Sigurður Ingi leggst gegn uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði

Innviðaráðherra segir að fyrirhuguð íbúðauppbygging í Skerjafirði brjóti gegn samkomulagi ríkisins og Reykjavíkur um rannsóknir á nýju flugvallarstæði í Hvassahrauni. Hollenskir sérfræðingar sögðu flugöryggisrök ekki standa uppbyggingunni í vegi.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra segir að Reykja­vík­ur­borg muni ekki fá að byggja upp á flug­vall­ar­landi í Nýja Skerja­firði fyrr en búið verði að finna nýjan stað undir þá starf­semi sem í dag er á Reykja­vík­ur­flug­velli.

Þessi orð lét hann falla í við­tali við frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unnar í morg­un, í fram­haldi af skeyta­send­ingum sem gengið hafa á milli ráðu­neytis hans, Reykja­vík­ur­borgar og rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins Isa­via um fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis í Skerja­firð­inum sem Reykja­vík­ur­borg vill hefja í sum­ar.

Ráð­herra full­yrðir í við­tal­inu að áætl­anir Reykja­vík­ur­borgar um upp­bygg­ingu hús­næðis á þessum stað brjóti gegn ákvæðum í sam­komu­lagi á milli rík­is­ins og borg­ar­innar frá 2019 um rann­sóknir á mögu­leikum á bygg­ingu nýs flug­vallar í Hvassa­hrauni.

„Meðan annar kost­ur, jafn­góður eða betri, er hvorki fund­inn né upp­byggður þá felst sam­komu­lagið í því að þessi völlur hér, sem við stöndum á, eigi að vera í óbreyttri, rekstr­ar­lega og örygg­is­lega, mynd. Og það er hann ekki, að mati Isa­via og þeirra ráð­gjafa, ef að þessar bygg­ingar fara af stað hér í Skerja­firð­i,“ sagði ráð­herra í við­tal­inu.

Í sam­komu­lag­inu frá 2019 sagði að aðilar lýstu sig sam­mála um að tryggja ætti rekstr­ar­ör­yggi á Reykja­vík­ur­flug­velli á meðan und­ir­bún­ingi og gerð nýs flug­vallar stendur og að Reykja­vík­ur­flug­völlur ætti áfram að geta þjónað inn­an­lands­flugi á full­nægj­andi hátt þar til nýr flug­völlur yrði til­bú­inn til notk­un­ar.

Kveðið á um byggð sunnan flug­vallar í sam­komu­lagi frá 2013

Í sam­komu­lag­inu frá 2019 var einnig vísað til þess að þetta nýja sam­komu­lag ógilti ekki eldra sam­komu­lag um inn­an­lands­flug frá 2013 á milli borg­ar­innar og rík­is.

Í því sam­komu­lagi var meðal ann­ars fjallað um lokun norð-aust­ur/suð-vestur flug­braut­ar­inn­ar, sem stundum var kölluð neyð­ar­braut­in, og að það land sem losn­aði við lokun hennar sunnan vall­ar­ins yrði skipu­lagt undir bland­aða byggð.

Túlka skýrslu hol­lenskra ráð­gjafa með ólíkum hætti

Reykja­vík­ur­borg svar­aði á dög­unum athuga­semdum sem bár­ust frá Isa­via og inn­við­a­ráðu­neyt­inu um þessi mál með þeim hætti að hvorki flug­ör­yggi né rekstr­ar­ör­yggi vall­ar­ins yrði stefnt í hættu með upp­bygg­ing­unni í Nýja-Skerja­firði.

Isa­via fékk hol­lensku loft- og geim­ferða­stofn­un­ina (NLR) til þess að vinna rann­sóknir á áhrifum upp­bygg­ing­ar­innar í Skerja­firði á flug­ör­yggi og vís­aði Reykja­vík­ur­borg m.a. til þess mats í svar­bréfi sínu til ráðu­neyt­is­ins.

Nið­ur­stöður skýrsl­unnar frá NLR voru á þá leið að út frá örygg­is­sjón­ar­miðum væri áhættan af upp­bygg­ing­unni fyrir flug­ör­yggi „ekki óásætt­an­leg“ og „ætti að vera álitin þol­an­leg“ en til þess þyrfti þó að grípa til ákveð­inna mót­væg­is­að­gerða.

Auglýsing

Hol­lensku sér­fræð­ing­arnir nefndu að ein mögu­leg mót­væg­is­að­gerð væri sú að láta flug­menn vita að tölu­verð ókyrrð gæti verið í loka­að­flugi þeirra við ákveðnar aðstæður og önnur væri sú að fylgst yrði með því hve oft þær aðstæður sem leitt gætu til ókyrrðar kæmu upp. Báðar þessar mót­væg­is­að­gerðir væru í höndum Isa­via.

„Þess er vænst að þessar mót­væg­is­að­gerðir eigi að vera nægi­legar til þess að takast á við áhætt­una sem komið hefur í ljós. Því er það nið­ur­staðan að áhættan sé við­ráð­an­leg og ætti ekki að koma í veg fyrir upp­bygg­ingu íbúða­byggð­ar­innar í Nýja-Skerja­firð­i,“ sagði í nið­ur­lagi skýrsl­unnar frá hol­lensku sér­fræð­ing­un­um.

Þrátt fyrir þetta hefur Isa­via áhyggjur og hefur bent á í minn­is­blöðum sínum um málið að óvíst sé um áhrif á minni loft­för, sem verði fyrir meiri áhrifum af svipti­vindum en stærri vél­ar. Isa­via hefur einnig sett fram áhyggjur af því að á fram­kvæmda­tíma auk­ist líkur á að jarð­efni og smá­dót fjúki inn á flug­braut­ina.

Sagði leið­in­legt að þurfa að slá á putt­ana á borg­inni

Í við­tal­inu í dag seg­ist Sig­urður Ingi ekki hafa séð þær mót­væg­is­að­gerðir sem hægt væri að benda á og segir að Reykja­vík­ur­borg muni ekki geta fengið svæði, sem í dag er innan flug­vall­ar­girð­ing­ar, til upp­bygg­ingar í sum­ar.

Hann sagði einnig að honum þætti „eig­in­lega leið­in­legt að það þurfi að slá á putt­ana á meiri­hlut­anum í Reykja­vík aftur og aftur út af þessu“.

Óljóst er hverjar lyktir þessa máls verða eða hvaða áhrif orð ráð­herra í reynd hafa, en Reykja­vík­ur­borg fer með skipu­lags­valdið á svæð­inu og er nýja hverfið í Skerja­firði í deiliskipu­lags­ferli um þessar mund­ir.

Í fyrri áfanga upp­bygg­ing­ar­innar í Skerja­firði er gert ráð fyrir um 700 íbúð­um, auk nýs leik- og grunn­skóla, en full­byggt hverfi á að vera með um 1.300-1.500 íbúð­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent