Verðum að endurskoða afstöðu okkar til hins góða og eftirsóknarverða

Guðni Elísson fjallaði um manninn sem dýr sem raskaði jafnvægi í erindi sínu á loftslagsdeginum.

Guðni Elísson
Guðni Elísson
Auglýsing

„Í ein­hverjum skiln­ingi þá er vandi lofts­lags­mál­anna sá að við verðum á ein­hvern hátt að end­ur­skoða afstöðu okkar til hins góða – end­ur­skoða afstöðu okkar til hins eft­ir­sókn­ar­verða ef við ætlum að búa í hag­inn fyrir fram­tíð­ina og kom­andi kyn­slóð­ir.“

Þetta kom fram í máli Guðna Elís­son­ar, pró­fess­ors í íslensku við Háskóla Íslands og stofn­anda verk­efn­is­ins Eart­h101, á lofts­lags­deg­in­um, ráð­stefnu sem Umhverf­is­stofnun stóð fyrir í Hörpu í síð­ustu viku.

Erindi Guðna bar heitið „Mað­ur­inn er dýr sem raskar jafn­vægi. Um það sem stefnir upp og það sem stefnir nið­ur“. Hann hóf mál sitt á því að segja að það gæti verið snúið að halda fyr­ir­lestur með gröfum því ein­hvern tím­ann hefði hann heyrt að ákveð­inn fjöldi áhorf­anda tap­að­ist í hvert skiptið sem sýnd væru gröf.

Auglýsing

Erfitt að fara „frá vits­mun­unum yfir í hjarta­stöðv­arn­ar“

Ljóð eftir Öldu Björk Valdimarsdóttur.

Guðni sagði jafn­framt að þegar rætt væri um lofts­lags­málin þá væri stundum erfitt að fara „frá vits­mun­unum yfir í hjarta­stöðv­arn­ar“. Það væri erfitt að til­einka sér gröfin „á ein­hvers konar hátt sem mann­eskja“.

Las hann í fram­hald­inu upp ljóð eftir eig­in­konu sinnar Öldu Björk Valdi­mars­dóttur en hún gaf nýlega út ljóða­bók þar sem hún veltir fyrir sér hnita­kerfi vís­ind­anna út frá öðru­vísi sjón­ar­horni.

Hann spurði hvað það merkti að segja að mað­ur­inn væri dýr sem raskaði jafn­vægi. „Hvað þýðir það að tala um jafn­væg­is­leit í þessu sam­heng­i?“

Hann setti á skjá­inn graf sem hann kall­aði 800.000 ár af jafn­vægi. Það sýndi magn koltví­sýr­ings í and­rúms­loft­inu á þessum tíma. Grafið sýndi að „dal­irn­ir“ væru ísaldir og svo stutt hlý­inda­skeið inn á milli.

„Ef við vildum tala um jafn­vægi út frá jafn­vel enn stærri hlutum – tala um stóra jafn­vægið og stóru breyt­ing­arnar – þá gætum við haldið út þennan ás átta­tíu sinnum lengra alveg út í sjó og þá kæmum við að síð­asta stóra jafn­væg­is­rof­inu, ekki satt, þegar loft­steinn­inn skall á jörð­inni og þurrk­aði út risa­eðl­urn­ar,“ sagði hann og benti á lárétta ásinn.

Skjáskot/loftslagsdagurinn

„En þetta er sem sagt jörð í til­teknu jafn­vægi. Þetta reyndi ekki mikið á vist­kerfi jarð­ar­innar en það má kannski segja sem svo að ísaldir séu óhent­ugar fyrir okk­ur, mann­skepn­una. Þær henta okkur ekki vel þegar við erum að íhuga lífs­skil­yrðin á jörð­inni og það vill svo vel til að við verðum til sem teg­und ein­hvers staðar hérna á þriðj­ungi áss­ins.

Kannski má segja enn­frekar að við verðum til síð­ustu 10.000 árin en þá hefst nýja hlý­inda­skeiðið upp af akur­yrkju, borg­ar­mynd­un, hægt og rólega. Við búum til rit­mál og svo getum við sagt að þar sem 0 er og 2008, hjá þessum litla punkti þá verðum við líka til sem ein­stak­lingar því að við þurfum ekki að fara nema svona 2.500 ár aftur í tím­ann til þess að finna upp­runa flestra trú­ar­bragða, heim­spek­inn­ar, bók­mennt­anna og tón­list­ar­inn­ar. Vís­indin verða til á þessum tíma, það er að segja allt sem við notum í raun­inni til að skil­greina okkur sem ein­stak­linga verður til á þessum tíma.“

Alltaf verið sveiflur en samt stöð­ug­leiki

Guðni sagði að vissu­lega hefðu verið sveiflur í hitafar­inu síð­ustu 10.000 árin – við gerðum alltaf ráð fyrir sveifl­um. „Við söfnum mat­vælum vegna þess að við gerum ráð fyrir hörðum árum. Trú­ar­brögðin ganga svo­lítið út á þetta, ekki satt? Vondu árin og góðu árin, þau ganga út á fantasí­una um jafn­vægi. Í Eden forðum var eilíft vor, ekki of heitt, ekki of kalt. Það var nægur matur og maður þurfti ekki einu sinni að hafa áhyggjur af því að vera étinn sjálfur því að það voru allir vegan í Eden.

En að sama skapi þá gátum við svo­lítið treyst á veð­ur­far­ið. Við gátum hannað okkar heim í kringum stabílt veð­ur­far. Við vissum hvar við áttum að rækta hveiti, hvar við áttum að rækta bygg og hrís­grjón. Borg­ar­myndun verður ein­hvers staðar nálægt strand­lengj­unni þannig að við getum farið að stunda fisk­veiðar og svo fram­veg­is. Og úr þessu öllu rís svo menn­ingin okkar líka, út úr þessum stöð­ug­leika, út úr þess­ari hug­mynd og til­finn­ingu fyrir jafn­væg­i.“

Breyt­ing­arnar verða að vera meiri og rót­tæk­ari

Guðni benti á að mann­kynið raskaði núna þessu jafn­vægi. „Við erum á leið­inni upp á hraða sem er slíkur að hann er áhyggju­efn­i.“ Hann sagði að gamla jafn­vægið myndi raskast var­an­lega og á svo rót­tækan hátt að ekki yrði aftur snú­ið.

„Þessar miklu breyt­ingar þær gera það líka að verkum að við þurfum á ein­hvern hátt að breyta okkar venju­bundna lífi, okkar dag­legu til­vist, og ef við hugsum um þetta sem ein­hvers konar leið til að auka á vel­megun okkar þá kemur líka skýr­ingin á því, því þetta er upp­bygg­ingin á efna­hagn­um.

Þá sjáum við líka hvers vegna við erum hik­andi við það að stoppa og eftir því sem við frestum lengur og lengur því að takast á við vand­ann þá verða breyt­ing­arnar sem við verðum að gera á okkar sam­fé­lögum meiri og rót­tækari,“ sagði hann.

Guðni sagði jafn­framt að vit­neskjan um að draga þyrfti úr losun gróð­ur­húsa­teg­unda hefði verið til staðar lengi og þess vegna væri iðu­lega horft til grænu tækni­fram­far­anna til að leysa mál­in. „Ves­enið við þær liggur ein­fald­lega í því að ef við hugsum um grænu orku­upp­bygg­ing­una þá nær hún aldrei að dekka umframorku­þörf­ina sem verður á hverju ári, það er að segja með þeirri veld­is­aukn­ingu sem verður í til dæmis vind- og sól­ar­orku þá náum við ekki að dekka við­bót­ar­orku­þörf­ina. Á hverju ári losum við meira af jarð­efna­elds­neyti en áður sem er þvert á það sem við búumst við þegar við ímyndum okkur það að nýja orkan leysi þá gömlu af hólmi.“

Í ein­hverjum skiln­ingi verður heil­brigð­is­kerfið að vanda­máli

Guðni fjall­aði í erindi sínu um sem­ents­notkun en hann sagði að hún væri um það bil 5 pró­sent af heild­ar­losun heims­ins. „Vegna þess að í Banda­ríkj­unum á 20. öld­inni þá los­uðu þeir í kringum 4,5 gígatonn af koltví­sýr­ingi í gegnum sem­entið og þið getið kannski ímyndað ykkur hvað þetta er mikið af sem­enti. Ég sem bók­mennta­fræð­ingur get sagt að þetta er rosa­lega mikið sem­ent,“ sagði hann og upp­skar hlát­ur.

„En í sam­an­burð­inum þá los­uðu Kín­verjar milli 2011 og 2013 6,6 gígatonn sem er þrjá­tíu sinnum meira af rosa­lega miklu sem­enti“ sagði hann og spurði í fram­hald­inu í hvað allt þetta sem­ent færi.

„Það fer í það að búa til nútíma­inn­viði í stóru borg­irn­ar, í mennta­kerf­ið, í flug­vell­ina, í veg­ina og í heil­brigð­is­kerf­ið. Meira að segja heil­brigð­is­kerfi verður problemat­ískt í þessu sam­hengi, vegna þess til dæmis að bók­mennta­fræð­ingar sem lifa fram að fer­tugu losa ekki eins mikið og bók­mennta­fræð­ingar sem ná átta­tíu og fimm ára aldri, þannig að í ein­hverjum skiln­ingi orðs­ins verður heil­brigð­is­kerfið að vanda­máli ef það fylgir ekki ákveð­inn annar skiln­ing­ur.“

Hag­vaxt­ar­trúin frá­leit

Guðni sagði jafn­framt að margir stýrð­ust af þeirri trú að ekk­ert gæti komið fyrir þá – þetta væri trú á hag­vöxt­inn og að allt myndi ganga upp.

Hann lauk erindi sínu á því að lesa upp annað ljóð eftir eig­in­konu sína, Öldu Björk.

Ljóð eftir Öldu Björk Valdimarsdóttur. Mynd: Skjáskot/Loftslagsdagurinn

„Við getum alveg velt því fyrir okkur hvernig til dæmis hag­vaxt­ar­trúin er á ein­hvern hátt jafn frá­leit og hug­myndin sem birt­ist í Völu­spá um jörð sem rís eftir heims­slitin eða hug­myndin um end­ur­komu Krists sem komi niður til jarð­ar­innar og leysti okkur frá öllu böli. En þetta er þá í ein­hverjum skiln­ingi orðs­ins trúin sem felst í eft­ir­sókn­inni eftir hinu góða,“ sagði Guðni og greindi frá því að hann end­aði flesta fyr­ir­lestra sína á því að ræða ham­ingju­leit­ina og á til­vitnun frá Mery Woll­sto­necraft:

„Lít­ill vafi leikur á að eng­inn velur illsk­una illsk­unnar vegna. Menn vill­ast bara á henni og ham­ingj­unni, hinu góða sem þeir leita.“

Guðni sagði að í ein­hverjum skiln­ingi orðs­ins þá væri vandi lofts­lags­mál­anna sá að við yrðum á ein­hvern hátt að end­ur­skoða afstöðu okkar til hins góða. End­ur­skoða afstöðu okkar til hins eft­ir­sókn­ar­verða ef við ætl­uðum að búa í hag­inn fyrir fram­tíð­ina og kom­andi kyn­slóð­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent