Hefur ekki íhugað stöðu sína vegna ummæla um Vigdísi og fann mikinn stuðning

Formaður Framsóknarflokksins segist ekki ætla að ræða ummæli sem hann lét falla um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna frekar og segir að það mál sé að baki hvað hann varði. Hann hefur verið kærður fyrir brot á siðareglum Alþingis vegna þeirra.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, segir að hann hafi ekki íhugað stöðu sína vegna rasískra ummæla sem hann lét falla um Vig­dísi Häsler, fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna, á Bún­að­ar­þingi fyrir rúmum mán­uði. Sig­urður Ingi segir að hann hafi fundið mik­inn stuðn­ing á meðan á mál­inu stóð, að það sé að baki og að hann ætli ekki að ræða það meir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í við­tali við Sig­urð Inga í nýjasta þætti Dag­mála á mbl.is sem birtur var í dag. 

Í við­tal­inu segir hann að ummælin hafi fallið í gleð­skap og hvað þar gerð­ist hafi hann og Vig­dís rætt saman um. „Ég hef beðist bæði opin­ber­lega afsök­unar sem og við Vig­dísi. Við erum sam­mála um að þetta mál sé að baki og við ætlum ekki að ræða það frekar og ég mun ekki gera það.“ Þegar Sig­urður Ingi var spurður út í fjöl­miðlaum­fjöllun um orðin sem hann lét falla svar­aði hann: „Það er allt annað að taka umræðu um hluti sem að skipta máli í sam­fé­lag­inu heldur en um ein­hvern slíkan ein­stakan við­burð og reyna að gera meira úr honum en var. Ég hef lagt áherslu á það og þetta mál er að baki hvað mig varð­ar.“

„Þeir smætta verk ein­stak­l­inga og gjörðir niður í lit eða kyn“

Umrætt atvik átti sér stað síð­asta dag mars­mán­að­ar. Aðdrag­andi þess var sá að Vig­dís og starfs­menn Bænda­sam­tak­anna vildu fá or­yst­u­­fólk úr Fram­­sókn­­ar­­flokknum til að taka mynd með sér þar sem hún „plank­aði“ á meðan að það hélt á henni. Sam­kvæmt umfjöllun fjöl­miðla, sem byggja á sam­tölum við fólk sem var við­statt, á Sig­­urður Ingi að vísað til Vig­­dísar sem „hinnar svört­u“. ­Sig­urður Ingi hefur aldrei stað­festa sjálfur hvað hann sagði nákvæm­lega.

Mynd sem tekin var á Búnaðarþingi. Þar sjást þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands, Höskuldur Sæmundsson, sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson, lögfræðingur samtakanna, halda á Vigdísi en Sigurður Ingi sést fyrir aftan Ásgeir. Mynd: Aðsend.

Umfjöllun um upp­­á­kom­una birt­ist fyrst í Orð­inu á göt­unni á Eyj­unni, slúð­­ur­vett­vangi sem heyrir undir DV þar sem skrifað er nafn­­laust, á sunn­u­dag klukkan 15:30. Klukku­­tíma og þremur mín­útum síðar birt­ist frétt á vef DV þar sem Ing­veldur Sæmunds­dótt­ir, póli­­tískur aðstoð­­ar­­maður Sig­­urðar Inga til margra ára, þvertók fyrir að yfir­­­maður hennar hefði við­haft rasísk ummæli. „Þetta er algjört bull,“ sagði Ing­veld­­ur. Hún hefði verið edrú og staðið við hlið Sig­­urðar Inga þegar til stóð að taka umrædda mynd með Vig­­dísi. Ing­veldur sagði að Sig­­urði Inga hefði ekki lit­ist vel á hug­­mynd­ina og sagt að hann vildi ekki halda á Sjálf­­stæð­is­­manni.

Þessi við­brögð reynd­ust ekki eld­­ast vel þegar Vig­­dís gaf sjálf út yfir­­lýs­ingu á Face­book þar sem hún sagði að „afar sær­andi ummæli“ hefðu verið látin falla og að hún hefði heyrt þau, sem og fleira starfs­­­­­fólk Bænda­­­­­sam­tak­anna. Hún sagði að hún hefði aldrei talið að hún þyrfti að setj­­­­­­­ast niður og skrifa yfir­­­­lýs­ingu af þessu tagi. „Að­­­stoð­­­ar­­­maður ráð­herr­ans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þess­­­ari mynda­­­töku sýna það án alls vafa. Það er sær­andi þegar reynt er að gera lítið úr upp­­­lifun minni og þegar bein­línis rangar skýr­ingar eru not­aðar við það. Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráð­herr­ann við­hafði í minn garð. Duldir for­­­dómar eru gríð­­­ar­­­legt sam­­­fé­lags­­mein og grass­era á öllum stigum sam­­­fé­lags­ins. Þeir smætta verk ein­stak­l­inga og gjörðir niður í lit eða kyn.“

Auglýsing
Í kjöl­farið baðst Sig­urður Ingi afsök­unar á „óvið­ur­kvæmi­legum orð­um“ í garð Vig­dísar í stöðu­upp­færslu á Face­book. Nokkrum dögum síðar hitt­ust þau á fundi þar sem hún með­tók afsök­un­ar­beiðni hans. Vig­dís hefur nú eytt stöðu­upp­færsl­unni þar sem hún fjall­aði um „afar sær­andi ummæli“ Sig­urðar Inga.

„Það hefur tekið þungt á mig, mína fjöl­­skyldu og mína vini“

Sig­urði Inga tókst að forð­ast það að svara fyrir málið að mestu næstu vik­urnar með því að forð­ast að veita við­töl við fjöl­miðla. Í síð­ustu viku var þó komið að inn­við­a­ráð­herra að mæta í óund­ir­búnar fyr­ir­spurnir á Alþingi og þar spurði Arn­­dís Anna Krist­ín­­ar­dóttir Gunn­­ar­s­dótt­ir, þing­­maður Pírata, Sig­urð Inga út í ummæl­in. 

­Sig­­urður Ingi svar­aði að það væri þung­­bært og þung­­bær­­ara en hann bjóst við, eftir að hafa verið svona lengi í stjórn­­­mál­um, að upp­­lifa það dag eftir dag í þing­inu í til­­­tek­inn tíma af til­­­teknum stjórn­­­mála­­mönnum og af ein­­stökum fjöl­miðlum að vera bor­inn þungum sökum „um eitt­hvað allt ann­að“.

„Ég hef velt því fyrir mér hvort það sé eitt­hvað í mínu fari per­­són­u­­lega eða eitt­hvað sem stjórn­­­mála­­mað­­ur­inn Sig­­urður Ingi hefur staðið fyrir sem bendir til að þetta sé svona. Eða er það bara vegna þess að það eru sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ingar eftir hálfan mánuð og Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn er far­inn að taka fylgi af öðrum flokk­um? Er það virki­­lega svo? Ég á ekki auð­velt með að grín­­ast með þetta mál. Það hefur tekið þungt á mig, mína fjöl­­skyldu og mína vini. Ég hef beðist afsök­un­­ar. Sú afsök­un­­ar­beiðni hefur verið með­­­tek­in. Við vorum sam­­mála um að ræða það ekki frekar og ég mun virða þá ósk.“

Þann 11. apríl var greint frá því að for­sætis­nefnd Alþingis hefði borist kæra gagn­vart Sig­urði Inga fyrir brot á siða­reglum Alþingis vegna ummæl­anna um Vig­dísi. Ekki liggur fyrir hvern lagði fram kæruna. 

Kjarn­inn spurði Sig­urð Inga út í þessa siða­nefnd­ar­kæru þegar hann gaf færi á sam­tali fyrr í þess­ari viku en hann neit­aði að ræða mál­ið. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent