Vilja gjaldfrjálsa leikskóla, borgarlandverði, „Reykjavíkurbústaði“ og meira íbúalýðræði

Vinstri græn í Reykjavík vilja að borgin stofni sitt eigið leigufélag fyrir almennan leigumarkað, flýta Borgarlínu og nýta íbúakosningar í auknum mæli. Þá vill flokkurinn samstarf við ríkið, háskóla og einkaaðila um svokallaða „Vísindaveröld“.

Efstu þrír frambjóðendur Vinstri grænna í Reykjavík. Líf Magneudóttir, fyrir miðju, leiðir listann.
Efstu þrír frambjóðendur Vinstri grænna í Reykjavík. Líf Magneudóttir, fyrir miðju, leiðir listann.
Auglýsing

Vinstri græn setja fram kosn­inga­á­herslur sínar fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í undir slag­orð­inu „Göngum lengra í Reykja­vík“.

Flokk­ur­inn fékk 4,6 pró­sent atkvæða í borg­inni árið 2017 og einn borg­ar­full­trúa kjör­inn, Líf Magneu­dótt­ur, sem áfram leiðir list­ann nú. Sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar verða Vinstri græn áfram með einn borg­ar­full­trúa, en þó nærri því að ná inn öðrum manni, með 6,7 pró­senta fylgi.

Vinstri græn setja fram kosn­inga­á­herslur á vef sínum sam­eig­in­lega fyrir öll sveit­ar­fé­lög þar sem flokk­ur­inn býður fram, en eru svo einnig með sér­stakar kosn­inga­á­herslur í Reykja­vík. Kjarn­inn skoð­aði áherslu­mál flokks­ins í borg­inni og tók saman það helsta.

Borgin standi að bygg­ingu almennra leigu­í­búða

Í hús­næð­is­málum seg­ist flokk­ur­inn ætla sér að byggja árlega á bil­inu 500-1.000 „Reykja­vík­ur­bú­stað­i“, sem yrðu almennar leigu­í­búðir í eigu borg­ar­inn­ar. Þetta segir flokk­ur­inn að eigi að verða hrein við­bót við aðra upp­bygg­ingu íbúða sem er fyr­ir­huguð sam­kvæmt hús­næð­is­á­ætlun borg­ar­inn­ar.

Vinstri græn vilja einnig fjölga leigu­í­búðum Félags­bú­staða um og íbúðum fyrir fatlað fólk um sam­tals 700 á kjör­tíma­bil­inu. Þá seg­ist flokk­ur­inn ætla að „tryggja heim­il­is­lausu fólki hús­næði á þeirra for­send­um“ og „byggja upp kröftug og lif­andi hverfi um alla borg með því að þétta byggð og full­byggja skipu­lögð hverf­i“.

Vinstri græn segj­ast vilja ráð­ast í breyt­ingar á aðal­skipu­lagi Reykja­vik­ur, „þannig að í öllu skipu­lagi sé meira pláss lagt undir mann­líf, gróður og vist­vænar sam­göngur og að minni­hluti pláss fari undir bíla og bíla­stæð­i,“ og einnig vill flokk­ur­inn „grænni göt­ur“ og „vinda ofan af mal­biki með borg­ar­hönn­un­ar­stefn­u.“

Flokk­ur­inn seg­ist vilja end­ur­heimta almanna­rýmið frá bílum og að bíla­stæði eigi „betur heima í bíla­kjall­ara eða bíla­stæða­húsi en ofanjarð­ar“. Þá segir í kosn­inga­á­hersl­unum að mis­læg gatna­mót ættu að „verða víkj­andi í skipu­lagi borg­ar­inn­ar“ þar sem það sé „betra fyrir lífs­gæðin að nýta borg­ar­landið undir hús­næði og græn úti­vist­ar­svæð­i“.

Gjald­frjáls leik­skóli og skóla­matur

Vinstri græn hafa það á stefnu­skrá sinni að menntun barna verði gjald­frjáls bæði í leik- og grunn­skólum og að mál­tíðir í skól­unum verði einnig end­ur­gjalds­laus­ar.

Hvað skóla­mál varðar seg­ist flokk­ur­inn einnig vilja búa betur að kenn­ur­um, nýta tækni meira í skóla­starfi og auka stuðn­ing við börn með annað móð­ur­mál en íslensku.

Auglýsing

Vinstri græn vilja einnig svo­kall­aða „Vís­inda­ver­öld“ í borg­ina, en það yrði safn eða mið­stöð þar sem hægt yrði að fræð­ast um heim­inn og nátt­úr­una. Stefán Páls­son, sem situr í 2. sæti á lista flokks­ins, útskýrði þetta stefnu­mál betur í blaða­grein og sagði verk­efnið þurfa að vinn­ast í sam­starfi borg­ar, ríkis og háskól­anna. Hann sagði VG horfa sér­stak­lega til þess að Vís­inda­ver­öld yrði fund­inn staður í Keldna­holts­land­inu.

Í kosn­inga­á­herslum Vinstri grænna er einnig lagt til að sum­ar­frí­stunda­kort verði tekin upp, svo öll börn geti notið frí­stunda­starfs allt árið um kring. Flokk­ur­inn seg­ist líka vilja færa menn­ing­ar­starf, list­nám og tón­list­ar­iðkun „nær börn­um“, fjölga plássum í skóla­hljóm­sveitum Reykja­víkur og bæta aðstöðu þeirra.

Vilja flýta Borg­ar­línu og end­ur­vekja næt­ur­strætó

Vinstri græn segj­ast ætla að flýta Borg­ar­línu fram­kvæmdum við hjóla­stíga og tryggja að vist­vænir ferða­mátar verði „sjálf­sagður val­kostur borg­ar­bú­a“.

Flokk­ur­inn segir Strætó vera grunn­þjón­ustu og að lyk­il­leiðir eigi að „ganga lengi og vera tíð­ar“, auk þess sem end­ur­vekja skuli næt­ur­strætó, en næt­ur­strætó hætti að ganga eftir að næt­ur­líf mið­borg­ar­innar logn­að­ist af í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum og hefur ekki verið end­ur­vak­inn.

Vinstri græn segj­ast einnig ætla sér að „end­ur­skoða fyr­ir­komu­lag vetr­ar- og vor­þjón­ustu svo við fáum ekki óyf­ir­stíg­an­lega skafla og sand­fok“.

Fleiri ákvarð­anir með íbúa­kosn­ingum

Vinstri græn segj­ast ætla að tryggja aðkomu íbúa að skipu­lags­málum frá fyrstu stigum verk­efna, og seg­ist flokk­ur­inn vilja að íbúar taki fleiri ákvarð­an­ir, „m.a. með íbúa­kosn­ingum um til­tekin mál og íbúa­þing­um.“

Þá vill flokk­ur­inn að borgin nýti sér „fjöl­breytt lýð­ræð­is­tæki eins og skoð­ana­kann­anir og rök­ræðukann­anir við upp­bygg­ingu í hverf­un­um“ og sjá slembivalda full­trúa setj­ast í íbúa­ráð borg­ar­inn­ar, til að „tryggja fjöl­breytt­ari raddir íbúa við stefnu­mótun og ákvarð­ana­töku“.

Vinstri græn segj­ast einnig ætla að vanda betur alla áætl­ana­gerð í borg­inni og rýna áætl­anir með „mæli­kvörðum vel­sældar og kynja­sjón­ar­miða og umhverf­is­á­hrifa“. Þá vill flokk­ur­inn að lofts­lags­á­hrif fjár­fest­inga verði metin og þær kolefn­is­jafn­að­ar, ef til­efni sé til.

Flokk­ur­inn seg­ist ætla að sýna ráð­deild í rekstri og for­gangr­aða fjár­munum til verk­efna sem auki lífs­gæði fólks. Þar verði umhverf­is­væn og félags­leg upp­bygg­ing og fjár­fest­ingar í innviðum í for­grunni. Vinstri græn segj­ast líka vilja vinna með rík­inu og Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga „að útfærslu á styrk­ari tekju­stofnum til höf­uð­borg­ar­inn­ar“.

Borg­ar­land­verðir og meira fyrir hesta­menn

Það kennir ýmissa grasa í stefnu­skrá Vinstri grænna í borg­inni. Flokk­ur­inn seg­ist vilja ráða borg­ar­land­verði, sem eiga að hafa það hlut­verk að sinna fræðslu og eft­ir­liti með borg­ar­land­inu. Þá vill flokk­ur­inn stór­auka fræðslu til Reyk­vík­inga um umhverf­is­mál, lofts­lags­mál og hringrás­ar­hag­kerf­ið, auk þess að standa vörð um strand­lengj­una og end­ur­heimta röskuð svæði.

Mörg stefnu­mála VG eru fremur almenn, en sum afar sér­tæk. Eitt af þeim sér­tæk­ari er að flokk­ur­inn seg­ist styðja hug­myndir hesta­manna­fé­lags­ins Fáks um að stækka félags­svæðið og „gera hesta­í­þrótt­ina aðgengi­legri fyrir okkur öll.“

Kjarn­inn mun halda áfram að fjalla um fram­lagðar stefnu­skrár flokka í Reykja­vík á næstu dögum

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent