Stýrivextir hækkaðir um eitt prósentustig og eru nú 3,75 prósent

Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um þrjú prósentustig frá því í maí í fyrra. Hækkunin í dag mun auka greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð húsnæðislán umtalsvert.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­­stefn­u­­nefnd Seðla­­banka Íslands ákvað að hækka stýri­vexti bank­ans í 3,75 pró­­sent í morg­un. Um er að ræða eins pró­­sent­u­­stiga hækkun frá því sem áður var og alls hafa vextir hækkað um þrjú pró­­sent­u­­stig frá því í maí í fyrra, þegar vaxta­á­kvörð­un­­ar­­ferli Seðla­­banka Íslands hófst.

Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar­innar segir að efna­hags­horfur hafi heldur versnað frá febr­ú­ar­spá Seðla­bank­ans vegna nei­kvæðra áhrifa inn­rásar Rúss­lands í Úkra­ínu. Á hinn bóg­inn séu vís­bend­ingar um tals­verðan þrótt inn­lendra umsvifa. „Slak­inn í þjóð­ar­bú­inu virð­ist horf­inn og spenna tekin að mynd­ast á vinnu­mark­aði. Gert er ráð fyrir 4,6 pró­sent hag­vexti í ár en að hann verði tæp­lega 3 pró­sent á næstu tveimur árum.“

Verð­bólga mæld­ist hins vegar 7,2 pró­sent í apríl og hefur ekki mælst meiri frá 2010. Verð­bólgu­mark­mið Seðla­bank­ans er 2,5 pró­sent. Horfur hafa því versnað veru­lega og verð­bólgan er óra­fjarri mark­miði bank­ans. Í yfir­lýs­ing­unni segir að enn sem fyrr vegi hækkun hús­næð­is­verðs og ann­arra inn­lendra kostn­að­ar­liða þungt auk þess sem alþjóð­legt olíu- og hrá­vöru­verð hafi hækkað mik­ið. „Verð­hækk­anir eru því á breiðum grunni sem end­ur­spegl­ast í hraðri aukn­ingu und­ir­liggj­andi verð­bólgu sem mælist nú ríf­lega 5 pró­sent. Þá hafa verð­bólgu­vænt­ingar hækkað á alla mæli­kvarða. Sam­kvæmt spá Seðla­bank­ans eru horfur á að verð­bólga auk­ist í rúm­lega 8 pró­sent á þriðja fjórð­ungi árs­ins sem er 2,8 pró­sentum meiri verð­bólga en spáð var í febr­ú­ar. Gert er ráð fyrir að sam­spil vaxta­hækk­ana og hertra lán­þega­skil­yrða muni hægja á verð­hækkun hús­næðis og inn­lendri eft­ir­spurn.“

Auglýsing
Peningastefnunefnd telur lík­legt að herða þurfi taum­hald pen­inga­stefn­unnar enn frekar á næstu mán­uðum til að tryggja að verð­bólga hjaðni í mark­mið innan ásætt­an­legs tíma. „Ákvarð­anir í atvinnu­lífi, á vinnu­mark­aði og í rík­is­fjár­málum munu skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara.“

Næsti vaxta­á­kvörð­un­ar­dagur er í júní.

Aðrar aðgerðir Seðla­bank­ans hafa ekki bitið

Hækk­­andi hús­næð­is­verð er svo stærsti þátt­­ur­inn í þeirri stór­auknu verð­­bólgu sem mælist á Íslandi og vaxta­hækk­un­inni er ætlað að reyna að hemja. Seðla­­banki Íslands hefur reynt ýmis­­­legt til að stemma stigu við ástand­inu fyrir utan að hækka vexti skarpt, eða úr 0,75 í 3,0 pró­sent á einu ári.

Í sept­­em­ber í fyrra ákvað fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­nefnd Seðla­­banka Íslands einnig að setja reglur um hámark greiðslu­­byrðar á fast­­eigna­lánum og end­­ur­vekja hinn svo­­kall­aða sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka. Áður hafði nefndin lækkað hámark veð­­­setn­ing­­­ar­hlut­­­falls fast­­­eigna­lána til neyt­enda lækkað úr 85 í 80 pró­­­sent en hámarks­­­hlut­­­fall fyrir fyrstu kaup­endur hélst óbreytt í 90 pró­­­sent.

Enn sem komið er hafa þessar aðgerðir Seðla­­bank­ans ekki bitið sem neinu nem­­ur. Þvert á móti hækk­­aði íbúða­verð á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu um 3,1 pró­­sent í síð­­asta mán­uð­i. Síð­­asta mælda árs­hækkun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mæld­ist um 22 pró­­sent. Þetta er afrakstur þess að eft­ir­­spurn hefur verið langt umfram fram­­boð. Í síð­­­ustu birtu mán­að­­ar­­skýrslu hag­­deildar Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofn­unar kom fram að fram­­boð íbúða til sölu hafi verið undir eitt þús­und á land­inu öllu í byrjun mars. Það er þó ofmat á fram­­boð­inu því um þriðj­ungur íbúð­anna voru þegar komnar í fjár­­­mögn­un­­ar­­ferli og því búið að sam­­þykkja til­­­boð í þær. Til sam­an­­burðar fór það í fyrsta sinn niður fyrir tvö þús­und íbúðir í mars í fyrra. 

Dýr lán og gríð­­ar­­leg sam­keppni um allt hús­næði sem býðst til sölu gerir það að verkum að fleiri lán­takar eru að færa sig í þau lán sem bera lægstu afborg­an­irn­­ar. Það eru verð­­tryggð lán, en hin mikla verð­­bólga sem nú er gerir þau lán þó afar óhag­­stæð, enda leggst verð­­bólgan sem verð­bætur á höf­uð­stól þeirra lána. 

Sam­­kvæmt nýbirtum tölum Seðla­­banka Íslands um útlán banka lands­ins þá tók lands­­menn verð­­tryggð lán á föstum vöxtum fyrir 3,5 millj­­arða króna í mars. Þeir hafa ekki tekið jafn mikið af slíkum lánum síðan í des­em­ber 2016. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent