Verðum að endurskoða afstöðu okkar til hins góða og eftirsóknarverða

Guðni Elísson fjallaði um manninn sem dýr sem raskaði jafnvægi í erindi sínu á loftslagsdeginum.

Guðni Elísson
Guðni Elísson
Auglýsing

„Í ein­hverjum skiln­ingi þá er vandi lofts­lags­mál­anna sá að við verðum á ein­hvern hátt að end­ur­skoða afstöðu okkar til hins góða – end­ur­skoða afstöðu okkar til hins eft­ir­sókn­ar­verða ef við ætlum að búa í hag­inn fyrir fram­tíð­ina og kom­andi kyn­slóð­ir.“

Þetta kom fram í máli Guðna Elís­son­ar, pró­fess­ors í íslensku við Háskóla Íslands og stofn­anda verk­efn­is­ins Eart­h101, á lofts­lags­deg­in­um, ráð­stefnu sem Umhverf­is­stofnun stóð fyrir í Hörpu í síð­ustu viku.

Erindi Guðna bar heitið „Mað­ur­inn er dýr sem raskar jafn­vægi. Um það sem stefnir upp og það sem stefnir nið­ur“. Hann hóf mál sitt á því að segja að það gæti verið snúið að halda fyr­ir­lestur með gröfum því ein­hvern tím­ann hefði hann heyrt að ákveð­inn fjöldi áhorf­anda tap­að­ist í hvert skiptið sem sýnd væru gröf.

Auglýsing

Erfitt að fara „frá vits­mun­unum yfir í hjarta­stöðv­arn­ar“

Ljóð eftir Öldu Björk Valdimarsdóttur.

Guðni sagði jafn­framt að þegar rætt væri um lofts­lags­málin þá væri stundum erfitt að fara „frá vits­mun­unum yfir í hjarta­stöðv­arn­ar“. Það væri erfitt að til­einka sér gröfin „á ein­hvers konar hátt sem mann­eskja“.

Las hann í fram­hald­inu upp ljóð eftir eig­in­konu sinnar Öldu Björk Valdi­mars­dóttur en hún gaf nýlega út ljóða­bók þar sem hún veltir fyrir sér hnita­kerfi vís­ind­anna út frá öðru­vísi sjón­ar­horni.

Hann spurði hvað það merkti að segja að mað­ur­inn væri dýr sem raskaði jafn­vægi. „Hvað þýðir það að tala um jafn­væg­is­leit í þessu sam­heng­i?“

Hann setti á skjá­inn graf sem hann kall­aði 800.000 ár af jafn­vægi. Það sýndi magn koltví­sýr­ings í and­rúms­loft­inu á þessum tíma. Grafið sýndi að „dal­irn­ir“ væru ísaldir og svo stutt hlý­inda­skeið inn á milli.

„Ef við vildum tala um jafn­vægi út frá jafn­vel enn stærri hlutum – tala um stóra jafn­vægið og stóru breyt­ing­arnar – þá gætum við haldið út þennan ás átta­tíu sinnum lengra alveg út í sjó og þá kæmum við að síð­asta stóra jafn­væg­is­rof­inu, ekki satt, þegar loft­steinn­inn skall á jörð­inni og þurrk­aði út risa­eðl­urn­ar,“ sagði hann og benti á lárétta ásinn.

Skjáskot/loftslagsdagurinn

„En þetta er sem sagt jörð í til­teknu jafn­vægi. Þetta reyndi ekki mikið á vist­kerfi jarð­ar­innar en það má kannski segja sem svo að ísaldir séu óhent­ugar fyrir okk­ur, mann­skepn­una. Þær henta okkur ekki vel þegar við erum að íhuga lífs­skil­yrðin á jörð­inni og það vill svo vel til að við verðum til sem teg­und ein­hvers staðar hérna á þriðj­ungi áss­ins.

Kannski má segja enn­frekar að við verðum til síð­ustu 10.000 árin en þá hefst nýja hlý­inda­skeiðið upp af akur­yrkju, borg­ar­mynd­un, hægt og rólega. Við búum til rit­mál og svo getum við sagt að þar sem 0 er og 2008, hjá þessum litla punkti þá verðum við líka til sem ein­stak­lingar því að við þurfum ekki að fara nema svona 2.500 ár aftur í tím­ann til þess að finna upp­runa flestra trú­ar­bragða, heim­spek­inn­ar, bók­mennt­anna og tón­list­ar­inn­ar. Vís­indin verða til á þessum tíma, það er að segja allt sem við notum í raun­inni til að skil­greina okkur sem ein­stak­linga verður til á þessum tíma.“

Alltaf verið sveiflur en samt stöð­ug­leiki

Guðni sagði að vissu­lega hefðu verið sveiflur í hitafar­inu síð­ustu 10.000 árin – við gerðum alltaf ráð fyrir sveifl­um. „Við söfnum mat­vælum vegna þess að við gerum ráð fyrir hörðum árum. Trú­ar­brögðin ganga svo­lítið út á þetta, ekki satt? Vondu árin og góðu árin, þau ganga út á fantasí­una um jafn­vægi. Í Eden forðum var eilíft vor, ekki of heitt, ekki of kalt. Það var nægur matur og maður þurfti ekki einu sinni að hafa áhyggjur af því að vera étinn sjálfur því að það voru allir vegan í Eden.

En að sama skapi þá gátum við svo­lítið treyst á veð­ur­far­ið. Við gátum hannað okkar heim í kringum stabílt veð­ur­far. Við vissum hvar við áttum að rækta hveiti, hvar við áttum að rækta bygg og hrís­grjón. Borg­ar­myndun verður ein­hvers staðar nálægt strand­lengj­unni þannig að við getum farið að stunda fisk­veiðar og svo fram­veg­is. Og úr þessu öllu rís svo menn­ingin okkar líka, út úr þessum stöð­ug­leika, út úr þess­ari hug­mynd og til­finn­ingu fyrir jafn­væg­i.“

Breyt­ing­arnar verða að vera meiri og rót­tæk­ari

Guðni benti á að mann­kynið raskaði núna þessu jafn­vægi. „Við erum á leið­inni upp á hraða sem er slíkur að hann er áhyggju­efn­i.“ Hann sagði að gamla jafn­vægið myndi raskast var­an­lega og á svo rót­tækan hátt að ekki yrði aftur snú­ið.

„Þessar miklu breyt­ingar þær gera það líka að verkum að við þurfum á ein­hvern hátt að breyta okkar venju­bundna lífi, okkar dag­legu til­vist, og ef við hugsum um þetta sem ein­hvers konar leið til að auka á vel­megun okkar þá kemur líka skýr­ingin á því, því þetta er upp­bygg­ingin á efna­hagn­um.

Þá sjáum við líka hvers vegna við erum hik­andi við það að stoppa og eftir því sem við frestum lengur og lengur því að takast á við vand­ann þá verða breyt­ing­arnar sem við verðum að gera á okkar sam­fé­lögum meiri og rót­tækari,“ sagði hann.

Guðni sagði jafn­framt að vit­neskjan um að draga þyrfti úr losun gróð­ur­húsa­teg­unda hefði verið til staðar lengi og þess vegna væri iðu­lega horft til grænu tækni­fram­far­anna til að leysa mál­in. „Ves­enið við þær liggur ein­fald­lega í því að ef við hugsum um grænu orku­upp­bygg­ing­una þá nær hún aldrei að dekka umframorku­þörf­ina sem verður á hverju ári, það er að segja með þeirri veld­is­aukn­ingu sem verður í til dæmis vind- og sól­ar­orku þá náum við ekki að dekka við­bót­ar­orku­þörf­ina. Á hverju ári losum við meira af jarð­efna­elds­neyti en áður sem er þvert á það sem við búumst við þegar við ímyndum okkur það að nýja orkan leysi þá gömlu af hólmi.“

Í ein­hverjum skiln­ingi verður heil­brigð­is­kerfið að vanda­máli

Guðni fjall­aði í erindi sínu um sem­ents­notkun en hann sagði að hún væri um það bil 5 pró­sent af heild­ar­losun heims­ins. „Vegna þess að í Banda­ríkj­unum á 20. öld­inni þá los­uðu þeir í kringum 4,5 gígatonn af koltví­sýr­ingi í gegnum sem­entið og þið getið kannski ímyndað ykkur hvað þetta er mikið af sem­enti. Ég sem bók­mennta­fræð­ingur get sagt að þetta er rosa­lega mikið sem­ent,“ sagði hann og upp­skar hlát­ur.

„En í sam­an­burð­inum þá los­uðu Kín­verjar milli 2011 og 2013 6,6 gígatonn sem er þrjá­tíu sinnum meira af rosa­lega miklu sem­enti“ sagði hann og spurði í fram­hald­inu í hvað allt þetta sem­ent færi.

„Það fer í það að búa til nútíma­inn­viði í stóru borg­irn­ar, í mennta­kerf­ið, í flug­vell­ina, í veg­ina og í heil­brigð­is­kerf­ið. Meira að segja heil­brigð­is­kerfi verður problemat­ískt í þessu sam­hengi, vegna þess til dæmis að bók­mennta­fræð­ingar sem lifa fram að fer­tugu losa ekki eins mikið og bók­mennta­fræð­ingar sem ná átta­tíu og fimm ára aldri, þannig að í ein­hverjum skiln­ingi orðs­ins verður heil­brigð­is­kerfið að vanda­máli ef það fylgir ekki ákveð­inn annar skiln­ing­ur.“

Hag­vaxt­ar­trúin frá­leit

Guðni sagði jafn­framt að margir stýrð­ust af þeirri trú að ekk­ert gæti komið fyrir þá – þetta væri trú á hag­vöxt­inn og að allt myndi ganga upp.

Hann lauk erindi sínu á því að lesa upp annað ljóð eftir eig­in­konu sína, Öldu Björk.

Ljóð eftir Öldu Björk Valdimarsdóttur. Mynd: Skjáskot/Loftslagsdagurinn

„Við getum alveg velt því fyrir okkur hvernig til dæmis hag­vaxt­ar­trúin er á ein­hvern hátt jafn frá­leit og hug­myndin sem birt­ist í Völu­spá um jörð sem rís eftir heims­slitin eða hug­myndin um end­ur­komu Krists sem komi niður til jarð­ar­innar og leysti okkur frá öllu böli. En þetta er þá í ein­hverjum skiln­ingi orðs­ins trúin sem felst í eft­ir­sókn­inni eftir hinu góða,“ sagði Guðni og greindi frá því að hann end­aði flesta fyr­ir­lestra sína á því að ræða ham­ingju­leit­ina og á til­vitnun frá Mery Woll­sto­necraft:

„Lít­ill vafi leikur á að eng­inn velur illsk­una illsk­unnar vegna. Menn vill­ast bara á henni og ham­ingj­unni, hinu góða sem þeir leita.“

Guðni sagði að í ein­hverjum skiln­ingi orðs­ins þá væri vandi lofts­lags­mál­anna sá að við yrðum á ein­hvern hátt að end­ur­skoða afstöðu okkar til hins góða. End­ur­skoða afstöðu okkar til hins eft­ir­sókn­ar­verða ef við ætl­uðum að búa í hag­inn fyrir fram­tíð­ina og kom­andi kyn­slóð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent