Stýrivextir hækkaðir um eitt prósentustig og eru nú 3,75 prósent

Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um þrjú prósentustig frá því í maí í fyrra. Hækkunin í dag mun auka greiðslubyrði þeirra sem eru með óverðtryggð húsnæðislán umtalsvert.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­­stefn­u­­nefnd Seðla­­banka Íslands ákvað að hækka stýri­vexti bank­ans í 3,75 pró­­sent í morg­un. Um er að ræða eins pró­­sent­u­­stiga hækkun frá því sem áður var og alls hafa vextir hækkað um þrjú pró­­sent­u­­stig frá því í maí í fyrra, þegar vaxta­á­kvörð­un­­ar­­ferli Seðla­­banka Íslands hófst.

Í yfir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar­innar segir að efna­hags­horfur hafi heldur versnað frá febr­ú­ar­spá Seðla­bank­ans vegna nei­kvæðra áhrifa inn­rásar Rúss­lands í Úkra­ínu. Á hinn bóg­inn séu vís­bend­ingar um tals­verðan þrótt inn­lendra umsvifa. „Slak­inn í þjóð­ar­bú­inu virð­ist horf­inn og spenna tekin að mynd­ast á vinnu­mark­aði. Gert er ráð fyrir 4,6 pró­sent hag­vexti í ár en að hann verði tæp­lega 3 pró­sent á næstu tveimur árum.“

Verð­bólga mæld­ist hins vegar 7,2 pró­sent í apríl og hefur ekki mælst meiri frá 2010. Verð­bólgu­mark­mið Seðla­bank­ans er 2,5 pró­sent. Horfur hafa því versnað veru­lega og verð­bólgan er óra­fjarri mark­miði bank­ans. Í yfir­lýs­ing­unni segir að enn sem fyrr vegi hækkun hús­næð­is­verðs og ann­arra inn­lendra kostn­að­ar­liða þungt auk þess sem alþjóð­legt olíu- og hrá­vöru­verð hafi hækkað mik­ið. „Verð­hækk­anir eru því á breiðum grunni sem end­ur­spegl­ast í hraðri aukn­ingu und­ir­liggj­andi verð­bólgu sem mælist nú ríf­lega 5 pró­sent. Þá hafa verð­bólgu­vænt­ingar hækkað á alla mæli­kvarða. Sam­kvæmt spá Seðla­bank­ans eru horfur á að verð­bólga auk­ist í rúm­lega 8 pró­sent á þriðja fjórð­ungi árs­ins sem er 2,8 pró­sentum meiri verð­bólga en spáð var í febr­ú­ar. Gert er ráð fyrir að sam­spil vaxta­hækk­ana og hertra lán­þega­skil­yrða muni hægja á verð­hækkun hús­næðis og inn­lendri eft­ir­spurn.“

Auglýsing
Peningastefnunefnd telur lík­legt að herða þurfi taum­hald pen­inga­stefn­unnar enn frekar á næstu mán­uðum til að tryggja að verð­bólga hjaðni í mark­mið innan ásætt­an­legs tíma. „Ákvarð­anir í atvinnu­lífi, á vinnu­mark­aði og í rík­is­fjár­málum munu skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara.“

Næsti vaxta­á­kvörð­un­ar­dagur er í júní.

Aðrar aðgerðir Seðla­bank­ans hafa ekki bitið

Hækk­­andi hús­næð­is­verð er svo stærsti þátt­­ur­inn í þeirri stór­auknu verð­­bólgu sem mælist á Íslandi og vaxta­hækk­un­inni er ætlað að reyna að hemja. Seðla­­banki Íslands hefur reynt ýmis­­­legt til að stemma stigu við ástand­inu fyrir utan að hækka vexti skarpt, eða úr 0,75 í 3,0 pró­sent á einu ári.

Í sept­­em­ber í fyrra ákvað fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­nefnd Seðla­­banka Íslands einnig að setja reglur um hámark greiðslu­­byrðar á fast­­eigna­lánum og end­­ur­vekja hinn svo­­kall­aða sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka. Áður hafði nefndin lækkað hámark veð­­­setn­ing­­­ar­hlut­­­falls fast­­­eigna­lána til neyt­enda lækkað úr 85 í 80 pró­­­sent en hámarks­­­hlut­­­fall fyrir fyrstu kaup­endur hélst óbreytt í 90 pró­­­sent.

Enn sem komið er hafa þessar aðgerðir Seðla­­bank­ans ekki bitið sem neinu nem­­ur. Þvert á móti hækk­­aði íbúða­verð á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu um 3,1 pró­­sent í síð­­asta mán­uð­i. Síð­­asta mælda árs­hækkun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mæld­ist um 22 pró­­sent. Þetta er afrakstur þess að eft­ir­­spurn hefur verið langt umfram fram­­boð. Í síð­­­ustu birtu mán­að­­ar­­skýrslu hag­­deildar Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofn­unar kom fram að fram­­boð íbúða til sölu hafi verið undir eitt þús­und á land­inu öllu í byrjun mars. Það er þó ofmat á fram­­boð­inu því um þriðj­ungur íbúð­anna voru þegar komnar í fjár­­­mögn­un­­ar­­ferli og því búið að sam­­þykkja til­­­boð í þær. Til sam­an­­burðar fór það í fyrsta sinn niður fyrir tvö þús­und íbúðir í mars í fyrra. 

Dýr lán og gríð­­ar­­leg sam­keppni um allt hús­næði sem býðst til sölu gerir það að verkum að fleiri lán­takar eru að færa sig í þau lán sem bera lægstu afborg­an­irn­­ar. Það eru verð­­tryggð lán, en hin mikla verð­­bólga sem nú er gerir þau lán þó afar óhag­­stæð, enda leggst verð­­bólgan sem verð­bætur á höf­uð­stól þeirra lána. 

Sam­­kvæmt nýbirtum tölum Seðla­­banka Íslands um útlán banka lands­ins þá tók lands­­menn verð­­tryggð lán á föstum vöxtum fyrir 3,5 millj­­arða króna í mars. Þeir hafa ekki tekið jafn mikið af slíkum lánum síðan í des­em­ber 2016. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent