Sigurður Ingi leggst gegn uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði

Innviðaráðherra segir að fyrirhuguð íbúðauppbygging í Skerjafirði brjóti gegn samkomulagi ríkisins og Reykjavíkur um rannsóknir á nýju flugvallarstæði í Hvassahrauni. Hollenskir sérfræðingar sögðu flugöryggisrök ekki standa uppbyggingunni í vegi.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra segir að Reykja­vík­ur­borg muni ekki fá að byggja upp á flug­vall­ar­landi í Nýja Skerja­firði fyrr en búið verði að finna nýjan stað undir þá starf­semi sem í dag er á Reykja­vík­ur­flug­velli.

Þessi orð lét hann falla í við­tali við frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unnar í morg­un, í fram­haldi af skeyta­send­ingum sem gengið hafa á milli ráðu­neytis hans, Reykja­vík­ur­borgar og rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins Isa­via um fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis í Skerja­firð­inum sem Reykja­vík­ur­borg vill hefja í sum­ar.

Ráð­herra full­yrðir í við­tal­inu að áætl­anir Reykja­vík­ur­borgar um upp­bygg­ingu hús­næðis á þessum stað brjóti gegn ákvæðum í sam­komu­lagi á milli rík­is­ins og borg­ar­innar frá 2019 um rann­sóknir á mögu­leikum á bygg­ingu nýs flug­vallar í Hvassa­hrauni.

„Meðan annar kost­ur, jafn­góður eða betri, er hvorki fund­inn né upp­byggður þá felst sam­komu­lagið í því að þessi völlur hér, sem við stöndum á, eigi að vera í óbreyttri, rekstr­ar­lega og örygg­is­lega, mynd. Og það er hann ekki, að mati Isa­via og þeirra ráð­gjafa, ef að þessar bygg­ingar fara af stað hér í Skerja­firð­i,“ sagði ráð­herra í við­tal­inu.

Í sam­komu­lag­inu frá 2019 sagði að aðilar lýstu sig sam­mála um að tryggja ætti rekstr­ar­ör­yggi á Reykja­vík­ur­flug­velli á meðan und­ir­bún­ingi og gerð nýs flug­vallar stendur og að Reykja­vík­ur­flug­völlur ætti áfram að geta þjónað inn­an­lands­flugi á full­nægj­andi hátt þar til nýr flug­völlur yrði til­bú­inn til notk­un­ar.

Kveðið á um byggð sunnan flug­vallar í sam­komu­lagi frá 2013

Í sam­komu­lag­inu frá 2019 var einnig vísað til þess að þetta nýja sam­komu­lag ógilti ekki eldra sam­komu­lag um inn­an­lands­flug frá 2013 á milli borg­ar­innar og rík­is.

Í því sam­komu­lagi var meðal ann­ars fjallað um lokun norð-aust­ur/suð-vestur flug­braut­ar­inn­ar, sem stundum var kölluð neyð­ar­braut­in, og að það land sem losn­aði við lokun hennar sunnan vall­ar­ins yrði skipu­lagt undir bland­aða byggð.

Túlka skýrslu hol­lenskra ráð­gjafa með ólíkum hætti

Reykja­vík­ur­borg svar­aði á dög­unum athuga­semdum sem bár­ust frá Isa­via og inn­við­a­ráðu­neyt­inu um þessi mál með þeim hætti að hvorki flug­ör­yggi né rekstr­ar­ör­yggi vall­ar­ins yrði stefnt í hættu með upp­bygg­ing­unni í Nýja-Skerja­firði.

Isa­via fékk hol­lensku loft- og geim­ferða­stofn­un­ina (NLR) til þess að vinna rann­sóknir á áhrifum upp­bygg­ing­ar­innar í Skerja­firði á flug­ör­yggi og vís­aði Reykja­vík­ur­borg m.a. til þess mats í svar­bréfi sínu til ráðu­neyt­is­ins.

Nið­ur­stöður skýrsl­unnar frá NLR voru á þá leið að út frá örygg­is­sjón­ar­miðum væri áhættan af upp­bygg­ing­unni fyrir flug­ör­yggi „ekki óásætt­an­leg“ og „ætti að vera álitin þol­an­leg“ en til þess þyrfti þó að grípa til ákveð­inna mót­væg­is­að­gerða.

Auglýsing

Hol­lensku sér­fræð­ing­arnir nefndu að ein mögu­leg mót­væg­is­að­gerð væri sú að láta flug­menn vita að tölu­verð ókyrrð gæti verið í loka­að­flugi þeirra við ákveðnar aðstæður og önnur væri sú að fylgst yrði með því hve oft þær aðstæður sem leitt gætu til ókyrrðar kæmu upp. Báðar þessar mót­væg­is­að­gerðir væru í höndum Isa­via.

„Þess er vænst að þessar mót­væg­is­að­gerðir eigi að vera nægi­legar til þess að takast á við áhætt­una sem komið hefur í ljós. Því er það nið­ur­staðan að áhættan sé við­ráð­an­leg og ætti ekki að koma í veg fyrir upp­bygg­ingu íbúða­byggð­ar­innar í Nýja-Skerja­firð­i,“ sagði í nið­ur­lagi skýrsl­unnar frá hol­lensku sér­fræð­ing­un­um.

Þrátt fyrir þetta hefur Isa­via áhyggjur og hefur bent á í minn­is­blöðum sínum um málið að óvíst sé um áhrif á minni loft­för, sem verði fyrir meiri áhrifum af svipti­vindum en stærri vél­ar. Isa­via hefur einnig sett fram áhyggjur af því að á fram­kvæmda­tíma auk­ist líkur á að jarð­efni og smá­dót fjúki inn á flug­braut­ina.

Sagði leið­in­legt að þurfa að slá á putt­ana á borg­inni

Í við­tal­inu í dag seg­ist Sig­urður Ingi ekki hafa séð þær mót­væg­is­að­gerðir sem hægt væri að benda á og segir að Reykja­vík­ur­borg muni ekki geta fengið svæði, sem í dag er innan flug­vall­ar­girð­ing­ar, til upp­bygg­ingar í sum­ar.

Hann sagði einnig að honum þætti „eig­in­lega leið­in­legt að það þurfi að slá á putt­ana á meiri­hlut­anum í Reykja­vík aftur og aftur út af þessu“.

Óljóst er hverjar lyktir þessa máls verða eða hvaða áhrif orð ráð­herra í reynd hafa, en Reykja­vík­ur­borg fer með skipu­lags­valdið á svæð­inu og er nýja hverfið í Skerja­firði í deiliskipu­lags­ferli um þessar mund­ir.

Í fyrri áfanga upp­bygg­ing­ar­innar í Skerja­firði er gert ráð fyrir um 700 íbúð­um, auk nýs leik- og grunn­skóla, en full­byggt hverfi á að vera með um 1.300-1.500 íbúð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent