Flokkur fólksins vill frítt í strætó, Sundabraut í forgang og meira landbrot

Flokkur fólksins vill sjá borgina stórauka lóðaframboð, til dæmis í suðurhlíðum Úlfarsfells og austur af núverandi byggð í Úlfarsárdal. Flokkurinn segist vilja eyða biðlistum í borginni og efla stuðning við öryrkja og aldraða.

Kolbrún Baldursdóttir er oddviti Flokks fólksins.
Kolbrún Baldursdóttir er oddviti Flokks fólksins.
Auglýsing

Flokkur fólks­ins býður fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Reykja­vík­ur­borg undir slag­orð­inu „Fólkið fyrst – í Reykja­vík“.

Kol­brún Bald­urs­dóttir er eini borg­ar­full­trúi flokks­ins, sem fékk 4,3 pró­senta fylgi í kosn­ing­unum árið 2018. Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar fengi flokk­ur­inn 4,9 pró­sent atkvæða, sem myndi skila Kol­brúnu inn í borg­ar­stjórn á ný.

Flokk­ur­inn hefur kynnt for­gangs­mál á vef sínum fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Kjarn­inn leit yfir þau og tók saman það helsta.

Reykja­vík eigi nóg land undir lóðir

Í hús­næð­is­málum segir Flokkur fólks­ins að eitt helsta hags­muna­mál borg­ar­búa sé að „efnt verði til stór­átaks í fram­boði á lóðum og ódýrum íbúð­u­m“. Flokk­ur­inn segir „sjálf­sagt“ að þétta byggð en segir sína for­gangröðun vera þá að brjóta strax land undir „ódýrar lóðir í suð­ur­hlíðum Úlf­ars­fells og svæð­inu austur af Úlf­arsár­dal“.

„Ár­túns­höfð­inn er langt kom­inn í skipu­lags­ferli, í Keldna­landi er hægt að byggja meira og Kjal­ar­nes kemst í alfara­leið með Sunda­braut. Reykja­vík á nóg land undir lóð­ir. Nýtum það strax og höfum allar lóðir að kostn­að­ar­verð­i!“ segir um hús­næð­is­málin í mál­efna­skrá Flokks fólks­ins.

Flokk­ur­innn seg­ist einnig ætla að „tryggja öllum aðgengi að félags­legu hús­næði sem þarfn­ast þess“ og „skipu­leggja svæði undir upp­bygg­ingu hús­næðis fyrir aldr­aða í umhverfi sem hentar þeirra þörf­um“.

Sunda­braut í for­gang og ekki þrengja að bílum

Í sam­göngu­málum seg­ist Flokkur fólks­ins vilja „mæta mis­mun­andi sam­göngu­þörfum borg­ar­búa, í stað þess að þvinga þá til að nota lausnir sem henta þeim ekki“. Flokk­ur­inn segir að Sunda­braut sé „al­gjört for­gangs­mál“ og fram­kvæmdir verði að hefj­ast sem fyrst og að skipu­lag borg­ar­innar megi ekki „þrengja meira að bíla­um­ferð en þegar er orð­ið“ og taka verði á „óþol­andi töfum í umferð­inn­i“.

Auglýsing

Flokk­ur­inn vill að það verði frítt í strætó fyrir alla og að tryggja þurfi „að­gengi allra borg­ara, þ.á.m. bíla­stæða­að­gengi öryrkja og aldr­aðra um alla borg“. Flokk­ur­inn segir að mið­bær Reykja­víkur megi ekki verða „einka­eign hinna útvöld­u“.

Vilja eyða biðlistum og borga for­eldrum fyrir að vera heima með börn

Flokkur fólks­ins segir að 1.900 börn bíði þess að fá fag­lega aðstoð frá skóla­þjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar. „Við munum útrýma slíkum biðlist­u­m,“ segir flokk­ur­inn, en nefnir ekki eina ein­ustu aðgerð sem hægt væri að grípa til í því skyni.

Flokk­ur­inn seg­ist ætla að tryggja aðgengi allra barna að tóm­stunda­starfi, óháð fjár­hags­stöðu for­eldra og vill einnig koma á gjald­frálsum mál­tíðum í skólum „fyrir þau börn sem þarfn­ast þeirra“.

Flokkur fólks­ins seg­ist vilja greiða for­eldrum sem ákveða að hafa börn sín heima á aldr­inum 1 til 2 ára mán­að­ar­legan styrk sem jafn­gildi nið­ur­greiðslum Reykja­vík­ur­borgar fyrir hvert barn í leik­skóla. „Þannig eiga for­eldrar þess kost að vera heima með börn­unum sínum og þar með minnkar álagið á leik­skól­ana,“ segir um þetta í stefnu flokks­ins.

Flokk­ur­inn seg­ist vilja efla stuðn­ing við við­kvæma hópa eins og öryrkja og aldr­aða, meðal ann­ars með fjár­styrkjum frá borg­inni til hags­muna­sam­taka þeirra. Flokkur fólks­ins segir einnig að tryggja þurfi öryrkjum og öldruðum „betra aðgengi að þjón­ustu­stofn­unum borg­ar­inna, rækta sam­skipti við þá og koma upp­ýs­ingum til þeirra sem nota ekki net­lausnir“.

Flokk­ur­inn segir einnig að það þurfi að tryggja „við­eig­andi heima­þjón­ustu“ til að eldri borg­arar geti búið eins lengi heima og þeir vilji og flokk­ur­inn seg­ist einnig ætla að „berj­ast með kjafti og klóm„ fyrir því að útrýma biðlistum vegna skorts á hjúkr­un­ar­rýmum í Reykja­vík.

„Það er með öllu ótækt að fólk með færni og heilsu­mat þurfi að dvelj­ast mán­uðum saman á Land­spít­ala vegna skorts á hjúkr­un­ar­rým­um,“ segir í stefnu flokks­ins um þetta atriði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent