Tvö af fimm í landskjörstjórn þurftu að víkja vegna vanhæfis

Báðir aðalmennirnir sem Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefndi í landskjörstjórn reyndust vanhæfir til að sitja þar í komandi kosningum vegna tengsla við frambjóðendur. Er varamenn þeirra könnuðu hæfi sitt kom í ljós að þau teldust einnig vanhæf.

Nýtt lagaákvæði um hæfi kjörstjórnarfólks útvíkkaði töluvert þau tengsl sem leiða til vanhæfis. Ef börn systkina maka, eða jafnvel maki barnabarns maka, er í framboði leiðir það t.d. til vanhæfis kjörstjórnarmanns, samkvæmt kosningalögum.
Nýtt lagaákvæði um hæfi kjörstjórnarfólks útvíkkaði töluvert þau tengsl sem leiða til vanhæfis. Ef börn systkina maka, eða jafnvel maki barnabarns maka, er í framboði leiðir það t.d. til vanhæfis kjörstjórnarmanns, samkvæmt kosningalögum.
Auglýsing

Allir fjórir ein­stak­ling­arnir sem Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga til­nefndi í upp­hafi þessa árs til setu í lands­kjör­stjórn sem aðal­menn og vara­menn hafa þurft að víkja úr nefnd­inni fyrir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, vegna van­hæf­is.

Þau þurftu að víkja vegna tengsla við ein­hverja af þeim þús­undum fram­bjóð­enda sem sitja á fram­boðs­listum hér og þar um land­ið, á grund­velli 18. greinar nýrra kosn­inga­laga sem tóku gildi um ára­mót. Búið er að skipa tvo nýja full­trúa til setu í lands­kjör­stjórn fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í þeirra stað.

Þetta kemur fram í svari frá starfs­manni lands­kjör­stjórnar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, en ný lands­kjör­stjórn var skipuð frá og með 1. jan­úar 2022 í kjöl­far gild­is­töku nýrra kosn­inga­laga. Fimm manns sitja í lands­kjör­stjórn­inni, sem er sjálf­stæð stjórn­sýslu­nefnd sem hefur yfir­um­sjón með fram­kvæmd kosn­inga og ann­ast fram­kvæmd kosn­inga­lag­anna.

Bæði aðal­menn­irnir og vara­menn­irnir van­hæfir

Í svar­inu frá lands­kjör­stjórn segir að könnun full­trúa á hæfi þeirra eftir að fram­boðs­listar komu fram fyrir kom­andi kosn­ingar hafi leitt til þess að báðir full­trú­arnir sem Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga til­nefndi til setu í nefnd­inni í jan­ú­ar, þau Ebba Schram og Magnús Karel Hann­es­son, hafi verið van­hæf til þess að sitja í lands­kjör­stjórn í þessum kosn­ing­um.

Auglýsing

Þá hafi verið leitað til vara­manna, þeirra Elínar Óskar Helga­dóttur og Ágústar Sig­urðar Ósk­ars­son­ar, en er þau könn­uðu hæfi sitt kom í ljós að bæði teld­ust einnig van­hæf til setu í lands­kjör­stjórn í þessum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

Lands­kjör­stjórn fór þess á leit við dóms­mála­ráðu­neytið í kjöl­farið að það hlut­að­ist til um skipun nýrra full­trúa Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga í lands­kjör­stjórn fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar og frá því hefur verið geng­ið, sem áður seg­ir.

Vand­ræða­á­kvæði í nýjum kosn­inga­lögum

Ný kosn­inga­lög eru með strang­ari reglum um hæfi kjör­stjórn­ar­fólks en þau gömlu, en sam­kvæmt 18. grein lag­anna skulu full­trúar víkja úr kjör­stjórnum og lands­kjör­stjórn „ef ein­stak­lingur er í kjöri sem er eða hefur verið maki hans, sam­búð­ar­maki, fyrr­ver­andi sam­búð­ar­maki eða skyldur eða mægður honum í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ætt­leið­ing­ar.“

Þetta hefur valdið tölu­verðum vand­kvæðum í kjör­stjörnum hér og þar á land­inu, þar sem reynt kjör­stjórn­ar­fólk hefur þurft að víkja sökum tengsla við fólk sem er að bjóða sig fram í þeirra sveit­ar­fé­lagi.

Á Akra­nesi þurftu til dæmis allir að víkja úr kjör­stjórn­inni og í Reykja­vík ákvað einn fram­bjóð­andi sem var neð­ar­lega á lista Pírata að víkja af fram­boðs­list­anum til þess að frændi hans, sem situr í kjör­stjórn borg­ar­inn­ar, þyrfti ekki að víkja það­an.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent