Arion banki hagnaðist um 5,8 milljarða og greiddi næstum 27 milljarða til hluthafa

Vaxtatekjur Arion banka hafa aukist verulega samhliða útlánaaukningu. Kostnaðarhlutfall bankans heldur áfram að lækka, arðsemi eigin fjár er áfram há og hreinn vaxtamunur bankans hefur ekki verið meiri í mörg ár.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki hagn­að­ist um 5,8 millj­arða króna á fyrsta árs­fjórð­ungi yfir­stand­andi árs, sem er mjög svipuð upp­hæð og hann hagn­að­ist um á sama tíma­bili í fyrra, þegar hagn­að­ur­inn var sex millj­arðar króna. Hagn­aður bank­ans á síð­asta ári í heild var 28,6 millj­arðar króna og því hefur hann hagn­ast um 34,4 millj­arða króna á 15 mán­uð­u­m.  

Arð­semi eigin fjár bank­ans var 12,7 pró­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, sem er aðeins meiri arð­semi en var á sama tíma­bili í fyrra, þegar hún var 12,5 pró­sent, en minna en hún var heilt yfir á síð­asta ári þegar hún var 14,7 pró­sent.

Þetta kemur fram í upp­gjöri Arion banka fyrir fyrsta árs­fjórð­ung sem birt var í dag. Þar segir að bank­inn hafi skilað alls 26,8 millj­arða króna til hlut­hafa bank­ans í formi arð­greiðslna vegna frammi­stöðu síð­asta árs og með end­ur­kaupum á hluta­bréfum þeirra. Í til­kynn­ing­unni til Kaup­hallar er greint frá því að samn­ingur um sölu á Valitor til Rapyd hafi verið fram­lengdur til 1. júní 2022. „Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á lúkn­ingu við­skipt­anna hefur Rapyd greitt Arion banka 10 millj­ónir Banda­ríkja­dala í við­bót­ar­greiðslu, sem færð verður til tekna við samn­ings­lok.“

Auglýsing
Vaxtamunur – mun­ur­inn á þeim vöxtum sem bank­inn greiðir fólki og fyr­ir­tækjum fyrir inn­lán sem þau geyma hjá honum og þeim vöxtum sem hann leggur á útlán – eykst og var 3,1 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi og hækkar úr 2,8 pró­sent á síð­asta árs­fjórð­ungi síð­asta árs. Hann hefur ekki verið svo mik­ill síðan á árinu 2016. Til sam­an­­burðar þá var vaxta­munur nor­ræna banka sem eru svip­aðir að stærð og þeir íslensku 1,68 pró­­sent árið 2020. Hjá stórum nor­rænum bönkum var hann undir einu pró­­senti það ár, sam­­kvæmt árs­riti ­Sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja.

Eigið fé 173 millj­arðar króna

Vaxta­tekjur Arion banka voru 17,5 millj­arðar króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2022 sem er 48,3 pró­sent hærri vaxta­tekjur en bank­inn var með á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021, þegar þær voru 11,8 millj­arðar króna. Vaxta­kostn­aður eykst þó einnig umtals­vert að hreinar vaxta­tekjur vaxa um 2,2 millj­arða króna ef miðað er við sama tíma­bil í fyrra.  

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands er haft eftir Bene­dikt Gísla­syni, banka­stjóra Arion banka, að útlána­vöxtur hafi verið umtals­verður á fjórð­ungn­um, sér­stak­lega þegar kemur að lánum til fyr­ir­tækja. „Á síð­ustu tveimur árum hefur Arion banki veitt um 36 millj­örðum króna í lán til fyr­ir­tækja sem síðar hafa verið seld til stofn­ana­fjár­festa eins og líf­eyr­is­sjóða. Slíkt gefur okkur aukið svig­rúm til frek­ari lán­veit­inga til fyr­ir­tækja og eykur fjöl­breyti­leika í eigna­safni líf­eyr­is­sjóða.“

Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans var 22,9 pró­sent í lok mars, eigið fé 173 millj­arðar króna og eignir 1.341 millj­arður króna. 

Kostn­að­ar­hlut­fall, sem mælir hvað kostn­aður við rekstur bank­ans er stór hluti af tekjum hans, heldur áfram að lækka og er nú 42,7 pró­sent. Ein­faldasta leiðin til að ná þessu hlut­falli niður er að fækka starfs­fólki, en 753 störf­uðu hjá Arion banka í lok mars. Það eru 19 færri en gerðu það á sama tíma í fyrra.

Mark­aðsvirði bank­ans var 255 millj­arðar króna við lok við­skipta í dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent