Málið legið þungt á ráðherranum, fjölskyldu hans og vinum

Sigurður Ingi segist ekki ætla að ræða frekar mál er varðar rasísk ummæli sem hann viðhafði á Búnaðarþingi fyrir mánuði síðan. Hann veltir því fyrir sér hvort umfjöllun um málið snúist í raun um Framsóknarflokkinn og sveitarstjórnarkosningarnar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins segir að mál sem snýst um rasísk ummæli hans um Vig­dís Häsler fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna á Bún­að­ar­þingi fyrr í vetur hafi legið þungt á hon­um, fjöl­skyldu hans og vin­um.

Þetta kom fram í máli hans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun þegar Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dóttir þing­maður Pírata spurði hvort ummælin hefðu verið í óþökk fram­kvæmda­stjór­ans, hvort þau hefðu haft þannig áhrif að virð­ingu hennar hefði verið mis­boðið og hvort þau hefðu leitt til nið­ur­lægj­andi, auð­mýkj­andi eða móðg­andi aðstæðna.

Arn­dís Anna sagði að ráð­herra hefði láðst að koma fyrir fjöl­miðla og þingið til að tala um málið en það væri mik­il­vægt að ráð­herra gerði grein fyrir stöðu sinni í þing­sal og gagn­vart þjóð­inni.

Auglýsing

„Á síð­asta þingi voru sam­þykkt lög um jafna með­ferð óháð kyn­þætti og þjóð­ern­is­upp­runa. Með lög­unum er meðal ann­ars lagt bann við hvers kyns mis­munun á öllum sviðum sam­fé­lags­ins vegna kyn­þáttar eða þjóð­ern­is­upp­runa og á þetta einnig við um áreitni þegar hún teng­ist kyn­þætti eða upp­runa,“ sagði hún og las um skil­grein­ingu í lög­unum á hug­tak­inu áreitni: „Hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann til­gang eða þau áhrif að mis­bjóða virð­ingu við­kom­andi, einkum þegar hegð­unin leiðir til ógn­andi, fjand­sam­legra, nið­ur­lægj­andi, auð­mýkj­andi eða móðg­andi aðstæðn­a.“

Spurði hún hvort þetta ætti við um ummæli ráð­herr­ans.

„Duldir for­­dómar eru gríð­­ar­­legt sam­­fé­lags­­mein“

Málið fór hátt í fjöl­miðlum í apríl en Vig­dís sjálf tjáði sig um málið á sam­fé­lags­miðlum í kjöl­far­ið. Þar sagði hún að „afar sær­andi ummæli“ hefðu verið látin falla og að hún hefði heyrt þau, sem og fleira starfs­­fólk Bænda­­sam­tak­anna. Vig­dís sagði að hún hefði aldrei talið að hún þyrfti að setj­­­ast niður og skrifa yfir­­lýs­ingu af þessu tagi. „Ég hef aldrei látið húð­lit, kyn­þátt, kyn­­ferði eða annað skil­­greina mig. Ég hef alltaf talið að verk mín og gjörðir töl­uðu fyrir sig sjálf, en núna tel ég mig knúna til að tjá mig um það sem gerð­is­t,“ skrif­aði hún.

„Ég stend með sjálfri mér þegar kemur að þessu, ég veit hvað ég heyrði, ég veit hvað var sagt. Ég neita að bera ábyrgð á þeim orðum sem ráð­herr­ann við­hafði í minn garð. Duldir for­­dómar eru gríð­­ar­­legt sam­­fé­lags­­mein og grass­era á öllum stigum sam­­fé­lags­ins. Þeir smætta verk ein­stak­l­inga og gjörðir niður í lit eða kyn,“ skrif­aði hún jafn­framt.

Sig­urður Ingi baðst afsök­unar á ummæl­unum síðar í sömu viku eftir að Vig­dís tjáði sig um mál­ið. Þau hitt­ust á fundi nokkrum dögum síðar og með­tók hún afsök­un­ar­beiðni hans.

Er þetta vegna þess að sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar eru í vænd­um?

Sig­urður Ingi sagði á þing­inu í morgun að það væri þung­bært og þung­bær­ara en hann bjóst við, eftir að hafa verið svona lengi í stjórn­mál­um, að upp­lifa það dag eftir dag í þing­inu í til­tek­inn tíma af til­teknum stjórn­mála­mönnum og af ein­stökum fjöl­miðlum að vera bor­inn þungum sökum „um eitt­hvað allt ann­að“.

„Ég hef velt því fyrir mér hvort það sé eitt­hvað í mínu fari per­sónu­lega eða eitt­hvað sem stjórn­mála­mað­ur­inn Sig­urður Ingi hefur staðið fyrir sem bendir til að þetta sé svona. Eða er það bara vegna þess að það eru sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar eftir hálfan mánuð og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er far­inn að taka fylgi af öðrum flokk­um?“ spurði hann og upp­skar hávær mót­mæli úr þing­sal.

„Er það virki­lega svo? Ég á ekki auð­velt með að grín­ast með þetta mál. Það hefur tekið þungt á mig, mína fjöl­skyldu og mína vini. Ég hef beðist afsök­un­ar. Sú afsök­un­ar­beiðni hefur verið með­tek­in. Við vorum sam­mála um að ræða það ekki frekar og ég mun virða þá ósk,“ sagði ráð­herr­ann.

Málið stærra en svo að það lúti ein­göngu að ráð­herr­anum

Arn­dís Anna sagði í kjöl­farið að Sig­urður Ingi hefði ekki svarað spurn­ingu hennar um það hvort ummælin hefðu fallið innan skil­grein­inga lag­anna.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Það er það sem ég er að velta fyrir mér hér. Ég tel að þetta mál sé stærra en svo að það lúti ein­göngu að per­sónu­legum sam­skiptum ráð­herra þar sem ráð­herra er í stöðu gagn­vart þjóð­inni, annarri heldur en aðrir með­limir henn­ar.

Síð­ari spurn­ing mín varðar traust. Nú er það ljóst að traust í garð rík­is­stjórn­ar­innar hefur hríð­fallið á síð­ustu vikum og væri stjórnin fallin ef blásið væri til kosn­inga í dag. Traust í garð inn­við­a­ráð­herra hefur einnig fallið og þá gætir ekki ein­vörð­ungu áhrifa af banka­söl­unni heldur spila ummæli ráð­herr­ans vænt­an­lega sína rullu líka. Ég vil því spyrja ráð­herra um traust: Hvernig hyggst ráð­herra axla ábyrgð og end­ur­byggja traust? Það er ekki nóg að biðj­ast afsök­un­ar, orðum verða að fylgja aðgerð­ir. Hvað ætlar ráð­herra og hans flokkur að gera til að berj­ast gegn kyn­þátta­for­dómum í sam­fé­lag­inu, upp­ræta þá, standa vörð um mann­rétt­indi og vel­ferð fólks af erlendum upp­runa?“ spurði hún.

Fagnar öllum sem hingað koma

Ráð­herr­ann svar­aði í annað sinn og sagði að það væri rétt að það mik­il­væg­asta í stjórn­málum væri traust.

„Þess vegna hef ég unnið alla mína ævi í stjórn­málum að því að byggja upp traust með því að fram­kvæma hluti í sama takti og ég stend fyrir og ég mun halda því áfram. Það mun Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gera áfram, ekki síst á því sviði sem við eigum svo­lítið erfitt með þessa dag­ana, og ég er ekki að vísa til þessa máls heldur bara almennt. Það er vax­andi pólarís­er­ing í heim­inum og við höfum áhyggjur af því að hún geti átt sér stað hér.

Við erum betra sam­fé­lag en oft er lýst hér úr þessum ræðu­stól, mun betra, en við getum alltaf gert bet­ur. Ég held að við ættum að forð­ast það sem við höfum til dæmis séð á Norð­ur­lönd­un­um, sem við horfum oft til þegar kemur að inn­flytj­endum og umræðu um þá. Við höfum sem betur fer verið betur stödd þar. Við höfum fagnað og ég fagna öllum þeim sem hingað koma og göfga sam­fé­lag okk­ar. Ég hef sagt það margoft í þessum stól og ég mun halda því áfram,“ sagði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent