnir í end­ur­upp­risu

Sá flokkur sem mun bæta mestu við sig frá síð­ustu kosn­ingum er óum­flýj­an­lega Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Hann hef­ur, undir for­ystu Ein­ars Þor­steins­son­ar, mælst nokkuð stöðugt með yfir tólf pró­sent fylgi síð­ustu vikur og er nú með 12,4 pró­sent.

Niðurstöður kosningaspárinnar 10. maí 2022
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2022.

Það myndi skila þremur borg­ar­full­trúum og áfram­hald­andi upp­risu Fram­sóknar á möl­inni eftir ágætt gengi þar í þing­kosn­ing­unum í fyrra­haust, en Fram­sókn fékk ein­ungis 1.870 atkvæði í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum fyrir fjórum árum, eða 3,2 pró­sent greiddra atkvæða. 

Við­reisn, sem setið hefur í meiri­hluta í borg­ar­stjórn á kjör­tíma­bil­inu, er sá meiri­hluta­flokk­anna sem gengur senni­lega einna síst kátur frá borði að óbreyttu. Flokk­ur­inn fékk 8,2 pró­sent atkvæða árið 2018 en mælist nú með 7,4 pró­sent og hefur ekki farið yfir átta pró­sent í kosn­inga­spá síðan um miðjan mars. Sem stendur myndi nið­ur­staðan duga til að halda báðum borg­ar­full­trúum Við­reisnar inni en Pawel Bar­toszek er síð­asti maður inn sem stend­ur, og sára­litlu munar á honum og öðrum manni Sós­í­alista­flokks Íslands. 

Vinstri græn eru líka í miklum vanda í Reykja­vík. Í þing­kosn­ing­unum í haust fékk flokk­ur­inn 14,7 og 15,9 pró­sent atkvæða í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur. Þegar kemur að borg­ar­stjórn­ar­málum mælist fylgi flokks­ins, sem leiddur er af Líf Magneu­dótt­ur, með 6,1 pró­sent fylgi og er langt frá því að ná öðrum manni á lista inn. Það er vissu­lega skárri nið­ur­staða en Vinstri græn fengu 2018, þegar ein­ungis 4.6 pró­sent kjós­enda kusu flokk­inn, en langt frá því sem stefnt var að. 

Annar maður Sós­í­alista­flokks­ins næstur inn

Af smærri flokk­unum í minni­hluta borg­ar­stjórnar getur Sós­í­alista­flokkur Íslands best við unað. Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spánni fengi hann 7,2 pró­sent atkvæða sem yrði bæt­ing frá þeim 6,4 pró­sent sem hann fékk fyrir fjórum árum. Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir er örugg inni og Trausti Breið­fjörð Magn­ús­son, annar maður á lista, er næsti maður inn sam­kvæmt spánni. Hann er far­inn að anda all­veru­lega ofan í háls­málið á öðrum manni Við­reisnar og fimmta manni Sjálf­stæð­is­flokks. 

Flokkur fólks­ins siglir nokkuð lygnan sjó með 4,9 pró­sent fylgi. Það er aðeins meira en hann fékk 2018, þegar 4,3 pró­sent kusu flokk­inn, og myndi að óbreyttu tryggja Kol­brúnu Bald­urs­dóttur áfram­hald­andi veru í borg­ar­stjórn. Mið­flokk­ur­inn virð­ist hins vegar heillum horf­inn og með 1,9 pró­sent fylgi fjórum dögum fyrir kosn­ingar virð­ast líkur hans á að ná inn manni nán­ast eng­ar. 

Alls segj­ast 0,2 pró­sent kjósa önnur fram­boð en ofan­greind. Þau tvö sem eru óupp­talin en verða á kjör­seðl­inum heita Reykja­vík, besta borgin og Ábyrg fram­tíð.

Góðar líkur á þriggja flokka meiri­hluta

Kosn­inga­spáin reiknar líka út lík­urnar á meiri­hlutum í borg­inni. Lík­­­­­urnar eru fengnar með því að fram­­­kvæma 100 þús­und sýnd­­­ar­­­kosn­­­ing­­­ar. Í hverri sýnd­­­ar­­­kosn­­­ingu er vegið með­­­al­­­tal þeirra skoð­ana­kann­ana sem kosn­­­inga­­­spáin nær yfir hverju sinni lík­­­­­leg­asta nið­­­ur­­­staðan en sýnd­­­ar­n­ið­­­ur­­­staðan getur verið hærri eða lægri en þetta með­­­al­­­tal og hversu mikið byggir á sög­u­­­legu frá­­­viki skoð­ana­kann­ana frá úrslitum kosn­­­inga.

Endar Einar Þorsteinsson í meirihluta með einhverjum þeirra flokka sem nú stýra Reykjavík?
Mynd: Bára Huld Beck

Lík­urnar á því að sitj­andi meiri­hluti haldi mæl­ast nú 83 pró­sent og hafa ekki mælst meiri í kosn­inga­spám í aðdrag­anda kom­andi kosn­inga. Til sam­an­burðar voru lík­urnar á því að meiri­hlut­inn héldi 47 pró­sent um miðjan mar­s. 

Ef vilji er til þess að fá meiri vinstri­á­hrif á meiri­hlut­ann væri hægt að skipta út Við­reisn fyrir Sós­í­alista­flokk Íslands án þess að lík­urnar á því að hægt yrði að mynda meiri­hluta breytt­ust neitt. Þær yrðu áfram 83 pró­sent. 

Ef Vinstri grænum yrði skipt út fyrir Fram­sókn fara lík­urnar hins vegar upp í 97 pró­sent. Athygl­is­vert er að sá mögu­leiki er orð­inn afar raun­hæfur að hægt verði að mynda þriggja flokka stjórn Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Fram­sókn­ar­flokks sem hefði þrettán borg­ar­full­trúa á móti tíu full­trúum hinna flokk­anna. Lík­urnar á því að hægt veðri að mynda þann meiri­hluta eru nú 85 pró­sent. Litlar lík­ur, 17 pró­sent, eru á því að Sam­fylk­ingin og Píratar nái nægj­an­legu fylgi til að mynda tveggja flokka meiri­hluta. 

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2022.
B C D F M P S V Aðrir

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn batt mestar vonir við að hann gæti myndað meiri­hluta með Fram­sókn­ar­flokki og einum til eftir kosn­ing­arn­ar. Lík­urnar á því að þessir tveir flokkar gætu tekið Mið­flokk­inn með sér í meiri­hluta­sam­starf mæl­ast nú núll pró­sent og lík­urnar á því að þeir næðu meiri­hluta með Flokki fólks­ins mæl­ast eitt pró­sent. Ef Við­reisn færi með þeim í stað­inn fara lík­urnar upp í fjögur pró­sent.

Vert er að taka fram að odd­vita­kapp­ræður í Reykja­vík fara fram næst­kom­andi föstu­dag á RÚV. Þar fá odd­vit­arnir loka tæki­færi til að breyta stöð­unn­i. 

Kann­­­anir í nýj­­­ustu kosn­­­inga­­­spá fyrir borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ingar 14. maí:

  • Þjóð­­­ar­púls Gallup 14. mars. – 10. apríl (11,0 pró­­­sent)
  • Skoð­ana­könnun Pró­­sents 13. - 26. apríl (21,0 pró­­sent)
  • Skoð­ana­könnun Mask­ínu 8. apríl – 2. maí (21,6 pró­­­sent)
  • Skoð­ana­könnun Pró­­sents 4. - 9. maí (46,4 pró­­sent)

Hvað er kosn­­­­­inga­­­­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­­­­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­­­­ar­­­­legt magn af upp­­­­lýs­ing­­­­um. Þessar upp­­­­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræð­i­­­­leg­­­­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­­­­lifir stjórn­­­­­­­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­­­­­­­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­­­­ast svo við að túlka nið­­­­ur­­­­stöð­­­­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­­­­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­­­­­­­mál­anna.

Allar þessar kann­­­anir og allar mög­u­­­legar túlk­­­anir á nið­­­ur­­­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­­­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­­­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­­­um. Hvor könn­unin er nákvæm­­­ari? Hverri skal treysta bet­­­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­­­andi hefur ekki for­­­sendur til að meta áreið­an­­­leika hverrar könn­un­­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar